Halla Hrund Logadóttir fyrrum forsetaframbjóðandi hafnaði tilboði Samflylkingarinnar um oddvitasætið í Reykjavík suður og tók Framsókn fram yfir. Þar sest hún í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins færir sig niður í annað sætið.
Áður hafði Halla Hrund hafnað gylliboðum frá Viðreisn, Miðflokknum og meira að segja Sósíalistaflokknum. Reyndar fékk hún boð frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.
Sagt er að ákvörðun hennar byggi á því að hjarta hennar slái með Framókn og hafi gert lengi – enda úr sveit.