Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

ÓSKALAG FRÁ BORNHOLMÓskalag hefur borist frá lesanda í Danmörku; nánar tiltekið frá Bornholm sem er lítil eyja úti fyrir suðurstönd Svíþjóðar en lýtur Dönum.

Sjá fleiri lög...BESTI LEIKARI Á ÍSLANDISerbinn Zlatko Krickic er besti leikari á Íslandi og hann sannaði það þegar kvikmyndin Borgríki 2 var frumsýnd.Þó Zlatko sé bifvélavirki á mennt hefur hann til að bera meðfædda leikhæfileika og nýtur sín þannig á hvíta tjaldinu að unun er á að horfa.

Íslenskir meðleikarar hans sýndu einnig sitt besta og voru frábærir; Siggi Sigurjóns náði gjörspilltum yfirmanni fíkniefnadeildarinnar vel, Hilmir Snær, tímalaus töffari, Ingvar E. afbragð, Ágústa Eva léttleikandi löggustelpa og svo Darri Ingólfsson sem er næstbesti leikari á Íslandi á eftir Zlatko – enda býr Darri í Hollywood.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. PÁLL SLÁTRAR JÓNI: Ríkissjónvarpið frumsýndi nýjan þátt um helgina, Óskalög þjóðarinnar, þar sem tónlistarmaðurinn ...
  2. FORSETAEFNI Í ÚTSVARI: Frammistaða Láru Ómarsdóttur í spyrlahlutverki í Útsvari Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi hefur kal...
  3. KONA LEIGUBÍLSTJÓRANS ÞVÆR BÍLINN Á MEÐAN HANN LES BÓK UNDIR STÝRI: Þessi leigubílstjóri er vel kvæntur. Konan þvær bílinn með klút á meðan hann situr undir stýr...
  4. FÓR Á GULLNA HLIÐIÐ OG HÉLT HANN VÆRI Í HELVÍTI: "Ég var hálf meðvitundarlaus þarna, löðrandi í svita í miðjum sal og gat mig ekki hrært," segir ...
  5. PRÓDÚSENTARNIR Á CAFÉ ÓPERU: Gamla myndin sýnir sjónvarpsfólk á Stöð 2 á rándýrum veitingastað við Lækjargötu sem hét Café Óp...


BALKANINNRÁS BRAGÐLAUKANNALoksins er hægt að fá hinar heimsfrægu Balkanbollur á Íslandi; þekktar í ölum heimborgum sem Cevapi og stútar hvaða hamborgara sem er bæði í verði og gæðum – og þá ekki síst brauðið sem er sérbakað og gæti verið úr Sandholt.Reyndar eru þetta ekki bollur því Cevapi er ílöng og upprúlluð kjötblanda með kryddi, borin fram með sósum í fyrrnefndu brauði sem skapar galdurinn sem svo lengi hefur verið eftirlæti og stolt þjóðanna á Balkansskaga sem í eðli sínu eru sælkerar og byggja matarhefð á mörg þúsund ára gamalli menningu.

Og nú í Núpalind 1 í Kópavogi og staðurinn heitir Yougo – eins og Yougoslavia.


Sjá nánar...
NÝTT UMFERÐARSKILTI Á AKUREYRINýstárlegt umferðarskilti hefur verið hannað á Akureyri í barnalegum stíl enda hvetur það ökumenn til að geta ekki börn undir stýri sem getur verið miklu hættulegra en að tala í farsíma við þær aðstæður.

Skiltið er enn í þróun og ekki búið að ákveða hvar eða hvort það verður sett upp.

Til stendur að kynna það fyrir starfsmönnum Umferðarstofu og víðar á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.


Sjá nánar...
FLJÚGANDI HÆNUR Í LAUGARNESI“Ég hef aldrei séð hænur sitjandi upp í tré við hlið skógarþrasta,” segir ljósmyndari sem leið átti um Laugarnesið í námunda við bústað Hrafns Gunnlaugssonar.

