Velski leikarinn Richard Burton (1925-1984) hefði orðið 99 ára í dag. Einn magnaðist leikari sinnar kynslóðar sem sló fyrst í gegn á sviði sem Hamlet 1964. Hann þótti sjálfgefinn arftaki Sir Laurence Olivier sem sá besti í bransanum en varð fótaskortur á framabraut vegna óhóflegrar dagdrykkju sem aldrei sá fyrir endann á. Í því ljósi var hann oft metinn af gagnrýndm og þess vegna fékk hann kannski aldrei Óskarsverðlaunin sem áttu að vera sjálfgefin. Honum tókst þó að verða frægasti elskhugi í heimi þegar hann fór að slá sér upp með Elizabetu Taylor við gerð kvikmyndarinnar Kleópötru en þá voru þau bæði í hjónabandi með öðrum og heimurinn stóð á öndinni af hneykslan. Ekki skánaði það þegar hann keypti dýrasta demanthring í heimi handa ástinni sinni og lenti á forsíðum allra dagblaða veraldar. Hann fær óskalagið Söngur um lífið með Rúnari Júl.: