HomeGreinar"VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA" - MINNING

„VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA“ – MINNING

„Það var kannski við hæfi að fregna andlát Matthíasar þegar ég var á leið á bókamessuna í London. Leiðir okkar lágu saman á bókaakrinum fyrir meira en aldarfjórðungi.
Hann kom til okkar hjá Vöku-Helgafelli og við reyndum að standa undir því að gefa út stórskáld,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi í fallegum minningarorðum um Matthías Johannessen:
„Við setjum þig í bókaskápinn þar sem þú átt heima,“ sagði Ólafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku Helgafell“.
„Og hvar er það?“ spurði ég.
Hjá góðskáldunum,sögðu þeir,“ segir í dagbók Matthíasar frá þessum tíma.
Meðal annars endurútgáfum fyrstu bók hans, Borgin hló, árið 1998, fjórum áratugum eftir að hún kom fyrst út. Ég fékk þann heiður að skrifa stuttan formála og ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að ljóðin hefðu allt eins getað verið samin í nútímanum – ef ekki væri fyrir eitt orð: Kolbeinshaus. Síðar komu bækur á borð við hina mögnuðu Ættjarðarljóð á atómöld.
Eftir að ég fór að gefa út bækur fyrir eigin reikning hafði Matthías aftur samband, við endurnýjuðum kynnin og út kom bókin Söknuður. Fyrir nýliðin jól gáfum við hjá Bjarti & Veröld út bókina Undir mjúkum væng – myndir úr dagbók (enn ein vísunin í fugla í skáldskap hans).
Það var okkur sannkallaður heiður að hafa slíkan skáldjöfur á útgáfulista okkar.
En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.
Og að koma heim til þeirra Hönnu var kapítuli út af fyrir sig. Það var eins og að ganga inn í listasöguna. Varla sá á auðan vegg fyrir verkum helstu meistara íslenskrar myndlistar.
Já, Hanna. Það fór ekki á milli mála að hún var kletturinn í lífi hans. Bókin Söknuður kom út að henni látinni. Þar er þetta fallega ljóð:
Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,
bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.
Ég votta fjölskyldu og aðstandendum Matthíasar mína innilegustu samúð.
TENGDAR FRÉTTIR

LÆKNIR MEÐ LANDRIS Í KVIÐNUM

"Á aðventunni fann ég fyrir landrisi vinstra megin í kviðnum," segir Lýður Árnason læknir og baráttumaður fyrir betra Íslandi: "Taldi þetta þýðingarlaust en um áramót...

LEYNILEGAR UNDIRSKRIFTIR GEGN BJARNA BEN

Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af...

VINNUSTOFAN KJARVAL OPNAR GALLERÍ ÞAR SEM ÁÐUR SÁTU ÞINGMENN

Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru...

VINDMYLLUHUGMYNDIR NORÐMANNA HÉR Á LANDI LÚSUGAR EINS OG LAXARNIR ÞEIRRA

"Sagt er að sígandi lukka sé best," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri í rafrænni morgunhugleiðingu sinni: "Ísland ætti að skapa sér ímynd sem...

PAWEL BARTOSZEK EDRÚ Í 30 DAGA – ÞETTA GERÐIST!

"Dagur 30 í áfengispásu," segir Pawel Batoszek borgarfulltrúi í Reykjavík og þá gerðust þessi ósköp: "Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga...

NETSAMBAND Í BÍLAKJÖLLURUM

Stórum fjölbýlishúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár og hafa stór fjölbýlishverfi byggst upp víða um höfuðborgarsvæðið. Þessum hverfum fylgja oft niðurgrafnir bílastæðakjallarar með einkabílastæðum sem fylgja...

JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESI VALDA HRÆÐSLU Í NEW JERSEY OG NEW YORK

"Frá Reykjanesi til New Jersey? Það var virkilega pínulítill jarðskjálfti, mældist 4,8 á magnitude mælikvarða, en það hrærði mikið í hræðslu og spekúleringum í...

ROYAL BÚÐINGUR Á KALDABAR

Þessi spaði mætti á Kaldabar á Klapparstíg síðdegis í gær kyrfilega merktur Royal súkkulagðibúningi. Vakti hann athygli viðstaddra eins og algengt er þegar frávik...

GLASGOW VIÐ VESTURGÖTU 1885

Glasgow við Vesturgötu var stærsta hús landsins á sínum tíma segir Klemenz Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Það var reist 1863 af skosku verslunarfélagi. Þar...

SIGURÐUR G. ER GYÐINGUR EN AFÞAKKAR ÍSRAELSKT RÍKISFANG

Ein formóðir mín í kvenlegg hét Helga og kom frá Færeyjum þar sem foreldrar hennar voru kaupmenn, gyðingar frá Slésvík Holtsetalandi," segir Sigurður G....

ÁTTA ÞÚSUND MANNS Í STARTHOLUNUM – STÓRI PLOKKDAGURINN NÁLGAST

Stóri plokkdagurinn verður haldin um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra...

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar: - Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að...

Sagt er...

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem...

Lag dagsins

Andy Garcia, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vincent Mancini í Godfather III, er afmælisbarn dagsins (68). Hann er frá Kúpu og tekur hér Abba...