Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

BESTA EUROVISIONLAGIÐDanir sigruðu Eurovision 1963 með Dansevise sem hjónin Grethe og Jörgen Ingmann fluttu svo vel. Síðar lagðist Jörgen í óreglu og Grethe flutti að heiman. Ekki er allt sem sýnist.

Sjá fleiri lög...BÚLLUTRUKKUR Í BERLÍN“Hann er væntanlegur á götur Berlínar í febrúar,” segir Tommi á Hamborgarabúllunni um þennan svarta trukk, sérmerktann með mynd af honum sjálfum alskeggjuðum á hlið.

“Þetta er svona Food Truck,” segir hann.

Nýjasta dæmið um útrás Hamborgarabúllunnar í Evrópu og styttist væntanlega í Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.

Svo ekki sé minnst á pólana tvo – norður og suður.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. STAL JÓHANN FRÁ BOWIE?: Frá fréttaritara í Hafnarfirði, Svani Má Snorrasyni: --- Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Ósk...
  2. LÉLEGT SKYGGNI Í GRAFARVOGSLAUG – FÓLK SYNDIR Á BAKKANA: Af óútskýrðum ástæðum er vatnið í Grafarvogslaug þannig samansett að sundmen eiga í vandræðum með að...
  3. BORGARSTJÓRI Á ÓSKOÐUÐUM BÍL:   Reykvíkingur skrifar: --- Þetta er mynd af bílnum hans Dags B. Eggertssonar borgarstjóra....
  4. FRANSISCA HEILLAR Á SMÁRATORGI: Fransisca hefur fyrir löngu heillað viðskiptavini Bónus upp úr skónum þar sem hún stendur við ka...
  5. PRESTUR RANNSAKAR TENGSL HEILASKAÐA OG FRAMSÓKNAR: Séra Davíð þór Jónsson prestur á Austurlandi skrifar grein í vefritið Herðubreið þar sem han rýn...


NÝR BÍÓBAR - HLÉBARINN

Smárabíó vígir nýjan veitingabar í byrjun febrúr samhliða frumsýningu myndarinnar Deadpool.

Barinn hefur hlotið nafnið Hlébar og er vel við hæfi því stefnt er að því að bíógestir fái sér þar hressingu í hléi.Hlébar er hinn glæsilegasti eins og sjá má á myndum.


Sjá nánar...
ELDRI OG EINMANAAll The Lonely People eru athyglisverðir þættir í breska sjónvarpinu þar sem 94 ára gamall ekkjumaður ræðir um einmanaleika og hvernig hægt sé að begðast við honum. Hann bregður sér af bæ og ræðir við vegfarendur um vandamálið en mat sérfræðinga er að einmanaleiki geti verið jafn mikið heilsufarsvandamál og reykingar og offita.Smellið hér og sjáið!


Sjá nánar...
BERGÞÓR Á BESSASTAÐI

Hópur manns vinnur hörðum höndum að því að undirbúa forsetaframboð Bergþórs Pálssonar og er nú safnað lækum á Facebooksíðu stuðningmannanna. Þar sagði í morgun:

Í rannsóknarvinnu okkar á Bergþóri komumst við að því að þann 25.maí 1963 birtist í fyrsta skiptið eitthvað frá Bergþóri í íslenskum fjölmiðlum. Þann dag birti Þjóðviljinn teikningu eftir Bergþór sem þá var 5 ára. Teiknaði Bergþór virkilega fallegt hús og íslenski fáninn er ekki langt undan.Bergþór Pálsson hefur sagt að hann muni fyrst íhuga forsetaframboð ef stuðningssíða þessi nær 10.000 lækum. Í dag stöndum við í 961 læki. Við gerum það að tillögu okkar að allir stuðningsaðilar málefnisins deili síðunni á veggnum hjá sér svo forsetaefnið fari undir feldinn góða.


