HomeGreinarMELÓDÍUR MINNINGANNA - GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR 100 ÁRA

MELÓDÍUR MINNINGANNA – GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR 100 ÁRA

„Mig langar að heiðra með nokkrum orðum 100 ára minningu söngkonunnar góðu, Guðrúnar Á. Símonar, sem var ein af okkar albestu er hér á landi hafa komið fram. Það er svo sem löngu vitað,“ segir Jón Kr. Ólafsson söngvari – Melódíur minninganna í Bíldudal – í minningagrein í Morgunblaðinu í dag:

 

„Guðrún var ung þegar hún kom fyrst fram, um 15 ára, þá mest meðal vina og kunningja. Á sínum tíma kom svo að því að Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri heyrði Guðrúnu syngja og eftir það söng hún með hljómsveit hans um nokkurra ára skeið og kom þá fyrst fram í útvarpi, þá um 17 ára gömul. Hreif hún alla sem til heyrðu með söng sínum og var þá stundum kölluð Deanna Durbin Reykjavíkur eða bara Íslands. Guðrún fór snemma til náms til útlanda, til Bretlands og Ítalíu. Hún söng inn á margar plötur, þar má nefna Fálkann og Íslenska tóna. Á seinni árum gáfu SG hljómplötur út þriggja platna sólóalbúm. Einnig gáfu SG hljómplötur út jólaplötu þar sem Guðrún og Guðmundur Jónsson sungu saman. Síðan var það á 40 ára söngafmæli hennar þegar Guðrún ásamt mörgum öðrum söngvurum kom fram. Þau fylltu Háskólabíó fimm sinnum sem var glæsilegt og öllum til sóma. Ég vil líka í þessum skrifum heiðra minningu tveggja listamanna sem voru á sama aldri og Guðrún Á., en þeir eru Haukur Morthens söngvari og Hannes Pálsson ljósmyndari. Ég þakka þeim öllum góð kynni mér til handa. Með vinsemd og virðingu, Jón Kr. Ólafsson söngvari.“

Tengd frétt:

TENGDAR FRÉTTIR

ORÐIN TÓM Í EYMUNDSSON

Þessi tilvitnun úr skáldverki Jóns Kalman hefur prýtt hú Eymundson á Skólavörðustíg. Vel við hæfi því lengi var þar rekið vinsælt kaffihús innan um...

GANGSTÉTTIR Á LAUGAVEGI EINS OG JARÐSKJÁLFTASVÆÐI

Forvitnir ferðamenn spyrja hvort jarðskjálftar á Reykjanesi hafi orsakað þessar skemdir á Laugavegi. Svarið er græna byltingin í miðbænum. Borgaryfivöld plötuðu öspum í gangstéttirnar...

AMERICANO VÍKUR FYRIR KANADÍSKUM Á KAFFIHÚSUM

Í óróa heimsins hefur kaffihúsaeigandi í Reykjavík strikað yfir Americano og sett Kanadískur í staðinn. Americano er heimsþekktur kaffiréttur á pari við Kaffi latte...

TOLLI ELSKAR TENE

"Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar...

MARTA SMARTA KENNIR Í HÁSKÓLANUM

Fjölmiðladrottningin Marta María Jónsdóttir, Marta Smarta í Smartlandi Moggans, er farin að kenna námskeið við fjölmiðladeild Háskóla Íslands. Hún er sögð koma inn í tímana...

EYMUNDSSON LOKAR KAFFIHÚSI Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

Eymundsson á Skólavörðustíg lokar kaffihúsinu í búðinni. Verið að endurnýja verslunin sem opnar aftur í vikunni eftir breytingar - en ekkert kaffihús.

ÉG HEF EKKERT AÐ SEGJA…

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og kornkynbótamaður á eftirlaunum er besta skáldið á samfélagsmiðlum samtímans: - ég hef ekkert að segja - undarlegasta en um leið gleðilegasta setning tungumálsins - því að ef einhver...

LANGAFI MEÐ ÖNGUL Í RASSI

Langafi í miðbænum, sem alinn er upp við bryggjusporða Reykjavíkurhafnar, bauð barnabarnabörnum sínum að fara að veiða við höfnina enda vanur að dorga þar...

JAPÖNSK JARÐARBERJASPRENGJA Í HÖRPU

Ken nota og Suskei Nagamura kynntu jarðarberjaframleislu sýna á matarhátíð í Hörpunni um helgina. Þetta eru engin venjuleg jarðarbær því þetta eru japönsk jarðarber...

ARION AUGLÝSIR

Myndskeyti frá Arionbanka: - Í gær, 8. mars, er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna úti um heim allan. Þetta er tækifæri til að fagna þeim...

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,"...

LUCKY CHARMS ÆÐI Í KRÓNUNNI

Lucky Charms æði rann á Krónuna í síðustu viku þegar best staðsettu vöruhillurnar voru fylltar með Lucky Charms morgunkorninu. Daginn eftir var helmingurinn seldur. Lucky...

Sagt er...

Goðsögnin Marilyn Monroe með Gladys móður sinni og Berenice hálfsystur á ströndinni í Santa Monica 1946. https://www.youtube.com/watch?v=dLzeHkEQe9g

Lag dagsins

Tónlistarsnillingurinn Kári Egilsson er afmælisbarn dagsins (23). Með einstæðum hæfileikum hefur hann skapað sér rúm í íslenskum tónlistarheimi og fest sig þar í sessi...