Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

KÍNVERJI SYNGUR KINKSSmellið hér!

Sjá fleiri lög...FEÐGAR Í FELLIBYLÓlafur Þórarinsson, landsþekktur hljómlistarmaður á Selfossi, og Bassi sonur hans lentu svo gott í lífsháska þegar þeir voru á leið heim eftir að hafa spilað á balli um helgina – það var foráttuveður og Bassi lýsir því svona:Mikil ævintýrahelgi búin hjà okkur feðgum. Spiluðum á miklu stuð-þorrablóti á Eyrarlandi rétt hjá Vík í ýrdal þar sem vel yfir 100 manns skemmtu sér í pínulitlum sal eins og sardínur í dós.

Þegar við ætlum heim þá lendum við í óveðrinu sem small á á laugardagsnótt. Við stöndum skjálfandi fyrir utan að klóra okkur í hausnum þegar dama af dansleiknum býður okkur að gista í mannlausu gistiplássi á ‘Giljum’ á meðan veðrið gengur yfir. Við þiggjum það með frosið hor út á kinn og þegar við leggjumst loksins uppí þá þakka ég fyrir að vera inni með rafmagn og hita.

Um leið fer rafmagnið af.

Þannig að undir 3 sængum og 2 teppum þakka ég fyrir að það sé eldhús og ísskápur í húsinu, þannig að ég fer og ætla að narta í eitthvað. Þá er ísskápurinn tómur. Ég þakka þá fyrir að komast fljótlega heim á bílnum og kíki út á hlað. Tvær brotnar rúður í bílnum.

Ég ætla að fara að þakka fyrir að hafa þó félagsskap frá gamla en hætti snarlega við það þar sem kallinn hefði sennilega hrokkið upp af um leið. 

Ég fann þurrt músslí til að narta í og reiknaði út að ég gat leyft mér rúsínu í öðrum hvorum bita og jafnvel hnetu í fjórða hverjum.

Fastir inni í 30 klukkustundir höfðum við feðgar það annars fínt, spjölluðum, störðum út í loftið og pældum mikið. Fólkið í sveitinni sà um okkur inn á milli og reddaði því sem reddað varð. Við teipuðum svo plast fyrir rúður og erum vongóðir að komast jafnvel á leiðarenda í dag.

Ég þarf bara að passa mig að þakka ekki fyrir neitt á leiðinni.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. VIGDÍS FIMMTUG Í SÓLMYRKVA: Vigdís Hauksdóttir alþingiskona heldur upp á fimmtugsafmæli sitt 20. mars en þá verður sólmyrkvi...
  2. GALLAÐIR PLASTPOKAR Í UMFERÐ: Varúð! Gallaðir plastpokar framleiddir af Heima fyrir Aðföng eru í umferð og seldir í flestum ver...
  3. VEIT ISAVIA EKKI AF INTERNETINU?: Fréttaskeyti af flugvellinum: --- Isavia hefur tilkynnt hvaða hönnunarfyrirtækið varð hlut...
  4. ÚTVARPSVERÐLAUN ÓSKAST: Heimir Karlsson, einn vinsælasti útvarpsmaður landsins, kvartaði yfir því í morgunútvarpi sínu á...
  5. SVEINN Í ELDSVOÐA: Sveinn Þormóðsson var ótrúlega slyngur fréttaljósmyndari. Hann gaf lítið fyrir það listræna, var...


ANDRÉS ÖND Á SUBARU Í BORGARTÚNIÖkumönnnum í Borgartúni brá í brún í gær þegar þeir sáu bíl Andrésar Andar í umferðinni en hann er auðþekktur á númerinu 313.

Andrés hefur hingað til ekið á litlum, rauðum, opnum fólksbíl en þarna var hann kominn á gamlan Subaru.

Myndin lýgur ekki.


Sjá nánar...
VEIKINDI Á FJÖLMIÐLUMFlensan geisar enn af fullum krafti og setur strik í atvinnulífið.

Útgáfa fjölmiða er í hættu vegna veikinda og í morgun fékk ritstjóri á höfuðborgarsvæðinu þetta þegar hann vaknaði:

“Ég er fáránlega slöpp, verð heima í dag…”

Og í gærmorgun þetta:

“Löggst ælandi eins og múkki, gengur vonandi yfir.”

Hvað verður það á morgun og mánudag?


Sjá nánar...
KRIMMAR Á NESINU

Sveitarstjórnarmaður á Seltjarnarnesi sendir skeyti:Þrír sakamálahöfundar búa á Seltjarnarnesi; Arnaldur, Yrsa og svo Sólveig Pálsdóttir.

Öll eru þau nú þýdd á erlend tungumál.
Allir visu um Arnald og Yrsu en færri þekkja Sólveigu sem einmitt var að fá í hendurnar tvær skáldsögur sínar í þýskum búningi; Eiskaltes Gift og Tote Wale.


Sjá nánar...
REYNIR MEÐ SPRENGJUBÓK

 Samhliða því að renna nýjum fjölmiðli af stokkunum, Stundinni, vinnur Reynir Traustason að ritun bókar sem á eftir að valda fjaðrafoki í íslensku samfélagi.

Sjálfur segir Reynir að fyrstu hundrað síðurnar myndu duga í fimmtán forsíður á Séð og Heyrt.

Reynir er þögull sem gröfin um bókina en víst er að hún fjallar um einstakling sem lætur allt vaða sem áður hefur legið í þagnargildi.

Frekari frétta að vænta með hækandi sól.


