Forsíða      Fréttir      Sagt er...     LAG DAGSINS

ÉG Á LÍFAfmælisbarn dagsins er Eyþór Ingi Gunnlaugsson (28) Eurovisionfari 2013.

Sjá fleiri lög...KAFFIHÚSIÐ Í ÁLAFOSSKVOS LOKAÐ

Ferðamenn em ætluðu að fá sér hressingu á Kaffihúsinu í Álafosskvos í vorblíðunni, einu best varðveitta leyndarmálinu í veitingaflóru höfuðborgrsvæðisins, urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir mættu á staðinn.

Pallurinn horfinn að mestu og á verönd sat gamli vertinn með konu sinni og sagði:

“Það er búið að breyta þessu í íbúðarhús.”


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. SEÐLABANKASTJÓRI Í DUTY FREE: Flugfarþegar sem komu frá London í síðustu viku og fóru í Fríhöfnina veittu því eftirtekt að Már Guð...
  2. ENGINN AÐ TAKA BENSÍN: ---- Á miðjum sunnudegi hjá Olís við Ánanaust sást enginn viðskiptavinur svo langt sem augað ...
  3. SIGMUNDUR KLOFINN: Að sögn fjölmiðla var margt um manninn á stofnfundi samtakanna og hugmyndaveitunnar Framfaraféla...
  4. TÉKKLAND KAUPIR ÁSGEIR ÚT: Ásgeir Gíslason, sem rekið hefur Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns og Bílaskoðun og Stillingu á Lauga...
  5. BJARNI BEN Í COSTCO: Sjónarvottum ber saman um að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi verið í Costco í morgum að sk...


VEITINGAMENN SAKNA CCP

Veitingamenn við Reykjvíkurhöfn munu sakna starfsmanna tölvuleikjarisans CCP þegar hann flytur af Granda og í nýja Vísindagarða í Vatnsmýrinni við hlið Íslenskrar erfðagreiningar Kára Stefánssonar.

Ástæðan er sú að fjölmargir erlendir forritarar CCP sem búa hér einir fjari heimaslóð eru fastagestir á Happy Hour á veitingastöðunum í nágrenni Grandans á hverjum degi eftir vinnu og sitja þá margir saman og drekka öl fram að háttatíma og munar um minna. Hafa sumir veitingamannanna framlengd Happy Hour fyrir þá til klukkan 22:00 enda eiga CCP-strákarnir það skilið þó ekki vær nema fyrir góða mætingu.Nú er spurning hvar erlendu CCP-mennirnir finna sér stað til að slaka á yfir bjókrús eftir vinnu þegar fyrirtækið verður komið í Vatnsmýrinni. Gæti orðið Norræna húsið, Stúdentakjallarinn, BSÍ eða jafnvel kaffiterína á Reykjavíkurflugvelli. Aeins lengra er í Kaffi Vest en þar er ekki boðið upp á Happy Hour og kemur því vart til greina.

Eldar Ástþórsson upplýsingastjóri CCP segir að fyrirtækið flytji þó ekki fyrr en í lok næsta árs:

“Okkur hefur liðið mjög vel hérna út á Granda, og svæðið hefur tekið jákvæðum breytingum síðan við fluttum hingað árið 2005. Þá af Klapparstígnum sem iðaði af lífi, en hér úti á Granda var ekki mikið um að vera, fyrir utan Kaffivagninn og auðvitað öfluga fiskvinnslu. Við erum mjög spennt fyrir því að flytja í Vísindagarðanna og fyrir þeim möguleikum sem aukið samstarf við háskólann og önnur fyrirtæki á sviði nýsköpunar getur gefið af sér,” segir Eldar.


Sjá nánar...
SVEITAMAÐUR Í KAUPSTAÐ

Hlynur Þór Magnússon kom til Reykjavíkur utan af landi og fór í búðir:Fór í Krónuna hér skammt frá rétt fyrir lokun klukkan níu og safnaði í körfu – það var dós af fiskbollum, dós af fiskbúðingi, blóðmörskeppur, rúgbrauðshnallur, lítil kókflaska. Við afgreiðsluborðið sagði ég síðan: Og maíspoka. Afgreiðslumanneskjan skildi það auðvitað ekki, þannig að ég benti á eina af mörgum auglýsingunum í búðinni, þessi var akkúrat við hliðina á henni, þar sem segir að plastpoki kosti 20 krónur en maíspoki 30 krónur. Hún hugsaði málið vel og lengi og sagði svo: Því miður uppselt. Þá labbaði ég út, sagðist ekki kaupa þetta sem hún var búin að slá inn. Og kem þar ekki meira.Minnir mig á fyrstu nóttina mína hér í Reykjavík fyrir þremur vikum. Af vissum ástæðum ét ég aldrei neitt þann dag sem ég þarf að ferðast eitthvað. Áttaði mig svo á því þegar kom fram á nótt, að ég hefði ekkert étið frá því kvöldið áður og átti ekki neitt að éta. Tók leigubíl, bað bílstjórann að fara í næstu búð sem opin væri. Hann fór í 10/11 við Lágmúla. Mér hefur aldrei auðnast að finna yfirleitt eitt eða neitt í búðum (rétt eins og núverandi og fyrrverandi fólk í búðinni góðu á Reykhólum þekkir). Eftir nokkra leit spurði ég afgreiðslumanninn (eina starfsmanninn sem sjáanlegur var) hvar ég fyndi samlokur. Skil ekki íslensku, sagði þessi geðþekki maður. Sandwiches? sagði ég þá. Þessi ágæti maður skildi það ekki heldur. Sannarlega ekki við hann að sakast. Ég keypti þá bara eitthvert sælgætisvesen sem var við kassann.


