Fæðingardagur Astrid Lindgren (1907-2002) sem skóp Línu Langsokk og gerði að frægasta Svía allra tíma og er Abba þá meðtalin. Astrid skrifaði í allt um 30 barnabækur, þar á meðal Emil í Kattholti, og er sá höfundur sem þýddur hefur verið á flest tungumál og það á heimsvísu. Astrid var baráttukona fyrir réttindum barna og átti þátt í fyrstu lagasetningu gegn refsingu á börnum sem í gildi eru víða um heim. Það sama gilti um dýraverndarlög sem hún átti einnig sinn þá í að sett voru og þóttu þá nýmæli.