HomeGreinar"VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA" - MINNING

„VIÐ SETJUM ÞIG Í BÓKASKÁPINN ÞAR SEM ÞÚ ÁTT HEIMA“ – MINNING

„Það var kannski við hæfi að fregna andlát Matthíasar þegar ég var á leið á bókamessuna í London. Leiðir okkar lágu saman á bókaakrinum fyrir meira en aldarfjórðungi.
Hann kom til okkar hjá Vöku-Helgafelli og við reyndum að standa undir því að gefa út stórskáld,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi í fallegum minningarorðum um Matthías Johannessen:
„Við setjum þig í bókaskápinn þar sem þú átt heima,“ sagði Ólafur Ragnarsson útgefandi hjá Vöku Helgafell“.
„Og hvar er það?“ spurði ég.
Hjá góðskáldunum,sögðu þeir,“ segir í dagbók Matthíasar frá þessum tíma.
Meðal annars endurútgáfum fyrstu bók hans, Borgin hló, árið 1998, fjórum áratugum eftir að hún kom fyrst út. Ég fékk þann heiður að skrifa stuttan formála og ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að ljóðin hefðu allt eins getað verið samin í nútímanum – ef ekki væri fyrir eitt orð: Kolbeinshaus. Síðar komu bækur á borð við hina mögnuðu Ættjarðarljóð á atómöld.
Eftir að ég fór að gefa út bækur fyrir eigin reikning hafði Matthías aftur samband, við endurnýjuðum kynnin og út kom bókin Söknuður. Fyrir nýliðin jól gáfum við hjá Bjarti & Veröld út bókina Undir mjúkum væng – myndir úr dagbók (enn ein vísunin í fugla í skáldskap hans).
Það var okkur sannkallaður heiður að hafa slíkan skáldjöfur á útgáfulista okkar.
En Matthías var svo miklu meira en afburðaskáld – eins og það væri ekki nóg. Sem ritstjóri var hann stórveldi. Einhvern tíma hafði ég á orði við blaðamann á Morgunblaðinu að Matthías virkaði stundum svolítið annars hugar. „Þá eru einmitt öll skilningarvit á fullum snúningi,“ svaraði hann. Enda var það allt að því óþægilegt hvernig hann gat rifjað upp það sem maður hafði sagt í samtali við hann fyrir margt löngu og var með öllu gleymt.
Og að koma heim til þeirra Hönnu var kapítuli út af fyrir sig. Það var eins og að ganga inn í listasöguna. Varla sá á auðan vegg fyrir verkum helstu meistara íslenskrar myndlistar.
Já, Hanna. Það fór ekki á milli mála að hún var kletturinn í lífi hans. Bókin Söknuður kom út að henni látinni. Þar er þetta fallega ljóð:
Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,
bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.
Ég votta fjölskyldu og aðstandendum Matthíasar mína innilegustu samúð.
TENGDAR FRÉTTIR

PÍRATAR ÚT ÚR KÚ

Frá gömlum Krata: - Fákunnátta Lenyu Rúnar oddivita Pírata í Reykjavík Norður í spurningaþætti hjá Morgunblaðinu vakti athygli á dögunum. Hún kvað Pírata vilja leggja á...

EKKI BARA KJÓSA STÆRSTA TRÚÐINN

Gunnar Smári sósíalistaforingi um kosningasigur Trumps: "Þetta er næsta skref í því sem kalla má alræði auðvaldsins, þegar ríkisvaldið hefur verið tekið yfir af auðstéttinni...

HALLA FORSETI KRÝNIR FRAMÚRSKARANDI UNGAN ÍSLENDING 2024

Verðlaunaafhending í keppninni Framúrskarandi ungur íslendingur 2024  er ráðgerð 4. desember. Halla Tómasdóttir forseti mun afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn. Það er JCI Ísland sem...

EINÝLISHÚSALÓÐIR TIL SÖLU Á KJALARNESI – SÁ FÆR SEM BÝÐUR BEST

Byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi var auglýstur á vef Reykjavíkurborgar í morgun og hafa áhugasamir frest til 21. nóvember að bregðast við. Lóðirnar eru...

VIGDÍS HAUKS OG GUNNAR SMÁRI RÍFAST UM ÍSSKÁP

"Það sem ég skil ekki er - hvernig getur formaður Sósíastaflokks Íslands átt svona dýran mat í ísskápnum sínum meðan kjósendur flokksins eiga ekki...

ÖSSUR SPÁSTOFUSTJÓRI Á VESTURGÖTU HELDUR MEÐ HARRIS

"Þó RÚV og amerískir stórmiðlar klifi stöðugt á því að Kamala Harris og Donald Trump séu hnífjöfn í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafa um töluvert...

ÞÚ LAST ÞAÐ FYRST HÉR: ÞORGERÐUR VERÐUR FORSÆTISRÁÐHERRA

Kjósandi skrifar: - Nei, Kristrún Frostadóttir verður ekki næsti forsætisráðherra heldur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alveg sama hvernig kosningar fara. - Miðað við kannanir verður Viðreisn í...

SEYÐISFJÖRÐUR Á TOPP 17 LISTA YFIR BESTU ÞORP Í EVRÓPU

Seyðfirðingurinn og arkitektinn Þóra Bergný, sem hóf rekstur Farfuglaheimilis í heimabæ sínum fyrir áratugum og rekur nú annað svipað á Indlandi, bendir á þá...

PÍRATADROTTNING Í FEGURÐARSAMKEPPNI

Þessi blaðaopna birtist hér fyrir átta árum. Birgitta Jónsdóttir fyrrum Pírataforingi í fegurðarsamkeppni: "Úrslitin ráðast um helgina". Samkeppnin sjálf var haldin nokkrum árum áður.

LISTRÆNA HREKKJAVAKAN

Myndlistarmiðstöðin / Icelandic Art Center tilkynnir: - Við eltum við uppi íslenska myndlistarmenn í ýmsum löndum og glöggvum okkur á dagskrá Fimmtudagsins langa sem ber upp...

STJÓRNMÁL EINS OG FALSKAR TENNUR

"Fyrir margt löngu var ég strákur í sveit á Skarðströndinni sem var nokkuð afskekkt. Veislur voru fáar en vel sóttar af dásamlega vingjarnlegu fólki...

ER DÓNALEGT AÐ SPYRJA KONU AÐ ALDRI?

Húsfaðir í Vesturbænum sendir póst: -  Facebook óskar karlmaður konu til lukku með daginn og spyr hana í leiðinni að aldri. Má þetta? - Má - þrátt fyrir...

Sagt er...

Volkswagen verksmiðja í Sjanghæ 1996. Urðu vinsælir leigubílar, allir eins.

Lag dagsins

Art Garfunkel datt í lukkupottin þegar hann kynntist tónlistargoðsögninni Paul Simon. Samstarf þeirra skilaði árangri, blómstraði og skolaði Garfunkel inn á Top 100 listann...