„Hárbeittur og hnífskarpur eru orð sem lýsa vel Snorra Mássyni syni mínum,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor háskólans á Bifröst:
„Það er ekki laust við að móðirin sé sæmilega stolt af pilti sem í einum og sama mánuðinum, 27 ára, leiðir lista til Alþingis og gefur út sína fyrstu bók – Gummi- Saga Guðmundar Hafsteinssonar frumkvöðuls. Snorri segir þar á afar skemmtilegan hátt frá ferli Gumma – úr verkfræðinni í HÍ yfir í Sílikondalinn í Kaliforníu og aftur heim í stjórnarformennsku Icelandair. Bókin er afar læsileg og er eiginlega skyldulesning fyrir okkur sem viljum ekki daga uppi á tækniöld. Þarna er sagt frá tækni og tölvum á mannamáli þannig að við fáum einlægan áhuga. Til hamingju Snorrinn minn með allt saman!“