Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

S.K.I.L.N.A.Ð.U.RTammy Wynette syngur um hjónaskilnað af innlifun. 

 

Sjá fleiri lög...B-HLIÐ FRAMSÓKNAR

Fyrrverandi framsóknarmaður sendir fréttaskeyti:


Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá fæ ég sent fréttabréf Framsóknarflokksins.


Rakst þar á efnisþáttinn “B-hliðin” þar sem þingmenn segja frá persónulegum högum. Reyndar eru ekki komnir nema 3 þingmenn í B-hliðina. Sitthvað áhugavert þarna.


Áhugaverð þessi þingkona sem segir að veðurfréttir séu uppáhalds sjónvarpsefnið. Hún er með snjallsíma þar sem hún getur nálgast veðurfréttir hvenær sem er, en kýs engu að síður að setjast fyrir framan sjónvarpið til að láta segja sér fréttirnar. Svipað og að vera áskrifandi að prentútgáfunni af Facebook.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. FÍB RASSSKELLIR ÁSTÞÓR: Ástþór Magnússon fær yfirhalningu í nýjasta FÍB blaðinu, fyrir vafasöm viðskipti í tengslum við ...
  2. JÓN GNARR MEÐ ATVINNULEYFI Í BANDARÍKJUNUM: Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, er kominn með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ...
  3. OKRAÐ Á FARSÍMAEIGENDUM:   Símnotandi hringdi og var mikið niðri fyrir:   — Hjá Tesco í Bretlan...
  4. GEIRMUNDUR SVEKKTUR ÚT Í ÓSKALÖG ÞJÓÐARINNAR: Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson er ekki sáttur við lagaval í sjónvarpsþætti...
  5. Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST…: Málþing til heiðurs Margréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Útvarps verður haldið í Útv...


JÓLABORGARINN KOMINNAuglýsing.


Sjá nánar...
MISSTU AF MORGUNVERÐI Á MCDONALDS - TRYLLTUSTTvær vinkonur í Filadelfíu í Bandaríkjunum vöknuðu aðeins of seint einn daginn og misstu fyrir bragðið f morgunverðartilboðinu á McDonalds sem þær dreymdi um kvöldið áður þegar þær fóru að sofa.

Þær gátu ómögulega sætt sig við það og hófu árás á starfsfólk til að undirstrika kröfu sína um morgunverð hvað sem tímanum liði.

Smellið á myndbandið:


Sjá nánar...
RUGLAST Á RAGNARI OG KÓNGINUM

Ragnari Kristjánssyni, fyrrum sveppabónda á Flúðum og nú rafmagnsreiðhjólakaupmanni út á Granda, var oft á yngri árum ruglað saman við þáverandi krónprins Hollands, Alexander prins, sem nú hefur tekið við völdum af móður sinni og heitir Alexander Hollandskonungur.

“Ég var mikið í Hollandi að sækja mér þekkingu og afla mér tækja þegar ég var að byrja í svepparæktinni og þá var þetta oft sagt við mig og fólk tók hreinlega feil á mér og prinsinum,” segir Ragnar en svo skemmtilega vill til að rafmagnshjólin sem hann selur út á Granda eru einmitt framleidd í Hollandi.

“Það var meira um þetta þegar við vorum báðir yngri; höfum líklega breyst,” segir Ragnar í dag.


Sjá nánar...
ÓDÝRSTU DEKKIN - Í KÓPAVOGIÓtrúlegt en satt en í Kópavogi er hægt að fá nýja hjólbarða á tæpar 7.500 krónur beint frá Kína – reyndar kosta þeir 7.475 krónur stykkið til að hafa það nákvæmt.

Öllu jöfnu telja bíleigendur sig heppna að fá eitt nýtt dekk undir bílinn á 15 þúsund krónur þannig að þarna munar helming.

Kínversku dekkin fást hjá Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi þar sem Toyota-umboðið var áður og þau renna út eins og heitar lummur enda ótrúlegt að fá heilan umgang undir bílinn fyrir tæpar 30 þúsund.

En ekki örvænta: Nýr gámur er á leið yfir hafið fullur af dekkjum – frá Kína og beint í Kópavog.