Sjá nánar...
BENSÍNSTÖÐVAR EINS OG LEIFSSTÖÐBensínstöðvar í Reykjavík hafa breyst í ævintýraheim á örfáum misserum og þá sérstakleg þær þar sem 10-11 tók yfir bisniss innandyra. Minna þær mjög á Leifsstöð orðið – allsnægtir út um allt.

Lítil kaffihús hafa verið smíðuð í horn – eins og í Leifsstöð.

Í hillum er eftirsótt vara af öllu tagi – eins og í Leifsstöð.

Nema það vantar áfengið – en það er í Leifsstöð.

Helsti munurinn annar er sá að flest er ódýrara á bensínstöðvunum en í Leifsstöð. 


Sjá nánar...
KRÓNAN SÆKIR Á BÓNUS

Lesa frétt ›EINELTI Í AFRÉTTI

Lesa frétt ›BORGARSTJÓRI Á ÓSKOÐUÐUM BÍL

Lesa frétt ›MINI-KJARNORKUVER RÚSTAR DRAUMI UM SÆSTRENG

Lesa frétt ›LÉLEGT SKYGGNI Í GRAFARVOGSLAUG – FÓLK SYNDIR Á BAKKANA

Lesa frétt ›FRANSISCA HEILLAR Á SMÁRATORGI

Lesa frétt ›PRESTUR RANNSAKAR TENGSL HEILASKAÐA OG FRAMSÓKNAR

Lesa frétt ›HÖGNI Í HELJARVINNU

Lesa frétt ›FORSTJÓRI TIL VARNAR PYLSUNNI

Lesa frétt ›VINDURINN BÍTUR Í FROSTINU

Lesa frétt ›DAG Á BESSASTAÐI

Lesa frétt ›
SAGT ER......að konur séu hættar að eldast í sama mæli og fyrr og tengist kannski því að þær eru hættar að elda sem áður....að gera ætti laugardaga tölvulausa daga svo fólk geti núllstillt sig og hreinsað út þá hugar - og viðhorfsmengun sem fylgir Facebook.

...að þetta sé ágætur félagsskapur síðdegis á fimmtudegi í febrúar.Meira...SAGT ER...

...að konfektkassarnir frá Anthon Berg séu þeir einu þar sem hægt er að velja mola með lokuð augun því molarnir eru allir góðir - en það verður ekki sagt um aðra konfektkassa.

...að þetta séu samhent hjón.

...að Þór Jakobsson veðurfræðingur hafi fallist á að taka þátt í vísindarannsókn og segir: Innan skamms ek ég af stað í minnispróf. Féllst á að taka þátt í rannsókn sérfræðinga þar sem bornir verða saman tveir hópar. Annar hefur gleymt mestu af því sem á dagana hefur drifið, en ég verð í samanburðarhópnum, þeim hópnum sem er heill heilsu. Bara að ég gleymi ekki á leiðinni hvert ég á að fara.

...að skemmtileg og fróðleg dagskrá fyrir alla fjölskylduna verði á Safnanótt í Listasafni Íslands sem hefst  föstudaginn 5. febrúar kl. 19 og lýkur á miðnætti. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Ókeypis aðgangur fyrir alla!

 ...að þessi bók eftir Paul Lafargue ætti að vera skyldulesning í menntaskólum. Lífið á ekki að snúast um vinnu og aftur vinnu heldur líka ástir, unað og nautnir - í hæfilegum skömmtum....að Pósturinn hafi rekið bréfbera í Kópavogi sem fór með póstinn heim til sín í stað þess að dreifa í tilteknar götur sem taldar eru upp. Þarna vantar bara götuna Bréfahvarf......að það geti verið hollt fyrir börn að eiga erfiða foreldra og það sama gildi um foreldra sem eiga erfið börn.

...að tímarnir breytist - þetta var í maí 1921.

...að svona sé staðan á föstudegi kl. 11:11....að það taki aðeins 34 daga að ala kjúkling áður en hausinn fýkur og hann er tilbúinn á diskinn með frönskum og sósu.Meira...