„Ég hlýði Víði“ söng þjóðin einum rómi í covidinu en nú kveður við annan tón etir að Víðir almannavarnarstjóri fór í framboð fyrir Samfylkinguna. Ummæli hans um að hægt væri að ná í aukið skattfé með því ráðast til atlögu við einkahlutfélög einyrkja og smærri fyrirtækja fór fyrir brjóstið á hárgreiðslufólki og pípurum – sem Víðir nefndi svo óheppilega til sögunnar.
Í boði eru nú bolir með nýtti útfærslu á boðskap Víðis: „Ég kvíði Víði“.