Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina upplýsir ritstjórinn, hlýtur að vera Davíð Oddsson, að hann hafi lagst inn á spítala í fimm daga milli jóla á nýárs. Og þar gerðist þetta:
–
Bréfritari lagðist óvænt inn á Landspítala í fimm
daga á milli jóla og nýárs. Þar rakst hann á göngum
spítalans á skemmtilegan mann sem gladdi hann með
frumsömdum gamansögum. Einhverjar voru þó gamalkunnar og bréfritari kannaðist við þær. Þú ert á
Mogganum, sagði hann, og ég held að þessi fyrirsögn
sé þaðan: „Látnir lausir að lokinni krufningu“. Og
þessi er úr drottningarviðtali: „Sá einn kemst áfram
sem skipuleggur tíma sinn í stórum dráttum. Það
er t.d. nauðsynlegt að taka átta tíma á dag í vinnu
og átta tíma í svefn. Skipulagið felst í því að þetta
séu ekki sömu átta tímarnir.“ Og svo var það „gamla
konan sem tók „pilluna“ af því að hún vildi ekki eignast fleiri barnabörn“. Og svo stjórnmálamennirnir:
„Góður stjórnmálamaður hugsar sig tvisvar um
áður en hann segir ekkert.“ „Nú er þingið að koma
saman rétt einu sinni – stærsta dagvistarstofnunin
fyrir fullorðna. Einn þeirra sagði: „Sannleikurinn er
það dýrmætasta sem við eigum. Við skulum því fara
varlega með hann.““ Og svo strákarnir að metast
um ágæti pabbanna: „Pabbi er svo fljótur að hlaupa,
að skjóti hann ör af boga er hann á undan henni í
markið.“ Hinn: „Pabbi minn slær með golfkylfunni og
er á undan henni að holunni.“ Sá þriðji: „Pabbi slær
ykkur út. Hann vinnur alla virka daga í ráðuneytinu
til klukkan fimm og er alltaf kominn heim fyrir tvö.
“ Bréfritari reyndi að svara af veikum mætti: „Veistu
af hverju Lúxemborg hefur aldrei ráðist inn í Rússland?“ Nei, hann vissi það ekki. „Það er vegna þess að við höfum ekki pláss fyrir stríðsfangana.“