Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

THUNDER ROADÓskalag dagsins á Ragnar Hólm Ragnarsson upplýsingafulltrúi Akueyrarbæjar og myndlistarmaður og hann segir:

"Upptaka frá 1975 þar sem Bruce Springsteen flytur þetta stórkostlega lag við píanóundirleik Roy Bittans. Maður sér reyndar ekki mjög mikið því það hefur verið ansi mikið rökkur þarna í Hammersmith Odeon. Ég sá Bruce í Madríd núna í maí og þá flutti hann Thunder Road einn með munnhörpu og kassagítar sem lokalag. Það var gæsahúð. Textinn er brilljant með alls konar vísunum og setningum sem snerta mig; einmanaleiki, frelsi og ást."

Sjá fleiri lög...CAFÉ ISIS Í PARÍS Í VANDA

Café Isis í París er gamalgróið kaffihús á góðum stað og hefur blómstrað með mörgum kynslóðum.

En ekki lengur eins og auðir stólar á gangstéttinni eru til marks um. Eigandanum hefur verið ráðlagt að skipta um nafn og aftengja sig þannig við Íslamska ríkið – ISIS – sem hann á ekkert sameiginlegt með annað en nafnið.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. MAÐURINN SEM SÖNG NÝJA ÞJÓÐSÖNGINN – ÉG ER KOMINN HEIM: Íslendingar eru farnir að syngja nýjan þjóðsöng á kappleikjum; Ég er kominn heim sem Óðinn Valdi...
  2. BRÚÐKAUP ÁRSINS Í DÓMKIRKJUNNI:   Listaprófessorinn Goddur tók þessar myndir í brúðkaupi Ragnar Kjartanssonar og Ingibjargar ...
  3. VILJA ÖRVHENTAN VEÐURFRÆÐING: Austfirðingar eru margir óánægðir með staðsetningu veðufræðinga á sjónvarpsskjánum og vilja færa þá ...
  4. SJÓNVARPSSLSYS STÖÐVAR 2 Í IÐNÓ: Bergmál í hljóðútsendingu var þvílíkt að jafnvel endurnar á Tjörninni syntu í suður og út í hólma þe...
  5. MÁ BJÓÐA YKKUR SÆTI?: Strax og Dagur borgarstjóri er búinn að klippa. Bekkir í Tjarnargötu gegnt Ráðherrabústaðnum. ...


BRÚÐKAUP ÁRSINS Í DÓMKIRKJUNNI

Listaprófessorinn Goddur tók þessar myndir í brúðkaupi Ragnar Kjartanssonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur í og við Dómkirkjuna en Ragnar Kjartansson er nú þegar einn þekktasti listamaður þjóðarinnar og var gerður að borgarlistamanni um helgina.

Þetta eru fallegar myndir hjá Goddi; mjög fallegar.


Sjá nánar...
VILJA ÖRVHENTAN VEÐURFRÆÐINGAustfirðingar eru margir óánægðir með staðsetningu veðufræðinga á sjónvarpsskjánum og vilja færa þá til:


“Enn og aftur óskum við Austfirðingar eftir örvhentum veðurfræðingi. Sá aldrei vindatöluna fyrir austfirði þar sem þessi ágæti maður stóð alltaf fyrir henni. Algjörlega óþolandi,” segir Sævar Guðjónsson hjá ferðaþjónustunni á Mjóeyri á Eskifirði.

Ef veðurfræðingurinn væri örvhentur stæði hann hinu megin við kortið og þá myndi hann skyggja á vesturhluta landsins -sem er betra fyrir Austfirðinga.


Sjá nánar...
EGGJUM KASTAÐ Í HÚS STUÐNINGSMANNA DAVÍÐS

Viðar Guðjohnsen hafði í nógu að snúast við að þrífa hús foreldra sinna eftir að eggjum var kastað í það en foreldrar Viðars höfðu fest skilti utan á húsið þar sem fólk var hvatt til að kjósa Davíð Oddsson í forsetakosningunum.


