Forsíða      Fréttir      Sagt er...     
LAG DAGSINS

MICK JAGGER (74)Afmælisbarn dagsins er ein áhrifamesta rokkstjarna allra tíma, Mick Jagger (74). Hér með félögum sínum fyrir hálfri öld og rúmlega það - 1966.

Sjá fleiri lög...PABBI DÓMSMÁLARÁÐHERRA MEÐ BÓK

Geir Á. Andersen, faðir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, hefur gefið út bók þar sem hvatt er til líkamsræktar á öllu sviðum - alltaf. Textinn er í söguformi enda höfundurinn ágætur sögumaður.

Geir Á. Andersen starfaði lengi hjá Flugleiðum sem nokkurs konar siðameistari í þjálfun flugfreyja, kokteilgerð barþjóna á Hótel Loftleiðum sem þá hét og hótelvinnu alls konar enda menntaður í fræðunum í Ecole hôtelière de Lausanne í Sviss.Hægt er að nálgast bók Geirs í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar, þar sem hann hefur verið fastagestur lengi, og víðar.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA GEGN COSTCO: Stofnuð hefur verið síða á Facebook, lík þeirri sem aðdáendur Costco eru með, en sú heitir Keypt í K...
  2. HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG: Hundur beit barn á Bræðraborgarstíg og móðirin er að vonum slegin. Um er að ræða barn Þóru Sigurðard...
  3. KLIKKAÐ Í KEFLAVÍK: Borist hefur myndskeyti: — Flugstöð Leifs heppna eftir miðnætti í gær. Töskusalurinn troðfullur ...
  4. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ PABBA: Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM k...
  5. ÞINGMAÐUR KEYPTI HJÓL MEÐ YFIRDRÆTTI: Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata keypti sér rafhjól á 140 þúsund krónur og flutti til landsins....


AFMÆLISKVEÐJA FRÁ PABBA

Íþróttafréttaritarinn Edda Sif Pálsdóttir brillerar í fréttaflutningi fyrir Ríkissjónvarpið frá EM kvenna í fótbolta í Hollandi. Alltaf á tánum og með allt á hreinu.

Hún á afmæli, 29 ára, og fær hlýjar kveðjur frá pabba sínum, Páli Magnússyni fyrrum útvarpsstjóra og nú alþingismanni:

“Það væri sjálfsagt hægt að hugsa sér auðveldara hlutskipti í lífinu en að eiga Eddu Sif sem dóttur; en ekki mikið skemmtilegra. Til hamingju með afmælið, elsku Edda Sif.”


Sjá nánar...
MÓTMÆLI Á HÓLUM

Í útvarpsmessu á sunnudaginn, beint frá Hólum í Hjaltadal, kom fram að listakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal kæmu til með að fremja gjörning á Hólahátíð um miðjan ágúst í tilefni af 500 ára afmæli síðbótarinnar og lúterskunnar með vísan í þann upphafsatburð þegar Marteinn Lúter hengdi upp mótmæli sín á hurð hallakirkjunnar í Wittenberg.

Listakonurnar ætla að gera það sama: Koma fyrir hurð á Hólum þar sem gestir og gangandi geta fest upp athugasemdir sína líkt og Marteinn Lúter forðum.

Tilvalið tækifæri til að mótmæla.


Sjá nánar...
CLAPTON BREYTIR ÍSLANDSPLANI

Stórstjarnan Eric Clapton hefur komið árlega til Íslands til veiða og heldur því áfram.

Higað til hefur hann flogið til Keflavíkur og tekið þar leigubíl beint í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu. Leigubílstjóri sem ók honum eitt sinn þessa leið segir Clapton viðfeldinn og kurteisan mann.“Þetta var tæplega hundrað þúsund króna túr,” segir hann.

- Tipsaði hann vel?

“Já, hann var ekki spar á það. Allt í sterlingspundum.”

- Borgaði hann sjálfur?

“Nei, hann var alltaf með mann við hlið sér sem sá um allt svoleiðis.”

Nú hefur Eric Clapton breytt ferðavenjum sínum til Íslands:

Hann kemur með einkaþotu til Akureyrar og ekur þaðan sjálfur í bíl í Vatnsdalsá. Það er styttra.(Frétt byggir á samtali við leigubílstjóra í Leifsstöð í morgun.)


Sjá nánar...
BLOKKIR SPRETTA UPP VIÐ COSTCO

Það verður æpandi eftirspurn eftir íbúðunum í blokkunum sem verið er að reisa í brekkunni fyrir ofan Costco í Garðabæ.

Minnst tólf byggingakranar sveiflast þar til frá morgni til kvölds og kaupendur geta vart beðið.

“Örfá skref í Costco,” mun það heita í fasteignaauglýsingum.


