„Maðurinn geng náttúruöflunum!“ segir Sigurður Már Jónsson blaðamaður og fyrrum upplysingafulltrúi ríkisstjórnarinnar:
„Þessa mynd fann ég á síðu áhugamanna um Caterpillar jarðýtur á Íslandi (fyrir lengra komna má þarna sjá Komatsu 375, cat D9R, cat D11R, cat D11og liebherr 776).
En myndin sýnir þá einstöku baráttu sem fer nú fram á Reykjanesinu þar sem sífellt stærri jarðýtur hamast við að skapa mennskt landslag til að verjast því óvænta sem kemur úr iðrum jarðar. Fyrir stuttu var svo komið að ekki mátti hreyfa stein þarna án vandlegs umhverfismats en nú vinna tröllauknar vinnuvélar við að ýta upp nýju landslagi eftir teikningum verkfræðinga sem breytast frá degi til dags. Hið nýja ómótaða Ísland hefur tekið við.“