Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

SIGGI BOGI & ÓTTAR FELIXTveir snillingar eiga afmæli í dag; Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður, rithöfundur og ferðalangur og Óttar Felix Hauksson doktorsnemi, tónlistarmaður og athafnamaður.

Sigurður Bogi velur Elska þig með Ellenu Kristjáns og Mannakornum:

"Einfaldlega fallegt lag og frábær flutningur. Heyrði lagið fyrst í útvarpinu á langbylgjunni. Var í bílnum einhversstaðar úti á landi og það greip mig strax."

Óttar Felix er á öðrum nótum þegar kemur að óskalaginu:

“Þessa stundina er það upptaka gerð 1990 í Las Vegas af flutningi “The Highwaymen” á lagi Kris Kristoferssons “Help me make it through the night”. Ég heyrði þetta lag fyrst leikið í kvikmyndinni “Fat City” með Stacy Keach í aðalhlutverki, eftirminnileg mynd sem við Björgvin Halldórsson sáum saman í Stjörnubíó sumarið ’72. Lagið hefur lifað góðu lífi og hefur fjöldi góðra listamanna hljóðritað lagið í áranna rás.”

Sjá fleiri lög...KOSNINGAR STRAX - AFTUR

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í Kraganum virðist alls ekki sátt við að hafa verið kosin á þing í lok október síðastliðinn – ekki ef marka má Facebook – síðu hennar.

Hún vill kosningar strax. Aftur og nýbúin.

Kannski fannst henni svona gaman í stjórnarmyndunarviðræðunum.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. BRJÓSTMYLKINGAR Á ÞINGI: Þingfréttaritari sendir skeyti: --- Nú blasir við að Ríkiskaup þurfa að efna til útboðs vegna ka...
  2. ÞORGERÐUR KATRÍN NÆR Í TYNES: Skeyti úr pólitísku deildinni: --- Því er staðfastlega haldið fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdótt...
  3. FRÆNDGARÐUR FERÐAMÁLARÁÐHERRA: Ættfræðideildin á orðið: --- Ungi og fallegi  ferðamálaráðherrann með langa nafnið, Þórdís Kolbrún...
  4. VEL TENGDIR AÐSTOÐARMENN: Aðstoðarmenn nýrra ráðherra hópast nú inn í ráðuneytin á launum skrifstofustjóra, rúm milljón á mánu...
  5. ÞETTA ER EKKI BILL CLINTON: Ekki er allt sem sýnist. Þetta er ekki Bill Clinton með gleðikonu á hótelherbergi að horfa á Hillary...


BRJÓSTMYLKINGAR Á ÞINGIÞingfréttaritari sendir skeyti:Nú blasir við að Ríkiskaup þurfa að efna til útboðs vegna kaupa á barnastólum í ráðherrabíla og bíl forseta Alþingis. Ástæðan er sú að  tveir af ráðherrum Engeyjarstjórnarinnar eru með  ungabörn, þær Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra  frá Torfastöðum i Biskupstungum og ferðamálaráðherrann með langa nafnið, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Svo er það  væntanlegur forseti Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, sem líka  á ungabarn.

Þá þarf  Helgi  Bernódusson  skrifstofustjóri Alþingis væntanlega að fjárfesta í bleyjuskiptiborðum.

Það eru ekki aðeins  þessar þrjár alþingiskonur sem eiga ungabörn, því  í þessum ungmæðrahópi er líka Píratinn og skagfirðingurinn Eva Pandora Baldursdóttir sem á unga dóttur.

Líklega  verður því algengara að sjá barnapela í þingflokksherbergjunum á næstunni en brennivínspela eins og hér áður fyrr. Þá vildi það brenna við á löngum og leiðinlegum  kvöldfundum að slíkir pelar væru undir borðum eða úti í hornum á stangli í þingflokksherbergjunum.


Sjá nánar...
HÆGRIMENN MYNDARLEGRI EN VINSTRI

Ný rannsókn sem birt er í Journal of Public Economics sýnir að hægrimenn séu yfirleitt myndarlegri, betur klæddir og meira sjarmerandi en vinstrimenn – eða “better looking” eins og það heitir.

Þetta skipti miklu máli í kosningum þar sem kjósendur horfi ekki síst til þessara þátta við val sitt í kjörklefanum.

Sjá frétt hér!


Sjá nánar...
TÓNSKÁLD FÆR SÉR DJÚS

Atli Heimir Sveinsson, eitt mesta tónskáld sinnar samtíðar, fékk sér hressingu á Joe & The Juice og las Morgunblaðið á meðan.

Þarna mættust tveir tímar, græni djúsinn og gamli Mogginn og Atli Heimir kunni vel að meta veitingarnar að sögn sonar hans sem tók myndina.