Sjá nánar...
SMYGLDRÓNI BROTLENDIR Í FANGELSISGARÐI

Lesa frétt ›NASISTAGULLIÐ Í LANDHELGINNI

Lesa frétt ›KÖTTUR NEFNDUR Á HÖFUÐIÐ Á ÞINGMANNI

Lesa frétt ›DRUSLUGANGAN FYRIR 3 ÁRUM

Lesa frétt ›HUNDUR BÍTUR BARN Á BRÆÐRABORGARSTÍG

Lesa frétt ›TÖFF TVÍFARAR

Lesa frétt ›KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA GEGN COSTCO

Lesa frétt ›ÞAÐ VAR FYRIR 4 ÁRUM

Lesa frétt ›ÞINGMAÐUR KEYPTI HJÓL MEÐ YFIRDRÆTTI

Lesa frétt ›ÍSLENDINGAR FENGU ÍTALSKA HUGMYND

Lesa frétt ›DAGLEGT BRAUÐ

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Justin Bieber hafi frestað því sem eftir var af risatónleikaferð hans til að stofna eigin sértrúarflokk; eigin kirkju, Bieberkirkjuna. Eftir átján mánaða tónleikaferð sagði hann stopp, gat ekki meira en undir það síðasta var hann með trúarvakningar baksviðs bæði fyrir og eftir tónleika þar sem hann reyndi að kristna samstarfsmenn sína og fjölskyldu - segir The Sun....að framsóknarkonur í borgarstjórn Reykjavíkur séu ánægðari úti á landi en heima hjá sér. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir: Mikið rosalega er allt hreint og snyrtilegt á Akureyri."...að besta Happy Hour í höfuðborginni sé á Orange Espresso bar í Ármúla 4 þar sem Tuborg Classic á krana er seldur á 550 krónur frá 16-19 alla daga og hinir sem vilja kaffi og kökur fá sama díl - tveir kaffi og tvær kökur á sama verði og einn kaffi og ein kaka.Meira...SAGT ER...

...að stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson sé í góðu yfirlæti á frönsku Ríveríunni ásamt eiginkonu sinni og vinafólki....að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi gengið upp að Brúarskörðum á laugardaginn og komið niður í Úthlíð í Biskupstugunum hjá Birni bónda sem bauð honum upp á bjór og svo horfðu þeir á íslenska kvennalandsliðið í sjónvarpinu....að Ingvar Smári Birgisson sækist eftir að verða formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og hann er alveg eftir uppskriftinni: Ingvar er á 24 ára gamall og uppalinn í Reykjavík. Hann starfar hjá Nordik lögfræðiþjónustu en hann lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Ingvar starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu....að borist hafi póstur:

Mikið af vagnstjórum og starfsmönnum Strætó BS hafa á undanförnu lýst yfir mikilli óánægju með mannauðsstjóra Strætó BS (Sigríður Harðardóttir). Þeim finnst hún hafa  komið illa  fram við starfsmenn og  ekki gæta jafnræðis. Starfsmenn í uppáhaldi fái öðruvísi  afgreiðslu en þeir sem ekki eru í uppáhaldi. Mannauðstjórinn kvað hafa gott samband  við trúnaðarmenn sem  eru ekki eins vinsælir hjá starfsmönnum vegna  leynifunda sem snúast um einstaka starfsmenn. Margir ganga svo langt að vilja að Strætó skipti um mannauðsstjóra...að grátkórinn haldi áfram eins og sjá má í pósti: Ríkistjórnin hefur boðað að  veiðigjald á útgerðir muni hækka um 6 milljarða á næsta fiskveiðiári og eru margir útgerðarmenn bálreiðir út í ríkisstjórnina. „Þessi hækkun mun gera út af við þá sem að eru með smáútgerðir því þeir þola ekki svona mikla hækkun,“ segir meðeigandi í litlu útgerðar - og fiskvinnslufyrirtæki sem hefur margra ára reynslu í bransanum.Ferðalag Facebookskaparans Mark Zuckerberg um Bandaríkin þar sem hann hittir almenning hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hann hyggi á forsetaframboð gegn Donald Trump í kosningunum 2020. Sjálfur neitar hann því - enn....að Strætó vilji frekar ráða útlendinga en Íslendinga sem bílstjóra því þeir eru meðfærilegri....að tónlistarmennirnir Björgvin Halldórsson og Óttar Felix Hauksson séu saman í veiðitúr í Grímsá og geri það gott hvernig sem á er litið....að það sé þriðjudagur og klukkan 12:15 var leiðindaveður og Costco stútfullt....að lýðræðið megi aldrei verða almennum mannréttindum yfirsterkara.Meira...