Forsíða      Fréttir      Sagt er...     LAG DAGSINS

KANSAS Í ELDBORGKansas hefur verið bókuð í Eldborgarsal Hörpu í byrjun júní. Kansas á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi. Sveitin hefur fyrir löngu sannað sig sem ein helsta rokkhljómsveit Bandaríkjanna en þetta „bílskúrsband“ frá Topeka gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1974 eftir að hafa verið uppgötvað af Wally Gold sem starfaði fyrir Don Kirshner. Í dag hefur sveitin selt yfir 30 milljón plötur um heim allan. Miðasala hefst bráðum: 6.990 - 13.990 krónur.

Sjá fleiri lög...FLATSKJÁRINN DÓ OG HJÓNABANDIÐ LIFNAÐI VIÐ

Óvenjuleg lífsreynslusaga var sögð í morgunútvarpi Bylgjunnar. Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf – hlustið hér!


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. FANTASKAPUR GAGNVART PÓLVERJUM: Veiðar við höfnina hafa löngum verið vinsælar meðal Pólverja sem hér búa  -  og þeir eru ekki fá...
  2. MEISTARAKOKKUR YFIRGEFUR SJÓNVARPSSTÖÐ: Matreiðsluþættirnir Eldhús meistaranna í umsjón Magnús Inga Magnússonar verða ekki áfram á dagskrá s...
  3. SÚLNASALURINN RIFINN: "Þjónninn á Mímisbarnum sagði mér í gær að verið væri að rífa Súlnasalinn," segir Sigfús Arnþórs...
  4. RÁÐHERRA HENTI TÚBUSJÓNVARPI: Frá fréttaritara í Suðvesturkjördæmi: --- Þorsteinn Víglundsson ráðherra velferðarmála lætur sit...
  5. SJÓMENN ÆTLUÐU AÐ BERJA STEINGRÍM Á ÞORRABLÓTI: Þessi frétt birtist hér fyrir sléttum fjórum árum, 14. febrúar 2013. Hún skýrir sig sjálf: --...


BÓNORÐ FRÁ TRUMP

“You are beautiful. I need a Scandinavian wife,” sagði Donald Trump við dönsku söngkonuna Nönnu Öland Fabricius sem kemur fram undir nafninu Oh Land og er mjög vinsæl í heimalandi sínu en reyndar einnig velþekkt í Bandaríkjunum þar sem hún kom fram í sjónvarpsþætti David Letterman fyrir sex árum og söng eitt lag.Það var baksviðs eftir atriðið sem Donald Trump bankaði upp á og bar upp bónorðið sem fyrr greindi.

“Ég vissi ekki hver þetta var en ég veit það núna,” sagði Nanna í dönskum útvarpþætti í morgun þar sem hún fór yfir feril sinn og marga sigra.

Hún svaraði honum ekki en hugsaði sitt: “Hold da kæft en klamhugger.”

Þarna var Trump þegar kvæntur núverandi eiginkonu sinni.


Sjá nánar...
SKATTUR Á BÖRN NÁTTÚRUNNAR

Steini pípari sendir myndskeyti:Nú geta sumarbústaða og húsbílaeigendur á Reykjavíkursvæðinu, margir hverjir sem skiptu um skoðun á síðustu stundu og kusu Sjálfstæðisflokkinn, glaðst allverulega. Í aðdraganda kosninganna lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að lækka skatta og varaði við ofsköttun vinstriflokkanna.
Nú boðar vegamálaráðherra vegagjald á alla sem búa á stór Reykjavíkursvæðinu og ætla í sumarbústaðaferð eða upp í Borgarfjörð á húsbílnum.
Þetta er að mínu mati gríðaleg mismunun á búsetu í landinu. Þessi gjaldtaka leggst einna þyngst á borgara sem ætluða að njóta útiverunnar í sveitum í nágrenni Reykjavíkur.


Sjá nánar...
KÁRI STEFÁNSSON AFTURGANGA?

