Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

SVEN INGVARSSænski tónlistarmaðurinn Sven Ingvars - hljómsveit hans var stofnuð 1956 og hann er enn að ef marka skal þessi myndbönd.
Athugasemd frá Markúsi Þórhallssyni frá Djúpalæk: Nema hvað Sven Ingvars er ekki einn maður heldur tveir; Sven Svärd og Ingvar Karlsson. Hljómsveitin heitir nefnilega Sven-Ingvars, ef marka má heimildir.

Sjá fleiri lög...MARGRÉT PÁLA MEÐ MUNAÐARLAUSUMUppeldisfrömuðurinn og baráttukonan Margrét Pála Ólafsdóttir er nú í Afríku þar sem hún hjálpar ungum, munaðarlausum stúlkum til mennta.

“Ég er stödd í Tanzaníu hjá mágkonu minni, Þorgerði Sigurðardóttur, og svila mínum, Twahir Khalfan, en þau eru búsett þar um þessar mundir. Við, ásamt fleira góðu fólki, stofnuðum heimili fyrir munaðarlausar stúlkur í Dar es Salaam fyrir ári og leigjum húsnæði fyrir þær, greiðum skólagjöld í góðum skóla og erum með tvær “ömmur” í vinnu við að hugsa um hópinn okkar,” segir Margrét Pála sem lætur ekki Hjallastefnuna duga á Íslandi því nú er Afríka undir.

“Ég er á ferð með þremur úr stofnendahópnum frá Íslandi og nú verðum við með þeim fram yfir páska. Þetta eru 13 dásamlegar stúlkur á aldrinum 5-14 ára og á morgun hefjum við tölvukennslu fyrir þær elstu á heimilinu.”Rétt áður en Margrét Pála hélt til Afríku að sinna munaðarlausu stúlkunum hélt hún þrumuræðu um menntamál á ársfundi Samtaka atvinnulífsins svo undir tók langt út fyrir ráðstefnusalinn: Sjá hér.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir ...
  2. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...
  3. ÍSLENSK DÓTTIR JAY LENO?: Íslensk stúlka hefur sent bandarísku sjónvarpsstjörnunni Jay Leno bréf þar sem hana grunar að hann s...
  4. KOSNINGASTJÓRI GREIP BRÚÐARVÖND: "Hann flaug beint í fangið á mér," segir María Lilja Þrastardóttir, kosningastjóri Samfylkingari...
  5. PRÓFESSOR VILL JAFNA HLJÓÐSTYRK: Stefán Ólafsson prófessor er ekki sáttur við ójafnan hljóðstyrk í útsendingum Ríkissjónvarpsins ...


VOLAÐA LANDEf og þegar Ísland gengur í Evrópusambandið verður það líklega allt skilgreint sem harðbýlt land og því fylgja aukastyrkir, undanþágur og sérmeðferð en ný Evrópuskýrsla hefur verið kynnt rækilega – Smellið hér.Þetta er reyndar ekkert nýtt því 1888 sendi stórskáldið Matthías Jochumsson vini sínum í Kanada, Einari H. Kvaran ritstjóra Lögbergs, bréf, sem oftar. Þetta tiltekna bréf átti þó eftir að draga lengri dilk á eftir sér en flest önnur, því með því lét hann fylgja kvæði, -Volaða land-, óvenju hranalega lýsingu á fósturjörðinni. Matthías ætlaði ekki að fá kvæðið birt, en ritstjórnin ákvað engu að síðar að gera það. Enda ljóðið óumdeilanlega góð lýsing á hugarástandi höfundar, heima á Íslandi, á þeim erfiðu tímum sem frostavetur og hafís höfðu leikið menn illa. Kvæðið birtist 18. júlí með athugasemd að ritstjórnin áliti það ekki sýna rétta mynd af landi og þjóð, en það væri eftir velþekktan Íslending.

Volaða land var svo endurprentað í Ísafold, hér heima, 29. ágúst 1888.Volaða land,
horsælu hérvistar-slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!

Tröllriðna land,
spjallað og sprungið af eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!

Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!

Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!

Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað með logandi kaunum,
stórslysa land!

Blóðrisa land,
mölvað af knútum og köglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land!

Vandræða land,
skakt eins og skothendu kvæði
skapaði Guð þig í bræði,
vandræða land!

Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!

Drepandi land,
hvað er það helzt sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land!

Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er,
vesæla land!

Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
Héðan er bent vorum stöfnum,
hrafnfundna land!


Sjá nánar...
SÓLPALLUR VIÐ KAFFIVAGNINN

Nýir eigendur Kaffivagnsins á Granda hafa fengið leyti til að byggja pall sunnanvert við veitingastaðinn sem mun skaga fjóra metra á haf út.

Þarna er gott skjól, bæði af húsinu sjálfu og svo ekki síður af bátum sem bundnir eru við bryggju og munar þar ekki minnst um varðskipið Þór sem liggur þarna eins og klettur í hafi.

Pallurinn verður kominn í notkun í sumar og á eftir að verða paradís nágranna og annarra gesta á blíðviðrisdögum.


Sjá nánar...
FJALLALOFT Í DÓSUMÁ meðan Íslendingar selja norðurljósin selja Kínverjar franskt fjallaloft í krukkum – og jafnvel dósum.

Loftmengun í Kína er víða orðin óbærileg og ferskt loft því eftirsóknarvert.

Kínversku listamaðurinn Liang Kegang var á ferðalagi í Suður-Frakklandi þegar hann fékk þá hugmynd að pakka loftinu á staðnum og fara með heim.

Og hann selur grimmt – 18 þúsund krónur krukkan.

“Loftið sem við öndum að okkur á að vera ókeypis fyrir ríka sem fátæka. Þetta er mín leið til að vekja athygli á og lýsa um leið yfir óánægju með ástandið,” segir  Liang Kegang sem á í samkeppni við aðra í loftsölunni og þá sérstaklega kanadískt loft sem er vinsælt.


Sjá nánar...
SÆAGREIFINN SPRAKKFerðamannastraumurinn í Reykjavík er þvílíkur að Sægreifinn hreinlega sprakk.

Ekki pláss fyrir fleiri – sorry.Sægreifinn er einn vinsælasti viðkomustaður túrista í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn sem draga orðið að sér ekki færri ferðamenn en Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti.

Og þarna er hvalkjötið vinsæll réttur hjá þeim sem eru á leið í hvalaskoðun – miðar seldir í næsta húsi.


Sjá nánar...
HÆTTIR AÐ REYKJA 95 ÁRA

Níutíuogfimm ára gömul kona á Landakoti hefur ákveðið að hætta að reykja – að læknisráði...

Lesa frétt ›SVEINI ANDRA LÍKT VIÐ RAGNAR REYKÁS

Sveini Andra Sveinssyni, landsþekktum lögmanni og fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er líkt við Ragnar Reykás í ljóði sem hér er frumbirt...

Lesa frétt ›KOSNINGASTJÓRI GREIP BRÚÐARVÖND

“Hann flaug beint í fangið á mér,” segir María Lilja Þrastardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem greip brúðarvönd í brúðkaupi móðurbróður síns um helgina...

Lesa frétt ›HERMANN MEÐ KONUNGSHJÓNUNUM

Þessa glæsilegu ljósmynd tók Ólafur Magnússon við Reykjavíkurhöfn 18. júní 1936 þegar Hermann Jónasson forsætisráðherra tók á móti dönsku konungshjónunum – þetta er mynd vikunnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur...

Lesa frétt ›NETJETS NOTAR VESTMANNAEYJAR

Stórbrotið landslag í Vestmannaeyjum nýtur sín til fulls í alþjóðlegri auglýsingu frá flugfélaginu NetJets...

Lesa frétt ›PÁSKADAGUR Í MAUER PARK

Okkar maður í Berlín leit í kringum sig á páskadag...

Lesa frétt ›PRÓFESSOR VILL JAFNA HLJÓÐSTYRK

Stefán Ólafsson prófessor er ekki sáttur við ójafnan hljóðstyrk í útsendingum Ríkissjónvarpsins en Stefán segist horfa mikið á sjónvarp og þetta trufli hann...

Lesa frétt ›BOÐUNARKIRKJA Í STAÐ BÍLALEIGU

Margir muna eftir bílaleigu Hasso sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan markað með ódýrari bíla og betra verð...

Lesa frétt ›ÍSLENDINGUR MEÐ PÁSKASÝNINGU Á SLÓÐUM WALLANDERS

Íslenski myndlistarmaðurinn Páll Sólnes er með páskasýningu á olíumálverkum á heimili sínu í Suður-Svíþjóð rétt hjá Ystad sem er heimabær Wallanders lögregluforingja en myndir Páls hafa einmitt ratað inn í sjónvarpsseríuna margfrægu og prýtt þar veggi persóna í þáttunum...

