Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

LUCKY LIPSCliff Richard í stuði með Skuggunum sínum fyrir hálfri öld.

Sjá fleiri lög...BJÖRN ER ÓDREPANDIÞað er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að rétta mómentinu með myndavél eina að vopna, er ótrúlegt.

Stjörnuljósmyndarinn Björn Blöndal hefur um áratugaskeið sótt alls kyns samkomur í höfuðborginni og reyndar um allt land, myndað fólk án afláts en þó alltaf með það eitt í huga að finna fréttina í myndinni.

Í raun er Björn Blöndal einn gleggsti fréttamaður þjóðarinnar á sínu sviði, fréttanef hans er lengra en linsa annarra.Ávalt kemur hann sér í fremstu röð eða baksviðs og er alltaf velkominn eisn og hér má sjá í Hörpunni um helgina þar sem margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar söfnuðust saman til að heiðra minningu Karls heitins Sighvatsonar – og Björn Blöndal líka.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV: Helgi Pétursson, fjölmiðlamaðurinn ástsæli, sinnir ekki lengur þularstörfum fyrir Ríkisutvarpið....
  2. STEINDI STELUR SENUNNI: Steindi júníor stelur senunni í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Afanum, og er töluvert því allir ...
  3. INGIBJÖRG SÓLRÚN STENDUR Í STÓRRÆÐUM: Öflugar vinnuvélar hamast af krafti á lóðinni á Bárugötu 35 þar sem verið er að rífa upp jarðveg...
  4. ÞINGMAÐUR TRÚLOFAST: Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins frá Selfossi, og Birna Harðardóttir háskólanem...
  5. FJÓRIR BORGARSTARFSMENN Í VINNUNNI: Myndskeyti var að berast: --- Fjóra borgarstarfsmenn þurfti til að festa litla sorptunnu á...


JÓHANNA OG JÓNÍNA Í LEÐURJÖKKUMÞær voru léttar í spori í Hörpunni um helgina, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir rithöfundur.

Báðar í leðurjökkum, Jóhanna í bláum og Jónína í rauðum.

Flottar dömur að lyfta sér upp.


Sjá nánar...
ÁTTRÆÐ KONA KEYPTI 15 MATREIÐSLUBÆKUR

Valdís Smáradóttir er áttræð og á fjórtán afkomendur á aldrinum 16 til 58 ára, fjögur börn og tíu barnabörn. Hún gerði sér ferð í dag til Magnúsar Inga Magnússonar, veitingamanns á Sjávarbarnum við Grandagarð, til að kaupa 15 eintök af matreiðslubók hans sem kom út fyrr á árinu, Eldhúsið okkar – Íslensku hversdagskræsingarnar.


 

„Þetta er einmitt bókin sem vantaði fyrir unga fólkið og þá sem vilja elda allan almennan íslenskan heimilismat,“ sagði Valdís við höfundinn. „Börnin mín og barnabörn eiga því öll að fá eintak í jólagjöf og kötturinn gefur mér eitt.“ Uppskriftir Magnúsar Inga eru einfaldar og ekki verið að flækja hlutina að óþörfu. Valdís nefndi að einn kosturinn væri sá að ekki þyrfti að fara í margar búðir til að nálgast hráefnið í réttina, það fáist í öllum stórmörkuðum. „Svo er bókin svo ódýr.“

 

Eldhúsið okkar – Íslensku hversdagskræsingarnar hefur svo sannarlega hlotið góðan hljómgrunn og Valdís ein af mörgum sem keypt hafa fjölda eintaka fyrir börn sín og barnabörn, þó að hún eigi sennilega metið. Frá útkomu snemma árs hefur bókin verið endurprentuð í tvígang og er upplagið komið í 7.000 eintök.

 

Magnús Ingi er nú að leggja lokahönd á nýja bók í sama anda en í stað hversdagsrétta eru komnir hátíðaréttir. Titill nýju bókarinnar er Eldhúsið okkar – Íslenskur hátíðamatur og kemur hún út fyrir jólin. Halldór Baldursson, teiknarinn kunni, myndskreytir báðar bækurnar.