Úr sannleiksdeildinni:Deilur Kára Stefánssonar við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa ekki farið framhjá neinum. Bæði skjóta föstum skotum og nú síðast Kári í grein í Fréttablaðinu. Meðal þess sem fer í taugarnar á Kára er að Sigríður lagði fram á Alþingi frumvarp um að nema úr gildi gamla og ónotaða ríkisábyrgð vegna starfsemi Kára í Vatnsmýrinni.

Kári klykkir grein sína út með þessum orðum:

“Það vill nefnilega svo til að þegar hún lagði fram frumvarpið voru lögin um ríkisábyrgðina þegar fallin ómerk vegna þess að heimildin í þeim takmarkaðist við deCODE genetics inc sem var ekki lengur til. Þetta frumvarp er nokkurs konar ígildi handtökuheimildar á látinn mann. Ríkis­ábyrgðina hefði einungis verið hægt að veita í gegnum miðil.”

Kári er meinfyndinn. En er Decode jafn dautt og hann fullyrðir? Í greininni í Fréttablaðinu er Kári titlaður forstjóri Decode, sem hann segir ekki lengur til. Getur nokkuð verið að Kári sé genginn á vit feðranna ásamt fyrirtæki sínu og skrifi greinar í Fréttablaðið í gegnum umræddan miðil?

Vonandi að Kári hafi ekki fengið Trump veikina og telji þetta spurningu um valkvæðar staðreyndir (alternative facts). Í símaskránni á netinu er Decode Genetics nefnilega sagt vera til heimilis að Sturlugötu 8. Nei, það er ekki gamli kirkjugarðurinn, heldur sama heimilisfang og hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Hjá fyrirtækjaskrá er þetta að finna: “deCode genetics USA inc. (5302139940) – Erlent félag í rafrænni þjónustu v/vsk.” Sprelllifandi, a.m.k. heima hjá ríkisskattstjóra. Hjá fyrirtækaskrá er einnig þessi skráning: “Íslensk erfðagreining ehf. (6912953549) deCODE genetics ehf. deCode genetics Ltd.”


Sjá nánar...
SÁRSAUKI HEIÐU ÞÓRÐAR

Eldheitur pistlahöfundur og umdeildur, Heiða Þórðar, lét hvíta í sér tennurnar og leið fyrir það vítiskvalir.

“Má bjóða ykkur sársauka?” spyr hún og útlistar svo nánar:

“Ég hef eignast tvö börn, bíll hefur keyrt yfir mig með þeim afleiðingum að ég fótbrotnaði, feitasti vinur minn í denn datt á mig, fótbrotnaði aftur. Hef axlabrotnað, brákað bakið, fengið gat á hausinn plús nokkra heilahristinga, slitið liðband og farið úr lið. Að auki fengið nokkra hressilega á kjaftinn svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta er hluti úr köku (písoffkeik) miðað við þær vítiskvalir sem ég hef þurfti að þola þegar ég lét hvítta í mér tennurnar.”


