Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

PRISON BLUESJohnny Cash í fínu fötunum.

Sjá fleiri lög...KRATINN KOMINN ÚTMánaðarrit Samfylkingarinnar í Reykjvík fyrir apríl er komið út og í kynningu segir:Jafnaðarmaðurinn er mánaðarrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Teitur Atlason er ritstjóri.

Þrátt fyrir að Jafnaðarmaðurinn sé lítið blað þá vekur það alltaf eftirtekt.

Síðast var það umfjöllun um kjörgengi Sveinbjargar Birnu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Núna eru efnistök Jafnaðarmannsins enn heitari því þau taka á máli sem enginn hefur þorað að ympra á en það er hin ranga lögheimilsskráning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans.

Það er meira í Jafnaðarmanninum því “Svarta læðan”  er á sínum stað og skammar fyrrverandi forystumenn Samfylkingarinnar.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KAUPÞINGSFANGAR EKKI Í EINBÝLISHÚSI: Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr innsta hring starfsmanna á Kvíabryggju búa dæmdu Kaupþingsstjórar...
  2. GÍSLI MEÐ BÍL FYRIR KRÚTTIN: Gísli Gíslason lögfræðingur og rafbílasali er á leið til Indlands til að skrifa undir samning um...
  3. FYRIRSÖGN SUMARSINS: Svanur Már Snorrason blaðamaður á fyrirsögn sumarsins í viðtali við Bryndísi Björgvinsdóttur, margve...
  4. STEFÁN HÆTTUR Á DV: Stefán Snævarr heimspekiprófessor í Noregi er hættur að blogga á dv.is og hefur fært sig yfir á ...
  5. NÝR NÁGRANNI?: Lóðanýting á Akureyri er víða með ágætum eins og til dæmis hér þar sem þessi tvö einbýlishús sta...


ÓDÝRT TIL HAWAII

Ferðasjúkur ferðarýnir sendir skeyti:Það er góð og gild ástæða fyrir því hvers vegna fáir Íslendingar hafa komið til Hawaii. Eyjarnar eru hinum megin á hnettinum og fargjaldið í samræmi við það.

Þangað til núna. Var að finna fargjald fram og til baka frá Keflavík til Honolulu á 123 þúsund krónur með ameríska Delta flugfélaginu. Reyndar er líka hægt að komast þangað með Icelandair og samstarfsflugfélögum þess í Bandaríkjunum, en þá er lægsta fargjald 235 þúsund krónur. Þetta er miðað við að fljúga í maí, fargjaldið er hærra yfir sumartímann.

Flugið til Honolulu er langt (bein fluglína er 10 þúsund kílómetrar) og því eru 123 þúsund krónur algjör “gjafagerningur” eins og það er orðað í gjaldþrotamálum. Oft hefur verið ástæða til að brjóta sparibaukinn, en þessi toppar það.


Sjá nánar...
ÍSSKÁPURINN Í ÚTRÝMINGARHÆTTU

Ævintýralegur valkostur fyrir þá sem búa einir eða eru ekki með mörg börn á heimilinu:

Eldum rétt er fyrirtæki sem sendir þér hráefnið í kvöldmatinn heim með uppskrift og öllu.

Engin búðarferð og ekkert sem skemmist í ísskápnum. Eldum rétt sendir þér nákvæmlega það sem þú þarft með kryddi og öllu.

Ef hálft epli er í uppskriftinni færðu hálft epli, tvö hvítlaukssrif og þú færð tvö osfrv.

Allt hráefni er fyrsta flokks, heilnæmt og gott. Og svo er bara að henda pappírpokanum sem herlegheitin koma í og hann fer beint í endurvinnslu fyrir næsta skammt.

Máltíðin leggur sig á ca. 1.200 krónur sem verður að teljast sæmilegt en áhyggjuefnið er ísskápurinn sem með þessu verður svo gott sem óþarfur.

Nema kannski lítill heimilisísskápur fyrir mjólkurdreitil, klaka og tvær dósir af Tuborg Classic.Eldum rétt – smellið hér!


Sjá nánar...
FÖNIX Í FELUM

Fuglinn Fönix, einn þekktasti skúlptúr Ásmundar Sveinssonar, er vel falinn í Hátúni í skoti við inngöngudyr samnefndrar verslunar.

Ekki sjá aðrir fuglinn nema þeir sem eiga erindi í verslunina – ef þeir taka þá eftir honum.

Fönix stóð lengst af á stalli neðst á Suðurgötu á meðan heimilistækjaverslunin Fönix var þar til húsa. Við flutning upp í Hátún fylgdi skúlptúrinn með og þarna í skotinu var honum komið fyrir.Vilji er hjá eigendum verslunarinnar að gera veg hans meiri, til dæmis með því að steypa undir hann stöpul og flytja út á bílastæðið.

Fönix á það skilið. Eitt merkasta myndverk íslenskrar listasögu.


Sjá nánar...
GAMLA SÓLIN Á SÓLVALLAGÖTU

Á áttunda áratugnum keypti Jóhann Páll Valdimarsson bókakóngur og eiginkona hans þetta litla bárujárnshús á Sólvallagötu.

Húsið var klesst upp við blokk sem þarna var byggð og skyggði á sól úr suðri en Jóhann Páll dó ekki ráðalaus og fékk Gylfa Gíslason myndlistarmann til að mála himinn og glampandi sólskin á húsvegginn.

Síðan eru liðin um 40 ár, Jóhann Páll fluttur annað og Gylfi Gíslason kvaddi þennan heim allt of fljótt.

En sólskinið á Sólvallagötu er enn á sínum stað.


Sjá nánar...
KAUPÞINGSFANGAR EKKI Í EINBÝLISHÚSI

Lesa frétt ›STEFÁN HÆTTUR Á DV

Lesa frétt ›NÝR NÁGRANNI?

