„Laugavegurinn hefur reyndar aldrei verið líflegri og skemmtilegri en einmitt síðustu misseri. Ekki þarf annað en að rölta þar um til að sannfærast um það, mæli reyndar einnig með samburði við gamlar myndir,“ segir Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri vegna umræðu um snyrtistofur útlendinga sem spretta eins og gorkúlur upp á Laugavegi:
„Hvet alla til að líta við á snyrtistofunum og spjalla við eigendurna sem oft hafa skemmtilegar sögur að segja. Og prófa. Reyndar skilst mér að skynsamlegt sé að panta tíma með einhverjum fyrirvara til að prófa – því þær eru sumar býsna umsetnar.“