Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

SYNGIÐ MEÐ BÍTLUNUM!Nú geta allir sungið með því textinn fylgir.

Sjá fleiri lög...TROMMARI MEÐ ANOREXÍUKaren Carpenter var ekki bara ein besta poppsöngkona 20. aldadrinnar heldur og ekki síður frábær trommuleikari eins og hún sýnir hér í sjónvarpsþætti frá 1976.

Karen Carpenter var á sínum tíma þekktasti anorexíusjúklingur heims og lést fyrir aldur fram aðeins 32 ára 1983. Dauði hennar dró athyglina að sjúkdómnum sem felldi hana en fram að þeim tíma hafði lítið verið fjallað um anorexíu – en það átti eftir að breytast.


Sjá nánar...
Vinsælast

 1. INGI FREYR ÁFRAM Á DV: "Ég verð áfram," segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, ein helsta skrautfjöður DV í rannsóknarblaðamenn...
 2. BUBBI Á SPÍTALA: Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki ánægður með íslenska heilbrigðiskerfið eftir að hafa be...
 3. NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR: Annað árið í röð kynnir Gallerí Fold listamenn á listakaupstefnunni Art Copenhagen sem fram fer ...
 4. TÆKNIMÖNNUM RÚV BREYTT Í HÚSVERÐI: Tveir af reyndustu tæknimönnum RÚV eru orðnir húsverðir í Útvarpshúsinu í Efstaleiti eftir að þe...
 5. BJÖRN ER ÓDREPANDI: Það er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að r...


MAMMA GÓGÓ 100 ÁRAFáir synir hafa heiðrað móður sína á glæsilegri hátt en kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson þegar hann gerði Mamma Gógó.

Og hún er enn meðal okkar; 100 ára, og Friðrik Þór segir:

Þessi elska varð 100 ára í dag. Leyfði mér að fara á fótboltaæfingu þrátt fyrir annir við bakstur. Hún ætlar að verða allra kerlinga elst þökk sé frábæru starfsfólki í Víðinesi og nú Hjúkrunarheimilinu Mörk. Takk fyrir 60 ár af umhyggju og gleði elsku mamma.


Sjá nánar...
SIGMUNDUR SELFIESigmundur Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra er með á nótunum og stundum á undan samtíð sinni eins og hér má sjá en hann segir:

„Selfie“-æðið virðist enn vera í fullum gangi víða um heim. Hvar sem maður kemur er fólk að taka sjálfsmyndir, hvort sem það er á leiðtogafundum eða í skólum. Krakkarnir virðast halda að þetta sé eitthvað nýtt. En það hljóta að vera liðin alla vega 4 eða 5 ár síðan ég eignaðist stafræna myndavél og tók þessa.Borist hefur athugasemd:

Getur ekki verið að myndin sé 4 eða 5 ára gömul því fyrir 4 eða 5 árum leit Sigmundur Davíð svona út. Sjá mynd að neðan:


Sjá nánar...
HANNES HÓLMSTEINN KOMINN HEIMHannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er kominn til landsins eftir ferð til Hong Kong. Hann gefur skýrslu:Kominn heilu og höldnu úr för til Hong Kong og Macau, þar sem ég sat þing Mont Pèlerin samtakanna. Margir fyrirlesarar voru snjallir, og tókst þingið hið besta. Heimferðin var auðvitað löng og heldur leiðinleg, þótt hún væri alls ekki óþægileg, en ég flaug með Finnair (sem deilir leggnum milli Reykjavíkur og Helsinki með Icelandair og flýgur eitt beint frá Helsinki til Hong Kong og fleiri borga í Asíu). Ég samdi drög að fyrirlestri í Háskóla Íslands 31. október næstkomandi, las prófarkir af bók, sem ég skuldaði útgefanda mínum, horfði á ágæta kvikmynd Clints Eastwoods, Mystic River (sem hann samdi sjálfur tónistina við), og las glæpasöguna Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson, sem var býsna góð, ekki síst í ljósi þess, að þetta er fyrsta verk höfundar (sem lauk doktorsprófi í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla og starfaði í lögreglunni og þekkir væntanlega starfsaðferðir hennar). Ég neitaði mér ekki heldur um nokkra gin og tonic á leiðinni til að drepa tímann.


Sjá nánar...
VONARSTRÆTI STEFNIR Á ÓSKARKvikmyndin Vonarstræti (Life In A Fishbowl) fær fantagóða dóma á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada og er jafnvel spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin.

Hér eru sýnishorn: • Life in a Fishbowl will definitely resonate with audiences outside of Iceland (I wouldn’t be shocked if it ended up as a contender for the Best Foreign Film Oscar),

 •  Director Baldvin Zophoníasson builds an absolutely incredible film with Life in a Fishbowl.

 • Is Life in a Fishbowl essential festival viewing?

 • This is a definite must see film. Audiences will be instantly caught up in the story, which reveals its secrets at a perfect pace, keeping viewers mesmerized until the credits roll.

 •  Make no mistake, Life in a Fishbowl is blessed with qualities that are not ephemeral. The movie is universal. It’s what makes movies worth seeing.

 • Hera Hilmar’s performance here is astonishing. She evokes a wide-range of emotions and the camera clearly loves her. She’s got all the potential to be snatched up by the Hollywood machine as her star potential ascends very high, indeed

 • Strong on story and with a ton of tension – at times it’s actually harrowing

 • Zophoníasson’s follow-up to his gay coming-of-age debut, Jitters, reveals an ambitious artist who’s shown huge artistic growth.

