Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

VAKNA MEÐ ÞÉRÓskalag dagsins á útgefandinn og útvarpsstjarnan Jón Axel Ólafsson og segir:

"Minnir mig á fyrstu daga Bylgjunnar fyrir 30 árum."

Sjá fleiri lög...101 VESTRIHandboltahetjan Ólafur Stefánsson gerði jógaæfingar í gufubaðinu í Vesturbæjarlauginni og þar voru líka Jón Bjarnason fyrrum landbúnaðarráðherra og rithöfundurinn Stefán Máni. Á meðan sátu pólitíkusarnir Gísli Marteinn og Þorgerður Katrín yfir kaffibolla á Kaffihúsi Vesturbæjar handan götunnar.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. BÝR EINN Í EYJU ÚT Í ÞJÓRSÁ: Ótrúlegt en satt, Hákon Kjalar Hjördísarson býr einn út í eyju í Þjórsá og er þar að koma upp sj...
  2. 20 KÍLÓ FOKIN HJÁ SVAVARI: Svavar Halldórsson, eiginmaður Þóru Arnórsdóttur fyrrum forsetaframbjóðandi,  hefur tekið sig í ge...
  3. UPPRUNI ÁSTARINNAR: Foss á Síðu er eitt fegursta bæjarstæði á landinu og þangað á ástin mín rætur að rekja - þaðan k...
  4. BRÓÐIR ELLÝJAR OG VILHJÁLMS: Í Höfnum, þar sem setið var undir garðsvegg með kaffi og smurt brauð að heiman, kom þessi gamli ...
  5. BEAUTIFUL Í BERUNESI: Ólafur Eggertsson og Anna Antoníusdóttir voru með kýr og kindur í Berunesi við Berufjörð og hann...


SMÁSAGA EFTIR HELGA SELJANKastljós Ríkisjónvarpsins er að hita upp fyrir verkefni vetrarins og Helgi Seljan þarf ekki nema líta í kringum sig til að úr verði saga – þetta er smásaga:„Segið mér, er ekki örugglega upphækkun í stóra salnum í Hörpu,“ spurði Baldvin, samstarfsmaður minn, mæðulega.

 „Ha, jú, það held ég? Hví spyrðu,“ gagnspurði Þóra og saup af vatnsflöskunni sinni.

„Nei, bara ég er að kaupa mér miða á ballet og er að velja mér sæti,“ sagði Baldvin og bar kaffibollann upp að vörum sér; en gætti þess að láta litlafingur þeirrar handar sem hélt um bollann, standa þráðbeint upp í loftið í sömu mund og hann sötraði kaffið; líklegast veltandi augunum uppí tóftir og í leiðinni því fyrir sér: Hvers vegna ekki sé lengur boðið upp á undirskálar með kaffibollunum hér á RÚV.


Sjá nánar...
BÝR EINN Í EYJU Í ÞJÓRSÁÓtrúlegt en satt, Hákon Kjalar Hjördísarson býr einn út í eyju í Þjórsá og er þar að koma upp sjálfbærri ferðaþjónustu.

“Ég bý hérna einn með hundinum mínum og vil hvergi annars staðar vera,” segir Hákon en eyjan, Traustsholtshólmi, er neðst í Þjórsá, á móts við Þykkvabæinn, um fimm kílómetra frá sjó.

“Eyjan er búin að vera í eigu fjölskyldu minnar frá því í síðari heimstyrjöldinni og svo kom hún í minn hlut fyrir skemmstu.”Eyjan í Þjórsá er stór, 23 hektarar og það tekur klukkutíma að ganga hringinn. Þarna var gamalt lögbýli áður fyrr þar sem bjó fjöldi fólks en staðurinn klofnaði frá landi í miklum flóðum um miðja suatjándu öld og úr varð eyjan, Traustsholtshólmi.Hákon er nú að byggja upp starfsemi í eyjunni og stílar upp á ferðamenn enda möguleikarnir stórkostlegir við þessar aðstæður. Sjá nánar hér!


Sjá nánar...
GUNNAR OG GEIR SNÚA AFTUR

Deilur og átök tveggja fyrrum forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar, eru einar þær frægustu í samtímasögunni.

Nú snúa þeir aftur á sérstæðan hátt vegna þess að barnabarn Geirs, Geir Finnsson, er á leið í framboð fyrir Viðreisn eins og hér var greint frá. Gunnar Hrafn Jónsson er einnig á leið á þing eftir að hafa hafnað í fimmta sæti í prófkjöri Pírata en hann er sonur Jóns Orms Halldórssonar sem var helsti aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen og að sögn skyldmenna er Gunnar Hrafn skírður í höfuðið á Gunnari Thoroddsen. Móðir Gunnars Hrafns er rithöfundurinn Jónína Leósdóttir, eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra.

