Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

TROMMARINN MEÐ SÍGARETTUNABítlarnir í hljóðveri og Ringo er ekkert að hafa fyrir því að taka út úr sér sígarettuna á meðan hann slær taktinn - óaðfinnanlega þrátt fyrir það.

 

Sjá fleiri lög...FJALLALOFT Í DÓSUMÁ meðan Íslendingar selja norðurljósin selja Kínverjar franskt fjallaloft í krukkum – og jafnvel dósum.

Loftmengun í Kína er víða orðin óbærileg og ferskt loft því eftirsóknarvert.

Kínversku listamaðurinn Liang Kegang var á ferðalagi í Suður-Frakklandi þegar hann fékk þá hugmynd að pakka loftinu á staðnum og fara með heim.

Og hann selur grimmt – 18 þúsund krónur krukkan.

“Loftið sem við öndum að okkur á að vera ókeypis fyrir ríka sem fátæka. Þetta er mín leið til að vekja athygli á og lýsa um leið yfir óánægju með ástandið,” segir  Liang Kegang sem á í samkeppni við aðra í loftsölunni og þá sérstaklega kanadískt loft sem er vinsælt.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. KRÁAREIGANDI Í STRÍÐ VIÐ SIMMA OG JÓA: Jón Mýrdal, vert á veitingastaðnum Bravó á horni Laugavegar og Klapparstígs, hefur keypt veiting...
  2. ÞÓRI KASTAÐ ÚT: Allt logar enn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar eins og hér kemur fram í nýju fréttaskeyti frá inn...
  3. GULLMOLI Í GULLENGI: Ekki er allt sem sýnist í Grafarvogi. Í fjölbýlishúsi við Gullengi er þriggja herbergja íbúð ...
  4. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í ...
  5. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...


SÆAGREIFINN SPRAKKFerðamannastraumurinn í Reykjavík er þvílíkur að Sægreifinn hreinlega sprakk.

Ekki pláss fyrir fleiri – sorry.Sægreifinn er einn vinsælasti viðkomustaður túrista í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn sem draga orðið að sér ekki færri ferðamenn en Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti.

Og þarna er hvalkjötið vinsæll réttur hjá þeim sem eru á leið í hvalaskoðun – miðar seldir í næsta húsi.


Sjá nánar...
STRÍÐIÐ VIÐ SIMMA OG JÓAJón Mýrdal, vert á veitingastaðnum Bravó á horni Laugavegar og Klapparstígs, hefur keypt veitingastaðinn Harlem þar sem áður var Gaukur á Stöng við Tryggvagötu.

Jón Mýrdal gerði athugasemdir við það að fjölmiðlamennirnir Simmi og Jói hefðu nefnt nýja sjónvarpsstöð sína Bravó – sem er nafn kráar hans –  án þess að spyrja og því er hann að hugsa um að nefna nýja veitingastaðinn sinn í Tryggvagötu Miklagarð – sem er nafn á hinni sjónvarpsstöðinni sem Simmi og Jói voru að stofna.

Bravó og Mikligarður á mörgum stöðum í einu.


Sjá nánar...
LJÓT HÚS TIL SÖLU“Þetta er bara mín skilgreining á eignunum, mér finnst húsin ljót og auglýsi þau þannig. Ég er heiðarlegur,” segir Arngrímur Pálmason, fyrrverandi bílasali, sem auglýsir ljótt raðhús í Kópavogi til sölu, ljótt gistiheimili og ljótan sumarbústað í Kjós.

“Svo er það bara væntanlegra kaupenda að skilgreina hvort þetta sé ljótt eða fallegt.”

Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag og Arngrímur hefur fengið mikil viðbrögð.

“Það er mikið hring og spurt,” segir hann.

Ljóta raðhúsið er við Helgubraut í Kópavogi, ljóta gistiheimilið er í Safamýri í Reykjavík og ljóti sumarbústaðurinn í Kjós sem fyrr segir.


Sjá nánar...
TÚRISTI BRAUST INN Í ÍSSKÁP“Þessi maður stakk af með lykil og borgaði ekki seinni nóttina sína og auk þess braust hann inn í ísskáp og hélt veislu fyrir sjálfan sig, vil bara vara við honum,” segir á heimasíðu Gistihússins Hvanneyri á Siglufirði og mynd birt með.

En ekki er allt sem sýnist.

Þórður Andersen, eigandi Gistihússins Hvanneyri:

“Ég fór til lögreglunnar þegar ég sá að búið var að brjótast inn í ísskápinn og hélt hann væri farinn en svo fann ég hann í efri koju inn í herbergi – steinsofandi.”

