HomeGreinarFRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar:

Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að leynt og ljóst sé stefnt að því að selja Landsvirkjun, fjöregg þjóðarinnar, og arður af þeirri einkavæðingu hverfi þar með til erlendra og innlendra elíta.


Í framhaldi af því hefur verið spurt hvort framboð Katrínar Jakobsdóttur sé liður í því að tryggja það að lög varðandi ofangreint fljóti í gegn um Bessastaði án þess að vera vísað í þjóðaratkvæði. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttur segir framboð sitt tilkomið vegna slíkra áhyggja.


Í tilkynningunni um framboð sitt sagði Katrín forseta Íslands eiga að standa vörð um hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Hún minntist ekki einu orði á mikilvægi forseta í að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og auðlindir hennar. Framtíð lands og þjóðar ræðst af því að þjóðin verði ekki svipt auðlindum sínum. Almenningur á heimtingu á skýrum svörum varðandi mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar þar sem forsetinn getur haft úrslitaáhrif með því að láta þjóðina hafa lokaorðið um sínar eigin auðlindir.


Sumir frambjóðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni grípa til málsskotsréttarins verði sett lög sem skerða tjáningarfrelsi eða önnur grundvallarmannréttindi en á slíkum lögum eru engar líkar því þau færu í bága við stjórnarskrána. Frambjóðendur eiga ekki að komast upp með að slá ryki í augu kjósenda með því vísa í mögulega skerðingu mannréttinda sem eru þegar grundvallarlög í landinu. Lagasetning varðandi auðlindir er hins vegar í sjónmáli.


Frambjóðendur verða að gefa afdráttarlaus svör varðandi auðlindir Íslands. Það er skylda fjölmiðla að halda kjósendum upplýstum í aðdraganda kosninga og sú skylda hvílir ekki síst á þáttastjórnendum RÚV. Þeir verða að spyrja þessara spurninga beint.

Sjá tengda frétt.

TENGDAR FRÉTTIR

UNG AFTUR Á SÓLSKINSKVÖLDI VORSINS

Jónatan Hermannsson landgræðslumaður og skáld birti þessa mynd fyrir 9 árum - nákvæmlega á þeim degi sem er núna - 18. mai 2015: - vorið fór...

KATRÍN EKKI Í ÞJÓÐKIRKJUNNI

Á frundi með forsetaframbjóendum í dag voru þeir spurðir hvort þeir væru í Þjóðkirkjunni. Katrín Jakobsdóttir svaraði: Nei!

BÚLLUBORGARINN SLÆR HEIMSMET Á XO GRILL Í VÍN

Úr Víkurfréttum: - Hamborgararnir á Hamborgarabúllu Tómasar eru þeir tíundu bestu í Evrópu að mati lesenda alþjóðlegu vefsíðunnar Big 7 Travel en síðan birti lista yfir...

ÍSDROTTNINGN MEÐ PARTÝ FYRIR FORSETAFRAMBJÓÐENDUR

Ísdrottningin of forsetaframbjóðandinn, Ásdís Rán, slær upp partýi á Iceland Parliamen Hotel við Austurvöll á laugardaginn fyrir alla þá sem boðið hafa sig fram...

LITLA GUNNA OG LITLI JÓN BYGGJA Á NÝLENDU

Verið er að reisa lítið hús á lítilli lóð á mótum Nýlendugötu og Seljavegar, svo lítið að athygli vekur. Risaakrani er þó á staðnum...

RAUÐI KROSSINN RÆÐUR EKKI VIÐ RUSLIÐ

"Ég átti leið um grenndargámastöðina við Vesturbæjarlaug í gær. Ástandið var einfaldlega fárárnlegt. Í fyrsta lagi þá var gámunum ekki raðað upp snyrtilega eða...

ÍSRAELSKIR HERMENN Á PALESTÍNUMÓTMÆLUM – GORTUÐU AF EIGIN MANNDRÁPUM Á GAZA

Í framhaldi af frétt hér um mótmælafund Palestínuvina fyrir framan fyrrum höfuðstöðvar utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg hafa bæst viðbótarupplýsingar: Fádæma mannvonska: Ísraelskir hermenn í fríi mættu á...

MÓTMÆLI VIÐ TÓMT HÚS

Íslenskir Palestínuvinur efndu ti mótmæla við fyrrum höfuðstöðvar untanríkisráðuneytisins fyrr í vikunni. Fjöldi fólks mótmælti hástöfum með gjallarhornum og bumbuslætti svo undir tók á...

RÚSSNESK BÍLABLESSUN Í VESTURBÆNUM

Æðsti prestur Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar blessar hér bíl sem eitt af sóknarbörnum hafði keypt og fært til blessunar líkt og Íslendingar láta skoða bíla sína...

MÓÐGUN Í HVERJU ORÐI

Lesandi skrifar: - Líklega hefur engin grein á Vísi hlotið jafn miklar og jákvæðar undirtektir og grein Völu Hafstað um það sem hún kallar nýlenskuhernaðinn gegn...

BENNI OG MARIAM

"Þetta er Mariam, vinkona mín frá Palestínu," segir Benedikt Erlingsson leikstjóri: "Hún er nýorðin 1 árs og er að leita sér að framtíðarheimili ásamt foreldrum...

NÍU HEIÐRAÐIR FYRIR 25 ÁR HJÁ SÁÁ

Síðdegis í gær var aðalfundur SÁÁ haldinn í Von í Efstaleiti. Líklega sóttu um 70 manns fundinn sem fór vel fram og var skýrsla...

Sagt er...

Myndlistarsýningin «Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head» eftir Sasha Pirker opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 18 maí, kl 14.00 Sasha Pirker lýsir upp...

Lag dagsins

Fæðingardagur leikarans og leikstjórans Dennis Hopper (1936-2010). Uppreinsarseggur sem náði til unga fólksins og ekki síst í fyrstu kvikmynd sinni Easy Rider. https://www.youtube.com/watch?v=IlfpTppsR0U&t=8s