Forsíða      Fréttir      Sagt er...     LAG DAGSINS

BRÓÐIR HUNDADAGAKONUNGSAfmælisbarn dagsins er Frank Ú Michelsen úrsmiður (61) og óskalagið hans er Holy Mother með Pavarotti og Eric Clapton:

"Ég er staddur í Sviss hjá syni mínum sem lærði úrsmíði hér eins og ég en hann starfar nú við að handsmíða úr hjá fyrirtæki sem heitir Urban Jörgensen og var stofnað af bróður Jörundar Hundadagakonungs."

Sjá fleiri lög...REGLULEGUR HÁTTATÍMI KEMUR Í VEG FYRIR OFFITU BARNA

Vísindamen við Ohio State University hafa komist að því að reglulegur háttatími komi í veg fyrir offitu barna.

Regluklegar máltíðir á sama tíma alla daga og minna en hálftíma sjónvarpsgláp hjálpar einnig til.

Rannsókn vísindamannanna leiddi ótvírætt í ljós fylgni á milli daglegrar rútínu, tilfinninga og þyngdar. Fylgst var með daglegum venjum 11 þúsund breskra ungmenna sem fædd voru 2000-2002.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. RÁNDÝRAR “IKEA” ÍBÚÐIR: Á mettíma hefur risið fjölbýlishús á horni Mýrargötu og Seljavegar í vesturbæ Reykjavíkur og hef...
  2. RAÐAÐ Á RÍKISJÖTUNA: Stjórnarflokkarnir raða nú fyrrverandi þingmönnum á ríkisjötuna. Ragnheiður Ríkharðsdóttur er væntan...
  3. HLUSTENDUR SÖGU Í UPPNÁMI: Fastir hlustendur Útvarps Sögu sem stunda dagvinnu eru með böggum hildar eftir að útvarpsstjórin...
  4. FORSETINN SEGIR OF OFT “ÉG”: María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi og listakona skemmti sér vel við opnun Vigdísarhússins á...
  5. ÞETTA ER JÓN JÓNSSON Í RÚV: Alþingi hefur kosið nýja stjórn Ríkisútvarpsins og þar er að finna nafn Jóns Jónssonar. En hver e...


OF OFT "ÉG"

María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi og listakona skemmti sér vel við opnun Vigdísarhússins á Melunum og þá sérstaklega á opnunarhátíð í Háskólabíói þar sem margir stigu á stokk og töluðu og sungu á alls kyns tungumálum í anda Vigdísar.

En hún var ekki alveg sátt með forseta Íslands:

“Strákarnir voru flestir ágætir til dæmis þeir sem sungu og Jón Atli rektor, en ég var ekki eins hrifin af Guðna forseta, hann segir of oft ég.”


Sjá nánar...
SELFÍ BRAUÐRIST SLÆR Í GEGN

Hún er að slá í gegn og kostar ekki nema 75 dollara – selfí brauðristin.

Reyndar er hægt að setja hvaða mynd sem er í hana og hún léttbrennist inn í ristaða brauðið. En flestir kjósa selfí-útgáfuna.

Mjög skemmtilegt heimilistæki fyrir nútímafólk sem er alltaf að skoða sjálft sig.


Sjá nánar...
50% AFSÖKUNARBEIÐNI

Ranglega vara frá því greint hér í dag og bræðurnir Gunnar Smári Egilsson og Hafsteinn Egilsson hefðu báðir mætt sumri með flensu. Gunnar Smári brást skjótt við og sagði:

“Hvað segirðu Eiríkur, er ég með flensu? Alltaf ertu fyrstur með fréttirnar. Ég hef ekki einu sinni frétt af þessu, sit hér og held ég sé við hestaheilsu.”

Ritstjórnin svaraði að bragði:

”Þú minntist á banalegu á FB og ég dróg þá ályktun að þú værir með flensu. Biðst afsökunar og leiðrétti hið fyrsta. Gleðilegt sumar.”

Og Gunnar Smári svaraði aftur:

“Ég var að leika mér, fannst þetta geta orðið versta tímaritafyrirsögn sögunnar: 10 bækur sem þú ættir að lesa á banalegunni.”


Er beðist afsökunar á þessum mistökum en aðeins til hálfs því hitt stendur að Hafsteinn bróðir Gunnars Smára lá í flensu og var fjarri góðu gamni í dag þegar gestir hans á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi fjölmenntu á staðinn til að sjá Manchester United vinna Anderlecht 2-1 í æsispennandi og framlengdum leik.


Sjá nánar...
VEIPIÐ BJARGAÐI TEITI ÚR KLÓM TÓBAKS

Einn besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar og sá sigursælasti, Teitur Örlygsson Njarðvíkingur, reykti eins og strompur allan sinn feril en hætti svo með því að byrja að veipa:

“Ég reykti tvo pakka á dag í áratugi, slagaði í þrjá pakka á skemmtilegum kvöldum. Prófaði þetta veip í byrjun október og hef verið reyklaus síðan.”


