Forsíða      Fréttir      Sagt er...     LAG DAGSINS

SEXTUGUR TÖFFARIAfmælisbarn dagsins er stórleikarinn Michel Madsen (60). Um hann hefur verið samið rokklag þar sem ferillinn er rakinn í texta - The Michael Madsen Song.

Sjá fleiri lög...BLLÓÐÞRÝSTINGUR BENEDIKTS

"Ég er almennt ekki mjög áhyggjufullur af heilsunni og hef sem betur fer verið heilsugóður alla tíð. Þó hef ég í mörg ár verið með of háan blóðþrýsting, sem ég hef haldið niðri með daglegum pillum og kenni mér einskis meins," segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og heldur svo áfram:

"Nú eru birgðirnar á þrotum og ég skrapp til læknis í dag til þess að fá nýja uppáskrift. Læknirinn tók því vel, en byrjaði auðvitað á því að mæla blóðþrýstinginn. Hann smellir á mig græjunum, mælir eftir kúnstarinnar reglum og horfir svo á mig og hristir höfuðið. „100 yfir 65", segir hann.

"Af því að ég hef oft farið í svona mælingu áður veit ég að þetta eru efri og neðri mörk á einhverju, en ég er vanari tölum eins og 145 yfir 90."

„Það er augljóst að þú ert með allt of lágan blóðþrýsting,“ segir læknirinn

"Þetta hef ég aldrei heyrt áður," segir fjármálaráðherra en veit hvers vegna:

„Það er auðskilið. Nú er maður kominn í svo rólegt umhverfi.“


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. HITNAR UNDIR GUNNARI BRAGA: Það kraumar í framsóknarpottinum á Króknum, helsta vígi flokksins á landinu, þar sem Framsóknarflokk...
  2. EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN: Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára...
  3. ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20: Úrsltin í slag Ásmundar Einars Daðasonar, fyrrum alþingismanns, og Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrum...
  4. RÓMÓ HJÁ ÓLAFI OG DORRIT: Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, áttu rómantíska stund á veiting...
  5. JAKOB GLEYMDI FRAMSÓKN: Jakob Bjarnar Grétarsson, stjörnublaðamaður Vísis, sem skrifaði fréttina sem felldi ríkisstjórnina, ...


EGGERT VILL PÁL SEM FORMANN

Eggert Skúlason fyrrum ritstjóri DV, fréttamaður á Stöð 2 um árabil og almannatengill Eiðs Smára Guðjohnsen, telur líklegast og næsta víst að Páll Magnússon verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Dagar Bjarna Benediktssonar í því embætti séu taldir og Páll sem formaður yrði farsælasta lausnin.

Þetta kom fram í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi þar sem Eggert fór yfir þjóðmálastöðuna með Gunnari Smára Egilssyni og Sigmundi Erni Rúnarssyni.

Hér má sjá brot úr þættinum.


Sjá nánar...
VILLTA VESTRIÐ 107

Pétur Marteinsson knattspyrnukappi og veitingamaður var ekki fyrr búinn að yfirgefa Melabúðina með fallegri eiginkonu og snotrum hundi en einkabílstjóri Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra renndi BMW X-5 jeppa upp að gangstéttinni og út sté ráðherrann sjálfur til að kaupa inn í kvöldmatinn á meðan dægurdrottningin Tobba Marinós skolaði af sér vinnuryki dagsins í kvennaklefa Vesturbæjarlaugarinnar handan hornsins - síðdegis á þriðjudegi.


Sjá nánar...
STRÍPAÐUR LOGI GERIR LUKKU

"Ég ætla að kjósa þennan í stríbótta bolnum. Líst vel á hann," sagði maður í heita pottinum og fjórar konur tóku undir:

"Já, hann er öðruvísi klæddur og talar öðruvísi," sögðu þær en enginn vissi hvað maðurinn hét.

Þetta er Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnr sem um er rætt og vakið hefur athygli fyrir að klæðast strípóttum bol undir jakka sem í raun er hluti af matrósafötum sem gamlir kjósendur geyma í langminninu og er nú ein vinsælasta varan í H&M.Það voru ekki bara Íslendingar og Danir sem klæddust matrósafötum á síðustu öld, bandaríski sjóherinn notaði þetta svo og Andrés Önd og Skipper Skræk þegar þeir puntuðu sig.Miðað við upplausn í stjórnmálum og ráðþrota almenning gæti svo farið að Logi Már Einarsson yrði sigurvegari væntanlegra kosninga út af tengslum sín við fortíðina í klæðaburði.

 


Sjá nánar...
MARTRÖÐ Í SJÓNVARPSSAL

"Vóvóvó!" sagði Friðrik Indriðason, einn besti blaðamaður landsins um árabil, bróðir Arnaldar metsöluhöfundar og sonur Indriða G. sem gaf okkur 79 af stöðinni, þegar hann kveikti óvart á sjónvarpinu:

"Ég datt inn á eitthvað sem kallast Hrafnaþing á ÍNN. Þar sátu þeir Jón Snæhólm, Hallur Halls og Ingvi Hrafn að ræða uppreist æru. Þeir voru búnir að tala sig upp í töluverðan æsing og Jón að segja að þú hleypir ekki barnaníðing út í samfélagið frekar en þú hleypir fimm ára krakka með AK-47 riffil í höndunum niður Laugaveginn eða eitthvað í þá áttina.

