Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

LULU OG ÁSTINLulu er flott nafn á poppsöngkonu og To Sir With Love var góð kvikmynd - þetta er titillagið.

Sjá fleiri lög...JÓN BETRI EN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐHápunktur Menningarnætur í Reykjavík fór framhjá flestum.

Einleikur heimspekingsins Jóns Proppé á leikverkinu Vodka eftir Gunnar Gunnarsson á veitingahúsinu Ob La Di á Frakkastíg en þar lék Jón á klukkustundarfresti verkið sem tekur aðeins 9 mínútur í flutningi og byggir á ljóði Davíðs Stefánssonar (1895-1964) með sama nafni.

Jón Proppé er eldri bróðir alþingismannsins vinsæla, Óttarrs Proppé, og gefur honum lítið eftir listrænt. Fer hann á þvílíkum kostum að að öll starfsemi Þjóðleikhússins frá stofnun fellur í skuggann.

Leikritið Vodka er einfaldlega texti ljóðs Davíðs Stefánssonar sem hann orti eftir heimsókn til Rússlands, engu bætt við nema hreyfingum, pásum og svo snilldarleik Jóns Proppé.

Annars er ljóðið svona; Vodka:Þessi rússneska rúbla er mín.

Ég er ríkur.

Ein flaska er nóg.

Ég kem ekki inn á knæpu til þín til að kaupa mér sokka né skó.

Slíkt hef ég aldrei frá barnæsku borið. ­ 

Blessað sé rússneska vorið. Oh-hó.

Nú lyftist brúnin, nú léttist sporið.

Ég lifi, ­ gleðin er mín.

Vodka . . . brennivín.

Beiskt, salt

og betra en allt.

Það brennir. Það kæfir.

Það hvílir. Það svæfir.

Þetta er drykkur,

sem þrælum hæfir.

En boðorðin segja: Þú skalt, þú

skalt

ekki . . .

Hinn þyrsti veit betur . . .

þúsundfalt,

og þess vegna er gott, að ég

drekki.

Þegar húsvilltum hundi er kalt,

flýr hann inn

um fyrstu dyr.

Þetta er kjallarinn minn,

ég hef komið hér fyr.

Átti keisarinn þennan stól?

Skál.

Skál fyrir stjörnum og sól.

Það glitrar. Það skín,

og gleðin er mín.

Vodka . . . brennivín.

Skál, skál fyrir þingi og þjóð

og þrælum, sem gjalda í ríkissjóð,

og valdi, sem ver

sig með vopnuðum her,

og drottnandi stétt,

sem finnst ranglætið rétt.

Fleiri brennandi bál.

Meira blikandi stál.

Meira verksmiðjuskrölt.

Fleiri sýrur og sölt.

Meira silki og ull.

Meira silfur og gull.

Hégómi. Bull.

Fleiri kirkjur og krár.

Fleiri krókódílstár.

Drekkjum samvizku og sál.

Skál.

Og hirðum hvorki um bók eða

blað,

stund eða stað,

stjórn eða frelsi . . . Hvað er það?

Þið öreigar og þrælar, sem enga

gleði þekkið.

Drekkið. Drekkið.

Það svalar. Það kæfir.

Það hvílir. Það svæfir.

Vodka . . . Brennivín.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KJARNINN OG FRÉTTATÍMINN:                   Í umróti íslenskra fjölmiðla síðustu daga hefur orð...
  2. ERU FRÍBLÖÐ SAMSÆRI?: Magnús Ingi Magnússon veitingamaður telur að dreifing fríblaða inn á hvert heimili sé eitt allsh...
  3. JÓN BETRI EN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Hápunktur Menningarnætur í Reykjavík fór framhjá flestum. Einleikur heimspekingsins Jóns Prop...
  4. VILLTIR BÆJARSTJÓRAR: Fréttaritari okkar í Hafnarfirði fylgist með: --- Nýi bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Haraldu...
  5. HVER ER INGA MAGG?: Hver er þessi Inga Magnusson sem fer svona á kostum í uppistandi í Washington DC? Upplýsingar...LOST Á LAUGAVEGILeikarinn Naveen Andrews, sem þekktastur er fyrir að leika Sayid Jarrah í sjónvarpsþáttunum Lost, spókaði sig á Laugaveginum síðdegis í gær. Hann var með hatt á höfði og vatt sér meðal annars inn í verslun Smekkleysu.

