Stöð 2 og Ríkissjónvarpið voru með skemmtiþætti á Gamlárs. Stöð 2 með Kryddsíldina og Ríkið með Skaupið.
Kryddsíldin var skemmtilegri en Skaupið. Vegna þess að Kryddsíldin er raunveruleikasjónvarp en Skaupið sápuópera. Í Kryddsíldinni takast lifandi manneskjur á í beinni útsendingu á meðan Skaupið lætur leikara túlka þessar sömu persónur, afskræmdar með söng og látalátum.
Í Kryddsíldinni voru Bjarni Ben og Inga Sæland í aðalhlutverkum, vel studd af Sigmundi Davíð og Sigurður Ingi í skemmtilegu aukahlutverki. Hinar Valkyrjurnar tvær sátu hjá, brostu og höfðu jafnmikið gaman af og áhorfendur heima í stofu. Skaupið var hinsvegar hamagngur á Hóli eins og hefð er fyrir.