„18 ára ljósmyndari á Alþýðublaðinu árið 1962. Það er eins og myndin hafi verið tekin í gær,“ segir Rúnar Gunnarsson ljósmyndari, tónlistarmaður og útgefandi um sjálfsmyndina sem hér birtist en en ekki er allt sem sýnist:
„Hvað get ég áttræður maðurinn ráðlagt ungu fólki sem er að hefja lífsbaráttuna? Mikilvægast er að velja leiðinlegt æfistarf því þá líður tíminn hægt og fólk finnur fyrir lífinu. Ég gerði þau mistök að læra ljósmyndun og starfa við blöð og sjónvarp og árin flugu stjórnlaust hjá með ógnarhraða. Já,veljið drepleiðinlegt starf þannig að hver dagur verði endalaus þjáning og leiðindi því þá líður tíminn hægt og lífið verður langt.“