Djísus hugsaði ég með mér, þetta er athyglisvert og hélt áfram að horfa.Á því augnabliki sem A-47 riffillinn komst í umræðuna tók Ingvi Hrafn af skarið. Fór að skamma Má Guðmundsson Seðlabankastjóra fyrir eitthvað sem ég skildi ekki alveg hvað var. "He is the king" sagði Ingvi Hrafn og enn var ég engu nær. Eftir að þeir þrír voru búnir að andskotast í Seðlabankastjóra fyrir ýmsa "glæpi" um stund voru allir á Hrafnaþinginu sammála um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson væri þeirra maður í komandi kosningabaráttu.

Það er á svona augnablikum sem maður skilur að það skiptir engu máli hver sé í forsvari fyrir íhaldið. Það mun fá sín 25% í næstu kosningum og við verðum bara að díla við það."


Sjá nánar...
FRAMSÓKNARMANNI MISBOÐIÐ

Lesa frétt ›ÁSMUNDUR 80 – GUNNAR 20

Lesa frétt ›STUÐMENN Í BRUGGHÚSI

Lesa frétt ›JUKEBOX BO AFTUR HEIM

Lesa frétt ›ELDSPÝTNABÚNT Á 10 ÞÚSUND

Lesa frétt ›ÞRIGGJA ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›ÁSGEIR TIL KSÍ?

Lesa frétt ›HEIÐURSTILVÍSUN HLYNS

Lesa frétt ›NEIKVÆTTT EIGIÐ FÉ BENEDIKTS

Lesa frétt ›4 ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›VIÐREISN VEITIR UPPREIST ÆSKU

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að gítarsnillingurinn Björgvin Gíslason geti horft stoltur um öxl: Fyrir fimmtíu árum.Einbeittur brotavilji stráksins í hvítu peysunni. Hljóðið er þó frá Kinks.Tíu árum síðar gerir þessi á hvítu peysunni plötu sem heitir ekki neitt, en er oft kölluð Öræfarokks platan. Það á að halda uppá fjörtíu ára afmæli þessarar plötu í Bæjarbíói Hafnarfirði, 19.október. Þreytist aldrei á að horfa á þessa ungu menn. Pabbi Jonna í Falkon tók þetta á 8mm vél úti í garði í Kópavogi, líklega 1967....að kosningabaráttan sé komin á fleygiferð....að rómantíska lesbíumyndin La vie d'Adele sem Ríkissjónvarpið sýndi á sunnudagskvöldið hafi verið frábærlega gerð og dásamlega djörf.Meira...SAGT ER......að gamlir Bítlaaðdáendur telji þetta besta tónlistarvideo ever - samt var ekki búið að finna upp videoið - segja þeir....laugardagskvöld eru eins og önnur kvöld....að á þriðjudaginn hafi birst hér frétt um að farið væri að hitna undir Gunnari Braga fyrrverandi utanríkisráðherra hjá Framsókn í Norðvesturkjördæmi. Nú í kvöld staðfestir Ríkisútvarpið þetta - en það tók ríkisstarfsmennina fjóra sólarhringa....að pylsuvagninn Meistarinn í Stykkishólmi sé til sölu. Meistarinn er bæði pylsu og bátavagn ásamt stærri matseðli.

Það sem fylgir inni í vagninum:
Rist fyrir bátabrauð
Pylsubrauðs grill
Tvöföld panna
Tvöfaldur djúpsteikingar pottur
Pylsupottur
Stór kælir
Lítill kælir x 2
Stór frystir
Kæliborð
Kæli skúffur
Sjoðsvél

Það sem fylgur utan vagnsins:
Frystikista
Skurðarborð
Stálvaskur djúpur með sprautu á
Tvöfaldur kælir
Skurðarvél fyrir grænmeti
Upplýsingar í síma 6177846...að Guðni Th. Jóhannesson forseti kunni sitt fag. Hann kom hjólandi á Hjólaráðstefnu í Hafnarfirði....að Init heiti fyrirtæki sem þjónar helstu þörfum lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga með iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu og þess háttar. Hugbúnaðarkerfið sem þeir nota kalla þeir Jóakim í höfuðið á Jóakim frænda sem bjó í peningatanki í Andrés Önd blöðunum. Vel við hæfi....að laugardaginn 23. september, kl. 15:00, opni í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík myndlistarsýning Stefáns Þórs myndlistarmanns. Sýningin ber heitið “Skáldað á striga – Ljóð lýsa mynd”. Um er að ræða andlitsmyndir af þekktum íslenskum skáldum ásamt stuttum handskrifuðum ljóðum þeirra. Verkin eru unnin með blandaðri tækni. Haft var samráð, eftir föngum, við skáldin sjálf um val á ljóðum....að þetta sé séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensásprestakalli og fyrrum formaður Prestafélags Íslands sem biskupinn hefur sent í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni....að Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafi lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Snorri Ásmundsson myndlistarmaður er þessu mótfallinn og segir: Ég vil frekar lögleiða LSD og kókaín en kannabis. Ekkert smá leiðinlegur vímugjafi. Afleiðingarnar ömurlegar.Meira...