Sjá nánar...
HERRA HAFNARFJÖRÐUR

Fréttaritari í Hafnarfirði:

---

Hitti Steingrím Eyfjörð í bænum um daginn, og óskaði honum til hamingju með titilinn Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Hann þakkaði fyrir og hló smá. Ég spurði hvort hann væri ekki ánægður með þetta og hann sagðist vera það, en honum væri samt aðallega strítt á þessu - vinir hans kölluðu hann núna ekkert annað en Herra Hafnarfjörð.


Sjá nánar...
DÓTTIR ÓLAFS GIFTIR SIGAuðmaðurinn Ólafur Ólafsson hefur verið maður vikunnar í fréttum hér á landi og nú er dóttir hans að fara að gifta sig í Frakklandi (sjá mynd).

Anna Rakel Ólafsdóttir er falleg kona eins og hún á kyn til og sá heppni heitir Ómar Berg.Brúðkaupið verður í strandbænum Saint-Gilles í Suður-Frakklandi laugardaginn 26. ágúst, mæting er deginum áður og svo fljúga allir heim á sunnudeginum. Gisting hefur verið pöntuð fyrir alla gesti í Saint-Gilles.


Sjá nánar...
SJÓNVARP SÍMANS VEÐJAR Á NORRÆNT

Lesa frétt ›STEINUNN ÓLÍNA SNÝR AFTUR Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Lesa frétt ›ENGINN AÐ TAKA BENSÍN

Lesa frétt ›ALDRAÐUR TOM CRUISE VERÐUR UNDIR KOMMÓÐU Í TOP GUN 2

Lesa frétt ›AMMA Í TOPPFORMI

Lesa frétt ›BJARNI BEN Í COSTCO

Lesa frétt ›SIGMUNDUR KLOFINN

Lesa frétt ›SDG HÓTAR ANDSTÆÐINGUM SÍNUM UNDIR STAR WARS RÓS

Lesa frétt ›HRUNAMENN KOMNIR Í BOLTANN

Lesa frétt ›SYSTKINSAMLOKA

Lesa frétt ›RYDER VILL HITTA FORSETAFRÚNA

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að það kosti 225 krónur að senda bréf í fjaðurvigt frá Reykjavík til Kaupmannahafnar með Íslandspósti....að Rökkvi litli, yngsta barn kvennaljómans Fjölnis Þorgeirssonar, hafi farið með pabba sínum í hesthúsið í gær....að franska kvikmyndin Elle (Hún) með Isabelle Huppert sé ein sú albesta sem sést hefur - sjáið hana.Meira...SAGT ER...

...að Catalina miðbaugsmaddama hafi farið út að borða í kvöld og kynnti það svona á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni: I have nothing to hide....að rætt hafi verið í alvöru í borgarstjórn að sekta reiðhjólafólk sem ekki notar hjálma nema þá að það heiti í höfuðið á hjálmunum....að ekkert tilboð hafi borist í málverkaperluna Börn að leik eftir Þorvald Skúlason sem boðið var upp hjá Gallerí Fold á mánudaginn en verðmat var 4 milljónir. Sjá frétt hér....að hafrakexið vinsæla frá Grahams detti alltaf í sundur um leið og það er snert. Er þessi Graham ekki bakari eða hvað?...að ofskynjunarsveppir séu öruggasta eiturlyfið að mati Global Drug Survey. Í rannsókn á tólf þúsund manns sem átu sveppi í fyrra voru aðeins 0,2 prósent sem töldu sig þurfa læknisaðstoð á eftir sem er fimm sinnum lægri tíðin en hjá þeim sem taka MDMA, LSD eða kókaín....að Garðar Kjartansson, áður veitingamaður á öllum hornum Austurvallar og fasteignasali fræga fólksins, sé kominn í nám til löggildingar sem fasteignasali í Háskóla Íslands 66 ára: "Það er aldrei of seint að byrja. Þetta tekur tvö ár og þá verð ég komin á eftirlaun."...að Ragnar Bárðarson hafi skráði sig á spjöld sögunnar nú á níunda tímanum þegar hann varð fyrsti viðskiptavinur Costco. Hann gekk út úr búðinni, glaður í bragði, með kassa af hnetum - completely nuts.Mannsi í Pfaff, Kristmann Magnússon, sendir mönnum tóninn í blaðagrein í dag: "Hættið þessu væli og standið að rekstri þjóðfélagsins eins og aðrar atvinnugreinar sem innheimta 24% virðisaukaskatt."...að rithöfundarnir og skáldin Einar Már Guðmundsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi báðir verið í sundlauginni í Grafarvogi síðdegis að þvo af sér daginn og hressa fyrir kvöldið.

...að þetta sé með ólíkindum. Maður kaupir flugmiða frá Warsjá í Póllandi til New York og lendir í þessu.Meira...