 •  Life in a fishbowl. The film touched and disturbed me likewise. Despite it’s quite conventional aesthetic approach, the film dug deeper and deeper and left me in the end with strong impressions on the Icelandic presence, some of our globalized cultural, economical and social topics and at the same time with two and a half (the banker) very emotional  singular stories of the writer, the girl and the careerist. If you would have told me before, it is a film dealing amongst others with topics like child-abuse, loss of a child, alcohol, literature and the financial crisis, I would not have believed that this could be a film worth considering. But I was thrown gently into a world of high drama, complexity and difficult human experiences and relations, which never felt constructed or over the top. This together with a very smart and again subtle elliptic structure of the script/editing, great directing, acting and camerawork was a great experience. There are (very seldom) films, which throw you onto yourself and when you leave the cinema, the world is a bit different. Thanks for that!___________________________Martin Hagemann

 •  Then the Icelandic beauty Hera Hilmer came out and we were wearing matching blue outfits. She’s so young and so beautiful that she takes people’s breath away.


Sjá nánar...
JÓGAMIÐSTÖÐ FYRIR ELDRI BORGARA

Lesa frétt ›DAVÍÐ OG KJARTAN FÁ SÉR Í GLAS

Lesa frétt ›SVAVA Í SAUTJÁN SYNGUR MEÐ STUÐMÖNNUM

Lesa frétt ›URRIÐAHOLTIÐ VISTVOTTAÐ

Lesa frétt ›BOGDAN MEÐ GUS GUS

Lesa frétt ›KRISTÍN Í SAMBANDI VIÐ INGIBJÖRGU DÖGG

Lesa frétt ›RAGNHILDUR STEINUNN SLÆR ÁSDÍSI RÁN ÚT

Lesa frétt ›BJÖSSI Í WC BER AÐ OFAN

Lesa frétt ›TÆKNIMÖNNUM RÚV BREYTT Í HÚSVERÐI

Lesa frétt ›NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR

Lesa frétt ›SAUÐFÉ REKIÐ UM BORÐ Í FLUTNINGASKIP Á SEYÐISFIRÐI

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að gestir í Vesturbæjarlauginni kvarti yfir því að lýsislykt sé af sápunni í sturtuklefunum og skýring fastagesta þykir líklegust sú að sápan hafi verið geymd í gömlum lýsistunnum og þannig mengast.

...að Vigdís Hauksdóttir hafi mætt í skotapilsi í vinnuna í gær til að sýna sjálfstæðissinnum í Skotlandi stuðning - en allt kom fyrir ekki.

...að "Gullmaðurinn" í Kringlunni, Sverrir Einar Eírksson, sé sonur Eiríks sjónvarpsstjóra á Omega sem aftur er sonur Sigurbjörns Eiríkssonar sem kenndur var við Glaumbæ og lenti óvart í Geirfinnsmálinu.

Meira...SAGT ER...

...að það sé útbreiddur misskilningur að Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, sé faðir útvarpsstjörnunnar Andra Freys Viðarssonar. Svo er ekki þó svipur sé.

...að íslenskir veitingamenn og ferðaþjónustan öll bíði nú eftir Asíu-seasoninu þegar Japanir og Kínverjar flykkjast til landsins því sumarfrí hinu megin á hnettinum eru að bresta á og þá freista norðurljós og myrkur við ysta haf - bullandi bisniss.

...að hún sé skrýtin fréttin í Morgunblaðinu í dag um að Guðrún Erlendsdóttir sé aftur sest í Hæstarétt sem dómari vegna þess að annar hæstaréttardómari hafi verið veikur í heilt ár en Guðrún er komin á eftirlaun fyrir löngu. Þó svo rætt sé við skrifstofustjóra Hæstaréttar í fréttinni kemur hvergi fram hvaða dómari sé búinn að ver veikur í heilt ár - en það var kannski það sem lesendur höfðu áhuga á að vita....að kvikmyndin Vonarstræti fái lofsamlega dóma á kvikmyndavefnum Variety: Good-looking widescreen visuals by talented lenser Johann Mani Johannsson create the feeling of perpetual scrutiny that goes with the expression “living in a fishbowl.” The fading light and wet weather of an autumnal Reykjavik, where people try to stay cozy indoors, makes a nice contrast to the Florida scenes. Smart costumes and production design signal a wealth of information about the characters. Smellið hér....að tímamót verði í íslenskri fjölmiðlasögu á morgun þegar Séð og Heyrt kynnir nýjan, sjálfstæðan vefmiðil sedogheyrt.is...að Carlos Ruiz Zafón hljóti að vera einn mesti rithöfundur samtímans - lesið bara Fanga himinsins.

...að útvarpsþulurinn Jón Múli hafi kunnað manna best að kynna síðasta lag fyrir fréttir í Ríkisútvarpinu. Nú er Jón Múli farinn, síðasta lagið líka - og kannski fréttirnar næst?

...að Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, sé töff í kynningarmyndbandi um nýja sjónvarpssseríu sína, Dulda Íslands sem sýnd verður á gamla heimilinu, Stöð 2....að sumir alþingismenn ættu að taka til heima hjá sér áður en þeir reyna að taka til í samfélaginu.

...að bæjarstjórinn á Akureyri hafi ráðið Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem aðstoðarmann sinn en Katrín hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu.Meira...