Lesa frétt ›PÁSKAMYNDIN

Lesa frétt ›


KJARAKÓRINN SYNGUR HÁTT

Fréttir af kjaraviðræðum hellast yfir landsmenn og úr samningadeild okkar heyrist þetta...

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að mikið sé rætt um berorðar og jafnvel dónalegar ræður gamalla stjórnmálaforingja á herrakvöldum alls konar. Davíð Oddsson var ræðumaður í sextugsafmæli útgefanda síns á Morgunblaðinu, Óskars Magnússonar, sem haldið var í Fljótshlíð fyrir nokkrum dögum. Mátti heyra saumnál detta í samkvæminu á meðan Davíð talaði en honum varð tíðrætt um "spikið" á landsfrægum sjónvarpsmanni. Veislustjórar voru Guðný Halldórsdóttir Laxness og Sigurður Valgeirsson æskuvinur afmælisbarnsins....að samkvæmt upplýsingum frá mætri konu í Framsóknarflokknum hafi hugmynd um kvennaframboð flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík verið langt komin þegar stjórn kjördæmissambands flokksins ákvað á fundi í hádeginu að bjóða Guðna Ágústssyni að leiða framboðið. Hugmynd kvennanna, bæði úr flokknum sjálfum og utan hans, var að bjóða fram lista með konum í efstu sex sætunum - en Guðni og hans menn höfðu betur - en kjördæmisþing Framsóknarflokksins á reyndar eftir að samþykkja það....að Bónusvideó sé horfið af yfirborði jarðar en veggspjöldin halda minningunni á lofti víða um bæinn.Meira...
SAGT ER...

...að Sigurbjörg Þrastardóttir hafi átt páskahugleiðingu dagsins á Rás 1 á Páskadag á meðan páskalambið var í ofninum - sérstaklega vel hugsaðar, fróðlegar og skemmtilegar hugleiðingar - betri en biskupinn á sömu rás fyrr um daginn....að Sigurður Ingólfsson hljóðmeistari sendi ábendinguvegna fréttar um Stefán Ólafsson prófessor sem vill láta jafna hljóðstyrk á útsendingum Ríkissjónvarpsins - smellið hér - og hljóðmeistarinn segir:

Í framhaldi af umfjöllun þinni um kvartanir prófessors Stefáns Ólafssonar, væri þá ekki rétt að benda Póst og fjarskiptastofnun (íslensku FCC) um að stofnunin þrýsti á hið háa Alþingi að sett verði svipuð lög hér á landi og sett voru í Bandaríkjunum í desember 2012. Þar voru menn búnir að fá nóg af auglýsingahávaðanum þegar horft var á hugljúfar heimilismyndir í sjónvarpi, en óforvarindis ætlaði allt um koll að keyra þegar auglýst var hveiti eða kattasandur.

...að allt þetta fólk eigi afmæli í dag....að Hjörtur Hjartarson fréttamaður sé aftur kominn til starfa hjá 365 miðlum - sjónvarpsáhorfendum og útvarpshlustendum til ánægju....að menn bíði spenntir eftir að Guðni Ágústsson komist í borgarstjórn Reykjavíkur og fari að taka á kjaramálum leiksskólakennara með því að benda á að kannski ættu börnin bara að vera heima hjá afa og ömmu sem geta  kennt þeim að lesa og reikna....að rithöfundurinn og ritstjórinn Mikael Torfason og myndlistarmaðurinn Tolli eyði nú drjúgum tíma saman vegna sameiginlegs áhuga á búddisma....að stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir og Sindri sonur hennar hafi setið á veitingastað við Reykjavíkurhöfn á miðvikudagskvöldið og túristarnir ólmir viljað fá myndir af sér með henni - en nei takk!...að þetta sé frábært hjá samuel.is - smellið....að Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, hafi farið á tónleika með Hjaltalín í Hörpunni ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni, í gærkvöldi....að vert sé að minna á þessa auglýsingu því þarna eru þeir heiðraðir sem aldrei hafa orðið til vandræða, byrjuðu að flokka sorp á undan öðrum, borga reikningana sína á réttum tíma og gefa alltaf stefnuljós.Meira...