Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

UNDIR PARÍSARHIMNIÓskalag dagsins á meistaraneminn í sjálfbærri stjórnun í Gotlandi í Svíþjóð, Lovísa Eiríksdóttir, sem þar býr með litla Eiríki sínum og hugurinn er í París.

"Ég heyrði fyrst í henni þegar ég sá myndina An Education. Fallegasta ástarsaga sem ég hef séð. Hún fjallar reyndar um táningsstelpu sem verður ástfangin af miðaldra manni. En Juliette Gréco gerir allt rómantískt. Hún var uppáhaldið hans Jean-Paul Sartre. Hann sagði víst að rödd hennar hljómaði eins og milljón ljóð. Ég er sammála."

Sjá fleiri lög...RYÐGAÐUR BENZ Í STÆÐI FATLAÐRA

Frá fréttaritara í Hafnarfirði:Þessi ryðgaði Benz hefur staðið númeralaus í stæði fatlaðra við Hrafnistu í Hafnarfirði svo mánuðum skiptir, reyndar í allan vetur, og enginn gerir neitt.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. RITSTJÓRA STILLT UPP VIÐ VEGG: Sjá frétt!...
  2. LEIFTURSÓKN DAVÍÐS GEGN FORSETAFRAMBJÓÐENDUM: Tónskáldið og listamaðurinn Sverrir Stormsker skrifar grein í Morgunblaðið í dag um forsetaframbjóðe...
  3. AFBRÝÐISEMI Í HAFNARFIRÐI: Hann vill losna við Boss-úrið strax - skiljanlega. Einhvers staðar verður að draga mörkin....
  4. MILLJARÐAÆVINTÝRI Á AKUREYRI: Kvikmyndatónlistararmur Menningarfélags Akureyrar hefur fengið risaverkefni þegar samið var við ...
  5. EFTIR HVERJU ER FÓLKIÐ AÐ BÍÐA?: ...það er að bíða eftir að komast á vortónleika karlakórsins Fóstbræðra í Hörpu í gærkvöldi....


TORTÓLATRYMBILL Á AUSTURVELLI

Auðmaðurinn og fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur verið virkur í mótmælum á Austurvelli þar sem hann lemur tunnur með öðrum – hér á mynd með helstu mótmælendum þjóðarinnar  til langs tíma, Illuga Jökulssyni og Birnu Þórðar.

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur meðfram þessu verið í fréttum vegna aflandsfélags í hans eigu á Tortóla – sjá frétt hér!


Sjá nánar...
EINN Á MÓTI ÓLASigurður Haraldsson stóð einn á túninu á Bessastöðum í gær og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni rauða spjaldið á meðan allir fjölmiðlar landsins fylgdust með innandyra þegar forsetinn tilkynnti enn og aftur framboð sitt.

Sigurður er í sérhönnuðum búningi til mótmæla, blanda af lögreglu og stöðumælaverði, með íslenska skjaldarmerkið greypt í höfuðfatið, stærsta rauðaspjald landsins á lofti og öfluga flautu í munni.


Sjá nánar...
HRINGBRAUT FLYTUR Á EIÐISTORGFjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem verið hefur til húsa á jarðhæð Olíshússins svokallaða við Sundahöfn, hyggst flytja og koma sér fyrir til framtíðar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi þar sem Íslandsbanki var lengst af með útibú.

Húsnæðið á Eiðistorgi er minna en þó stærra en sýnist því kjallari er undir öllu og verður hann nýttur.

Hringbraut hefur verið í sókn og vaxið verulega á síðustu misserum. Sjónvarpsstöð og vefur hafa fest sig í sessi og ný útvarpsstöð hefur vakið athygli og þá ekki síst síðdegisþáttur Þórarins Þórarinssonar, FM-Tóti, en Þórarinn þykir fara á kostum á stundum og brjóta upp núverandi hefðir í útvarpi.

Þá vekur athygli að fréttahaukurinn Sigurjón M. Egilsson er gengin til liðs við Hringbraut sem yfirmaður allra sviða í óþökk Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem var þar fyrir en Sigmundur dvelur nú í Dubai að viða að sér efni í bók um ævi flugvélasalans og milljarðamæringsins Birkis Baldvinssonar sem þar býr.

Eigandi Hringbrautar, hugmyndasmiður og forstjóri er Guðmundur Örn Jóhannsson faðir fótboltakappans Jóhanns Berg Guðmundssonar sem þykir ganga Gylfa Þór Sigurðssyni mæst í færni á vellinum að frátöldum Eiði Smára.


Sjá nánar...
FYRRUM ÞINGMAÐUR Í VANDRÆÐUM MEÐ BRUNAHANAJón Þór Ólafsson, fyrrum þingmaður Píratana, gengur vaktina sem stöðumælavörður í Reykjavík og kemur víða við.

Hann sektar eftir settum reglum en eitt finnst honum undarlegt. Hann má ekki sekta bíla sem leggja fyrir framan brunahana þó allir viti að það sé bannað.

“Það vantar eitthvað í reglugerðina en lögreglan má sekta fyrir þetta. Ekki ég,” segir hann.

