HomeSagt erSVIMAKAST SIGMUNDAR - "Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?"

SVIMAKAST SIGMUNDAR – „Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?“

„Mig svimaði eftir að hafa lesið kynningu ríkisstjórnarinnar á svo kölluðum aðgerðum í útlendingamálum,“ segir Sigmundur Davíð fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðslokkssins:

„Líklega var það vegna allrar froðunnar eða reiðinnar yfir því að borgurum landsins skuli boðið upp á aðra eins óstjórn á sama tíma og hver stjórnmálamaðurinn af öðrum viðurkennir að málaflokkurinn sé stjórnlaus.

Þarna birtast engir tilburðir til að ná stjórn á vandanum. Bara leiðir til að viðhalda honun.

Aukin þjónusta, aukinn kostnaður og nýjar aðferðir fyrir ríkið til að sölsa undir sig húsnæði til að hýsa hælisleitendur.

Einnig er það beinlínis gert að markmiði að fá fleira fólk til að flytjast til landsins frá ríkjum utan EES (á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um meira en 15 fyrir hvern 1 Íslending sem bætist við).

Það er að vísu hent inn setningum á borð við „Með því að fækka umsóknum sem ekki uppylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu umsókna sparast fé…” Þetta fé á að nota til að auka þjónustuna. Ekki er útskýrt hvers vegna umsóknum ætti að fækka með meiri þjónustu.

Talsvert er fjallað um nýja hugtakið „inngildingu”, þ.e. að Íslendingar lagi sig að útlendingum. Orðið aðlögun er ekki nefnt. Þó stendur til að gefa út bæklinga á ýmsum tungumálum um hvaða reglur gildi á Íslandi. Þannig verður hægt að lesa á arabísku um jafnan rétt „allra” kynja. Það hlýtur að leysa málið!

Fram kemur að „farið verði í sérstakt tveggja ára kynnningarták til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim”. Í hvaða heimi býr þetta fólk?

Ég veit ekki betur en að Íslendingar kunni mjög að meta það þegar útlendingar leggja á sig að læra málið. Vandinn liggur ekki þar.

Tungutakið og áherslurnar benda til að skjalið og stefnan séu fyrst og fremst unnin í félagsmálaráðuneytinu. VG fær allt sitt strax en í lokin er þó getið um að enn standi til að ráðast í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum.

Þið getið sjálf metið líkurnar á að það klárist hjá þessari ríkisstjórn.

VG bíta svo höfuðið af skömminni með því að láta þingflokka Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks afgreiða málið úr sínum þingflokkum fyrst á meðan þeir segjast þurfa meiri tíma til að velta því fyrir sér.

Niðurlægingin fullkomnuð.“

TENGDAR FRÉTTIR

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

HIS MASTER´S VOICE

Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice. Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....

TUNGLIN OG TRUMP

"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi: "Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....

UMMERKI EFTIR MANNINN EN MANNVERAN HVERGI SJÁANLEG

Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...

TÍU LITLIR BANKASTRÁKAR Í KOLAPORTINU – 12.000 KRÓNUR

Þessi bók eftir Óttar Norðfjörð er uppseld fyrir löngu en eitt eintak er til í Kolaportinu og kostar 12.000 krónur.

Sagt er...

Þetta blasir við viðskiptavinum Eymundsson í Austurstræti  þegar þeir ganga inn í búðina. Heill veggur á vinstri hönd á besta stað; íslenskar barnabækur á...

Lag dagsins

Muhammad Ali (1942-2016) hefði orðið 83 ára í dag. Mesti hnefaleikari allra tíma og þó hann hafi skipt um nafn á miðjum ferli, orðið...