Heiða Kristín Helgadóttir sem stýrði kosningabaráttu Besta flokksins í baráttunni um borgina á sínum tíma og sigraði stefnir nú að nýjum sigri í forsetakosningunum fyrir Jón Gnarr. Heiða Kristín hefur birt nýtt plakat með frambjóðandanum í ýmsum stellingum og nú er bara að vanda sig með framhaldið eins og fyrrum í borginni.