Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri þakkar fyrir þessa mynd sem birtist á Netinu en ekki er allt sem sýnist:
„Frá þeim góða tíma í kringum 1980 þegar Austurstræti var göngugata,“ segir Dagur og heldur áfram:
„Fámennur en hávær hópur sem meðal annars innihélt nokkra kaupmenn úr miðborginni fékk því framgengt í gegnum borgarstjórn nokkrum árum síðar að bílaumferð var hleypt þarna aftur á. Færri muna að það var gert í andstöðu við 80% borgarbúa, sjá meðfylgjandi frétt úr DV frá þeim tima. Borgarbúar hafa gegnum tíðina stutt göngugötur í miðborginni og það aukna mannlíf sem þeim fylgir – einsog kannanir hafa sýnt. Af umræðunni mætti stundum halda annað.“