Maggi í Tjöruhúsinu á Ísafirði, einum þekktasta veitingastað á landinu og þó víðar væri leitað, er sjötugur í dag. Jóhann Hauksson fjölmiðlamaður, bróðir Magga, sendir honum fallega afmæliskveðju:
–
Jóhann Hauksson
„Elsku besti bróðir minn, Magnús Hauksson, hefur sjö áratugi að baki frá og með deginum í dag. Móðir okkar heitin, Erla Jóhannsdóttir, á sama afmælisdag og hefði orðið 94 ára. Blessuð sé minning mömmu.
Maggi er sprækur, útsjónasamur, duglegur, greiðvikinn og gjafmildur mannvinur, sem hjálpað hefur mörgum til manns. Hann er pragmatískur (líka pólitískt) og fordómalaus.
Hann og Ragnheiður Halldórsdóttir, eiginkona hans, hafa brallað margt á lífsleiðinni. Fyrir utan það að hafa alið þrjú yndisleg börn, Hauk Sigurbjörn, Salóme Katrínu og Guðmund Björgvin (og sannarlega alið upp fleiri að einhverju leyti) eru þau líklega þekktust fyrir að hafa komið á fót veitingastaðnum Tjöruhúsinu á Ísafirði sem þau reka enn. Flestir vita að orðspor Tjöruhússins hefur borist langt út fyrir landsteinana og verið ferðaþjónustu á Vestfjörðum mikil lyftistöng undanfarna tvo áratugi eða svo.
Til hamingju með daginn kæri bróðir. Megi góð heilsa og hamingja fylgja þér hvert fótmál.“
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Már Guðmundsson fyrrum seðlabankastjóri flugu til Berlína í gærmorgun til að fara á tónleika með Bruce Springsteen. Elsa Þorkelsdóttir,...
"Flott uppfærsla á strætóskýli, mér hefur alltaf fundist vanta frekar glugga en sæti," segir Halldóra Jóhanna Hafsteins en ekki eru allir sammála. Skýlið hefur...
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins leiddi hryssunna Gleði frá Syðra-Langholti undir stóðhestinn Hreyfil frá Vorsabæ í morgun:
"Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með...
"Hamingjusöm eftir Prísferð dagsins!" segir Guðrún nokkur Jónsdóttir:
"1.5 kíló af kjöti, 2 kíló grísk jógúrt, heilt baguette, 500 ml rjómi, sósa, kók, íslensk gúrka...
Enski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth lést í gær 86 ára að aldri. Einn drýgsti metsöluhöfundur heims með bækurnar The Day of the Jackal,...
"Til hamingju með afmælið elsku vinur og samstarfsfélagi," segir Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður í afmæliskveðju til Andrésar Jónssonar almannatengils sem er 48 ára í dag:
-
"Þú...
Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra fellur ekki verk úr hendi þó í sólarfríi sé. Hér ræðir hún málin við kappklædda mótorhjólalöggu sem varð á vegi...
Alfreð Andrésson (1908-1955), leikari. Hann var vinsæll á stríðsárunum og þótti einn besti leikari Íslendinga. Sumir töluðu jafnvel um að Alfreð hefði orðið heimsfrægur,...
Andrés Magnússon ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu reifar framtíð sjónvarps í pistli í blaði sínu í dag. Bendir hann réttilega á að línulega dagskrá sé að...