Sjá nánar...
ÓLAFUR F. HEILLAST AF KIM K.

Lesa frétt ›TÚRISMINN AÐ DEYJA

Lesa frétt ›ÞETTA ER JÓN JÓNSSON Í RÚV

Lesa frétt ›RAÐAÐ Á RÍKISJÖTUNA

Lesa frétt ›EKKI EINELTI HELDUR ÞRÍELTI

Lesa frétt ›HLUSTENDUR SÖGU Í UPPNÁMI

Lesa frétt ›JAMIE OLIVER FÆR Á BAUKINN HJÁ ÍSLENDINGUM

Lesa frétt ›DAUÐINN Á RAUÐU LJÓSI

Lesa frétt ›RÁNDÝRAR “IKEA” ÍBÚÐIR

Lesa frétt ›BANKASTJÓRI TEKINN Í BAKARÍIÐ

Lesa frétt ›SIÐGÆÐISVÖRÐUR Í UPPNÁMI

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Bjartmar Guðlaugsson ætli að gera allt vitlaust á Bryggjunni í Grindavík 12. maí klukkan 21.00....að Tommi á Hamborgarabúllunni sé hægt og hljótt að færa sig yfir í vegan....að Alþingi hafi kosið átta einstaklinga í Landsdóm til sex ára og þau eru: Jón­as Þór Guðmunds­son, Eva Dís Guðmunds­dótt­ir, Hörður H. Helga­son, Ell­isif Tinna Víðis­dótt­ir, Þor­steinn Magnús­son, Helga Arn­heiður Er­lends­dótt­ir, Áslaug Björg­vins­dótt­ir og María Ágústs­dótt­ir.

Hvaða fólk er þetta? Er hægt að fá mynd?Meira...SAGT ER...

...að þetta sé nýjasta myndin af Kim Kardashian tekin á Mexíkóströnd síðdegis í gær....að óðum styttist í að veitingastaðurinn vinsæli, Krua Thai, opni á Skólavörðustíg á tveimur hæðum með leyfi fyrir 42 gesti. Krua Thai á sér langa sögu í reykvískri veitingaflóru og haslaði sér völl í sérstæðu húsi á Tryggvagötu sem rifið var til að rýma fyrir hóteli....að vikan 24. apríl - 1. maí 1971 hafi verið merkileg í sögu Bítlanna. Þeir höfðu hætt rúmu ári áður. En í þessari viku voru "What is Life?" með George Harrison, "Power to the People" með John Lennon, "Another Day" með Paul McCartney og "It Don´t Come Easy" með Ringo Starr, öll inni á Top 10 á bandaríska Billboard listanum. Það var í eina sinn í sögunni að allir meðlimir heimsfrægrar hljómsveitar voru inni á Top 10 sem sóló artistar - samtímis. (Sigfús Arnþórsson)...að Hildigunnur Birgisdóttir opni sýningu í i8 galleríinu í Tryggvagötu klukkan fimm á fimmtudaginn undir heitinu a) b) c) d) e) & f)....að heilkornaflatkökur kosti 139 í Bónus, 160 í Krónunni og  189 í Hagkaupum....að Óttar Proppé heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að skipa flokkssystur sína, Brynhildi S. Björnsdóttur, stjórnarformann Sjúkratrygginga Íslands en Brynhildur er fyrrum stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og varaþingmaður. Þetta verður tilkynnt í byrjun næsta mánaðar.....að þetta sé Balthazar, Great Dane, þyngsti hundur og líklega sá stærsti í Bretlandi. Sefur í sérsmíðuðu rúmi, étur á við heila fjölskyldu og er jafnþungur og fílsungi. Sjá hér....að Messi sé líklega betri en Ronaldo þó minni sé. Hver skorar á síðustu sekúndu gegn Real Madrid og vinnur? Messi - ekki Ronaldo. Sjá frétt....að hópur félaga sem hist hefur á Kaffivagninum á Granda á hverjum sunnudagsmorgni um árabil hafi hætt að mæta eftir að eigendaskipti urðu á veitingastaðnum sem rekinn hefur verið af örfáum fjölskyldum síðan 1935. FoodCo hefur keypt og bætist Kaffivagninn þá við fjölda veitingastaða fyrirtækisins; Saffran, Aktu Taktu, Eldsmiðjuna, Roadhous og Pítuna. Fastagestunum á sunnudagsmorgnum hugnast ekki þróunin....að löreglan í Reykjavík sé enn á nagladekkjum þó notkun þeirra sé bönnuð eftir 15. apríl.Meira...