Sjá nánar...
NOSTALGÍA Á GRÆNA HATTINUM

Lesa frétt ›RÁÐHERRA HENTI TÚBUSJÓNVARPI

Lesa frétt ›PIZZUSTRÍÐ Á BRAGAGÖTU

Lesa frétt ›DAVÍÐ ELSKAR TRUMP OG STORMSKER

Lesa frétt ›SÚLNASALURINN RIFINN

Lesa frétt ›ÞÓRBERGUR SNÝR AFTUR

Lesa frétt ›SKUTULL Í BAKIÐ

Lesa frétt ›BÆJARSTJÓRI FANN SMOKKAPAKKA Í RUNNA

Lesa frétt ›FANTASKAPUR GAGNVART PÓLVERJUM

Lesa frétt ›VORBLÆR Í SORPU

Lesa frétt ›MEISTARAKOKKUR YFIRGEFUR SJÓNVARPSSTÖÐ

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að á laugardaginn hafi verið stofnað svæðisfélag Alþýðufylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er sameiginlegt kjördæmisfélag flokksins í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmum og í þeim sveitarfélögum sem tilheyra þeim. Félagið vinnur að framgangi stefnu Alþýðufylkingarinnar á félagssvæðinu, m.a. með kosningaundirbúningi. Í stjórn voru kjörin Alice Bower, Jón Hjörtur Brjánsson, Tamila Gámez Garcell, Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir og Þorvarður B. Kjartansson. Myndin sýnir Tamilu Gaméz Garcell....að nú hafi hátt í sjö hundruð skráð sig sem stofnfélaga í Frjálsri fjölmiðlun til stuðnings útgáfu Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri blaðsins fullyrðir að það hafi ekki fleiri Íslendingar gengið í annað félag á Íslandi þetta árið og bætir við að þessi viðbrögð við undarlegu tilboði (að borga fyrir ókeypis blað) muni tryggja öflugri fjölmiðlun á Íslandi næstu árin og misserin....að María Júlía Rúnarsdóttir hjá Local lögmönnum sé öflugasti skilnaðarlögfræðingur landsins.Meira...SAGT ER...

...að árshátíð Ríkisútvarpsins hafi verið haldin í gærkvöldi og okkar maður var á staðnum:

Árshátíðin var í Hafnarhúsinu í inngarðinum sem reyndar líkist einna helst fangelsi í suðurríkjum Bandaríkjanna.  Dagskrárdeildin kom reyndar fyrst saman heima hjá Birni Emilssyni framleiðanda og konu hans Rögnu Fossberg einni verðlaunuðustu sminku allra tíma. Haukur Holm fréttamaður, sem reyndar líkist Karl heitnum Marx með árunum, var veislustjóri. Mikið gaman, mikið fjör....að á endanum deyi líkbílar líka. Númerin fjarlægð.......að kynlífsblaðakonan Ragnheiður Eiríksdóttir hafi opinberað nýtt ástarsamband sitt á Facebook og birtir mynd af athöfninni þegar hún stimplar "in relationship" inn. Ekki alls fyrir löngu leyfði hún Stöð 2 að fylgjast með þegar hún fór í hjáveituaðgerð, auakílóin viku og ástin birtist....að stórleikarinn Pierce Brosnan hafi farið í göngutúr í Beverly Hills í gær með barnabarni sínu, syni og tengdadóttur. Sjáið myndirnar....að íslenski Apple-kóngurinn, Bjarni Ákason, sé ekki ánægður með Eftirlit Ríkisins eins og hann kallar það: Nú er karl faðir minn orðinn 78 ára gamall og hefur búið einn í níu ár eftir að mamma dó. Hann er þó hinn sprækasti. Hann hefur þann metnað að vera sjálfstæður þó hann sé háður lúsaeftirlaunum og heimilsuppbót sem svona gamlingjar fá þegar þeir búa einir. Fyrir tæpu ári ákvað litli bróðir minn að selja sína íbúð og fara í víking til Asíu sem endaði í að hann er nú búsettur í Víetnam. Hann ákvað samt áður en hann fór utan að skrá heimilsfang hja föður sínum ef honum skildi berast póstur. Allt er þetta nú gott og blessað nema að Tryggingastofnun Ríkisins ákvað að svipta gamla manninn heimilsuppbótinni sem er cirka 9000 krónur á mánuði af því að drengurinn var með lögheimili hjá honum. Þetta get ég ekki skilið og fæ engin rök fyrir svona vitleysu....að Halldór Auðar Svansson Reykjavíkurpírati sé staddur á norrænu höfuðborgarráðstefnunni í Helsinki í Finnlandi og segir: Ég hef tekið eftir því að hérlendis er kaffið gjarnan afskaplega gott. Af hverju er ekki talað meira um þetta?...að Lára Ómarsdóttir fréttakona ríkisins hyggi á söngnám og segir: Vitið þið um góðan en ódýran söngkennara fyrir amatör á fimmtugsaldri?

Pabbi hennar, Ómar Ragnarsson, er ágætur söngvari eins og hér má sjá þannig að það er von:...að þeir hafi gengið inn um aðaldyr Landspítalans við Hringbraut með nokkurra mínútna millibili um miðjan dag í gær, Kjartan Jóhannsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins og Davíð Oddsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins....að dómstóll í Pakistan hafi bannað Valentínusardaginn, dag elskenda, þar sem hann stríðir gegn trú múslima. Sjá frétt!Meira...