Hér eru Smávinir fagrir eftir Atla Heimi við ljóð Jónasar Hallgrímssonar:


Sjá nánar...
ARI ÁNÆGÐUR MEÐ UNU

Una Þorleifsdóttir hefur nýlokið við sýninguna Gott fólk eftir Val Grettisson og var Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri svo ánægður með hennar störf að hann bauð henni strax eftir frumsýninguna að glíma við sjálfan Ibsen á stóra sviðinu.Gott fólk hefur þegar vakið mikla athygli hér heima og hefur verið óskað eftir að verkið verði þýtt til uppsetningar erlendis.

Unu til halds og trausts í Þjóðníðingnum verður leikmynda- og búningahönnuðurinn Eva Signý Berger en þær unnu einnig saman að verðlaunasýningunum Kona við þúsund gráður og Um það bil sem báðar voru sýndar í Þjóðleikhúsinu.

Una mun einnig leikstýra Tímaþjófinum eftir Steinunni Sigurðardóttur í Kassanum síðar á þessu leikári og er því nóg að gera hjá henni í Þjóðleikhúsinu næstu misseri.


Sjá nánar...
ÓDÝRASTI MATUR Í REYKJAVÍK

Lesa frétt ›MASKÍNA MÆLIR HAMINGJU

Lesa frétt ›LÆSTIST INN Í RANGE ROVER

Lesa frétt ›117 ÍSLENSK SKÁLDVERK Í FYRRA

Lesa frétt ›LOBBI KVEÐUR

Lesa frétt ›HÆTTU AÐ REYKJA Í FEB

Lesa frétt ›TÖFRAMAÐUR HLJÓÐSINS Í HÖRPU

Lesa frétt ›LEYFIÐ BÖRNUNUM AÐ KOMA – TIL GÓA

Lesa frétt ›DAVÍÐ 69

Lesa frétt ›RÁÐHERRA MEÐ RÆTUR Í ROKKI OG ROSABOLTA

Lesa frétt ›FRÆGUSTU KOSSAR Í HEIMI

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að hart sé barist á toppnum í vetrarkuldanum....að miðinn á þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ kosti 11.400 krónur en kostaði 8.500 krónur fyrir fimm árum. Páll Óskar leikur fyrir dansi....að orðljótir einstaklingar séu yfirleitt heiðarlegri í samskiptum en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var í háskólanum í Cambridge og Dr. David Stillwell segir: Fólk sem bölvar og ragnar er að minnsta kosti að segja hvað því finnst í raun og veru. Sjá frétt!Meira...SAGT ER...

...að páskaegg séu komin í sölu í Hagkaup í Skeifunni - ekki seinna vænna....að héraðsfréttablaðið Mosfellingur greini frá því að fallegasti rokkari á Íslandi, Jökull í Kaleo, sé kominn með nýjan gítar sem hannaður er og smíðaður af Peter Turner....að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem stjórnar leitinni að Birnu sé yngri bróðir Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar....að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hafi verið sá bræðra sinna sem komst á HM í handbolta í Frakklandi. Patrekur landsliðsþjálfari Austurríkis og bróðir Guðna komst ekki....að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fari á þvílíkum kostum í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar að áhorfendur eigi vart orð og Einar Kárason rithöfundur segir: Steinunn Ólína er þannig að ef hún hefði verið í Sopranos þá hefðu hinir gæjarnir litið út eins og statistar....að þjófur sem stal rándýrum pels í erfidrykkju í Hafnarfjarðarkirkju hafi ekki litið við (eða kannski litið framhjá) kápu Agnesar biskups sem einnig var í fatahenginu....að Emmsjé Gauti og félagar hafi mætt á Texasborgara í gærkvöldi eftir frábæra umfjöllun í Áramótaskaupinu um þennan ágæta veitingastað í hjarta hafnarhverfisins á Granda....að Drífa Kristjánsdóttir sveitarstjórnarkona á Torfastöðum í Biskupstungum og móðir Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra hafi verið söngkona í þjóðlagahópnum Nútímabörn á árum áður en með henni þar voru Ágúst Atlason, Ómar Valdimarsson, Snæbjörn Kristjánsson og Sverrir Ólafsson....að Morgunblaðið greini frá því að hægðir séu of mikið feimnismál í fréttum og þá yrkir gamall sjálfstæðismaður:

Ég vissi um einn mætan mann,/

er málum var í fínum,/

löngum sá ég labba hann,/

létt í hægðum sínum./...að það verði stuð í Mosó á þorrablóti Aftureldingar: Raggi Bjarna, Hreimur, Eyþór Ingi og Stefanía Svavars í veislustjórn Loga Bergmann. Alveg rándýrt dæmi.Meira...