Andrews fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sense8, sem Wachowski-systkynin skrifa og leikstýra. Hluti þáttanna verður tekin upp á Íslandi og hefjast tökur þann 25. ágúst og standa fram í september. Þættirnir verða svo sýndir á Netflix á næsta ári.

Leikkonan Daryl Hannah fer einnig með hlutverk í þáttunum og því ekki útilokað að hún láti sjá sig á götum Reykjavíkur á næstunni.

 


Sjá nánar...
SAMFARIR VIÐ EINSEMDINAVerði ferðalangar einmanna í Kaupmannahöfn er ráðið þetta:

Farið í Brolæggerstræde í næstu götu fyrir neðan Strikið mitt og fáið ykkur hakkeböff á veitingahúsinu Sorgenfri sem hefur verið fremst í sinni röð um áratugaskeið – aðeins 105 krónur (rúmar tvöþúsund íslenskar).Gangið síðan yfir Knipplingsbrú á Christianshavn og takið billjard á Fingerböllet sem auglýsir sig enn í dag með djarfri kampavínsdömu enda er staðurinn ekki fyrir feminista nema síður sé.Þaðan er stutt að fara yfir á Eiffel Bar sem á sér álíka langa sögu og Sorgenfri en þar standa menn í fótógenískum stellingum við barinn í samförum við einsemdina sem fílar þetta set up.


Sjá nánar...
RÍKIÐ AUGLÝSIR ÁFENGI“Við erum bæði með átta og tólf ára viskí,” sagði stúlkan og hellti ótt og títt í glös fyrir ferðamenn í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.(Fríhöfnin er rekin af ríkisvaldinu sem bannar áfengisauglýsingar).


Sjá nánar...
SVEINN LEGGUR ÁFRAM Í TVÖ STÆÐI

Póstur úr umferðinni:Sveinn Elías Elíasson, sem komst í ítrekað í fréttirnar fyirir að leggja alltaf í tvö eða fleiri bílastæði á appelsínugulum Range Rover, hefur haldið þeirri iðju áfram þrátt fyrir að hafa skipt um bíl.

Þessi mynd var tekin af Sveini fyrir skemmstu þar sem hann leggur í tvö stæði svo enginn reki hurðirnar í bílinn sem hann er á.


Sjá nánar...
STÓRSTJÖRNUR Á BUSABÖLLUM

Lesa frétt ›UMDEILDUR MÁLARI LEIKUR LAUSUM HALA Á AKUREYRI

Lesa frétt ›HVAÐA PLÖTUUMSLAG ER FLOTTAST?

Lesa frétt ›KJARNINN OG FRÉTTATÍMINN

Lesa frétt ›HVER ER INGA MAGG?

Lesa frétt ›STEFÁN ENN LÖGREGLUSTJÓRI

Lesa frétt ›MARGRÉT EFAST UM LÍFIÐ 

Lesa frétt ›BARN AÐ BORÐA SKYR 1960

Lesa frétt ›ÁRMANN OG TOBY TVÍFARAR

Lesa frétt ›KALLI MATT PRESTUR Í GUÐRÍÐARKIRKJU

Lesa frétt ›SIGGI SIGURJÓNS Á HEIMSMARKAÐ

Lesa frétt ›
SAGT ER......að börn í Fossvoginum séu ánægð með starfsmann í 10-11. Í gær sátu tveir strákar, á að giska níu ára, fyrir utan 10-11 í Grímsbæ og sögðu við gesti og gangandi: "Þetta er besti starfsmaður 10-11 í heimi. Hann gaf okkur einnar krónu afslátt."...að orðið atvinnumaður, sem nær eingöngu er notað um knattspyrnumenn sem leika fyrir föst mánaðarlaun, sé eitt það versta í tungumálinu - segir ekki neitt nema að viðkomandi hafi atvinnu. Orðið vegabréf er hins vegar eitt það besta - svo lýsandi og gegnsætt að jaðrar við töfra.

