HomeSagt erSVIMAKAST SIGMUNDAR - "Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?"

SVIMAKAST SIGMUNDAR – „Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?“

„Mig svimaði eftir að hafa lesið kynningu ríkisstjórnarinnar á svo kölluðum aðgerðum í útlendingamálum,“ segir Sigmundur Davíð fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðslokkssins:

„Líklega var það vegna allrar froðunnar eða reiðinnar yfir því að borgurum landsins skuli boðið upp á aðra eins óstjórn á sama tíma og hver stjórnmálamaðurinn af öðrum viðurkennir að málaflokkurinn sé stjórnlaus.

Þarna birtast engir tilburðir til að ná stjórn á vandanum. Bara leiðir til að viðhalda honun.

Aukin þjónusta, aukinn kostnaður og nýjar aðferðir fyrir ríkið til að sölsa undir sig húsnæði til að hýsa hælisleitendur.

Einnig er það beinlínis gert að markmiði að fá fleira fólk til að flytjast til landsins frá ríkjum utan EES (á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um meira en 15 fyrir hvern 1 Íslending sem bætist við).

Það er að vísu hent inn setningum á borð við „Með því að fækka umsóknum sem ekki uppylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu umsókna sparast fé…” Þetta fé á að nota til að auka þjónustuna. Ekki er útskýrt hvers vegna umsóknum ætti að fækka með meiri þjónustu.

Talsvert er fjallað um nýja hugtakið „inngildingu”, þ.e. að Íslendingar lagi sig að útlendingum. Orðið aðlögun er ekki nefnt. Þó stendur til að gefa út bæklinga á ýmsum tungumálum um hvaða reglur gildi á Íslandi. Þannig verður hægt að lesa á arabísku um jafnan rétt „allra” kynja. Það hlýtur að leysa málið!

Fram kemur að „farið verði í sérstakt tveggja ára kynnningarták til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim”. Í hvaða heimi býr þetta fólk?

Ég veit ekki betur en að Íslendingar kunni mjög að meta það þegar útlendingar leggja á sig að læra málið. Vandinn liggur ekki þar.

Tungutakið og áherslurnar benda til að skjalið og stefnan séu fyrst og fremst unnin í félagsmálaráðuneytinu. VG fær allt sitt strax en í lokin er þó getið um að enn standi til að ráðast í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum.

Þið getið sjálf metið líkurnar á að það klárist hjá þessari ríkisstjórn.

VG bíta svo höfuðið af skömminni með því að láta þingflokka Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks afgreiða málið úr sínum þingflokkum fyrst á meðan þeir segjast þurfa meiri tíma til að velta því fyrir sér.

Niðurlægingin fullkomnuð.“

TENGDAR FRÉTTIR

HUGMYND ALDARINNAR – HÓTEL SEM HJÚKRUNARHEIMILI

"Þannig er að á Búllunni hefur i 20 ár verið í boði "tilboð aldarinnar" sem er búlluborgari, franskar og gosdrykkur. Nú er ég með...

ÉG KVÍÐI VÍÐI

"Ég hlýði Víði" söng þjóðin einum rómi í covidinu en nú kveður við annan tón etir að Víðir almannavarnarstjóri fór í framboð fyrir Samfylkinguna....

SMÁRI OG ANDRÉS

Morgunblaðið í Hádegismóum fékk óvæntan gest á dögunum þegar sósíalistaforinginn Gunnar Smári mætti þar í viðtal við Andrés Magnússon sem talinn er koma til...

ALLTAF LAUS OG LIÐUGUR – EINHLEYPUR

"Á degi einhleypra hef ég það að segja að það er gaman að vera einhleypur og stundum kannski of þægilegt," segir Snorri Ásmundsson fjöllistamaður...

SKÓLAHLJÓMSVEIT AUSTURBÆJAR FYLLTI HÖRPUNA

Skólahljómsveit Austurbæjar hélt upp á 70 ára afmæli með afmælistónleikum í Norðurljósasal Hörpu um helgina. Tónleikarnir slógu í gegn hjá viðstöddum en húsfyllir var...

TAKK MAMMA!

"Í kvöld og öll kvöld er ég þakklát fyrir að vera dóttir mömmu minnar," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, sósíalistinn og spútnikin í yfirstandi kosningabaráttu...

ÁRMANN STINGUR SÉR Í GULLPOTTINN

Ármann Reynisson, landsþekktur fagurkeri, rithöfundur og fyrrum fjármálafursti, hyggur á landvinninga í fjármálakerfinu og veðjar á skíra gull: "Á annað ár hef ég ásamt Halldóri...

SÉRFRÆÐINGUR Í SJOKKI EFTIR SIGUR TRUMPS

Sigur Donalds Trumps hefur farið sérstaklega illa í sumt starfsfólk Reykjavíkurborgar. Kona sem titlar sig ,,sérfræðing í stjórnsýslusnatti” skrifar status á FacEbook, sem aðrir...

ÍSLENDINGAR Í BRETLANDI MISSA PERSÓNUAFSLÁTTINN UM ÁRAMÓT

Kuldahrollur er í Íslendingum sem búsettir eru í Bretlandi vegna laga sem taka gildi um áramót og svipta þá íslenskum persónuafslætti. Lögin áttu að...

PÍRATAR ÚT ÚR KÚ

Frá gömlum Krata: - Fákunnátta Lenyu Rúnar oddivita Pírata í Reykjavík Norður í spurningaþætti hjá Morgunblaðinu vakti athygli á dögunum. Hún kvað Pírata vilja leggja á...

EKKI BARA KJÓSA STÆRSTA TRÚÐINN

Gunnar Smári sósíalistaforingi um kosningasigur Trumps: "Þetta er næsta skref í því sem kalla má alræði auðvaldsins, þegar ríkisvaldið hefur verið tekið yfir af auðstéttinni...

HALLA FORSETI KRÝNIR FRAMÚRSKARANDI UNGAN ÍSLENDING 2024

Verðlaunaafhending í keppninni Framúrskarandi ungur íslendingur 2024  er ráðgerð 4. desember. Halla Tómasdóttir forseti mun afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn. Það er JCI Ísland sem...

Sagt er...

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins uppfærði prófílmynd sína á Facebook í gær. Lúkkar vel - grænt er gott.

Lag dagsins

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio er fimmtugur í dag. Móðir hana var þýsk, faðir af itölskum ættum og önnur börn eignuðust þau ekki. Foreldrarnir skildu þegar...