Nýlega lét Hönnunarsafn Íslands mynda heimili við Álfheima í Reykjavík sem Sveinn Kjarval hannaði árið 1966.
„Sjaldgæft er að heimilisinnréttingar frá þessu tímabili standi enn óbreyttar. Íbúðahúsnæði gengur kaupum og sölum og nýir eigendur og kynslóðir taka við. Tískusveiflur og tíðarandi móta smekk og viðhorf þeirra sem taka við hvort varðveita eigi það sem fyrir er. Það kom því á óvart sumarið 2019 þegar á undirbúningi stóð fyrir sýninguna, Sveinn Kjarval — Það skal vanda sem lengi á að standa, að ábending barst um heimili við Álfheima í Reykjavík sem stendur enn að mestu óbreytt eftir hönnun Sveins Kjarvals frá sjöunda áratugnum. Í setustofunni blasir við arinn með íslensku grjóti og lárétt veggklæðning úr við en auk þess nokkrar gerðir stofuhúsgagna, borð, setbekkur og stakir stólar. Allt var sérsmíðað eftir pöntun eftir teikningum Sveins Kjarval.“
Texti: Arndísi S. Árnadóttir (1940-2023)
Ljósmyndir: Vigfús Birgisson