HomeGreinarKONURNAR Á EYRARBAKKA

KONURNAR Á EYRARBAKKA

Sýningin Konurnar á Eyrarbakka verður opnuð sunnudaginn 9. júní kl. 15.00 í

Byggðasafni Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka og byggir hún á samnefndri bók eftir

Jónínu Óskardóttur, bókavörð og menningarmiðlara.

Á sýningunni er fjallað um líf og störf kvenna í þorpi sem var lengi eitt stærsta þéttbýli

á Íslandi. Þar birtast frásagnir um lífið innan og utan heimilis, um hversdagslífið og

afrekin. Aðalpersónur eru 38 konur sem allar lifðu eða mundu tíma þegar nýtni og

þrautseigja, en ekki síst nágrannakærleikur, var mikilvægur þáttur í lífi allra.

Umfjöllunarefnið spannar langan tíma en í kastljósi er samfélagsmyndin um miðja

síðustu öld; barnauppeldi, gestagangur, stórþvottar, niðursuða, sláturgerð og

molasopinn í eldhúsinu, fá pláss á sýningunni en líka kvenréttindi, menntun og

ferðalög.

Jónína bókarhöfundur á rætur sínar að rekja til Eyrarbakka og er með bókinni

Konurnar á Eyrarbakka að skila áfram verki sem byggist á sagnagleði móður sinnar

Hallveigar Ólafsdóttur. Í bókinni segir Jónína:

„Alla tíð var mikil og sterk tenging hjá mömmu við Eyrarbakka. Í hvert sinn sem við ókum eftir aðalgötunni á Bakkanum, á leið að Eyri, æskuheimili pabba, rifjaði mamma upp kennileiti og sögur um húsin og fólkið á Eyrarbakka í den. Þá fannst mér allt lifna við og fortíðin verða ein af farþegunum í bílnum.“

Frítt er á safnið á opnunardaginn og sýningin mun standa fram í septemberlok. Safnið er opið alla daga kl. 10 -17.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

RISASKEIFA Í HÚSDÝRAGARÐINUM

Nýtt listaverk var afhjúpað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en höfundur listaverksins er fyrrum starfsmaður garðsins, Ísleifur Pádraig Friðriksson. Ísleifur hefur sannarlega ekki setið...

FORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland...

ALBÍNÓI Í ANDAHÓPNUM Á REYKJAVÍKURTJÖRN

Það var eins og endurnar á Tjörninni yrðu hissa þegar á tjarnarbakkanum birtust alhvít önd - albínói. Hún skimaði yfir vatnsyfirborðið líkt og hún...

FISKIKÓNGURINN KAUPIR SMELLBEITUR

Fiskikóngurinn Kristján Berg virðast hafa fjárfest í nýrri tegund af beitu á vefnum hjá Mannlífi - smellbeitum: "Fór og hitti meistara allra fyrirsagna í gær....

ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR MEÐ PÉTRI ARKITEKT OG FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS

Það er gaman ganga með Pétri H. Ármannssyni arkitekt og fararstjóra hjá Ferðafélagi Íslands til margra ára um borgarlandið því fáir ef nokkrir þekkja...

NAKTIR Á HJÓLUM TIL BJARGAR HEIMINUM

London var undirlögð í gær vegna 20 ára afmælis "The World Ride", sem í ár var haldið í London. Þar hjólar fólk alsnakið um...

FRIÐRIK MEÐ AFMÆLISVEISLU Á MÓNAKÓ CASINO CLUB

Friðrik Indriðason blaðamaður og lífskúnstner hélt upp á 67 ára afmæli sitt á Mónakó Casino Club á Laugavegi skömmu eftir hádegi í gær. Þar...

SÖNGELSKIR TVÍBURAR GERA GÖNGUSTÍG Í ÚLFARSFELLI

Einn vinsælasti göngustígurinn í borgarlandinu liggur eins og þráður frá austurhlíðum Úlfarsfells og alveg upp á efri bunguna. Þar hefur Ferðafélag Íslands komið fyrir...

GRÆNAR DOPPUR FÆLA NESTISÞJÓFA FRÁ

Ef einhver er að stelast í nestið þitt í sameiginlegum ísskáp á vinnustaðnum skaltu fá þér svona nestispoka með grænum blettum. Sá poki verður...

SLÆÐUÆÐI BRESTUR Á

Allir komnir með slæður um háls líkt og nýi forsetinn setti óvart upp í kosningabaráttunni. Slæðuæðið nær inn á Alþingi þar sem Tommi á...

OLÍS SKERÐIR ÞJÓNUSTU – MÆLIR EKKI LENGUR OLÍU Á BENSÍNSTÖÐVUM

Sú var tíðin að bensínstöðvar voru mikilvægar við rekstur bíls - þar var olían mæld, skipt um perur og jafnvel viftureimar og starfsmenn á...

VARÚÐ FRÁ VEÐURSTOFU

Tilkynning frá Veðurstofu Íslands: - "Lík­ur eru á því að veðrið verði langvar­andi og marg­ar spár sýna að því sloti ekki fyrr en á föstu­dag. Ef...

Sagt er...

Olíufélögin láta ekki sitt eftir liggja við að hámarka arðsemi sína með skerðingu á þjónustu sem áður þótti sjálfsögð. Nú eru þvottaplönin að víkja...

Lag dagsins

Birgir Ármannsson forseti Alþingis er afmælisbarn dagsins (56). Birgir er kannski ekki maður margra orða og fær því óskalagið Silence is Golden: https://www.youtube.com/watch?v=n03g8nsaBro