Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

SPANISH EYESAl Martino tekur lagið í þýskum sjónvarpsþætti á öðrum degi litasjónvarps þar í landi 1976.

Sjá fleiri lög...BIÐRÖÐ EFTIR VEGABRÉFUM

Það er örtröð hjá sýslumanninum í Kópavogi; allir að bíða eftir vegabréfi til að komast úr landi.

Fólk situr rólegt í sætaröðum líkt og á tónleikum hjá Kammersveit Reykjavíkur.

En þarna má heyra saumnál falla.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. SÆVAR ÞARF TVÖ STÆÐI: Þekkt er að menn sem eiga fína bíla óttist að leggja þeim í almenn stæði þar sem þröngt er og hæ...
  2. NÓATÚNSFÓLKIÐ MYNDAR: Einar Jónsson, einn af Nóatúnserfingjunum, ekur um á silfurlituðum Benz og býður eiginkonunni of...
  3. TILBÚIN BIÐRÖÐ EFTIR KLEINUHRINGJUM: Á meðan biðröð er fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi er fámennt innandyra. Öryggisverðir pass...
  4. KAFFIVAGNINN 1969: Myndin birtist í dagblaðinu Vísi í mars 1969 og ekki hefur veðrið verið allt of gott þann daginn...
  5. MORGUN EFTIR MENNINGARNÓTT: Menningarnótt tók enda og morgunin eftir leit þetta svona út....


HELVÍTIS EVRÓPUSAMBANDIÐFrá fréttaritara á faraldsfæti:Gylliboð Evrópusambandsins til Íslendinga eru í meira lagi ósvífin.

Í matvöruverslun á Spáni er Milka Oreo súkkulaði boðið á 95 evrusent – 140 krónur. Í matvöruverslun á Íslandi kostar þetta sama súkkulaði 258 kr. – 118 krónum meira. Tímabundið má reyndar fá það í Krónunni á 219 kr. stykkið – það er bara 80 kr. hærra verð.

Helvítis Evrópusambandið er að reyna að kaupa okkur til inngöngu með svona gylliboðum. Eins gott að við erum ekki í Evrópusambandinu – þá værum við að drepast úr spiki af súkkulaðiáti.


Sjá nánar...
BJARTSÝNI VIÐ ÞJÓÐVEG 1Þessi þýska stúlka stóð við gatnamótin á Egilsstöðum og reyndi að húkka sér far til Hafnar í Hornarfirði með fullhlaðið reiðhjól.

Nógu erfitt er að fá far og hvað þá með stórt reiðhjól að auki.

“Ef verð að vera mjög heppin ef þetta á að takast,” sagði sú þýska með bros á vör og þegar hún sneri spjaldinu við sem merkt var “Höfn” stóð þar “Reykjavík”. Hún ætlaði alla leið.

“Ég missti af rútunni í morgun og ef ég fæ ekki far þá tek ég rútuna á morgun.”

- Máttu taka reiðhjólið með þér í rútuna?

“Já, já.”


Sjá nánar...
HEITUSTU FORSETAEFNIN Á SÖGUHlustendur Útvarps Sögu eru áhugasamir um væntanlegar forsetakosningar og ræða í þaula í símatíma stöðvarinnar.

Flestir eru á því að Ólafur Ragnar sitji áfram því þá er hægt að spara ellilaun hans en forsetinn heldur launum út lífið samkvæmt lögum.

Ekki dugi að bjóða fram einhverja puntudúkku því stjórnarmyndunarviðræður 2017 geti orðið snúnar og erfiðar og þá þurfi forseta með bein í nefinu.

Auk Ólafs Ragnars minntust hlusendur Sögu aðeina á tvo aðra mögulega frambjóðendur sem boðlegir væru við þessar aðstæður; Herdísi Þorgeirsdóttur og Stefán Jón Hafstein.

Svo skemmtilega vill til að Herdís og Stefán Jón eiga sama afmælisdag, 18. febrúar – en það vissi Sögufólkið ekki.


Sjá nánar...
BANNAÐ AÐ TALA Á BÆJARSKRIFSTOFUBannað er að ræða málefni Landeyjarhafnar og Herjólf á kaffistofu bæjarskrifstofunnar í Vestmannaeyjum. Sé það gert er beitt sekt sem rennur í starfsmannasjóð.

Ástæðan er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri er orðinn svo leiður á umræðunni að hann þolir ekki að heyra á þetta minnst.

Aðgerðin mun vera að breiðast út á aðrar kaffistofur í Vestmannaeyjabæ.


Sjá nánar...
SÉÐ OG HEYRT SLÆR Í GEGN Á SPÁNI

Lesa frétt ›SÆVAR ÞARF TVÖ STÆÐI

Lesa frétt ›TM Í TAKT VIÐ TÍMANN

Lesa frétt ›KAFFIVAGNINN 1969

Lesa frétt ›NÓATÚNSFÓLKIÐ MYNDAR

Lesa frétt ›BEST OF BO

Lesa frétt ›MORGUN EFTIR MENNINGARNÓTT

Lesa frétt ›PÁFAGAUKUR MÓÐGAR TENGDÓ

Lesa frétt ›TILBÚIN BIÐRÖÐ EFTIR KLEINUHRINGJUM

Lesa frétt ›KOMNIR Í FRAMBOÐSFÖTIN

Lesa frétt ›ÁST Í ÞRÍVÍDD

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af því að Píratar séu óskifað blað eins og saga Birgittu Jónsdóttir kafteins þeirra sýni. Sjálfur er Bjarni skrifað blað - og það er verra.

