HomeGreinarSÚRRANDI KARLREMBA Á FJÖLMIÐLUM

SÚRRANDI KARLREMBA Á FJÖLMIÐLUM

„Ég hef unnið um árabil í fjölmiðlum á Íslandi og byrjaði árið 2006,“ segir Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur með meiru og lítur um öxl að gefnu tilefni:
„Ég man vel eftir þeirri súrrandi karlrembu sem einkenndi marga vinnustaði sem ég vann á. Við konurnar vorum í miklum minnihluta, oft örfáar á móti stórum hópi karla. Ég man eftir að hafa verið aðallega beðin um að skrifa fréttir um leikskólamál og líka ef fínt skemmtiferðaskip var kannski á leið í höfn.
Ég man eftir að hafa setið ritstjórnarfundi þar sem gert var lítið úr konum í íslenskum stjórnmálum og þá aðallega hæðst að útliti þeirra eins og klæðaburði og þyngd. Ég man eftir hvernig strákarnir héldu alltaf hópinn, stóðu saman og hrósuðu hver öðrum. Ég man eftir þeirri tilfinningu að það að vera kona á vinnustaðnum hafi verið auka álag, auka vesen og auka byrði. Það að vera kona var erfitt, drullu erfitt.
Ég velti þessum tíma reglulega fyrir mér þegar rætt er um bakslagið sem við höfum séð í jafnréttismálum víða um heim síðustu árin. En jú jú, þetta var nú allt annar tími þarna í den og mikið var þetta nú steikt og glatað en já já, þetta var bara svona. En málið fokking er að þetta þurfti ekkert endilega að vera svona. Og það að einhver og einhverjir hafi hellt olíu á þetta karlrembubál með rætnum skrifum árum saman vil ég meina sé ákveðið áfall fyrir konur eins og mig. Þetta tímabil hafði afleiðingar og hefur enn afleiðingar fyrir kvenréttindi, fyrir öryggi kvenna almennt. Þetta tímabil var nefnilega ekki bara það og svo er það liðið. Þetta smitaði yfir í næstu kynslóðir stráka og hefur áhrif.“
TENGDAR FRÉTTIR

HJÓLIN HINDRA GANGANDI UMFERÐ HJÁ HILDI

"Frá því í morgunn hafa hlaupahjól frá Bolt og Hopp verið á gangstéttinni á horn Skólavörðustíg og Bergstaðastrætis. Hjólin hindra gangandi umferð," segir Hildur...

EINA KONAN Í TUNGLSKOTINU

Þessi fræga mynd tekin í stjórnstöð Kennedy Space Center 1969 þegar Appolo 13 var skotið til tunglsins og manneskja sté þar fæti í fyrsta...

ELDRI BORGARAR RAÐA SÉR Á EMMY LISTA

Í fyrsta sinn eftir áratugaferil í kvikmyndum er Harrison Ford tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Shrinking - nýorðinn 83 ára. Kathy...

GEGGJAÐ GAMAN Á GÁSUM

Miðaldadagar verða haldnir á Gásum 19. - 20. júlí. Enginn aðgangseyrir en kaupmenn selja varning. Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best...

SÍLDARSTÚLKUR FÁ SÉR PYLSU

Siglufjörður 1955. Síldarstúlkurnar Hanna, Kristín og Jóhanna fá sér pylsu.

GOODMAN LÉTTIST UM 100 KÍLÓ

Stórleikarinn John Goodman hefur grennst um 100 kíló eftir að hann tók lífsstílinn í gegn fyrir tíu árum - það eru að meðaltali tíu...

DAUÐI PRENTMIÐLANNA Á BIÐSTOFUNNI

Þetta eru prentmiðlarnir sem í boði eru á biðstofu tannlæknis í miðborg Reykjavíkur. Bændablaðið, Lifandi vísindi og People. Það er af sem áður var þegar...

ÖKUSKÓLI Í AMERÍKU 1953

Hérna er verið að kEnna fólki að keyra bíl. Ökuskóli í Ameríku 1953.

SÉRA DAVÍÐ ÞÓR SAGÐUR FORMAÐUR NÝS VINSTRIFLOKKS – „NO COMMENT“

"Ég er með fjölskyldunni í sumarfríi á Spáni og er eiginlega ekkert að hugsa um Ísland. No comment," segir Davíð þór Jónsson sókarprestur í...

„EKKERT HEFUR HAGGAÐ ÞESSUM NAGLA“

"Á þessum fallega degi var stór stund að samþykkja leiðréttingu veiðigjalda - á lokadegi vorþingsins. Og hvað er meira við hæfi en að smella...

EKKI HANGA Í BÚÐINNI HJÁ SÖSTRENE GRENE

Þessi fimleikaróla er til sölu hjá Söstrene Grene í Kringlunni og kostar 4.998 krónur. Hún er til að hanga í og sveifla sér. En...

HÖDD TÆKLAR ALKANN ÁFRAM

Jæja - mest outspoken alkinn. Sem enginn er að biðja um ráð frá. En ojæja," segir Hödd Vilhjálmsdóttir sem er að tækla alkóhólismann eins...

Sagt er...

Polli situr á bryggjupolla á strandveiðum heitir þessi mynd

Lag dagsins

Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra er afmælisbarn dagsins (77). Einu sinni var við hann sagt: Það sama má segja um stjórnmálamenn og hesta. Ekki er nóg...