Plötumarkaður Óla á Háaleitisbraut (gengið í gegnum ísbúðina í norðurenda) lokaði fyrir tveimur dögum en stefnt er að því að opna aftur á nýjum stað í sumar. En fyrst var „útrýmingarsala“ á 40 þúsund vinylplötum úr einkasafni, CD-diskar á 200 krónur og aðrir titlar á 500-800 krónur.
„Við kveðjum ykkur með söknuði en hlökkum til að sjá ykkur seinna á nýjum stað,“ sögðu starfsmennirnir áður en skellt var í lás.