...að Flateyri sé að verða miðja alheims í Reykjavík vegna þess að eftir nokkra daga verður kvikmyndin París norðursins frumsýnd en hún er einmitt tekin upp á Flateyri þaðan sem Ólafur M. Magnússon, fyrrum stjórnarformaður DV, er en hann heldur upp á sextugsafmælið sitt um helgina á meðan Bjössi í World Class og Reynir Traustason slást eins og hundar um DV en þeir eru báðir frá Flateyri líkt og Björn Ingi Hrafnsson sem stendur á hliðarlínunni og fylgist með.Meira...SAGT ER...

...að visir.is sé allur orðinn ferskari í myndskreytingum og framsetningu eftir að nýr yfirmaður tók við eins og sjá má af myndum af innanríksráðherra með skýringatextum og líka í frétt um að aftur sé hægt að fá Coca Cola í Þjóðleikhúsinu....að Kristín Þorsteinsdóttir, sem nú hefur tekið öll völd á 365 miðlum, hafi verið ein öflugasta fréttakona sinnar samtíðar á árum áður og felldi meira að segja Sverri Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, á stafsetningarprófi. Sverri var umhugað um zetuna sem átti að afskaffa úr ritmáli og Kristín fékk hann á til að taka zetupróf fyrir barnaskóla - og ráðherrann féll á prófinu - fékk 3,6 ef rétt er munað. Þar með lauk baráttu menntamálaráðherrans fyrir áframhaldandi lífi zetunnar í íslensku ritmáli.

...að Sigurjón M. Egilsson, nýr fréttaritstjóri, sé einhver mesti happafengur Fréttablaðsins frá upphafi - sé upphafinu sleppt.

...að Benni Bahamí hafi verið ráðinn fréttaritari Séð og Heyrt í Hollywood. Benni hefur lengi búið í LA, er fyrrverandi lífskúnstner og ráðgjafi ríkisstjórna víða um heim - en fyrst og fremst með puttann á púlsinum í borg stjarnanna. Fyrsta fréttaskeyti Benna Bahamís birtist í næsta tölublaði Séð og Heyrt sem kemur út á fimmtudaginn.

...að allir sem vettlingi gátu valdið hafi fylgst með flugeldasýningu Menningarnætur - og þeir sem áttu bátkænur sigldu þeim út til að sjá betur og virtist víða vera fjör um borð....að Ríkissjónvarpið sé búið að auglýsa hljómsveitina Skálmöld svo upp með stöðugum fréttum af maraþonhlaupi hennar og tónleikahaldi að sveitin sem heild gæti farið í forsetaframboð og tekið við af Ólafi Ragnari enda nafn hennar, Skálmöld, samheiti pólitísks ferils Ólafs Ragnars frá fyrsta degi.

...að þessi útidyrahurð sé á Bergstaðastræti.

...að eðalsöngkonan Diddú hafi slakað á með bók á Panoramabarnum í Leifsstöð í stað bjórs - eins og hinir....að þessi frétt hafi birst í ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Kalman oddviti varð að hækka kaupið hjá Vermóði á Endajaxli, einkabílstjóra sínum, en hann vildi ólmur sækja um á Jafnréttisstofu, sérstaklega eftir að hann las að  Stofan væri mannsvelt. Bjössi á mjólkurbílnum segist geta stýrt Stofunni með annri hendi, en hann er alltaf með hina  á "stýrinu", þó hann sé kominn á eftirlaun. Uppáhaldslagið hans við stýrið er "Stína, ó Stína..." - með Hauki frænda.

...að Kristján Jóhannsson tenórsöngvari sé farinn að auglýsa gleraugu fyrir verslunina Sjáðu á Hverfisgötu og þau klæða hann vel - 66 ára.Meira...