Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

BEAUTIFUL DREAMERRoy Orbison í rólegheitum.

Sjá fleiri lög...BESTA KJÖTSÚPAN

Besta kjötsúpan á suðvesturhorninu er í Litlu kaffistofunni á Sandskeiði, kostar aðeins 1.290 krónur og með fylgir nýbakað brauð, mjúkt smjör, kaffi og upprúlluð pönnukaka með sykri á eftir.

Íslenska kjötsúpan er tálbeita fyrir túrista víða við hringveginn og þá oftar en ekki í dulargervi með saffrani, engifer eða jafnvel indverskum kryddum.

Í Litla Kaffistofunni er hún heiðarleg á grunni gamallar hefðar; velútilátin og veitingamaðurinn kippir sér ekki upp við að gestir biðji um ábót.

Fimm stjörnur af fjórum.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. SÆNSKA LAGIÐ STOLIÐ – OFT!: Mans Zelmerlöv sló rækilega í gegn sem fulltrúi Svía í Eurovision í gærkvöldi með Heroes sem þyk...
  2. FORSETABÍLLINN Í RUSLI: Fínasti forsetabíllinn í flotanum, 90 módelið af Cadillac, er ekki í viðeigandi félagsskap eins ...
  3. PRINS POLO SNÝR AFTUR: Prins Polo er nú komið í upprunalegar pakkningar eins og miðaldra fólk man eftir þeim frá fyrri ...
  4. JÓN LOFTSSON ENDURREISTUR: Skilti Jóns Loftssonar er aftur komið upp á framhlið stórhýsins sem eitt sinn hýsti umfangsmikin...
  5. BESTI BASSINN OG MEGAS: Stórskáldið Megas og Skúli Sverrisson, besti bassaleikari þjóðarinnar frá upphafi, ásamt hljómsv...


HÆTTI Á FACEBOOK - ALLT Í FOKKIÞjóðþekktur maður í austurbæ Reykjavíkur gerði tilraun til að hætta á Facebook en það endaði með ósköpum og hér segir hann sjálfur frá:
Nokkrir af ykkur sem ég þekki og sendi stundum einhverjar línur – eru einnig á Facebook. Við erum vinir og deilum milli okkar allskonar fréttum, fróðleik og hugleiðingum.

Sumir eru að segja frá lífi sínu, skemmtunum og störfum, aðrir rétt svona sýna okkur eina og eina gamla ljósmynd og deila með okkur minningum. Þetta er sem sagt allskonar eins og Jón Gnarr sagði.

Fyrir einhverjum viku sagði ég skilið við Facebook. Mér fannst þetta samskiptaform taka frá mér tíma sem væri betur varið í störf og vinnu.

Svo gerist það í dag að ég fæ símtöl og tölvupósta um að svæsin klámmynd sé nú frá mér kominn á Facebook og með einhver skilaboð frá mér. Þetta gat ekki passað. Ég sem er búinn að loka þessum aðgangi, hættur á „kíkja” á Facebook eða loka hreinlega þessum „acount” mínum.

Viti menn þegar ég ræsi Facebook síðuna mína, er þar að finna soraklám! Í pósti frá stjórn Facebook, sem barst rétt í því, segir að kvartað hafi verið yfir þessu klámi við Facebook sjálfann, en við rannsókn tæknimanna hafi komið í ljós að óþekktarormur í Rússlandi hafði yfirtekið síðuna mína. Þetta var þá einhver Ivor sem læddi þessu inn á Facebook og bauð vinum mínum upp á óþverrann í mínu nafni.

Nú gerði ég eins og Mr. Facebook ráðlagði, lokaði þessum „acount” – en ég opnaði ekki nýjan eins og mér var boðið upp á.

Afsakið; ég er horfin af Facebook, hallur af heimi, farinn á vit annarra svæða – svíf frekar í heimi sígildrar tónlistar og hlusta á Bach og Bruckner, Gillespi eða Oscar Peterson.

En takk fyrir samveruna á Facebook, það gat bara verið gaman að sjá hverjir voru að borða saman, taka góðar ljósmyndir, skoða brúðkaupsmyndir, heyra af afmælum, barnsfæðingum og gleðskap heima og að heiman. Nú eru þetta endalokin; completion,-færdiggørelse, achèvement, terminación, eða eins og Rússinn segir sjálfur; завершение.

Takk og bless…

En maður hefur jú alltaf Séð & Heyrt – og þetta – smellið á myndband:
Sjá nánar...
BRJÁLAÐUR Í EUROVISIONJóhannes Þór, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er í sjóðandi stuði á túninu fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu á forsíðu nýjasta Séð og Heyrt.