Sjá nánar...
LANDVÖRÐUR Í SJÖ FERMETRUMKomið hefur verið upp snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn og svefnaðstöðu fyrir landvörð við Langasjó. Athygli vekur að landverði er gert að starfa og sofa í rými sem er aðeins sjö fermetrar.

Í tilkynningu frá starfsfólki í Vatnajökulsþjóðgarði segir:

Við suðvesturenda Langasjávar er að rísa látlaus áningaraðstaða fyrir ferðamenn. Verkefnið er stutt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Salernishúsi og viðveruhúsi fyrir landvörð, sem einnig þjónar sem móttaka fyrir ferðamenn, hefur verið komið fyrir á staðnum en vatnsveita verður ekki tengd fyrr en næsta vor. Þá verður enn fremur lokið við seinni áfanga verksins; smíðaður trépallur umhverfis húsin, reistur skjólveggur úr grjóti og gengið frá tjaldsvæði og bílastæði. Húsin eru klædd með lerki sem gránar fallega með aldrinum og falla vel inn í umhverfið við Langasjó.


Sjá nánar...
BOGDAN MEÐ GUS GUSGus Gus flokkurinn er á löngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Meðal annars kemur hljómsveitin fram í 6 borgum í Póllandi.

Tónleikahaldararnir í Póllandi slógu upp kvöldverði þar sem heiðursgestur vara herra Bogdan Kowalsczyk fyrrum þjálfari íslenska handboltalndsliðsins en hann er Pólverji og var sigursæll svo um munaði með íslenska landsliðinu – goðsögn í lifanda lífi.

Hér gefur að líta mynd af Bodgan og Magnúsi Guðmundssyni í Gus Gus einnig þekktum sem Hunk of a Man.


Sjá nánar...
BÍLLYKLARNIR TEKNIR AF ÁSDÍSI RÁN

Lesa frétt ›GEIR GOES WEST

Lesa frétt ›TVÍFARAR TVEGGJA ÁTTA

Lesa frétt ›SPURNING DAGSINS

Lesa frétt ›BUBBI GAGNRÝNIR RÚV

Lesa frétt ›INGIBJÖRG SÓLRÚN STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Lesa frétt ›ÞÚSUND ÞORSKAR Á FÆRIBANDI 1975

Lesa frétt ›HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV

Lesa frétt ›ÓSKEMMTILEG LENDING – VILJANDI 

Lesa frétt ›VERÐHÆKKANIR Í BÓNUS Á 5 ÁRUM

Lesa frétt ›SJÚKRABÍLL Í HAGKAUP

Lesa frétt ›
SAGT ER......að Símon Birgisson, einn höfunda leikgerðarinnar um Konuna við 1000 gráður sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu, hafi blokkerað Jakob Bjarnar Grétarsson, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, á Facebook eftir leikdóm um leikritið í blaðinu þar sem gagnrýnandinn kenndi Símoni um það sem miður fór í sýningunni.

Athugasemd frá Símoni Birgissyni:

 Í tilefni af frétt á vefnum þínum um að leikdómarann Jakob Bjarnar vil ég koma á framfæri að ég eyddi Jakobi út af vinalistanum mínum á Facebook fyrir nokkrum vikum. Það tengdist ekki á nokkurn hátt störfum Jakobs sem gagnrýnanda enda finnst mér hann flottur gagnrýnandi sem mark er takandi á. Þætti vænt um leiðréttingu þar sem ég hef hvergi látið í ljós óánægju með dóm Jakobs, tók honum ekki sem gagnrýni á mín störf og sú staðreynd að ég eyddi honum af Facebook tengist ekki þessum dómi á nokkurn hátt.

