HomeGreinarDAGUR Í BREAKFAST MEÐ STOLTENBERG Í BRUSSEL

DAGUR Í BREAKFAST MEÐ STOLTENBERG Í BRUSSEL

„Er í Brussel á fundi um loftslagsmál – og náði aldrei þessu vant að plata Örnu til að koma með,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri og svo hófst ævintýrið:

„Byrjuðum daginn eldsnemma í morgunmat hjá Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO. Ég kynntist Jens þegar ég var varaformaður Samfylkingarinnar og hann leiddi Verkamannaflokkinn í Noregi og var forsætisráðherra Noregs. Við náðum ótrúlega vel saman frá fyrstu kynnum og höfum haldið sambandi allar götur síðar.

Það var einstakt að koma á fallegt heimili Jens í Brussel og fara yfir það sem á dagana hefur drifið frá því við hittumst síðast. Ræddum starf hans hjá NATO og næstu skref þegar því lýkur síðar á þessu ári. Við ræddum Samfylkinguna og stöðuna í aðdraganda kosninga á Íslandi sem Jens fylgist með af áhuga. Og síðast en ekki síst börnin okkar og lífið.

Jens er gull af manni og einstakur ljúflingur sem hefur tekist á við ótrúleg verkefni eftir innrás Rússa í Úkraínu. Fáir hefðu leyst það betur af hendi. Hann er einnig af sumum sagður sá eini sem getur talað við Trump. Tíminn flaug frá okkur og Jens rauk af stað eftir morgunmatinn á leið á fund með Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Við Arna röltum og tókum lestina í átt að húsakynnum Evrópuþingsins þar sem loftslagsfundurinn fer fram.“

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

SÍÐASTI SKÓSMIÐURINN Í MIÐBÆNUM LOKAR

Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum. Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði...

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

HIS MASTER´S VOICE

Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice. Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....

TUNGLIN OG TRUMP

"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi: "Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

Sagt er...

Íslenski þjóðfaninn á sér marga litræna frændur eins og hér má sjá. Flestir hinna þjóðfánanna eru líklegar eldri en sá íslenski en litirnir þeir...

Lag dagsins

Muhammad Ali (1942-2016) hefði orðið 83 ára í dag. Mesti hnefaleikari allra tíma og þó hann hafi skipt um nafn á miðjum ferli, orðið...