...að fréttaritari með söguáhuga hafi sent skeyti: Flestir þekkja JL-húsið við Hringbraut vestast í Reykjavík. Bogalagað stórhýsi sem á að breytast í hótel að hluta. Utan á húsinu er skilti þar sem á stendur "Jón Loftsson h/f" - og af því er nafn hússins dregið. Færri vita hver þessi Jón Loftsson er eða var og skyldi engan furða. Jón Loftsson dó árið 1958, fyrir 57 árum. Hann fæddist 1891 í Skagafirði og var umsvifamikill í íslensku atvinnulífi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Meðal annars stóð hann fyrir stórfelldu vikurnámi og vikurútflutningi frá Snæfellsnesi. Hann seldi byggingarvörur og sitthvað fleira, reisti stórhúsið við Hringbraut og hafði áhuga á skógrækt og slysavarnarmálum. En skiltið utan á JL-húsinu er ekki bara til að minnast þessa gagnmerka athafnamanns, því að enn er starfandi eignarhaldsfélag undir hans nafni, stofnað árið 1942....að DV greini frá því að fjárfestirinn og tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra, Hreiðar Már Guðjónsson, hafi beytt nafni sínu og sleppt millinafninu Már vegna þess að hann vilji ekki heita sama nafni og Seðlabankastjóri. Nær lagi er að millinafnið hafi horfið vegna þess að í fjármálaheiminum var verið að ruglast á Heiðari Má og Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrum bankastjóra Kaupþings sem nú dvelur á Kvíabryggju en þeir félagar hafa lengst af verið miklir mátar og störfuðu lengi saman í Kaupþingi.Meira...SAGT ER......að Vignir Már Lýðsson hafi tekið þessa mynd en hún sýnir Einar Ben hugsi yfir menningunni í höfuðborginni.

...að eitt það flottasta á Menningarnótt séu handgerðu slaufurnar í Verslun Guðsteins á Laugavegi. Nýju Guðsteinsslaufurnar eru íslensk framleiðsla. Hólmfríður María (1914-1989), dóttir Guðsteins Eyjólfssonar, lærði hálsbindasaum í Danmörku á fjórða áratugnum og framleiddi um áratugaskeið bindi sem seld voru í versluninni. Nýju slaufurnar eru framleiddar undir merkinu Arfur, en afkomendur Hólmfríðar og Eyjólfs, bróður hennar, reka nú verslunina, þriðji og fjórði ættliður. Í byrjun verða til sölu 25 handsaumaðar slaufur úr efnum sem Hólmfríður skildi eftir sig og að auki eftir hennar sniðum. Verð kr. 5900....að Margrét Hauksdóttir, eiginkona Guðna Ágústssonar, sé komin með nýja klippingu.

...að þekktur Framsóknarmaður hafi sagt barnabarni sínu sögur úr Samfylkingunni og barnið skemmti sér svona vel....að Pútín hafi þarna verið að leita að makríl.

...að borist hafi fréttatilkynning frá Ríkisútvarpinu: Brynja Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin menningarritstjóri Kastljóss. Í lok ágúst mun Kastljós birtast á ný og öflugra en áður undir ritstjórn Þóru Arnórsdóttur. Fréttatengd viðtöl og fréttaskýringar verða áfram hryggjarstykki þáttarins en við bætist föst menningarumfjöllun samhliða því sem útsendingartími lengist. Þessi breyting er liður í að efla umfjöllun RÚV um menningu með því að færa hana á besta stað í dagskránni, ásamt því að efla Kastljós og auka fjölbreytni þáttarins. Auk Þóru Arnórsdóttur og Brynju Þorgeirsdóttur verða fastir umsjónarmenn Kastljóss þau Helgi Seljan, Helga Arnardóttir og Baldvin Þór Bergsson. Þá mun samstarf Kastljóss og Fréttastofunnar enn aukast og þrautreyndir fréttamenn koma að dagskrárgerð í þættinum. Brynja hefur hlotið Edduverðlaunin sem sjónvarpsmaður ársins og einnig hafa Orðbragð og Djöflaeyjan hlotið Edduna. Kastljós hefst aftur mánudaginn 31. ágúst.

...að mesti vandi allra feðra sé að velja réttan tengdason.

...að Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur eigi orð dagsins: Það þykir víst mjög flott að vera hnattrænn í hugsun. En ég læt mér nægja að vera bara kattrænn í mínum þönkum. Mjá, það held ég nú. Það er nú líkast til....að Texasborgarar við Grandagarð í samvinnu við Blúsmafíuna og Menningarnótt standi að þriggja daga blúshátíð dagana 20. til 22. ágúst. Tónleikar verða alla dagana í stóru opnu tjaldi fyrir utan Texasborgara og trúbadorar og slakur blús verður inni á staðnum þar sem jafnframt verður slegið upp BBQ-veislu.Hátíðin nær hámarki með stórtónleikum á menningarnótt sem hefjast um miðjan dag og standa fram að flugeldasýningu. Ókeypis....að ef þig vanti betri buxur þá bíði þær eftir þér í verslun Guðsteins á Laugavegi - elegant og ódýrt.Meira...