Taldi hann að hænurnr í trénu væru á vegum Hrafns þótt hann vissi það ekki.Ekki er nóg með að hænurnar sitji upp í trénu heldur er þar einnig hani sem galar ótt og títt og skiptir þá ekki máli hvaða tími sólarhrings er.

Fyrir bragðið spillir hann fyrir tónleikahaldi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þarna rétt hjá.myndir / zorro


Sjá nánar...
BERGLJÓT SÖNG PIAF OG MONROE

Listadívan Bergljót Arnalds átti afmæli og í tilefni þess efndi hún til tónleika heima hjá sér í Kópavogi og segir:

“Steindór Dan mun sitja við píanóið og ég mun taka nokkur af mínum uppáhaldslögum; meðal söngkvenna em vitnað verður til eru Edith Piaf og Marilyn Monroe,” segir Bergljót sem afþakkaði afmælispakka en þáði frjáls framlög gesta til stuðnings útgáfu á frumsömdu efni en Bergljót vinnur að gerð nýs disks sem mun heita Heart Beat eða Hjartsláttur og byggjast sum lögin á upptökum af slætti hjartans.


Sjá nánar...
“NEGRAR” URÐU “INDÍÁNAR”

Lesa frétt ›BÓHEM SNÝR AFTUR

Lesa frétt ›LEYNILEG SVEIFLA Í HAFNARFIRÐI

Lesa frétt ›OPNUM HEITA LÆKINN AFTUR

Lesa frétt ›SUNDLAR SÉÐ OG HEYRT

Lesa frétt ›SPACY SEXINESS

Lesa frétt ›EKKI-MS-MJÓLKIN RENNUR ÚT

Lesa frétt ›HVAR ERU STRÆTISVAGNARNIR? 1963

Lesa frétt ›ÝLDULYKT AF ROTNANDI LAUFBLÖÐUM

Lesa frétt ›FÓR Á GULLNA HLIÐIÐ OG HÉLT HANN VÆRI Í HELVÍTI

Lesa frétt ›PÁLL SLÁTRAR JÓNI

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að ársfjórðungsritið Hrepparígur fjalli um stóra hríðskotabyssumálið með sínum hætti: Kalman oddviti neitar að tjá sig um hvort einkabílstjóri hans, Vermóður á Endajaxli, aki um með vopn í Willanum. Ísbjörg ritari skaut því að blaðasnápum að kindabyssa væri um borð, enda hafi verið talað við oddvitann með tveimur hrútshornum í réttunum í haust. Byssan fékkst gefins úr gamla sláturhúsinu, gegn ríflegu framlagi úr sveitarsjóði....að Maídís sé óvenjulegt og fallegt kvenmannsnafn - þýðir líklega Vorgyðja....að Þorsteinn Helgason opni einkasýningu á nýjum málverkum í Gallerí Fold laugardaginn 25. október kl. 15. Þorsteinn hefur síðustu tvo áratugi unnið með abstrakt form, undir áhrifum af franska skólanum sem kom fram í París upp úr miðri síðustu öld. Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu, með ágengum litasamsetningum og allt að þvi geómetrískum formum. Þorsteinn Helgason (1958) nam arkitektúr í Kaupmannahöfn og myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík 1998 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt en þetta er sjöunda einkasýning hans í Gallerí Fold þar sem hann sýndi fyrst árið 2000. Auk sýninga hér heima hafa verk hans verið sýnd í Lundúnum, Stokkhólmi og í New York. Þosteinn er meðeigandi að arkitektastofunni Ask arkitektar.Meira...SAGT ER......að uppselt hafi orðið á Jólagesti Björgvins á 5 mínútum og því aukatónleikum bætt við hið snarasta ð kl.16 sama dag, laugardaginn 13. desember - sala hafin. Jólagestir Björgvins hafa verið einir vinsælustu jólatónleikar þjóðarinnar í átta ár - en að þessu sinni hafa öll met verið slegin. Eitt stykki Laugardalshöll uppseld nokkrum mínútum. Miðarnir renna út hraðar en heitar jólasmákökur.

