Jón Steinar Gunnlaugsson, landsþekktur lögfræðingur, fór í bíó með eiginkonu sinni og það var svona:
„Við hjónin fórum á bíó og sáum mynd sem gerð er af Baltaasar Kormáki „Snerting“. Myndin er gerð eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar með sama nafni. Aðalhlutverkið leikur Egill Ólafsson. Þetta er afburðagóð mynd. Söguþráður og leikur meiri háttar. Egill vinnur afrek með leik sínum. Þá veitti ég frænda mínum Pálma Kormáki sérstaka athygli. Þar fer leikari sem við eigum eftir að sjá meira af. Ég held að þetta sé besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð og hvet ég fólk til að gera sér ferð og sjá hana.“