Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

GULL & GULLÓfeigur gullsmiður á Skólavörðustíg á óskalag dagsins og segir:

"Eitt af uppáhaldslögunum mínum er Norwegian Wood með Bítlunum. Falleg melódía og innihaldsríkur texti að keltnextri sagnahefð."

Sjá fleiri lög...BIRTA LÍF ÓFRÍSK

Sjónvarpsáhorfandi sendir myndskeyti:Horfi ekki oft á veðurfréttir. En sá áðan að Birta Líf, veðurfræðingur allra landsmanna, er með barni. Hef ekki fylgst vel með og veit ekki hvort þetta hefur þegar komið fram. Ef ekki, þá horfið áveðurfréttirnar á RÚV í gær og fyrradag.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
  2. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...
  3. BERGLIND SEND Í “FRYSTI”: Úr diplómatadeildinni: --- Sá íslenski sendiherrann sem mest hefur borið á á undanförnum mánuðum...
  4. FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI: Snorri Helgason tónlistarmaður náði þessari sögulegu mynd af Guðna Th. Jóhannessyni, nýkjörnum forse...
  5. BORGARSTJÓRI SVARAR FJÁRFESTI FULLUM HÁLSI: Borgarstjóri stefnir að mikilli fjölgun bekkja í Reykjavík svo útivistarfólk geti tyllt sér niður hé...


EYGLÓ Í FORMANNINN

Samkvæmt traustum heimildum ætlar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins gegn Sigmundi Davíð.

Eygló hefur farið mikinn að undanförnu, steytt hnefa framan í Sjálfstæðisflokkinn og þannig skapað sér sérstöðu sem ætti að nýtast henni í væntanlegu formannsframboði.

Eygló tók stúdentspróf í FB 1992,  lauk fil.kand.-prófi í listasögu frá Stokkhólmsháskóla 2000 og hefur verið í framhaldsnámi í viðskiptafræði HÍ síðan 2007. Hún var framkvæmdastjóri Þorsks á þurru landi ehf. 2001–2009. Skrifstofustjóri Hlíðardals ehf. 2003–2004. Viðskiptastjóri Tok hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. 2004–2006. Framkvæmdastjóri Nínukots ehf. 2006–2008. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands 2008. Félags- og húsnæðismálaráðherra síðan 23. maí 2013. Skipuð samstarfsráðherra Norðurlanda 16. ágúst 2013.

Ekki náðist í Eyglóu við vinnslu fréttarinnar.


Sjá nánar...
SIGGA HLÖ II HAFNAÐ

Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó og sendir frá sér skemmtisögur af ýmsum toga almenningi til ánægju.

Ein fjallar um annan vinsælan útvarpsmann, Sigga Hlö, og er svona:

Sonarsonur minn, fyrsta barnabarnið fékk nafnið Árni Eldjárn á dögunum. Í nafngiftarveislunni hér á Sveinseyri ræddum við saman afarnir, Sigurður og Hlöðver. Okkur leist vel á nafnið, þótt auðvitað hefði okkur þótt eðlilegt að líta til okkara afanna. Sigurður Hlöðver. Siggi Hlö? Æ nei.


Sjá nánar...
SYKURLEYSI SÆLKERANS

“Svona fer sykurleysið með mann,” segir sælkerinn, matgæðingurinn og meistarakokkurinn Nanna Rögnvalds sem hætti að borða sykur árið 2011 og er nú gjörbreytt manneskja eins og sjá má á myndum sem hún birtir af sér.

Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samskiptamiðlum og sumir neita að trúa eigin augum og spyrja hvort þetta sé bara sykurinn.

“Að minnsta kosti ekkert annað sem ég sneiði alveg hjá. Borða bara heldur minna en áður,” segir Nanna og bætir við að hún haldi áfram að borða ávexti og léttvín telst til ávaxta.


Sjá nánar...
BERGLIND SEND Í "FRYSTI"Úr diplómatadeildinni:Sá íslenski sendiherrann sem mest hefur borið á á undanförnum mánuðum er eflaust Berglind Ásgeirsdóttir Jóhannessonar frá Húsavík. Hún hefur komið einstaklega vel fyrir og fjölmiðlar hafa átt greiðan aðgang að henni hvort sem um hefur verið að ræða svívirðileg hryðjuverk eða “strákana okkar” í fótboltanum.Hið sama er hinsvegar ekki hægt að segja um alla okkar sendiherra vítt og breitt um jarðarkringluna. Berglind er búin að vera í nokkur ár í París og fyrr á þessu ári var komið að því að ákveða embættisstað hennar. Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, fannst tilhlýðilegt að senda Berglindi til Moskvu í “frysti”. Diplómatarnir orða það stundum þannig, bæði vegna þess að þar er oft kalt á veturna, og stundum lítið við að vera fyrir þá sem ekki eru rússneskumælandi Þá hefur það borið við að þangað hafa verið sendir sendiherrar sem ekki hafa verið í náðinni hjá viðkomandi utanríkisráðherra.

