Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

WANNA BE LOVED BY YOUMonroe með tilboð dagsins.

Sjá fleiri lög...DREYMDI FEITA RJÚPU

Í síðustu viku birti vefurinn Unofficial Networks sem er hluti af USA Today keðjunni, val sitt á 12 flottustu eða mest spennandi (exotic) skíðasvæðum heims og á þeim lista er að finna Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu valdi ferðamannavefurinn Lonely Planet Akureyri sem besta áfangastaðinn í Evrópu árið 2015 þannig að ljóst er að vinsældir bæjarins aukast nú hratt hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Listann frá Unofficial Networks má sjá HÉR.

Nú er að kólna ofurlítið á Norðurlandi og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hliðarfjalli segir að menn séu í óða önn að gera sig klára fyrir veturinn. „Mér sýnist vera kuldatíð í kortunum og vonandi getum við bráðum farið að skjóta glænýjum snjó úr snjóbyssunum okkar. Síðasti vetur var nokkuð umhleypingasamur og ekki sá allra besti fyrir okkur hér í Hlíðarfjalli en mig dreymdi nokkrar feitar rjúpur í nótt sem kvað vera fyrir miklum snjó og blíðu veðri,“ sagði Guðmundur Karl og hló.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. GÁMAFÓLK Í GARÐABÆ: Húsnæðisvandinn tekur á sig ýmsar myndir. Hér er bústaður í gámi með fallegri útidyrahurð, póstlú...
  2. ÁRÁS Á EIR: Tölvudólgar gerðu árás á vefinn eirikurjonsson.is á miðnætti síðastliðna nótt með þeim afleiðingum a...
  3. ILLSKA OG HEIMSKA EIRÍKS: Illska eftir Eirík Örn Norðdahl sló sannarlega í gegn þegar hún kom á Íslandi árið 2012 og hlaut...
  4. RÁÐHERRABÍLL Á UPPBOÐI: Forsætisráðherrabíllinn frá 2004 til 2013 fékk að kenna illa á því í Búsáhaldabyltingunni en hefur...
  5. SVARTA GOSIÐ FELLUR: Sala á svörtu amerísku vatni með kolsýru og sykri dregst saman um 20% í Ameríku. Athyglisverð...


HAGNAÐUR EVEREST EÐA...?Í fréttum greindi Ríkisútvarpið frá því að Everest, nýjasta stórmynd Baltasar Kormáks, væri farin að skila hagnaði. Það er ekki alls kostar rétt enda segir kvikmyndasérfræðingur okkar málið flóknara en flestir haldi:Varðandi frétt Ríkisútvarpsins um að Everest sé farin að skila hagnaði og tíndar til tölur í því sambandi þá er það ekki alveg rétt.

Í grófum dráttum er þetta þannig að í tilviki Everest nemur framleiðslukostnaður myndarinnar 55 milljón dollurum samkvæmt BoxOfficeMojo. Þá er ótalin markaðskostnaður myndarinnar, en algengt viðmið við markaðssetningu í Bandaríkjunum á mynd af þessari stærð er einhversstaðar á bilinu 25-30 milljónir dollara, oft um helmingur af fjárhgsáætlun, stundum meira.

Þá er ótalin markaðskostnaður alþjóðlega. Alls er því kostnaðurinn að minnsta kosti 80-85 milljón dollarar plús alþjóðlegur markaðskostnaður, sem getur einnig numið tugum milljóna dollara.

Síðan taka kvikmyndahúsin sinn hlut. Hann er breytilegur, frá 40-60%.

Stúdíóið, Universal, framleiðslufyrirtækin og fjárfestar verkefnisins eru því að fá í sinn hlut um helming af innkomu, gróflega áætlað, stundum minna og þá sérstaklega alþjóðlega. Af þeirri innkomu þarf að greiða allan kostnað.

Everest, með sínar tæpu hundrað milljónir dollara í tekjur hingað til, er því langt frá því að vera farin að skila hagnaði. Hinsvegar er vel hugsanlegt að hún geri það á endanum enda gengur hún vel í miðasölunni og eftir eru tekjur af öðrum dreifileiðum, DVD, VOD, kapalstöðvar, sjónvarp of svo framvegis.


Sjá nánar...
SPIES LOFAR BARNABÖRNUMDanska ferðaskrifstofan Spies býður eldri borgurum sem enn bíða eftir og dreymir um barnabörn að kaupa sólanlandapakka því sannað sé að fólk stundi meira kynflíf í sumarleyfum á sólarströnd en í hversdagsleikanum heima.

Spies gengur svo langt að lofa næstum barnabarni níu mánuðum eftir ferðina.

Auglýsingin er frábær, sannfærandi og flott – Smellið hér!


Sjá nánar...
ÞOKKADÍSIN Í FOLD

“Ég mála það sem ég sé og hef séð og geymi innra með mér, hugarfar og tilfinningu. Málverkin mín eru bein túlkun á því sem ég kem ekki frá mér á annan hátt. Sumir skrifa, semja eða bara tala við náungann eða sjálfan sig. Mér hentar betur að mála” segir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sem opnar sýningu á nýjum verkum í Gallerí Fold á Rauðarárstíg á laugardaginn kl. 15:00.

“Oft er það sem ég mála leikur með ljós og skugga en best finnst mér takast til ef ég finn aflið brjótast fram, það er þá sem ég held að það sem ég vil segja streymi fram.”
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir stundaði myndlistarnám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands nú Listaháskóla Íslands 1980-1984 og lauk þaðan námi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.Hrafnhildur Inga hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Galeriazero Barcelona 2005 og 2006, Gullkistunni Laugavatni 2005, Fjallinu Snæfelli Skriðuklaustri 2005, More North NYC 2008, Art Vilnius Art Fair 2009, Spori þúsunda kvenna Garðabæ 2009, Art Copenhagen 2013 og 2014, Factory Art NYC 2015 og Nýmálað 2 á Kjarvalsstöðum 2015.


