HomeGreinarHUGMYND ALDARINNAR - HÓTEL SEM HJÚKRUNARHEIMILI

HUGMYND ALDARINNAR – HÓTEL SEM HJÚKRUNARHEIMILI

„Þannig er að á Búllunni hefur i 20 ár verið í boði „tilboð aldarinnar“ sem er búlluborgari, franskar og gosdrykkur. Nú er ég með hugmynd sem ég kalla „hugmynd aldarinnar“, –  fékk hana um daginn. Þetta tengist veru minni á Alþingi,“ segir Tommi á Búllunni einnig þekktur sem Tómas A. Tómasson alþingismaður:
„Eins og allir vita þá er skortur á hjúkrunarheimilum nánast allstaðar á landinu eftir því sem mér skilst. Þá eru um og yfir 100 manns á biðlista inni á Landsspítala sem bíða eftir plássi. Fyrir utan alla aðra sem eru að bíða eftir plássi.
„Þegar hótel Saga var til sölu þá vildi ég að því yrði breitt í hjúkrunarheimili, hugsa að flestir eldri borgarar hefðu þegið að búa a Sögu. Saga var gott 4 stjörnu hótel í fullum rekstri, um og yfir 200 herbegi og svítur. Með alls kyns fundarsölum og veizlusölum svo ég tali nú ekki um Súlnasalinn og Átthagasalinn sem flestir af minni kynslóð þekkja. Þetta var eins borðleggjandi og það gat verið. En Saga var tekin og breytt í íbúðir fyrir námsmenn sem vissulega þurfa á húsnæði að halda.
Það sem ég hefi verið að hugsa er eftirfarandi: Í Reykjavík eru nokkur stór hótel sem flest eru 4 stjörnu. Þessi hótel hafa allt sem þarf til að breyta þeim í hjúkrunarheimili. Ég hitti þá félaga Willum og Sigurð Inga í dag í þinginu og viðraði þessa hugmynd við þá.  Fékk svo sem lítil viðbrögð. En ég segi, þó eitt svona hótel væri keypt á uppsprengdu verði og breitt í hjúkrunarheimili þá mundi það samt vera ódýrara en að byggja nýtt.  Þetta væri hægt að gera á „no time“ eins og sagt er. Halló! Það sárvantar pláss!
Sé ekkert þessu til fyrirstöðu nema ákvörðunatöku þeirra sem ráða en það eru Willum og Sigurður Ingi. Spurningin er hvort þeir þori. Boltinn er hjá þeim.“
TENGDAR FRÉTTIR

SÁNUNNI Í VESTURBÆJARLAUG LOKAÐ

Frá og með fimmtudeginum 5. desember verður sánunni í Vesturbæjarlaug lokað. Verið er að hefja niðurrif á sánaklefunum sem er fyrsti liður í endurbótum á...

VALKYRJURNAR Í VALHÖLL

Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland eru að mynda ríkisstjórn. Inga segir að þetta verði valkyrjustjórn og hinar tvær kinka kolli: - Valkyrjur eru kvenkyns...

KOSNINGASKYRTA KRISTRÚNAR UPPSELD

Fyrir kosningar var frá því greint hér að Kristrún Frostadóttir, sigurvegarinn í Samfylkingunni, hefði mátað svarta glimmerskyrtu í tískuvöruversluninni Mathilda í Smáralind. Hún keypti...

HUGLEIÐING MÓÐUR UM ÞINGMANNINN SINN

"Siggi okkar hefur ósjaldan komið fjölskyldunni á óvart með því sem hann hann hefur tekið sér fyrir hendur allt frá því hann var barn...

TRÖLLI FÓR Í KIRKJU OG FRELSAÐIST

Trölli sló í gegn á jólahátíð á Austurvelli í dag og kætti jafnt börn og fullorðna. En þetta tók á og Trölli var við...

GLUGGAÞVOTTUR GLERAUGNASALANS

Barnabarn gleraugnasalans á Laugavegi hjálpar afa sínum að þvo verslunargluggann undir árvökulu augnaráði módelsins á mynd fyrir aftan.

KJÖRSTAÐIR EINS OG SUBWAY

"Ég veit ekki hvað ég á að kjósa. Hvað á ég að kjósa? Og af hverju?" spyr Óttar M. Noðrfjörð rithöfundur og er ekki...

HÓLMINN Í TJÖRNINNI TEKINN Í GEGN Á ÍS

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni eftir helgi en markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni. Farið...

UPPSELT HJÁ HALLGRÍMI Á KJARVALSSTÖÐUM

Hallgrímur Helgason verður með leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum sem ná yfir 40 ára feril hans sem myndlistarmanns. Tvær ferðir verða...

ALDREI MEIRI JÓLASKREYTINGAR Í REYKJAVÍK

Aldrei hefur verið meira skreytt í Reykjavík fyrir hátíðarnar, en hana prýða nú yfir 500 þúsund ljósaperur og 50 kílómetrar af jólaseríum. 25 styrkjum var...

ÞEGAR SNÆFUGL SÖKK

"Þessa mynd tók ég á síldinni 1963 austur af landinu. Þarna er Snæfugl SU 20 að háfa með gott kast," segir Margeir Margeirsson veitingamaður...

ÚTVALDIR Í VESTURVIN

Á dögunum var myndlistarmönnum boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur.Nú...

Sagt er...

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 8. og 15. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa...

Lag dagsins

Ármann Reynisson rithöfundur og athafnaskáld er 73 ára í dag. Hann hefur víða litið við á lífsleiðinni; nú síðast var hann að stofna Gullmarkaðinn...