HomeSagt erSVIMAKAST SIGMUNDAR - "Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?"

SVIMAKAST SIGMUNDAR – „Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?“

„Mig svimaði eftir að hafa lesið kynningu ríkisstjórnarinnar á svo kölluðum aðgerðum í útlendingamálum,“ segir Sigmundur Davíð fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðslokkssins:

„Líklega var það vegna allrar froðunnar eða reiðinnar yfir því að borgurum landsins skuli boðið upp á aðra eins óstjórn á sama tíma og hver stjórnmálamaðurinn af öðrum viðurkennir að málaflokkurinn sé stjórnlaus.

Þarna birtast engir tilburðir til að ná stjórn á vandanum. Bara leiðir til að viðhalda honun.

Aukin þjónusta, aukinn kostnaður og nýjar aðferðir fyrir ríkið til að sölsa undir sig húsnæði til að hýsa hælisleitendur.

Einnig er það beinlínis gert að markmiði að fá fleira fólk til að flytjast til landsins frá ríkjum utan EES (á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um meira en 15 fyrir hvern 1 Íslending sem bætist við).

Það er að vísu hent inn setningum á borð við „Með því að fækka umsóknum sem ekki uppylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu umsókna sparast fé…” Þetta fé á að nota til að auka þjónustuna. Ekki er útskýrt hvers vegna umsóknum ætti að fækka með meiri þjónustu.

Talsvert er fjallað um nýja hugtakið „inngildingu”, þ.e. að Íslendingar lagi sig að útlendingum. Orðið aðlögun er ekki nefnt. Þó stendur til að gefa út bæklinga á ýmsum tungumálum um hvaða reglur gildi á Íslandi. Þannig verður hægt að lesa á arabísku um jafnan rétt „allra” kynja. Það hlýtur að leysa málið!

Fram kemur að „farið verði í sérstakt tveggja ára kynnningarták til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim”. Í hvaða heimi býr þetta fólk?

Ég veit ekki betur en að Íslendingar kunni mjög að meta það þegar útlendingar leggja á sig að læra málið. Vandinn liggur ekki þar.

Tungutakið og áherslurnar benda til að skjalið og stefnan séu fyrst og fremst unnin í félagsmálaráðuneytinu. VG fær allt sitt strax en í lokin er þó getið um að enn standi til að ráðast í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum.

Þið getið sjálf metið líkurnar á að það klárist hjá þessari ríkisstjórn.

VG bíta svo höfuðið af skömminni með því að láta þingflokka Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks afgreiða málið úr sínum þingflokkum fyrst á meðan þeir segjast þurfa meiri tíma til að velta því fyrir sér.

Niðurlægingin fullkomnuð.“

TENGDAR FRÉTTIR

LÆKNIR MEÐ LANDRIS Í KVIÐNUM

"Á aðventunni fann ég fyrir landrisi vinstra megin í kviðnum," segir Lýður Árnason læknir og baráttumaður fyrir betra Íslandi: "Taldi þetta þýðingarlaust en um áramót...

LEYNILEGAR UNDIRSKRIFTIR GEGN BJARNA BEN

Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af...

VINNUSTOFAN KJARVAL OPNAR GALLERÍ ÞAR SEM ÁÐUR SÁTU ÞINGMENN

Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru...

VINDMYLLUHUGMYNDIR NORÐMANNA HÉR Á LANDI LÚSUGAR EINS OG LAXARNIR ÞEIRRA

"Sagt er að sígandi lukka sé best," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri í rafrænni morgunhugleiðingu sinni: "Ísland ætti að skapa sér ímynd sem...

PAWEL BARTOSZEK EDRÚ Í 30 DAGA – ÞETTA GERÐIST!

"Dagur 30 í áfengispásu," segir Pawel Batoszek borgarfulltrúi í Reykjavík og þá gerðust þessi ósköp: "Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga...

NETSAMBAND Í BÍLAKJÖLLURUM

Stórum fjölbýlishúsum hefur fjölgað mikið síðustu ár og hafa stór fjölbýlishverfi byggst upp víða um höfuðborgarsvæðið. Þessum hverfum fylgja oft niðurgrafnir bílastæðakjallarar með einkabílastæðum sem fylgja...

JARÐSKJÁLFTAR Á REYKJANESI VALDA HRÆÐSLU Í NEW JERSEY OG NEW YORK

"Frá Reykjanesi til New Jersey? Það var virkilega pínulítill jarðskjálfti, mældist 4,8 á magnitude mælikvarða, en það hrærði mikið í hræðslu og spekúleringum í...

ROYAL BÚÐINGUR Á KALDABAR

Þessi spaði mætti á Kaldabar á Klapparstíg síðdegis í gær kyrfilega merktur Royal súkkulagðibúningi. Vakti hann athygli viðstaddra eins og algengt er þegar frávik...

GLASGOW VIÐ VESTURGÖTU 1885

Glasgow við Vesturgötu var stærsta hús landsins á sínum tíma segir Klemenz Jónsson í Sögu Reykjavíkur. Það var reist 1863 af skosku verslunarfélagi. Þar...

SIGURÐUR G. ER GYÐINGUR EN AFÞAKKAR ÍSRAELSKT RÍKISFANG

Ein formóðir mín í kvenlegg hét Helga og kom frá Færeyjum þar sem foreldrar hennar voru kaupmenn, gyðingar frá Slésvík Holtsetalandi," segir Sigurður G....

ÁTTA ÞÚSUND MANNS Í STARTHOLUNUM – STÓRI PLOKKDAGURINN NÁLGAST

Stóri plokkdagurinn verður haldin um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra...

FRAMBJÓÐENDUR MEGA EKKI KOMAST UPP MEÐ MOÐREYK

Kjósandi skrifar: - Eitt mesta hitamál forsetakosningana eins og þegar hefur verið bent á verður hálendi Íslands, auðlindir og notkun á málskotsréttinum. Margir benda á að...

Sagt er...

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem...

Lag dagsins

Andy Garcia, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Vincent Mancini í Godfather III, er afmælisbarn dagsins (68). Hann er frá Kúpu og tekur hér Abba...