Það er alls óvíst að “megabeibið” Lilja Dögg Alfreðsdóttir, núverandi utanríkisráðherra, hefði hagað málum á þennan veg og kannski breytir hún ákvörðun fyrirrennara síns.

En í “frystinn” til Moskvu fer Berglind sem sagt síðar á árinu, að öllu óbreyttu, ásamt sambýlismanni sínum, Finnboga Jónssyni, sem er ekki að koma til Rússlands í fyrsta skipti því hann var hægri hönd Þorsteins Más í Samherja á sínum tíma og átti þá tíðum erindi austur fyrir tjald í erindum sjávarútvegskóngsins.


Sjá nánar...
HRIST UPP Í RÍKISSTJÓRNINNI

Lesa frétt ›FACEBOOK ER SÉÐ OG HEYRT

Lesa frétt ›FORSETI BORGAR Í STÖÐUMÆLI

Lesa frétt ›VILTU GRÆÐA? KAUPTU!

Lesa frétt ›HOLLYWOODSTJARNA í 66°NORÐUR

Lesa frétt ›BRENNISÓLEY Í BANASTUÐI

Lesa frétt ›GALDURINN VIÐ LANGLÍFI

Lesa frétt ›STEINI BRÝNIR FRAMSÓKN

Lesa frétt ›BJARNI SLÖKKTI Á SÍMANUM OG SIGURÐUR INGI FÓR Á FJÖLL

Lesa frétt ›GUÐMUNDUR TIL FENEYJA

Lesa frétt ›MERCURY COMET Á TÚNGÖTU

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Viðskiptablaðið sé með frétt dagsins - eða þannig....að þetta sé athyglisvert -smellið!...að myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygsson opni sýninguna “Málaðar klippimyndir” í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5, föstudaginn 29. júlí kl. 17:00 - 19:00. Sýningin er í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar. Í veglegri sýningarskrá segir Sigurður meðal annars:

“Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðuþættir málverksins, það er að segja form, bygging og litur, hefur ávallt höfðað sterkt til mín. Ég legg mikla áherslu á að finna réttan hreinan litatón í þau form sem rata inn á myndflötinn. Hvort sem um er að ræða abstrakt eða fígúratíft málverk hefur geómetrían ávallt verið til staðar hjá mér. Þegar þú opnar augun sérðu bara liti og form. Síðan kemur hreyfing og sagan og lesturinn með augunum, tíminn er afstæður á tvívíðum fleti, en áhorfandinn velur sér leið til að lesa flötinn. Málverkin mín hafa ekki pólitískan eða heimspekilegan boðskap, heldur leitast ég eftir því að höfða til augans, líkt og tónlist höfðar til eyrans."Meira...SAGT ER...

...að Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verði heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september. Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar....að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann....að búið sé að setja upp þessa fínu ryksugu og loftdælu á bensínstöð N1 í Ólafsvík....að íslensk börn hafi sést á Skólavörðustíg í dag en þau hafa vart verið þar eftir að túrisminn skall á....að rútufárið í miðbæ Reykjavíkur sé að verða ævintýralegt. Þessi stóra beið eftir þeirri litlu í 30 mínútur með alla umferð stopp fyrir framan Kaffi Reykjavík neðst á Vesturgötu í gær. Litla rútan var frá ferðaþjónustufyrirtækinu Ævintýri ehf. - gott nafn....að þessi frétt sé úr ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Smartland hefur birt æfingaprógram í heimaleikfimi. Af því tilefni hefur Kalmann oddviti lagt bann við sexi í ruslagámum. Það er sagt verulega "dirty" og hættulega kryddað ef hittt er á þannig gám, að sögn reyndra gámsexlinga. Svo gæti ruslabílinn líka komið á versta tíma....að Viking Pizza á Selvogsbraut í Þorlákshöfn ætli að vera með lokað 32. júlí. Gott að vita....að Jón Magnússon lögmaður ætli að reyna fyrir sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Jón hefur víða komið við í pólitík en athygli vekur að helsti kosningasmali hans er Eiríkur Stefánsson þekktur innhringjandi í Útvarpi Sögu....að Bjarni Óskarsson veitingamaður sé ekki ánægður með mjólkina frá MS: Hvað er að mjólkinni? Erum alltaf að lenda í því að mjólkin ysti í kaffinu þó að ekki sé komið að síðasta söludegi....að Pírataforinginn Birgitta Jónsdóttir sé á mikilli siglingu eins og sjá má.Meira...