HomeSagt erSVIMAKAST SIGMUNDAR - "Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?"

SVIMAKAST SIGMUNDAR – „Í HVAÐA HEIMI BÝR ÞETTA FÓLK?“

„Mig svimaði eftir að hafa lesið kynningu ríkisstjórnarinnar á svo kölluðum aðgerðum í útlendingamálum,“ segir Sigmundur Davíð fyrrum forsætisráðherra og formaður Miðslokkssins:

„Líklega var það vegna allrar froðunnar eða reiðinnar yfir því að borgurum landsins skuli boðið upp á aðra eins óstjórn á sama tíma og hver stjórnmálamaðurinn af öðrum viðurkennir að málaflokkurinn sé stjórnlaus.

Þarna birtast engir tilburðir til að ná stjórn á vandanum. Bara leiðir til að viðhalda honun.

Aukin þjónusta, aukinn kostnaður og nýjar aðferðir fyrir ríkið til að sölsa undir sig húsnæði til að hýsa hælisleitendur.

Einnig er það beinlínis gert að markmiði að fá fleira fólk til að flytjast til landsins frá ríkjum utan EES (á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um meira en 15 fyrir hvern 1 Íslending sem bætist við).

Það er að vísu hent inn setningum á borð við „Með því að fækka umsóknum sem ekki uppylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu umsókna sparast fé…” Þetta fé á að nota til að auka þjónustuna. Ekki er útskýrt hvers vegna umsóknum ætti að fækka með meiri þjónustu.

Talsvert er fjallað um nýja hugtakið „inngildingu”, þ.e. að Íslendingar lagi sig að útlendingum. Orðið aðlögun er ekki nefnt. Þó stendur til að gefa út bæklinga á ýmsum tungumálum um hvaða reglur gildi á Íslandi. Þannig verður hægt að lesa á arabísku um jafnan rétt „allra” kynja. Það hlýtur að leysa málið!

Fram kemur að „farið verði í sérstakt tveggja ára kynnningarták til að auka umburðarlyndi gagnvart íslensku með hreim”. Í hvaða heimi býr þetta fólk?

Ég veit ekki betur en að Íslendingar kunni mjög að meta það þegar útlendingar leggja á sig að læra málið. Vandinn liggur ekki þar.

Tungutakið og áherslurnar benda til að skjalið og stefnan séu fyrst og fremst unnin í félagsmálaráðuneytinu. VG fær allt sitt strax en í lokin er þó getið um að enn standi til að ráðast í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndum.

Þið getið sjálf metið líkurnar á að það klárist hjá þessari ríkisstjórn.

VG bíta svo höfuðið af skömminni með því að láta þingflokka Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks afgreiða málið úr sínum þingflokkum fyrst á meðan þeir segjast þurfa meiri tíma til að velta því fyrir sér.

Niðurlægingin fullkomnuð.“

TENGDAR FRÉTTIR

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

STOP OVER NÆTURGAMAN OG LÍFSLEIKNI

Þetta listaverk var á vegi ferðamans í Kolaportinu. Hann féll fyrir því þegar búið var að þýða textana fyrir hann og sagði þá (í...

BRÚÐKAUPSMYND Í KOLAPORTINU

"Jesús blæs i seglin meðan brúðhjónin leggja árar í bát og stefna út í óvissuna," heitir þessi mynd. Fæst í Kolaportinu - aðeins þetta eina...

Sagt er...

"Gleðilegan konudag allar saman," segir fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson í kvennafans á eigin mynd.

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari og eftirlæti fræga fólksins, er afmælisbarn helgarinnar (51). Stundum kallaður "gullgreiðan" og það með réttu. Hann fær óskalagið I'm Gonna Wash...