...að einn merkasti myndlistarmaður samtímans, Jón Óskar, fagni sextugsafmæli í dag með því að undirbúa sýningi lífs síns og fer hún að bresta á. Jón Óskar hannaði Loka, spjátrunginn á baksíðu DV sem segir samfélaginu til syndanna reglulega og veitir ekki af.

...að Ninna Hafliðadóttir hafi verið ráðinn sem “Director of High End & Luxury Marketing”, nýstofnaðri einingu innan Meet in Reykjavík. Markmiðið er að styrkja ímynd Reykjavíkur og Íslands í augum vel stæðra ferðamanna, markaðssetja áfangastaðinn og stuðla að langtímastefnumörkun á þessu sviði. Stofnaðilar verkefnisins eru Icelandair Group, Bláa Lónið, Landsbankinn og Meet in Reykjavík en gert er ráð fyrir fleiri þátttakendum á næstu mánuðum. Ninna er með yfir 20 ára reynslu á sviði sölu og markaðsmála, var framkvæmdarstjóri verslunarsviðs 66°NORÐUR um árabil og sá þar um stefnumótun og tengingu við  vel stæða ferðamenn í gegnum samstarfsaðila. Verkefnastjóri í Markaðsdeild Valentino í New York sá um að halda utan um og skipuleggja allan stuðning vegna auglýsinga, útlán á fatnaði til leikara vegna verðlaunathafna og viðtala.  Framkvæmdarstjóri verslunarsviðs J.Lindeberg í NewYork, sölustjóri Joseph í New York og Creative Director hjá Baby Guess í Los Angeles og var ábyrg fyrir opnun allra verslana þeirra í Bandaríkjunum. Ninna er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá American College for the Applied Arts í Los Angeles. „Það er mjög ánægjulegt að fá Ninnu um borð í þetta spennandi verkefni þar sem hún hefur fjölbreytta og alþjóðlega reynslu sem tengist lúxus markaðnum á margvíslegan hátt. En Ninna var valin úr hópi  margra mjög hæfra umsækjenda“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson Framkvæmdarstjóri Meet in Reykjavík.

...að árshátíðir séu aðallega fyrir kvenfólk....að það sé rétt hjá Friðriki Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Skjás eins, að eitthvað sé bogið við þá staðreynd að 5,3 milljarðar á ári dugi ekki Ríkissjónvarpinu til að reka eina sjónvarpsrás og tvær útvarpsstöðvar - hlýtur að vera heimsmet.

...aðUniJon bjóða uppá rólega og notalega stemningu á Menningarveislu Mosfellsbæjar. Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalst par. Saman kalla þau sig UniJon. UniJon voru seinasta vetur á tónleikaferð um Evrópu, þar sem þau hafa kynnt plötuna sína Morning Rain.

Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og rómantísku nótunum. UniJon hafa verið rómuð fyrir ljúfsára og notalega stemningu. UniJon bjóða uppá Kyrrðartónleika þar sem þér gefst kostur á að slaka á og sleppa tökunum á amstri hversdagsins. Komdu  og áttu notalega stund með UniJon í Lágafellskirkju á Menningarveislu Mosfellsbæjar - sunnudaginn 26. október.

...að haldið verði upp á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju 24.-31. október. Svo eru menn að hafa áhyggjur af eftirlaunaaldri sem er aðeins 67 ár.

...að Hraðfréttir Ríkissjónvarpsins séu orðnar Hægfréttir eftir að þær voru lengdar í báða enda.

...að DV hafi skánað um helming upp á síðkastið.

...að í tilefni 90 ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða muni gullsmiðirnir Bolli Ófeigsson, Dýrfinna Torfadóttir og Karl Gústaf Davíðsson halda sýningu á nýjum verkum sínum í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin opnar  laugardaginn 18. október kl.14 - 16. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.  Sýningin stendur til 23. október.Meira...