...að fjólubláu ferðatöskurnar í Tösku og hanskabúðinni á Skólavörðustíg renni út. Mest til viðskiptavina WOW-flugfélagsins enda töskurnar í sama lit og félagið sem reyndar fékk þær lánaðar í auglýsingaskyni um hríð. Sérstaklega er minni úgáfan vinsæl en hana má taka með sér um borð og munar miklu þegar flugfélög eru farin að rukka fyrir töskurnar sérstaklega.

...að athafnaskáldið Ármann Reynisson verði með útgáfuveislu í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 3, 113 Reykjavík á fimmtudaginn klukkan 17:00 í tilefni af útgáfu á Vinjettur XIV. Þetta verður glæsipartý.

 Meira...SAGT ER...

...að langskemmtilegasti og besti þátturinn á Rás 1 Ríkisútvarpsins sé hættur. Staður og stund með Svavari Jónatanssyni bar höfuð og herðar yfir aðra þætti - líklega vegna þess að í hann var lögð alvöru vinna. Mættu hlustendur fá að vita ástæðuna?...að tónlistin í kvikmyndinni Afinn haldi henni saman á sinn melódíska hátt þó fæstir taki eftir því í bíósalnum - en hún er eftir Frank Hall, nýráðinn forstöðumann á Rás 2....að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafi tilkynnt um brotthvarf sitt úr starfi til að undirbúa forsetaframboð en daginn eftir kom Mjólkursamsöluskandallinn upp þar sem Einar Sigurðsson, eiginmaður hennar, er forstjóri og og þar með var draumurinn úti. Svipað hefur gerst áður í forsetakosningum....að eigendur hjólbarðaverkstæða fagni haustinu líkt og börn jólunum.

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar séu hjón. Kristín hefur lýst því yfir að hún sé að hætta en Einar ekki. ...að Bette Midler sé að gefa út sína fyrstu plötu í átta ár, It´s The Girls! Bette verður sjötug á næsta ári.

...að Lily of the Valley hafi verið að senda frá sér sína aðra smáskífu og fylgja þar með eftir hinu geysivinsæla lagi "I'll Be Waiting" sem þau gáfu frá sér í sumar. Lagið fékk mjög góða spilun á útvarpsstöðvum og situr nú með ríflega 9000 spilanir á YouTube. Hljómsveitin hefur skapað sér gott orðspor og fengu með sér strákana í JOHNNY AND THE REST í upptökur á þessu nýja lagi er nefnist "Back". Hljómsveitirnar tvær fóru saman í tónleikatúr um landið í sumar og kóróna sumarið með því að fara saman í hljóðverið. Fengu þeir einnig til liðs við sig hana Sóley Sigurjónsdóttur á selló. Lagið er tekið upp í Stúdíó Hljóm undir upptökustjórn Kristjáns Haraldssonar og var það Skapti Þóroddsson sem sá um hljóðblöndun og tónjöfnun. Það er vert að fylgjast með þessu unga tónlistarfólki, því þau hafa komist mjög langt og náð að skapa mikið umtal á mjög stuttum tíma.

...að þessi hugleiðing hafi borist í pósti: Það hefur lengi verið mikill metnaður meðal íslenskra ungmenna (uppa) að eiga flottasta bílinn og stærsta húsið. Nú verður þess vart að ungt fólk í góðum stöðum og með góðar tekjur sé búið að breyta um áherslur. Nú gildir að sýna nægjusemi. Vera skynsamir. Góð íbúð í fjölbýli er betri valkostur en dýrt einbýlishús. Betra að eiga einn bíl en tvo, eða jafnvel hjóla. Stór hópur fólks með miklar tekjur má ekki við því að missa vinnuna. Á einu augabragði riðar allt til falls. Því sé skynsamlegra að eyða minna og skulda minna.

...að Kolfinna Baldvins, dóttir Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eigi fjallmyndarlegan kærasta - sannkallaðan víking.

...að í nýjasta pistli sínum á herðubreið.is spái Karl Th. Birgisson því að stjórnarmynstur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verði aldrei reynt aftur hér á landi þegar núverandi stjórnarsamstarfi lýkur. Pistillinn heitir Að éta skít (læk á það).Meira...