HomeGreinarDAVÍÐ Á SPÍTALA MILLI JÓLA OG NÝÁRS - HLUSTAÐI Á GAMANSÖGUR

DAVÍÐ Á SPÍTALA MILLI JÓLA OG NÝÁRS – HLUSTAÐI Á GAMANSÖGUR

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina upplýsir ritstjórinn, hlýtur að vera Davíð Oddsson, að hann hafi lagst inn á spítala í fimm daga milli jóla á nýárs. Og þar gerðist þetta:

Bréfritari lagðist óvænt inn á Landspítala í fimm
daga á milli jóla og nýárs. Þar rakst hann á göngum
spítalans á skemmtilegan mann sem gladdi hann með
frumsömdum gamansögum. Einhverjar voru þó gamalkunnar og bréfritari kannaðist við þær. Þú ert á
Mogganum, sagði hann, og ég held að þessi fyrirsögn
sé þaðan: „Látnir lausir að lokinni krufningu“. Og
þessi er úr drottningarviðtali: „Sá einn kemst áfram
sem skipuleggur tíma sinn í stórum dráttum. Það
er t.d. nauðsynlegt að taka átta tíma á dag í vinnu
og átta tíma í svefn. Skipulagið felst í því að þetta
séu ekki sömu átta tímarnir.“ Og svo var það „gamla
konan sem tók „pilluna“ af því að hún vildi ekki eignast fleiri barnabörn“. Og svo stjórnmálamennirnir:
„Góður stjórnmálamaður hugsar sig tvisvar um
áður en hann segir ekkert.“ „Nú er þingið að koma
saman rétt einu sinni – stærsta dagvistarstofnunin
fyrir fullorðna. Einn þeirra sagði: „Sannleikurinn er
það dýrmætasta sem við eigum. Við skulum því fara
varlega með hann.““ Og svo strákarnir að metast
um ágæti pabbanna: „Pabbi er svo fljótur að hlaupa,
að skjóti hann ör af boga er hann á undan henni í
markið.“ Hinn: „Pabbi minn slær með golfkylfunni og
er á undan henni að holunni.“ Sá þriðji: „Pabbi slær
ykkur út. Hann vinnur alla virka daga í ráðuneytinu
til klukkan fimm og er alltaf kominn heim fyrir tvö.
“ Bréfritari reyndi að svara af veikum mætti: „Veistu
af hverju Lúxemborg hefur aldrei ráðist inn í Rússland?“ Nei, hann vissi það ekki. „Það er vegna þess að við höfum ekki pláss fyrir stríðsfangana.“

TENGDAR FRÉTTIR

GUÐSTEINN LOKAR Á LAUGAVEGI

Enn eitt vígið fellur á Laugavegi. Verslun Guðsteins lokar eftir rúma viku. Í tilkynningu segir: - Kæru viðskiptavinir Þann 9.mars mun Verslun Guðsteins loka á Laugavegi 34. Við...

ARNAR ÞÓR LEGGUR ÚR HÖFN

"Í dag hefst formlegt kynningarstarf á framboði mínu til embættis forseta Íslands," segir Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og forsetaframbjóðand: "Búið er að opna heimasíðu með...

LAUFEY Í KLEMMU KERFISINS – HVERNIG Á ÞETTA AÐ GANGA UPP?

"Nú er komið að mánaðarmótum og kvíðinn að ná hámarki, hvernig í ósköpunum á þetta að ganga upp?" spyr Laufey Elíasdóttir landsþekkt leikkona og...

GRILLIÐ Á SÖGU ENDURGERT Í UPPHAFLEGRI MYND

Háskóli Íslands tilkynnir: - Grillið á Sögu var lengi rómað fyrir gæði í mat og mikinn lúxus með útsýni yfir sundin blá og borgina alla og...

BERGSTEINN Í KASTLJÓSI FANN DRAUMAEIGNINA

"Skammt stórra högga á milli," segir Bergsteinn Sigurðsson kenndur við Kastljós Ríkissjónvarpsins: "Við feðginin vorum í miðjum klíðum við að hreiðra um okkur í frábærri...

LÍFEYRISSJÓÐIR SUKKA MEÐ SJÁLFSTÖKULIÐI

"Vihjálmur Birgisson vakti máls á því í fyrra að lífeyrissjóðirnir eiga um 3/4 hlutafjár, bæði í Högum og Festi," segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og...

WEST SIDE STORY

"Ég óska eftir innsýn frá íbúum Vesturbæjar um hvað einkennir hverfið. Það gæti verið bygging, gróður, gata, landslag, dýr, menning - hvað sem er....

TATTÚKÓNGURINN Á FOOD & FUN

Danski meistarakokkurinn Jesper Krabbe er farinn að hita upp fyrir Food & Fun í Reykjavík 6.-10 mars. Kokkarnir á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti eru...

STREISAND SYNGUR SÖGUR

Barbra Streisand tók við verðlaunum fyrir ævistarf sitt um síðustu helgi - Life Achievement Award at the 30th Screen Actors Guild Awards. "Það er frábært...

SVANUR MÁR MEÐ FYRSTU BÓKINA UM SIGUR RÓS Á HEIMSMARKAÐ

"Bókin fjallar um stofnun Sigur Rósar, þann 4. janúar 1994, og hljómsveitinni er fylgt fram til þess tíma er Ágætis byrjun slær í gegn...

HLJÓMPLÖTUM VIKINGS HEIÐARS STOLIÐ ÚR PLÖTUBÚÐUM

Borið hefur á þjófnaði á plötum píanósnillingsins Víking Heiðars í hljómplötuverslunum erlendis. Því hafa kaupmenn gripð til þess ráð að fjarlægja þær úr hillum...

JÓHANN OG MARGRÉT Í FANGELSI UNDAN STRÖND MAURITIUS

"Við erum stödd í 4 stjörnu fangelsi undir strönd Maurasitius 25. febrúar 2024. Við erum föst um borð í skipinu!," segir Jóhann Helgi Hlöðversson...

Sagt er...

"Allir hafa áhrif," segir Herbert Guðmundsson söngsjarmur og það með réttu: "Viðhorf okkar og hamingja endurspeglast í því sem við segjum og gerum og það...

Lag dagsins

Brian Jones (1942-1969) stofnandi Rolling Stones er afmælisbarn dagsins (82). Sveitarforingi þar til Mick Jagger og Keith Richard ráku hann vegna óreglu og tóku...