Sjá nánar...
BOGGA BLÁA OG BJARNI BENElínborg María Ólafsdóttir, oft kölluð Bogga Bláa, lé af störfum sem farsæll formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði í gærkvöldi. Hún á eftir að sakna Bjarna Benediktssonar formanns og sagði í tilefni dagsins:

“Við Bjarni kvōddum hvort annað í kvōld og hann á pottþétt eftir að sakna mín. Ég sný mér að öðrum verkefnum en þetta er búið að vera skemmtilegur tími og hellings lærdómur. Takk og bless.”


Sjá nánar...
UPPLÝSINGAFULLTRÚI SEGIR ÓSATTFjölmennur hópur íslenska fjölmiðlamanna fór í boðsferð til Washington með flugfélaginu WOW þar sem meðal annars var boðið i kokteilpartý hjá Geir 

H. Haarde sendiherra og þinghúsið í borginni skoðað.

Í viðtali við stundin.is segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW að öllum íslenskum fjölmiðlum hafi verið boðið en það er ekki satt.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins fékk ekkert boð, eirikurjonsson.is ekki heldur né vinsælasta tímarit landsins um árabil, Séð og Heyrt.


Sjá nánar...
FRESTAÐI HEIMFERÐ FRÁ CANNES

Lesa frétt ›SKIPTIR FAXI FYRIR 1.500Lesa frétt ›JÓN LOFTSSON ENDURREISTUR

Lesa frétt ›FRÍ EFTIR HÁDEGI

Lesa frétt ›SÆNSKA LAGIÐ STOLIÐ – OFT!

Lesa frétt ›FORSETABÍLLINN Í RUSLI

Lesa frétt ›BESTI BASSINN OG MEGAS

Lesa frétt ›LÍNA LANGSOKKUR SJÖTUG

Lesa frétt ›GATNAFRAMKVÆMDIR Í REYKJAVÍK 1923

Lesa frétt ›PRINS POLO SNÝR AFTUR

Lesa frétt ›FRESTA HEIMFERÐ FRÁ CANNES 

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að útlendingar haldi vart vatni yfir Búlluborgurum Tomma erlendis eins og hér má sjá:

Tommi’s is a burger-lovers burger joint, with two London locations from which it serves its succinct, American-retro menu: Marylebone and King’s Road. We visited the former on a Friday evening and, as one might expect from a central London eatery, it was busy. But, unlike many places in the city, Tommi’s Burger Joint is busy with locals and those in the know, and that’s always a good sign.

The restaurant’s allure lies not only in its menu but also in its atmosphere – the décor is kitsch without trying too hard (think The Kramer in one corner and vintage diner-style milkshake signs in another) and the playlist is good. You order at the counter; we decided on the steak burger and the monthly special – for May it’s an Asian-inspired creation with succulent confit belly pork and Sriracha – plus fries.

They have a more than extensive selection of condiments, including a homemade béarnaise that tastes incredible and rare American barbeque and hot sauces. Although we didn’t go for it this time, we’d also recommend the classic beef burger – it’s wonderfully nostalgic with its classic, time-tested ingredients that remind us of childhood parties in the very best way.

The brand is actually Icelandic and is wildly popular in its home country. Its origin works in its favour; the food and ambiance have all the wistful charm of Americana, but it’s combined with the clean, unfussy nature often credited to Scandinavia. The main courses are sizeable, but we couldn’t resist the milkshake for dessert. They’re as thick as mid-melted ice cream and the flavours are rich – vanilla tastes just as it should, like pure, freshly scraped beans, cream and sugar.

by Becky Zanker

Tommi’s Burger Joint, 30 Thayer Street, London W1U 2QP, England...að Kristján Hreinsson, oft nefndur Skerjafjarðarskáld, sé að hugsa um að flytja til Noregs og hefja þar doktorsnám í heimspeki.

