Myndlistarmiðstöðin / Icelandic Art Center tilkynnir:
–
Við eltum við uppi íslenska myndlistarmenn í ýmsum löndum og glöggvum okkur á dagskrá Fimmtudagsins langa sem ber upp á Hrekkjavöku.
Tíu listamenn taka þátt í myndlistarsýningunni Summation – Each Autonomous, and yet Together í sýningarstjórn Margrétar Áskelsdóttur í Felleshus í Berlín. Sýningin er sett upp í tilefni af 25 ára sambúð Norrænu sendiráðanna í borginni.
Næsti listamaður sem fer á vegum Íslands til ársdvalar í vinnustofuna Künstlerhaus Bethanien í Berlín er Andreas Brunner.
Íslenska listakonan Steina hefur opnað einkasýninguna Playback í MIT List Visual Art Center í Bandaríkjunum.
Það verður mikið um dýrðir á morgun, Fimmtudaginn langa sem ber upp á Hrekkjavöku. Stóru söfnin tvö í Reykjavík, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur verða með sérstaka viðburði tengda hátíðinni.
Þá er vert að geta þess að skrifstofa Myndlistarmiðstöðvar hefur flutt á 4. hæð hússins við Austurstræti 5 og deilir þar kjörum með Safnaráði, Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð, List fyrir alla og Miðstöð íslenskra bókmennta. Á 2. hæð hússins var fyrir Tónlistarmiðstöð þannig að það má segja að menningin blómstri í Austurstrætinu.