„Í stúdentaíbúðum sem eru þar sem gamla Hótel Saga var, er mjög glæsileg aðstaða fyrir stúdenta eins og gera má ráð fyrir þar í gamalli hótelbyggingu. Þar er sorp aðstaða með helling af tunnum, afgirt og fínt,“ segir Teitur Atlason samfélagsrýnir í Vesturbænum sem átti þar leið um 1. ágúst. En ekki er allt sem sýnist þegar betur er að gáð:
–
„Umgengni stúdenta við þetta svæði er fyrir neðan allar hellur. Það er eins og þetta unga fólk kunni ekki að ganga vel um sameignleg svæði og eignir HÍ…Ég veit það ekki en stundum finnst mér öllum vera bísna mikið sama um ruslamál og sóðaskap í borginni okkar. Mest þyki rmér ungu fólki standa á sama. Það væri gaman að kanna hvort stúdentar flokki rusl yfir höfuð.“