...að það verði gaman í Borgarleikhúsinu klukkan átta að kvöldi 2. júní þegar Shantala Shivalingappa kemur þar fram en hún er einstakur dansari í fremstu röð, hvort sem um er að ræða klassíska indverska danslist eða vestrænan nútímadans. Þessi fjölhæfa og óvenjulega listakona kemur á Listahátíð í Reykjavík með Kuchipudi-verkið Akasha sem flutt er við lifandi tónlist indverskra tónlistarmanna. Gagnrýnandi New York Times lýsir henni sem “guðdómlega hæfileikaríkri” og Washington Post segir hana hafa haldið “yfirfullum sal í gíslingu” með kraftmikilli og seiðandi tjáningu sinni. Shantala hefur unnið með stærstu nöfnum dansheimsins, svo sem Pinu Bausch og Sidi Larbi Cherkaoui, sem hafa bæði starfað með henni og samið fyrir hana verk.Meira...SAGT ER......að margir miðaldra karlmenn safni alskeggi til að hylja fyrstu ellimerkin sem fram koma undir kjálkum, á hálsi og efst á bringu - svona krump.

...að Sigurður örn Brynjólfsson skopmyndateiknari sendi kveðju yfir hafið frá Tallin í Eistlandi þar sem hann er búsettur - að gefnu tilefni.

...að Bíó Paradís, í samstarfi við Evrópustofu og samstarfsverkefnið Creative Europe, sé farin af stað í annað sinn með hringferð um landsbyggðina og stendur fyrir ókeypis kvikmyndasýningum á 6 mismunandi stöðum með þeim tilgangi að efla kvikmyndamenningu á landsbyggðinni.

...að svona sé staðan 19. maí kl. 14:14....að formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sé ekki sáttur eftir sundferð í hverfinu og segir: Ætlaði í gufubaðið í Vesturbæjarlauginni með son minn. Komst þá að því að börnum er meinaður aðgangur að gufubaðinu. Bannað innan 16 ára og þá skiptir engu hvort þau eru í fylgd með foreldrum eða ekki. Hvað er virkilega að gerast í gufubaði að það þurfi að banna börnum að fara þangað inn? Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væri mjög hollt og gott fyrir alla að fara í gufubað. Finnst ykkur þetta eðlilegt fyrir almenningssundlaug?

...að Bæjarins bestu séu að skipta um bakarí eftir nær heila öld. Eða eins og segir í fréttaskeyti:

Björnsbakarí á Skúlagötu (Klapparstíg 3), sem er upphaflega Björnsbakaríið (smellið á frétt hér), er búið að baka pylsubrauðin fyrir Bæjarins bestu í 85 ár eða frá stofnun pylsuskúrsins. Fyrrir hálfum mánuði síðan tókst Gæðabakstri / Ömmubakstri að undirbjóða viðskiptin og frá og með 1. september 2015 munu þeir baka allt fyrir Bæjarins bestu. Björnsbakarí, þetta á Skúlagötu, hefur sagt upp öllu starfsfólkinu sínu og bakaríið var auglýst til sölu í Fréttablaðinu  laugardaginn 9. maí. Er hér um mjög sorglegan atburð að ræða, og spurning hvort pylsurnar verði eins?...að Fjöruborð - málverkasýning Raymonds Rafns Cartwright, verði opnuð laugardaginn 16. maí kl. 15-17 í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. Raymond er breskur listmálari sem hefur búið hér á landi síðan 1980. Hann hefur haldið margar sýningar hér þó ekki nýlega. Hann hefur sýnt olíumálverk, vatnslitamyndir og scraperboard myndir.  Sýningin stendur til 16. júní og er opin á verslunar tíma. Allir velkomnir...að Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hafi verið valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni og hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni. SPOT hátíðin fór fram í Árósum í Danmörku frá 30. apríl til 3. maí og Minimalen hátíðin fór fram í Þrándheimi í Noregi frá 22. til 26 apríl. Ártún fjallar um ungan strák sem langar að upplifa sinn fyrsta koss en ekkert gengur í litla þorpinu þar sem hann býr. Bestu vinir hans segja frá stelpum í borginni sem fara í vímu og eru til í allt þegar þær reykja sígarettur. Hann á erfitt með að trúa því en ákveður samt að fara með þeim til borgarinnar og sjá hvað gerist. Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir og skrifar handritið að Ártúni en myndin er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures í samstarfi við Sagafilm og hið danska Fourhands Film. Rúnar Rúnarsson er meðframleiðandi og kvikmyndataka er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen, sem vann nýlega Silfurbjörn fyrir framúrskarandi listrænt framlag á Berlinale hátíðinni. Verðlaunin hlaut hann fyrir kvikmyndatöku sína í Victoria, kvikmynd sem er 140 mínútur að lengd og er öll tekin upp í einni töku....að tíu ára aldursmunur sé á fjölmiðlastjörnunum Ellý Ármanns og Gillzenegger en þau eiga bæði afmæli í dag; Ellý 45 ára og Gillz 35.

12. maí kl. 14:30Meira...