Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

REPEAT Í EYRUNUMÓskalag dagsins á Brynhildur S. Björnsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og hún segir:

"Úhhhhh. Skemmtilegt verkefni! Er algjör tónlistarfíkill með tónlist í eyrunum allan daginn. Allt frá Beethoven yfir í hardcore teknó. Lagið sem er á repeat í eyrunum þessa daganna og gæti flokkst sem uppáhalds þessa daganna er lagið 'Work' með Rihanna. Heldur mér í vinnugírnum sem er nauðsynlegt þessa daganna í fjölbreyttum verkefnum."

Sjá fleiri lög...STJÖRNUPAR FLYTUR TIL LONDONOrri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar og ástkona hans, María Lilja Þrastardóttir, eru að flytja til London þar sem þau ætla að koma sér fyrir í sumar með börnum og öllu.

“Þetta verður Londonsummer,” segir María Lilja sem er að ljúka við sína fyrstu bók, Ástarsögur íslenskra kvenna, og Orri Páll á ekki eftir að sitja auðum höndum því Sigur Rós verður á hljómleikaferðalagi vítt og breitt um Evrópu í allt sumar. Við þær aðstæður er betra fyrir fjölskylduna að vera í London.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KAUPFÉLAGSSTJÓRI Á FUNDI DAVÍÐS: Það vakti athygli á framboðsfundi Davíðs Oddssonar sem haldinn var á Sauðárkóki að hvorugur bæja...
  2. LOKAÐ Á BAN THAI VEGNA VEIKINDA: Svo óvenjulega vildi til í gærkvöldi að veitingastaðurnn BanThai við Hlemm var lokaður vegna veikind...
  3. HEYRNARLAUS RÚSSNESK KONA NEYDD TIL AÐ SELJA HAPPDRÆTTISMIÐA FYRIR FÉLAG HEYRNARLAUSRA: Heyrnaskert rússnesk kona dvelur nú í Kvennaathvarfinu eftir að yfirvöld hlutuðust til um mál hennar...
  4. ELLÝ OG FREYR SKILIN: "Já, veistu um íbúð," segir dægurstjarnan og vefdrottningin Elly Ármanns spurð um hvort þau Frey...
  5. BECKHAM GAF HEIMILISLAUSUM BÚLLUBORGARA: Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnugoðið David Beckham hafi gefið heimilislau...


SVONA VERÐA MENN RÍKIRÞessi kostulega mynd stórljósmyndarans Sigurgeirs Sigurjónssonar birtist á ljómyndavefnum Gamlar myndir en fyrst í Vikunni 1975 þegar þessir kappar voru í megrunarátakai; Albert Guðmundsson, fyrrum ráðherra og knattspyrnuhetja, Jón Gunnlaugsson, eftirherma og þekktur útvarpsmaður á sinni tíð auk þess að vera afi dægurstjörnunnar Tobbu Marinós, og svo óperusöngvarinn Kristinn Hallsson.

Áratug síðar var Albert í viðtali í sama blaði og var þar spurður hvernig menn yrðu ríkir eins og hann – og skki stóð á svarinu:

“Skapa sér traust og standa í skilum.”

Og þá var hann spurður hvort hann hefði ekki grætt mikla peninga í atvinnumennskuni í útlöndum:

“Þar sem margt fólk kemur saman, þar eru peningara.”


Sjá nánar...
ELLÝ ÁRMANNS Á LAUSU“Já, veistu um íbúð,” segir dægurstjarnan og vefdrottningin Elly Ármanns spurð um hvort þau Freyr Einarsson, fyrrum sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, séu skilin eftir áralangar samvistir.

Í framhaldinu auglýsir Ellý eftir íbúð með þessum orðum:

“Kæru vinir – ég er að leita að 2 herbergja langtíma leiguíbúð í Rvk. Væri þakklát ef sendið mér skilaboð í inbox hér á fb ef vitið um sælureit.”

Á meðan allt lék í lyndi bjuggu Ellý og Freyr ásamt fjölskyldu í stórhýsi í Hörgshlíð sem vakti athygli fyrir smekklega hönnun – en ekki lengur.


Sjá nánar...
DAVÍÐ Í FANG ÆVISÖGURITARA

Ævisöguritari Davíðs Oddssonar forsetaframbjóðanda gekk í fang hans á Útvarpi Sögu síðdegis í dag eftir að hafa verið þar í klukkustundarlöngu útvarpsviðtali um ævisöguna, Davíð – líf og saga – Beysi kemur í bæinn. Útgefin skömmu áður en Davíð lagði Sjálfstæðisflokkinn að fótum sér með því að fella Þorstein Pálsson úr formannssæti – en báðir voru þeir frá Selfossi.

Davíð var mættur óvænt á Sögu en til stóð að hann kæmi þangað í viðtal á morgun en fékk því flýtt um sólarhring þar sem hann er á leið út á land og vildi bara láta taka þetta upp.

Ævisöguritarinn og Davíð hafa varla talast við, með örfáum undantekningum, frá því bókin kom út en þarna stóðu þeir allt í einu andspænis hvor öðrum í hljóðveri Sögu og þá gerðist þetta:Davíð: Blessaður og sæll, gaman að sjá þig.

Ævisöguritari: Langt síðan við höfum sést.

(Handaband og bros).