Lesa frétt ›GEGGJAÐ Í GARÐI

Lesa frétt ›FLÓTTAMENN Í KLIPPINGU Á HLEMMI

Lesa frétt ›ER ÞETTA TILVILJUN?

Lesa frétt ›FYRIRSÖGN SUMARSINS

Lesa frétt ›LÁRA SÓLEY SLÆR Í GEGN

Lesa frétt ›SLEIPIEFNI BRAGÐPRÓFUÐ Í BEINNI

Lesa frétt ›STAÐIÐ Á HAUS Á PATRÓ

Lesa frétt ›FORSÍÐA – MENU

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur skoði lánaða líkama í tveimur ólíkum sólódansverkum. Hið fyrra, Macho Man, er sólóverk fyrir danslistakonuna Sögu Sigurðardóttur. Kafað er ofan í sveitta undirheima bardagaíþrótta, Macho dansstíla og fitnesskeppna. Sýningin er afrakstur vinnustofu á Dansverkstæðinu og er styrkt af Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíó sunnudaginn 3. maí. Í Saving History er útgangspunkturinn persónuleg danssaga Katrínar síðustu 15 árin og þá sérstaklega samband hennar við lánað efni frá öðrum danshöfundum. Verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014.
...að þjónustan í Íslandsbanka á Kirkjusandi sé til fyrirmyndar; nýjasta Séð og Heyrt í hverjum þjónustubás og engu líkara en dagskipunin sé að uppfylla allar óskir viðskiptavina....að stjórnmálasamtökin Dögun hafni alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kvótasetningu á makríl. Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð. Dögun bendir á að veiðireynsla stórútgerðarinnar byggist að stórum hluta á óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem miðuðust við að landa sem mestu magni af makríl óháð þeim verðmætum sem hægt var að búa til. Íslenska þjóðin og fulltrúar hennar á Alþingi eiga ekki að ljá máls á því að verðlauna örfáa útgerðaraðila sem ganga augljóslega gegn almannahagsmunum. Undir skrifar Helga Þórðardóttir formaður framkvæmdastjórnar Dögunar.Meira...SAGT ER......að Coca-Cola hafi aðlagað 100 ára afmælisherferð glerflöskunnar að íslenskum aðstæðum í ljósi vinsælda Coke í gleri hér á landi. Glerflaskan góðkunna kom fyrst hingað til lands með bandaríska hernum árið 194 Á meðal þekktra Íslendinga sem birst hafa í auglýsingunum undanfarið er Unnur Steinsson, fyrrverandi fegurðardrottning. Í viðtali árið 2012 sagði Unnur frá því að þegar hún var ung hafi draumurinn verið að leika í Coca-Cola auglýsingu, sem „voru alltaf svo flottar og glæsilegar“. Sagði hún þá að óskin hefði ekki ræst og má því segja að með 100 ára afmælisherferðinni hafi gamall draumur Unnar orðið að veruleika....að Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Vinarborg sé að brillera í borginni og komi þar fram í sjónvarpsþáttum þar sem fjallað er um daglegt líf. Sjá mynd....að Jón Ormur Halldórsson, einn helsti sérfræðingur Íslendinga á sviði alþjóðastjórnmála, hafi sent frá sér bókina Breyttur heimur þar sem hann varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild. Jón Ormur hefur í áratugi unnið í ólíkum löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála, ekki síst efnahagslegum og pólitískum uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum. Jón Ormur er fyrrverandi eiginmaður Jónínu Leósdóttur núverandi eiginkonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra.

...að karlakórinn Fóstbræður sé farinn að hita upp svo um munar fyrir vortónleika ársins.

...að fyrsta bókauppboð ársins fari nú fram á vefnum Uppbod.is en Gallerí Fold og Bókin ehf Klapparstíg 25-27 standa sameiginlega að því. Boðnar eru upp um 130 bækur að þessu sinni og kennir þar ýmissa grasa. Gott úrval er af myndlistarbókum á uppboðinu, m.a. gömlu myndlistarbókunum um Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Þá eru góð eintök af fallegu bókunum sem Franz Ponzi tók saman, Ísland á nítjándu öld og Ísland á átjandu öld á uppboðinu en báðar bækurnar prýða mikill fjöldi einstakra samtímamynda. Báðar bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Bækurnar á bókauppboðinu eru margar bundnar inn af íslenskum bókbandsmeisturum. Uppboðinu lýkur 3. maí.

 ...að jólaljósin séu enn uppi hjá Magnúsi Scheving í Latabæ - Latibær?...að Sigurður Örn Brynjólfsson skopmyndateiknari í Tallin í Eistlandi sendi myndskeyti: 

Geir Hallgrímsson var ekki hræddur við bandaríska fánan líkt og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag.

(Geir Hallgrímsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri eins og svo margir sem á eftir fylgdu - frábær náungi reyndar).

 ...að vinnudagurinn hjá Telmu Tómasson sé langur hjá 365 miðlum. Hún er mætt í morgunútvarp Bylgjunnar klukkan 6:30 til að leysa Heimi Karlsson af og tólf tímum síðar les hún kvöldfréttir Stöðvar 2....að dægurstjarnan Lára Björg Björnsdóttir hafi litað hár sitt dökkt líkt og Robin Wright í hlutverki forsetafrúar Bandaríkjanna í House Of Cards en báðar voru þær Robin og Lára Björg mjög ljóshærðar áður....að allir yfirmenn Ríkisútvarpsins fái Morgunblaðið sent heim til sín ókeypis en ekki DV. Mogginn liggur líka frammi í Blóðbankanum en ekki DV. Svo ekki sé minnst á allt stjórnarráðið; sama sagan þar.Meira...