Skiltið sem olli eggjakastinu.

“Spellvirki, skoðanakúgun og ofbeldi á aldrei að líðast. Fyrir það eitt að aldraðir foreldrar mínir styðja Davíð Oddsson og eru með skilti þess efnis var hús þeirra eggjað. Ég skora á þessar vesælu sálir að biðja foreldra mína afsökunar,” segir Viðar Guðjohnsen sem þurfti þrýstivatnsdælu til að þrífa eggjasletturnar af húsi foreldra sinna.


Sjá nánar...
MAMMA BJARGAÐI MANNSLÍFI

Atli Már Gylfason, einn viðbragðsbesti blaðamaður landsins, er á faraldsfæti og það er alltaf eitthvað að gerast þar sem hann fer:Við fjölskyldan vorum að koma af veitingastað hér í Trier sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Íris, móðir mín, bjargaði mannslífi í kvöld.

Kvöldið byrjaði reyndar ekkert allt of vel.

Þjónninn á veitingastaðnum byrjaði á því að hella yfir mig heilli kók, takk fyrir. Ég hélt að það gæti ekki mikið meira gerst þetta kvöldið en jú. Stuttu eftir að þessi steik, sem sést á meðfylgjandi mynd, kom á borðið þá varð uppi fótur og fit á borðinu við hliðina á okkur. Þar sátu eldri hjón ásamt yngra pari.

Unga konan byrjaði öll að bólgna í framan og upp stóð eldri maðurinn sem fór að taka púls á henni. Maður ungu konunnar hleypur fram í átt að eldhúsinu og kemur tilbaka með yfirþjóninn sem var í áfalli.

Við sáum fljótt að þarna var unga konan að fá slæm ofnæmisviðbrögð, hún virtist vera með bráðaofnæmi fyrir einhverju í matnum. Við heyrðum eldri manninn spyrja yfirþjóninn hvort það væri adrenalínpenni á staðnum. Svo var ekki. En hver lumaði á adrenalínpenna til þess að bjarga ungu konunni sem var á þessum tímapunkti komin í andnauð? Íris Jónsdóttir þakka þér fyrir.

Jón Þór kenndi eldri manninum á adrenalínpennann sem var með íslenskum leiðbeiningum og stuttu seinna fékk hún adrenalín beint í lærið. Það varð til þess að hún gat gengið með stuðning upp í sjúkrabíl sem kom og sótti hana stuttu seinna. Foreldrar konunnar þökkuðu okkur kærlega fyrir:

„Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef þið hefðuð ekki verið að borða á sama tíma og við.“

Hér sit ég klístraður með kókslettur á bakinu en samt sáttur – spagettífjölskyldan í Ásgarðinum fékk steik og bjargaði mannslífi. Það hlýtur að vera gott kvöld. Nú sitjum við saman hér og minnumst Jóns frænda og ömmu Möggu – þau elskuðu Trier. Við erum líka ástfangin af þessum stað.


Sjá nánar...
ÁSTIN MÍN OG GUÐNI

Lesa frétt ›FARTÖLVA Á TÆPA MILLJÓN

Lesa frétt ›KEYPTI MIÐA Á 500 EVRUR

Lesa frétt ›WORLD CLASS OG LÍN Á ELLIHEIMILI

Lesa frétt ›HIÐ OPINBERA TALAR EKKI ÍSLENSKU

Lesa frétt ›SJÓNVARPSSLSYS STÖÐVAR 2 Í IÐNÓ

Lesa frétt ›KÚREKAR Í HVALFIRÐI

Lesa frétt ›MAMMA Í PARÍS

Lesa frétt ›PARADÍS Í PARÍS

Lesa frétt ›MAÐURINN SEM SÖNG NÝJA ÞJÓÐSÖNGINN – ÉG ER KOMINN HEIM

Lesa frétt ›GISTING Í LISTASAFNI AKUREYRAR

Lesa frétt ›
SAGT ER......að hundur, ættaður úr Biskupstungum, hafi étið kosningabækling Davíðs Oddssonar með áfergju um leið og hann datt í hús.

