Frá gömlum Krata:
–
Fákunnátta Lenyu Rúnar oddivita Pírata í Reykjavík Norður í spurningaþætti hjá Morgunblaðinu vakti athygli á dögunum. Hún kvað Pírata vilja leggja á stóreignaskatt og hækka veiðigjöld en hafði ekki hugmynd um hvað þau væru há. Lenya Rún er lögfræðingur að mennt.
–
Annar Pírati, oddvitinn í Kraganum, Þórhildur Sunna sem leggur til að Íslendingar gangi í Evrópusambandið í kjölfar bandarísku forsetakosningana veit lítið um eitt víðtækasta alþjóðasamstarf sem Íslendingar taka þátt í, EES samninginn. Í þætti á Vísi þar sem þingmenn eru teknir í yfirheyrslu um leið og þeir troða í sig kjúklingabitum með sterkum sósum kom í ljós að Þórhildur Sunna telur EES samninginn hafa tekið gildi 1980. Kannski veit hún ekki að það ár var Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins utanríkisráðherra.
–
Hið rétta er að EES samningurinn var undirritaður 1992 og tók gildi á Íslandi 1994 í tíð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. En oddvitinn í Kraganum ypti bara öxlum og hélt áfram að gæða sér á kjúklingabitum. Þá var hún spurð, hvenær Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefði tekið gildi og vissi hún það ekki heldur.