Sjá nánar...
HÓTELIN RÚSSNESK RÚLETTA

Einn þekktasti og reyndasti hótelmaður þjóðarinnar frá upphafi, Wilhelm Wessman, horfir á hótelin spretta upp á öðru hverju horni í höfuðborginni og spyr grundvallarspurninga:

Hver á að bera skaðann þegar draumsýnin um endalausar hótelbyggingar hrynur?

Ég veit ekki hvort Arionbanki eða aðrir bankar sem spá 20% vexti í ferðaþjónustu á næstu árum séu tilbúnir til að eiga byggingar sem áttu að vera hótel þegar búið er að negla fyrir glugga. Hálfbyggð hús sem búið er að klína á málningu til að sporna við verstu sjónmengun.


Allt vegna þess að gestir brugðust eins og síldin forðum. Þetta er nokkuð sem ég hef séð á ferli mínum víða um heim fyrst sem hótelstjóri hjá Holiday Inn Worldwide og síðar sem ráðgjafi í opnun hótela fyrir Inter Continental group; Deild Eutope-Middle East-Africa

Þetta hefur ekki alltaf verið að völdum stríðs og stjórnmálalegrar óáranar, heldu oftar en ekki vegna þess menntun og innviði vantað í viðkomandi samfélag.

Er það ekki staðan á ferðaþjónustu á Íslandi í dag?

Það væri fróðlegt að vita hvaða menntun og starfsþjálfum ráðgjafar bankanna hafa sem ráðgjafar í hótel og ferðaþjónustu á alþjóðavísu. Hvaða kröfur þeir gera til fýsileikakannana. Hvernig þeir meta menntaþörf í hótelrekstri os svo framvegis.

Til þess að geta byggt upp heilbrigðan hótelrekstur þarf viðkomandi þjóð að hafa á að skipa velmenntuðum hótelstjórum með alþjólega reynslu, millistjórnendum og markaðsfólki.

Ef heldur áfram sem horfir verða það ekki bara atvinnulausir byggingakranar sem hanga yfir hálfbyggðum húsum heldur líka sjón eins og ég lýsi henni hér að ofan.

Að lokum vona ég að lífeyrissjóðir landsmanna taki ekki þátt í þessari rússnesku rúllettu.
Sjá nánar...
HERDÍS OG AMAL CLOONEY

Lesa frétt ›BÍÓMYND UM JÓHÖNNU

Lesa frétt ›


HASS Í KRÓNUNNI – LÍFRÆNT

Lesa frétt ›


LIFANDI TÓNLIST Á TEXASBORGURUM

Lesa frétt ›


EKKERT PIN Á HVOLSVELLI VEGNA KÍNVERJA

Lesa frétt ›


BESTA BÍÓMYNDIN

Lesa frétt ›


RÁÐHERRABÍLL Á UPPBOÐI

Lesa frétt ›BJARNLEIFUR MYNDAR FEGURÐARDÍSIR 1959

Lesa frétt ›


ILLSKA OG HEIMSKA EIRÍKS

Lesa frétt ›SVARTA GOSIÐ FELLUR

Lesa frétt ›GÁMAFÓLK Í GARÐABÆ

Lesa frétt ›
SAGT ER......að forsíða Séð og Heyrt sé með ferskasta móti þessa vikuna.

...að gaman sé að eiga afmæli....að þessi kona ætti að fá Fálkaorðuna.Meira...SAGT ER......að borist hafi póstur: Innbrotafaraldur er í Garðabæ og sögur sagðar af óhugnanlegum manni sem bankar upp á hjá fólki og sníkir tómar flöskur og dósir. Fundur lögreglu með íbúum í dag, mikið rótað í bílum og farið inn í hús bæði degi til og um nætur í svefnbænum Garðabæ....að þetta hljóti að vera steindauður markaður...að þessar vetrarderhúfur hjá Guðsteini á Laugavegi með eyrnaskjóli séu alveg frábærar á 6.900 krónur. Smart í frosti.

 

 

...að konur í Bretlandi hafi fitnað vegna þess að þær brenna ekki jafn miklu við heimlisstörf og áður. Daily Express greinir frá....að íslenskar fótboltastelpur eigi ekki að elta strákana í búningum heldur klæðast í ætt við tenniskonur sem keppa í snotrum stuttpilsum og gefa leiknum þar með aukin þokka. Leið til að auka aðsókn á leiki svo ekki sé minnst á sjónvarpsrétt....að Guðmundur á Núpum, einn helsti athafnamaður Íslands fyrir hrun, sé kominn á Facebook. Sjá hér!...að stórstjarnan Grace Jones hafi flassað eins og ungpía þegar hún mætti tveimur tímum of seint í útgáfuteiti í fyrradag þar sem hún var að kynna eigin bók en Grace er 67 ára.

...að áhyggjur séu af ýmsum toga.

...að Séð og Heyrt sé í mikilli sveiflu þessa vikuna....að eitt best varðveitta leyndarmálið í hádegisverðatilboðum á veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu sé i Garðabæ; Matur & Kaffi í gamla iðnaðarhverfinu þar sem heitir nú Lyngás en þar er boðið upp á kjöt og fisk frá klukkan hálf tólf til hálf tvö á rúmar þúsund krónur alla virka daga. Mikið er um unna matvöru eins og fiskibollur í karrý sem sjást á mynd en fiskur er yfirleitt steiktur. Stundum sætsúpa með tvibökum í eftirrétt.Meira...