 ...að hingað hafi borist fréttaskot á dögunum þess efnis að Ingibjörg Sólrún væri að undirbúa endurkomu í íslensk stjórnmál ásamt vinum sínum og þótti með ólíkindum þannig að ekkert var við gert. En eftir lestur forsíðuviðtals við hana í Fréttablaðinu bendir ýmislegt til að fréttaskotið hafi ekki verið svo galið....að Halla Tómasdóttir sé á fljúgandi siglingu í forsetakosningunum, flott kona og flott nafn erlendis; Halla, allir geta sagt og skilið nema kannski Frakkar sem sleppa h-áinu í framburði og þá myndi Halla heita Alla, líkt og spámaður múslima þegar hún færi að hitta Francois Hollande forseta Frakklands - og það væri ekki gott.Meira...SAGT ER...

...að flugmiðarnir frá París til Nice hafi hækkað um helming á aðeins tveimur tímum í gærkvöldi eftir að ljóst var að Íslendingar myndu mæta Englendingum þar eftir helgi á EM....að á meðan Gummi Ben fer á kostum í knattspyrnulýsingum á EM situr tengdafaðir hans, Ingi Björn Albertsson, einn slyngasti knattspyrnumaður Íslendinga frá upphafi, í rólegheitum fyrir utan krá sína í Kaupmannahöfn....að rafmagnsbílakóngurinn og væntanlegur geimfari, Gísli Gíslason lögfræðingur, hafi nef fyrir því að hitta réttu mennina á réttum tíma og réttum stað og hann segir - á ensku: Most important guys today: Guðmundur - Johann Berg's father and Sigurdur - Gylfi Thor's father. The sons are most likely to score tonight....að Andrés Jónsson almannatengill eigi spurningu dagsins: Hver er framleiðnin á Íslandi núna? Er búið að uppfæra þjóðhagsspá? 10% vinnandi fólks í París og restin að naga neglurnar....að Icelandair sé alveg að missa sig í ruglinu eins og sjá má á servíettunum um borð....að Jón Þór Ólafsson, litríkur fyrrum þingmaður Pírata, hugi að framboði og endurkjöri í næsti kosningum en þá aðeins tímabundið, eitt ár eða svo, til að vera nýjum þingmönnum flokksins innan handar en Jón er að setja upp vef um Alþingi þar sem sýnt er á augljósan hátt hvar, hvernig og hverjir taki ákvarðanir á Alþingi Íslendinga. Annars er hann að vinna í malbikinu eins og áður og gerði stuttan stans sem stöðumælavörður áður en malbiksvertíðin hófst....að Katrín Júlíusdóttir fyrrum ráðherra hafi verið að útskrifast með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og eiginmaðurinn, Bjarni Bjarnason rithöfundur, fagnar með vel völdum orðum: Ok, ég féll fyrir útlitinu - en síðan hef ég oft fallið fyrir gáfunum eftir það - síðast við HR-útskriftina í gær - til hamingju með gráðuna og daginn, ástin mín!...að menn séu hvergi óhultir fyrir símamyndum almennings. Ritstjóri eirikurjonsson.is brá sér á Boston á Laugavegi til að sjá leik Portúgala og Austurríkis og var strax kominn á veraldarvefinn á einkennilegri síðu sem heitir "Frægir á ferð"....að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi verið flottur á tröppum Höfða við Sæbraut ásamt konu sinni eftir að hafa verið útnefndur borgarlistamaður í gær....að Íslendingur staddur í Peking hafi rambað inn í bókabúð og rekist þar á bók Illuga Jökulssonar um knattspyrnukappann Ronaldo á ensku. Þegar hann spurði hvort eitthvað væri til eftir Laxness vissi engin í afgreiðslunni hver það var. En Illugi var þarna.Meira...