- En ætli sé eitthvað vatn í þesum gömlu brunahönum?

“Ég hef stundum hugsað út í það en veit það ekki,” segir hann.


Sjá nánar...
HULDUHER MAGGA TEXAS – MYNDBAND

Lesa frétt ›ÞREFÖLD HEIMLISFESTI

Lesa frétt ›ÚTI ALLA NÓTTINA

Lesa frétt ›GUÐNI PÓSAR MEÐ ÞINGMÖNNUM

Lesa frétt ›JÓN PROPPÉ OG LITADÝRÐ BJARNA

Lesa frétt ›LEIFTURSÓKN DAVÍÐS GEGN FORSETAFRAMBJÓÐENDUM

Lesa frétt ›BJÓRSÓÐAR Í BORG

Lesa frétt ›MONEY HEAVEN

Lesa frétt ›BRIM Í BOLTANUM

Lesa frétt ›RITSTJÓRA STILLT UPP VIÐ VEGG

Lesa frétt ›FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR

Lesa frétt ›
SAGT ER......að Ferðin til Panama sé vinsælasta bókin í Sólheimaútibúi Borgarbókasafnsins í dag. Fólk vill fylgjast með.

...að .að leyniher Davíðs Oddssonar hafi hist um helgina og sé byrjaður að safna undirskriftum fyrir væntanlegt forsetaframboð hans. Þó tíminn sé knappur er maskínan vel smurð....að borist hafi póstur: Þrátt fyrir gríðarlegann fjölda áskoranna, þá tilkynni ég hér með að ég hef hvorki áhuga né vilja til að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Það er sjálfsagt yndislegt að hafa bílstjóra til að keyra sig milli kokteilboða og ritara til að svara pósti og síma. En það dugar ekki til og ekki heldur föstu tekjurnar og ókeypis húsnæðið. Takk allir sem hafa hvatt mig til framboðs. Ást og Friður. Damon.Meira...SAGT ER...

...að yfirdráttur í banka sé ekki góður kostur nema til að byrja með og það eigi við ýmislegt annað í landinu....að það ætti engin að missa af sólinni  á Mallorca í maí, allaf 24 stiga hiti - frábær verð fyrir alla fjölskylduna með Úrval Útsýn - smellið hér!

...að fjölmennt hafi verið í messu hjá Rússnesku réttrúnaðarkirkjunni á Öldugötu 101 Reykjavík fyrir helgi....að ljóðskáldið Kristian Guttesen sé á fleygiferð:

Í fyrra kom í tilefni af 20 ára skáldaafmæli úrval ljóða eftir mig. Var því verkefni ýtt úr vör með samfélagslegri söfnun í gegnum Karolina Fund. Reynslan af því verkefni var í allan stað jákvæð og blés mér kjarki í brjósti. Í framhaldi af því langar mig að uppfylla gamlan draum og gefa út tvær bækur á sama tíma. Þær munu nefnast Englablóð og Hendur morðingjans. Til að tryggja að umgjörð og frágangur bókanna verði eins og best er á kosið, er óhjákvæmilegt að notast við aðkeypta vinnu, hvað varðar ritstjórn, prófarkalestur, hönnun, frágang o.fl. Með því að styrkja framtakið um 45 evrur eða meira munt þú tryggja þér báðar bækurnar og stuðla að því að verkefnið verði að veruleika. Um mig: Ég fæddist í Danmörku og bjó þar í 10 ár af fyrstu 11 árum ævinnar. Ég dvaldi við nám í Bretlandi frá 1995 þar sem ég lauk BS prófi í hugbúnaðarverkfræði frá Glamorgan háskólanum í Wales 1999. Ég settist aftur á skólabekk 32gja ára gamall við Háskóla Íslands og hef á undanförnum árum lokið BA gráðu í heimspeki með ritlist sem aukagrein, MA gráðu í ritlist og Diploma í kennslufræði framhaldsskóla. Þessa dagana er ég að ljúka meistaragráðu í heimspeki. Ég er búsettur í Reykjavík ásamt eiginkonu minni og börnum og kenni heimspeki við Landakotsskóla. Frá tvítugsaldri hef ég birt ljóð og sögur í tímaritum og dagblöðum á Norðurlöndum og hafa verk eftir mig verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.

Og hér er ljóð: 

...að Sigurður Einarsson fyrrum Kaupþingsstjóri sé komin á Facebook....að Fréttablaðinu hafi tekist í dag að vera bæði með fréttamynd dagsins og fyrirsögn dagsins á forsíðu - óskylt reyndar.

...að Guðrún Johnsen hafi farið á kostum um Tortólamál í viðtali við Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi í gærkvöldi en Þóra hefði að ósekju mátt láta það koma fram að Guðrún er varaformaður stjórnar Arionbanka sem sumir kalla hrægammabanka.

...að Brynja Nordquist flugfreyja og tískudíva sé búin að uppfæra prófílmyndina sína á Facebook.

...að íslenskur almenningur verði að nota 12 spora kerfi AA-samtakanna til að lifa af. Taka einn dag í einu.Meira...