Forsíða      Fréttir      Sagt er...     LAG DAGSINS

THE BOXERHnefaleikakappinn Evander Holyfield er afmælisbarn dagsins (55). Tvöfaldur heimsmeistari en þó frægastur fyrir að hafa látið Mike Tyson bíta af sér eyrað í keppni 1997 sem endaði með ósköpum.Sjá fleiri lög...PÉTUR DAUÐÞREYTTUR

Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þjóðarathygli á framboðsfundi með skólakrökkum á Akureyri sem hann ávarpaði á frönsku og lét svo móðan mása.

Nú segir hann:

Gamli dauðþreyttur að reyna að vekja þjóðarathygli á sjálfum sér og Flokki Fólksins – það tókst, en ekki eins og ég ætlaði.
Ég er með ónýta kjálkataug eftir tannlæknaaðgerð og hættir til að verða þvoglumæltur þegar ég er mjög þreyttur.
Ég sé enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á einu eða neinu og stend við allt sem ég sagði þarna – en myndbandið hefur verið klippt eftir þörfum skólafélags MA og dreift af því félagi – sem er til skammar. Bráðlega mun ég birta opinberlega bréfaviðskipti mín við skólameistara MA. Sá maður er enginn Sigurður Guðmundsson skólameistari, sem tók menn á beinið.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  3. PÉTUR DAUÐÞREYTTUR: Pétur Einarsson, fyrrum flugmálastjóri og nú frambjóðandi Flokks fólksins á Norðurlandi, vakti þ...
  4. NÝJASTA MÓDELIÐ (14): Úr tískudeildinni: --- Þessi stúlka heitir Urður Vala og er úr Hafnarfirði og virðist vera að slá ...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...


BÆJARSTJÓRI FÉKK HJARTAÁFALL

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, áður bæjastjóri í Kópavogi um árabil, fékk hjartaáfall fyrir nokkrum dögum og var fluttur í skyndi suður til Reykjavíkur. Gekkst hann undir aðgerð á Landspítalanum sem tókst vel og er hann nú á góðum batavegi og við tekur þjálfun og endurhæfing.

Gunnar hefur verið vinsæll bæjarstjóri í Fjallabyggð, búsettur á Siglufirði og stýrir þaðan bænum og að auki Ólafsfirði og sveitunum í kring.

Samkvæmt heimildum að norðan eru íbúar sannfærðir um að Gunnar verði kominn aftur til starfa strax eftir áramót en sem áður sagði er lýðhylli hans mikil í sveitarfélaginu - sjá eldri frétt hér.


Sjá nánar...
SIGMUNDUR HJÁ JÓA FEL

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokksmenn hans hafa opnað kosningaskrifstofu í JL-húsinu við Hringbraut við hliðina á bakaríi Jóa Fel. Þar er safnað undirskriftum fyrir framboð flokksins í Reykjavík, heitt á könnnunni og bakkelsi enda stutt í kræsingarnar í næstu hurð.

Því hefur verið kastað framað Jói Fel verði á framboðslista Miðflokksins en hefur ekki fengist staðfest. Jói Fel er enn sem komið er bara við hliðina á Sigmundi Davíð á Hringbraut.


Sjá nánar...
BJÖRT GELGJA"Finnst Björt framtíð koma óttalega hallærislega unglingalega fram við Jón Gnarr – sem maður sér, þrátt fyrir allt, sem nokkus konar guðföður þessarar bylgju, eiginlegan skapara margra hugmynda þarna," segir metsöluöfundurinn Auður Jónsdóttir um afneitun Bjartrar framtíðar á guðföður sínum, Jóni Gnarr, og Auður heldur áfram:

"En það er einmitt í eðli unglingsins, að fordæma foreldra sína þegar þau dirfast að vera mannleg. Og Björt framtíð er svo ungur flokkur og þeir sem eru ungir eru dómharðir. Sérstaklega við þá sem fæddu þá af sér. Eitt er að prédika mannskilning, annað að sýna hann í verki."