Davíð: Ég hef stundum hugsað til þess hvað ég var leiðinlegur við þig þegar þú varst að skrifa bókina um mig en ég leit síðast í hana í gær og finnst hún ágæt.

Ævisöguritari: Gott að þú átt þá eintak. Hélt hún væri ófáanleg en þau hérna hjá Útvarpi Sögu vilja gefa hana út sem kilju, helst á morgun.

Davíð: Góð hugmynd, hún myndi rokseljast núna.

(Aftur handaband og bros).

Ævisöguritari: Gangi þér vel.

Davíð: Sömuleiðis, Eiríkur.


Sjá nánar...
ÓFRÍSK Í SUNDIStórleikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir skartaði myndarlegri bumbu í einni af sundlaugum Reykjvíkur í gær og vakti athygli fyrir þokka sinn sem fyrr.

Nanna Kristín er margverðlaunuð leikkona, ein fárra sem Íslendingar eiga á heimsmælikvarða og nægir þar að nefna frammistöðu hennar í kvikmynd Ásgríms Sverrissonar, Reykjavík.Kærasti Nönnu Kristínar og væntanlegur barnsfaðir er Gautur Sturluson, lögfræðingur hjá Alþingi, en fyrir á Nanna Kristín tvö börn með fyrrum eiginmanni sínum, athafnamanninum Kristni Vilbergssyni.


Sjá nánar...


SAGT ER...

...að þetta sé eitt flottasta bílnúmerið í bænum en mætti vera á flottari bíll....að maður verði að spýta í lófana um helgina....að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, hafi sjaldan litið betur út og lærdóminn sem af þessari mynd má draga er: Varist pólitík.Meira...SAGT ER...

...að þetta sé líklega vonlausasta sölutilraun ársins: Ég er með sirka 2000 VHS spólur sem ég þarf að losna við, allt orginal spólur. Allskonar góðar myndir; 70', 80', 90' aamerískar, enskar, evrópskar, asískar og hitt og þetta. Sorry engar b-hryllingsmyndir. Eins og sést á myndinni er raðað tvöfalt í hillurnar og þetta eru 4 svona hillur fullar af spólum og hillurnar geta farið með. Hægt er að koma og skoða og velja úr hrúgunni þessvegna. Endilega verið í bandi. Haraldur Sigurjónsson - Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir....að með búferlaflutningum Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa til Hollands telji margir reykvískir kjósendur að Icesave sé fullhefnt....að það séu bara tveir dagar á ári þar sem þú færð engu um ráðið; morgundagurinn og gærdagurinn. (Þýðing á texta á bakpoka túrista í Bankastræti).

...að Karl Th. Birgisson sé að koma frá sér bók um forsetakjörið 2012 og hann spyr sjálfur:Er það góð bók? Við vitum það ekki, en Guðni Th. Jóhannesson hefur lesið hana: „Afar fróðleg og skemmtileg bók. Margt kemur á óvart, margt má læra. Skyldulesning fyrir alla með áhuga á embætti forseta Íslands.“Svanhildur Hólm Valsdóttir líka: „Þetta er ekki flókið. Ef þú hefur áhuga á pólitík, kosningum og fjölmiðlum viltu lesa þessa bók.“Margrét Tryggvadóttir virðist hafa skemmt sér við lesturinn: „Fróðleg samantekt á viðburðaríkri kosningabaráttu en ekki síður bráðfyndin greining á þeirri innansveitarkróniku sem íslensk stjórnmál verða alltof oft.“Séra Davíð Þór Jónsson hafði þetta að segja: „Karl segir þannig frá atburðum, sem manni eru í fersku minni, að maður bíður samt með öndina í hálsinum eftir því hvað gerist næst. Mjög góð bók. Verst þó hvað endirinn er sorglegur.“

Hægt er að hjálpa ritstjóranum að koma bókinni úr prentsmiðjunni á þessari síðu á Karolina Fund:

https://www.karolinafund.com/project/view/1424...að þetta sé það merkilegasta sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt um árabil....að fastagestir Vesturbæjarlaugarinnar séu farnir að flytja sig yfir í Sundhöllina vegna átroðnings túrista - aldrei skápar lausir....að leikarahjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving hafi sett einbýlíshús sitt á Holtsgötu á sölu. Fallegt hús sem hentar barnmargri fjölskyldu með góð fjárráð. Í sölukynningu segir: Glæsilegt, vel skipulagt 217,2 fm einbýlishús á þessum vinsæla stað í 101. Aukaíbúð með sérinngangi í kjallara. Lokaður garður. Einstakt tækifæri til að eignast heila húseign á frábærum stað. Húsið stendur á eignarlóð. Göngufæri í miðbæinn, verslanir, veitingahús og öll þjónusta....að Verslun Guðsteins á Laugavegi sé ævintýraheimur út af fyrir sig og gildir það jafnt um vöruúrval sem verð. Til dæmis þessi skemmtilegu axlabönd á aðeins 2.700 krónur. Hver hefði trúað því....að Davíð Oddsson hafi verið spurður á Netinu hvað hann myndi gera ef hann vaknaði einn góðan veðurdag upp á Bessastöðum og hann svaraði að bragði: Ég myndi fara í leppana, biðja frúna afsökunar og drífa mig heim til Ástríðar....að poppstjarnan og leikarinn Björn Jörundur sé orðin áberandi í reykvískri hjólreiðaumferð - hjálmlaus.Meira...