Fræg er ljósmynd Gunnars V. Andréssonar af Gunnari Thoroddsen og eiginkonu hana sem stóðu ekki upp þegar Geir Hallgrímssonr var hylltur sem formaður Sjálfstæðisflokksins á samkomu.


Sjá nánar...
BRYNDÍS & MARTEINN

Bryndís Björgvinsdóttir og Marteinn Sindri Jónsson eru sæt saman.

Bryndís var útnefnd Kona ársins á síðasta ári í Kryddsíld Stöðvar 2 á Gamlársdag vegna framgöngu til stuðnings flóttafólks og sýndi góða takta í spurningateymi Gettu betur í Ríkissjónvarpinu.Marteinn Sindri var um árabil módel hjá nokkrum stærstu tískukóngum heims en sneri heim, lærði heimspeki og hefur verið með áhugaverða þætti á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Þá er hann að hasla sér völl á tónlistarsviðinu með eftirtektaverðum hætti.


Sjá nánar...
FJÖLNIR MEÐ PRINSINUM AF DUBAI

Lesa frétt ›MENNINGARSÓTT Á AKUREYRI – LÍKA

Lesa frétt ›GEGGJAÐ GRILL

Lesa frétt ›HREINN VILL HREINAR LÍNURLesa frétt ›BRÓÐIR ELLÝJAR OG VILHJÁLMS

Lesa frétt ›BJÓRTUNNUGUFA Á EGILSSTÖÐUM

Lesa frétt ›BESTA BLÍÐA

Lesa frétt ›UPPRUNI ÁSTARINNAR

Lesa frétt ›BEAUTIFUL Í BERUNESI

Lesa frétt ›SUNDHÖLLIN ALVEG AÐ KOMA

Lesa frétt ›HVERFISGATAN HVERFUR

Lesa frétt ›
SAGT ER......að svona eigi að gera þetta.

...að í fyrsta sinn í áratugalangri sjónvarpssögu Íslendinga hafi Edda Andrésdóttir birst með gleraugu í beinni útsendingu í gærkvöldi á Stöð 2. Hvað næst?

...að þetta sé það vinsælasta í dag í Reykjavík - borg óttans.Meira...SAGT ER......að súperpíratinn Ásta Guðrún Helgadóttir hafi gert ógilt í 1. atrennu að LÍN í fréttum. Sagði mér "þykja" í stað mér "þykir". Staðan því 1:0 fyrir aðra keppendur í greininni.

...að þeir sem fara snemma að sofa hafi tilhneigingu til að vakna fyrr en þeir sem vaka frameftir.

...að fyrsti þátturinn af sex, Sendur í sveit, sem Mikael Torfason hefur gert fyrir Ríkisútvarpið, lofi góðu. Snyrtilega og skemmtilega gert. Eiginlega frábært. Hlustið hér!

...að helsti vandi ferðaþjónustunnar snúi að salernismálum en svona er karlaklósettið í Halldórskaffi, frábæru veitingahúsi í Vík í Mýrdal, önnur skálinu hefur hreinlega gefist upp og hin annar ekki eftirspurn....að Valgerður Bjarnadóttir Benediktssonar fyrrum forsætisráðherra og systir Björns Bjarnasonar fyrrum menntamálaráðherra og fyrrum eiginkona Vilmundar Gylfasonar, sem ruddi braut á mörgum sviðum á stuttum pólitískum ferli, sækist eftir fyrsta eða öðru sætinu á framboðslista Samfylkingarinnar  í Reykjavík í prófkjöri undir kjörorðinu "Ekki fædd í gær" og segir: "Við erum rík þjóð. Við höfum efni á að útrýma fátækt og tryggja fólki efnahagsleg og félagsleg réttindi. Látum auðlindarentuna renna í sameiginlega sjóði en ekki í hirslur útgerðarmanna og álfyrirtækja."...að Morgunblaðið hafi slegið ólympíumet í ónákvæmni með forsíðumynd í dag þar sem segir að úrbóta sé þörf í Reykjadal vegna átroðnings ferðamanna. Myndin er góð en hvergi kemur fram hvar Reykjadalur sé. Er hann í Hveragerði, Hvammstanga eða kannski á Hvolsvelli?...að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sé í sjöunda himni og segi: Nú er allt á fullu hjá okkur í Viðreisn. Ámundi Ámundason eðalkrati og umboðsmaður Íslands skráði sig í flokkinn núna í vikunni....að það hljóti að vera ofboðslega leiðinlegt að vera venjulegt fólk....að yfir þrjú þúsund hjónavígslur hafi farið fram á vegum Ásatrúarfélagsins og þar af er stór hópur útlendinga....að hafraklattarnir frá Sigurveigu Káradóttur í Matarkistunni séu besti skyndibitinn í bænum og nú er sonur hennar búinn að komast að því að íslenska sauðkindin er sólgin í þá líka.Meira...