Undir þetta tekur Jón Gnarr sjálfur og segir:

"Þetta finnst mér mjög góð greining hjá þér."


Sjá nánar...
HEITUR OG RÁNDÝRÚr Pepsídeildinni:

---

Miklar sviptingar verða á leikmannamarkaðnum í Pepsídeild karla á næstunni. Sá sem er hvað heitastur og dýrmætastur í dag er Andri Rúnar Bjarnasson í Grindavík, markhæsti leikmaður deildarinnar.

Velflest félög sem hafa fjármagn munu berjast um hann  og nefnd hafa verið til sögunnar Valur, FH og Víkingur en samningur Andra við Grindavík rennur út þann 31.12 2017.  

Logi Ólafsson þjálfari Víkings er sagður ætla að  lokka Andra til Víkings með nokkrum Víkingabröndurum sem hann er frægur fyrir en spurningin er hvort honum takist að yfirbuga kvótakallanna í Grindavík sem vilja ólmir kaupa Andra og útvega honum góðan samning.


Sjá nánar...
TOLLI MINNIST PABBA

Lesa frétt ›X-M Í GRASRÓTINNI

Lesa frétt ›VINSTRI GRÆNA GRASIÐ

Lesa frétt ›HALLUR ELSKAR BJARNA

Lesa frétt ›LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN

Lesa frétt ›BJARNI FUNDINN

Lesa frétt ›KJARTAN Í STAÐ LOGA

Lesa frétt ›LEIÐ 21 Í COSTCO ALLA DAGA

Lesa frétt ›KENGÚRAN ER HAMBORGARI FÓLKSINS

Lesa frétt ›STRÆTÓ Á SUÐURLANDI Í ÓVISSU

Lesa frétt ›WEINSTEIN Í MEÐFERÐ

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Brynjar Níelsson eigi líklega við að þetta gildi um annan hvern lífeyrisþega sem hafði innherjaupplýsingar fyrir hrun....að Aron Vignir frá Hvammstanga sé að selja Bláan Ópal á Netinu á 10 þúsund krónur pakkann....að eldri borgarar á Íslandi séu farnir að keðjureykja í miðri kosningabaráttu.Meira...SAGT ER...

...að Þjóðleikhúsið frumsýni Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason á Stóra sviðinu á föstudagskvöldið: Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri....að þetta geti orðið sögulegt....að stórleikkonan Edda Björgvins hafi auglýst ryksuguna sína til sölu. Rauða Cleanfix á 20 þúsund....að út hafi verið að koma bókin 109 Volcano Sudoku þar sem 20 þrautanna eru Easy, 30 Medium, 30 Hard, 20 Evil og 9 Samurai - hvað sem það nú þýðir....að út sé að koma bókin Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur sálfræðing....að þetta sé kjúklingur mínimalistans beint úr heimspressunni:

---

...að Bítlarnir hafi ekki dansað mikið undir lögum sínum en hér taka þeir sporið....að Hillary Clinton sé í viðræðum við Columbia háskólann í New York um prófessorsstöðu án kennsluskyldu - Daily News....að rúgbrauð sé ekki fitandi enda eru Svíar mjög hrifnir af því og grannir á meðan Danir borða hveitibollur daglega og feitari fyrir bragðið....að séra Guðmundur Örn Ragnarsson, bróðir Kjartans Ragnarssonar leikstjóra í Landnámssetrinu í Borgarnesi og þar af leiðandi föðurbróðir eins þekktasta myndlistarmanns þjóðarinnar, Ragnars Kjartanssonar, geri eftirfarandi athugasemd vegna kosningabaráttunnar:

"Nú þegar verið er að raða mönnum á framboðslista flokkanna, kvarti margar konur undan því að karmenn vilji ekki að þær sitji ofarlega á listunum. En Orð Guðs segir að “feðraveldi“ skuli vera við lýði meðal manna. Ekki leyfir það konunni að taka sér vald yfir manninum. Guð er enda ýmist nefndur faðir eða sonur, aldrei móðir eða dóttir."Meira...