Sjá nánar...
ASHKENAZYHÚSIÐ VÍGGIRT

Lesa frétt ›GAMALT FALLEGRA EN NÝTT

Lesa frétt ›GALLAÐIR PLASTPOKAR Í UMFERÐ

Lesa frétt ›MELABÚÐIN MALAR…

Lesa frétt ›ÓLAFUR RAGNAR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

Lesa frétt ›VEIT ISAVIA EKKI AF INTERNETINU?

Lesa frétt ›Á FLÓTTA UNDAN LJÓSMYNDURUM

Lesa frétt ›SVEINN Í ELDSVOÐA

Lesa frétt ›VIGDÍS FIMMTUG Í SÓLMYRKVALesa frétt ›I LOVE THE BOTTLE…

Lesa frétt ›ÚRVALIÐ OF MIKIÐ Í BÓNUS

Lesa frétt ›
SAGT ER...Í framhaldi af árshátíð 365 miðla barst þessi vísa:

Svo skartklædda Nonna og Skúla,
ekki skapvonda gerði og fúla,
brosti Siggi Hlö þykku,
í brjósthæð við Ingu og Rikku,
en bundinn var Logi í múla!...að Borgar Þór Einarsson, lögfræðingur og stjúpsonur Geirs Haarde, hafi talað svo skynsamlega um innflytjendamál og verkalýðshreyfinguna á sjónvarpsstöðinni ÍNN að hann hljóti að teljast sjóðheit spútnik í íslenskri pólitík næstu missera. Glöggur og upplýstur.

...að stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson sé búinn að leysa þræturnar um náttúrupassann. Ragnheiður Elín ferðamálaráðherra getur farið að pakka saman. Náttúrupassinn á ekki roð í þessa lausn Kristins.Meira...SAGT ER......að salernin á veitingahúsinu Nings við Suðurlandsbraut séu svo snyrtileg og hrein að þau séu eiginlega heimsóknarinnar virði....að visir.is eigi fyrirsögn dagsins og jafnvel vikunnar....að strætó auglýsi eftir þjónustufulltrúum og veiti ekki af. Ráningaþjónustan Alfreð sér um málið en hún á ekkert skylt við Alfreð Þorsteinsson fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Lýsingin er þessi: Við óskum eftir framúrskarandi fólki til að ganga til liðs við fyrirtækið. Um er að ræða framtíðarstarf í þjónustuveri Strætó bs. Umsækjendur þurfa að vera 25 ára eða eldri, með mikla samskiptahæfni, ríka þjónustulund og getu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhugasamir smelli hér.

...að um síðastliðna helgi hafi leikhúsgestur númer þrjátíu og fimm þúsund mætt á sýninguna Lína Langsokkur en sýnt hafa verið yfir 60 uppseldar sýningar.  Gestur númer 35.000 var Ingimundur Gestsson sem var á sýningunni ásamt tvíburadætrum sínum Elísabetu og Katrínu. Herra Langsokkur sótti þau út í sal og færði þeim blóm og gjafakort fyrir fjóra á sýninguna Billy Elliot. Ekkert lát er á vinsældum Línu Langsokks og heldur hún áfram að heilla leikhúsgesti á öllum aldri en Lína er leikin af Ágústu Evu Erlendsdóttur og leikstjóri er nafna hennar Ágústa Skúladóttir....að nýjasta stjarna íslenskrar tónlistar, Salka Sól Eyfeld, sé dóttir leikarans góðkunna og stjórnmálamannsins í Kópavogi, Hjálmars Hjálmarssonar.

...að Jón Óskar Hallgrímsson hafi verið ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Jón Óskar tekur við starfi Ásdísar Höskuldsdóttur. Hann er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í opinberri stjórnun og stefnumörkun frá University of Manchester. Hann hefur reynslu af fjármálastjórn og rekstri í opinbera geiranum bæði hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum, auk þess að hafa unnið við rekstrar- og fjármálaráðgjöf fyrir opinbera og einkaaðila. Jón Óskar var rekstrarstjóri iðnaðarráðuneytis þar sem hann var yfirmaður fjármála og rekstrar ráðuneytisins. Þá vann Jón Óskar að umsýslu og mótun regluverks endurgreiðslukerfis kvikmynda sem heyrði undir iðnaðarráðuneytið og síðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Jón Óskar var m.a. formaður nefndar um sem skipuð var á grundvelli laga nr. 43/1999 um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi.

...að umræðan um sykur fari einnig fram í ársfjórðungsritinu Hrepparíg: Ísbjörg ritari er komin á harðan sætuefnakúr. Hún stefnir á að verða eins sæt og Gunna Bergmann. Kalmann oddviti hefur lofað henni launahækkun takist þetta, en segist samt vonlítiill um að þetta takist. Það þyrfti svo mikið magn.

...að Ingi Þór Jónsson, athafnamaður á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, hafi klætt sig upp eins og biskup á öskudaginn.

...að síðastliðnar vikur hafi suður-afríski listdansarinn Oupa Sibeko haft aðsetur í Frystiklefanum í Rifi. Oupa er 22 ára gamall og útskrifaður með fyrstu einkunn frá hinum virta WITS listaháskóla í Jóhannesarborg. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð miklum frama í heimalandi sínu og meðal annars unnið til nokkurra verðlauna fyrir framsæknar og kraftmiklar danssýningar. Bakgrunnur Oupa er í hefðbundnum afrískum dansi en hann sækir einnig innblástur til margra annara dansstíla og segir sýningar sínar snúast um að segja sögur þar sem orðin ein nægja ekki. Þar kemur dans og líkamleg tjáning hans inn í frásagnarformið. Verk hans, Martröð, verður sýnt í Tjarnarbíó laugardaginn 21. febrúar....að forsíða DV klikki á grundvallaratriði þar sem fréttir snúast um fólk. Forsíðan átti að sýna mann taka í nefið - og svo allt hitt.Meira...