Sjá nánar...
HJÓL Á HAGSTOFUNNI

Lesa frétt ›ÍSLENSKT JÓLABRENNIVÍN Í NETTO

Lesa frétt ›FJÓRAR NÆTUR FYRIR ÞRJÁR

Lesa frétt ›SVÍNAFLESK KJÖRIÐ ÞJÓÐARRÉTTUR DANA

Lesa frétt ›HJÓNIN SEM SKILJA EKKI

Lesa frétt ›


106 ÁRA JÓGI – MYNDBAND

Lesa frétt ›


GEIRMUNDUR SVEKKTUR ÚT Í ÓSKALÖG ÞJÓÐARINNARLesa frétt ›


FÍB RASSSKELLIR ÁSTÞÓR

Lesa frétt ›KONUR TÁLBEITUR Í ÚTFLUTNINGI

Lesa frétt ›SJÓÐHEITIR STJÓRNMÁLAMENN

Lesa frétt ›ÍSLENSKUR RITHÖFUNDUR BYRJAÐUR AÐ SKRIFA Á ENSKU

Lesa frétt ›
SAGT ER......að stelpur geti líka spilað á gítar. Smellið hér!Sifa - Sigrún Guðmundsdótttir opnar sýninguna spor í spor kl. 15 - 18 í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 laugardaginn 22. nóv. 2014. Sifa nýtir gamlan útsaum, kaffidúka og puntudúka sem hafa þjónað hlutverki sínu, margþvegnir og misjafnlega slitnir. Hún klippir smábúta úr útsaumnum, setur þá á pappír og heldur áfram að sauma. Þannig tengir hún við fyrri tíma og heldur áfram á sinn eigin hátt. Það verður til einskonar samtal á milli nútíðar og fortíðar og sagan verður áþreyfanleg þegar hinir gömlu dúkar bindast pappírnum. Sifa hefur alla tíð unnið með textíl. Hún hefur kennt textíl og aðrar listgreinar í 35 ár, lengst af við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þar fyrir utan hefur hún tekið þátt í fjölda hönnunar- og listsýninga á Íslandi og erlendis, spor í spor er önnur einkasýning hennar. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 31. des. 2014.

...að Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, bróðir Más seðlabankastjóra, sé heitur sem eftirmaður Kristínar háskólarektors. Staðan er laus á næsta ári. Sömu heimildir herma að Einar Stefánsson augnlæknir ætli einnig að sækja um en hann var helsti keppinautur Kristínar síðast.

 Meira...SAGT ER...Auglýsing.

...að Kokkalandsliðið haldi af stað til Lúxemborgar á föstudagsmorgun 21. nóvember til að keppa í Heimsmeistarakeppninni í matreiðslu. Kokkalandsliðið hefur æft síðustu 18 mánuði fyrir keppnina. Búið er að senda hátt í 4 tonn af búnaði til Lúxemborgar en liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstað. Þá er ótalið hráefnið sem flytja þarf á staðinn en Kokkalandsliðið leggur áhersla á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

...að útvarpshlustendur sakni Andra Freys Viðarssonar í Virkum morgnum á Rás 2 eftir að hann fór fyrirvarlítið í fæðingarorlof þó Gunna Dís standi fyrir sínu. Svona eins og þegar Lennon var ekki lengur með McCartney.

...að Leifsstöð hafi verið full af borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og mökum í morgun á leið út í heim - líklega á ráðstefnur, kynningar eða vinabæjarmót þó ekkert séu um það vitað nákvæmlega - en frímiðar voru það.

...að Nýlistasafnið bjóði alla hjartanlega velkomna á fjáröflunaruppboð safnsins og sýningu í Safna húsinu Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík. Sýning á verkum sem boðin verða upp, opnar miðvikudaginn 19. nóvember milli kl. 17:00-19:00, í risi Safnahússins. Fjáröflunin er til styrktar húsnæðismálum safnsins en stjórn Nýló flutti nýverið með safneign sína í Breiðholtið og leitar um þessar mundir að hentugu sýningarrými. Fulltrúar Nýló ásamt fleiri listamönnum hafa gefið safninu listaverk til þess að tryggja varanlegri aðstöðu fyrir safnið og sýningastarfsemina.

...að þetta sé hress amma á heimsmælikvarða. Smellið hér!

...að þessis túlka geti hermt eftir öllum dýrum jarðar líkt og hún hefði fæðst og alist upp í Örkinni hans Nóa. Smellið hér!...að Jónas Kristjánsson ritstjóri hfi keypt sér ryksugu um daginn og verið ánægður með: Reynslan var sú, að þessi ryksugar langtum betur og er langtum hljóðlátari en hin, sem ég gat valið í gamla stílnum.

Svo keypti hann sér eldavél og hraðsuðuketil og þá fór gamanið að kárna: Sakna gömlu Rafha eldavélarinnar. Var ættuð úr Hafnarfirði og reyndist  vel. Ég sneri einum takka til að steikja egg. Nú þarf ég að þrýsta fimm sinnum á takka til að steikja egg. 1. Kveikja á eldavélinni. 2. Velja hellu. 3. Velja hita. 4. Velja hellu. 5. Velja hellustærð. Frábær þægindi. Svo er hér nýtízku Bomann hraðsuðukanna. Allir takkar stríða gegn lögmáli vogarstangar. Svo lekur þessi nýja kanna. Frábær þægindi.

...að mikið fjör sé hjá Íslendingum i Pilsen í Tékklandi  þar sem landsleikurinn frægi fer fram. Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum formaður Hægri grænna, var búsettur lengi í Tékklandi þar sem hann rak hótel, og hann segir: Plzen er einhver mesta bruggstöð heims í gegnum tíðina, þaðan kemur Pilsner sem er sama merking og nafnið á borginni og sem sá frægi Bavarian bruggmeistari Josef Groll bruggaði fyrst 1842. Þarna eru hellahvelfingar sem þetta sérstaka Plzen sveppager myndast og vex sem gerir pilsnerinn svona góðan (pilz = sveppur á þýsku). Bjórlestin fór einu sinni á dag frá Plzen til Vínarborgar með nóg öl fyrir þyrsta Vínarborgara á tímum Habsburgaranna....na zdraví...skál.

Og Gísli Gíslason lögfræðingur tók upp myndband af Íslendingum sem voru strax komnir í bjórinn eftir lendingu. Smellið hér.

...að þessi orkudrykkur sé vinsæll víða í Evrópu og bjóðist brátt á Íslandi og þá í heilsuvöruverslunum - eins og gefur að skilja.Meira...