Steinunni Ólínu er ekki vel við Katrínu Jakobsdóttur. Því hefur hún margoft lýst yfir. Hún hótaði að skemma fyrir hugsanlegu forsetaframboði Katrínar með því að bjóða sig sjálf fram. Líklega hefur Steinunn metið vinsældir sínar svo miklar að hún gæti þannig hirt stóran hluta fylgisins af Katrínu og þarmeð eyðilagt fyrir henni.
Og nú er Steinunni Ólína komin í framboð en segist ekki gera það til höfuðs Katrínu þó hún hafi áður sagt það. Skiptir ekki aðalmáli. Það sem Steinunn Ólína virðist ekki hafa hugsað alla leið er að framboð hennar er í raun sem rauður dregill fyrir Katrínu, því Steinunn mun fyrst og fremst taka atkvæði frá framboði Baldurs og Felix. Þeir tveir og Steinunn Ólína sækja stuðning til sama hópsins, vinstri sinnaðs menntafólks og listafólks og Samfylkingarfólks. Steinunn mun því taka atkvæði frá Baldri og Katrín Jakobsdóttir marsérar í boði hennar inn um dyrnar á Bessastöðum.
Einhvers staðar væri þetta kallað að skjóta sig í fótinn.