Um er að ræða norskan mann, Per Martin Steen, sem kom til landsins með Norrænu og hefur ferðast um landið envirðist alveg peningalaus.“Við reyndum að strauja kortið hans en það var alveg tómt. Lögreglan fór svo með hann, veit ekki hvert en hann skuldar hér tvær nætur. Fyrstu nóttina borgaði Kaffi Rauðka en þar hafði hann spilað á gítar og sungið fyrir gesti eitt kvöld,” segir Þórður Andersen á Gistihúsinu Hvanneyri á Siglufirði sem á síður von á að fá gistinæturnar greiddar og er nú að kaupa nýjan lás á ísskápinn sinn.


Sjá nánar...
PRÓFESSOR VILL JAFNA HLJÓÐSTYRK

Stefán Ólafsson prófessor er ekki sáttur við ójafnan hljóðstyrk í útsendingum Ríkissjónvarpsins en Stefán segist horfa mikið á sjónvarp og þetta trufli hann...

Lesa frétt ›BOÐUNARKIRKJA Í STAÐ BÍLALEIGU

Margir muna eftir bílaleigu Hasso sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan markað með ódýrari bíla og betra verð...

Lesa frétt ›ÍSLENDINGUR MEÐ PÁSKASÝNINGU Á SLÓÐUM WALLANDERS

Íslenski myndlistarmaðurinn Páll Sólnes er með páskasýningu á olíumálverkum á heimili sínu í Suður-Svíþjóð rétt hjá Ystad sem er heimabær Wallanders lögregluforingja en myndir Páls hafa einmitt ratað inn í sjónvarpsseríuna margfrægu og prýtt þar veggi persóna í þáttunum...

Lesa frétt ›PÁSKAMYNDIN

Lesa frétt ›KJARAKÓRINN SYNGUR HÁTT

Fréttir af kjaraviðræðum hellast yfir landsmenn og úr samningadeild okkar heyrist þetta...

Lesa frétt ›LEYNDARMÁLIÐ EASYJET

Hjón fóru í gær með Easyjet til Bretlands í páskafrí og borguðu 40 þúsund krónur samanlagt fyrir flugferðina, fram og til baka og ein ferðataska innifalin. Semsagt 20 þúsund kall á manninn. Það er ekki hægt að komast fljúgandi til Akureyrar frá Reykjavík fyrir þennan pening...

Lesa frétt ›BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU

Magnús Þór Geirsson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sem kynnt hefur verið...

Lesa frétt ›KÖKUBASAR VIÐ HRAÐBANKA

Það er engin leið að komast hjá því að kaupa kökurnar á kökubasarnum hjá starfsfólki alzeimerdeildar Landakotsspítala því hann er staðsettur við hraðbankann í kjallara spítalans sem vinsæll er hjá nágrönnum í hverfinu...

Lesa frétt ›KÍLÓ FJÚKA AF ÞUNGAVIGTARMANNI

“Vilji er allt sem þarf og þetta er einfalt: Sleppa öllum sykri og hveiti,” segir Sigurjón M. Egilsson, þungavigtarmaður í íslenskum fjölmiðlum um árabil, sem tekið hefur stefnuna á millivigt...

Lesa frétt ›MARGRÉT PÁLA HJÁLPAR MUNAÐARLAUSUM

Uppeldisfrömuðurinn og baráttukonan Margrét Pála Ólafsdóttir er nú í Afríku þar sem hún hjálpar ungum, munaðarlausum stúlkum til mennta...

Lesa frétt ›PÁSKAEGGIN HJÁ SILLA & VALDA

Páskaeggjaúrval í matvöruverslun Silla og Valda, 14. apríl 1954. Myndina tók Pétur Thomsen og er hún ljósmynd vikunnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem lætur fylgja með langan myndatexta...

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að Hjörtur Hjartarson fréttamaður sé aftur kominn til starfa hjá 365 miðlum - sjónvarpsáhorfendum og útvarpshlustendum til ánægju....að menn bíði spenntir eftir að Guðni Ágústsson komist í borgarstjórn Reykjavíkur og fari að taka á kjaramálum leiksskólakennara með því að benda á að kannski ættu börnin bara að vera heima hjá afa og ömmu sem geta  kennt þeim að lesa og reikna....að rithöfundurinn og ritstjórinn Mikael Torfason og myndlistarmaðurinn Tolli eyði nú drjúgum tíma saman vegna sameiginlegs áhuga á búddisma.Meira...
SAGT ER...

...að stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir og Sindri sonur hennar hafi setið á veitingastað við Reykjavíkurhöfn á miðvikudagskvöldið og túristarnir ólmir viljað fá myndir af sér með henni - en nei takk!...að þetta sé frábært hjá samuel.is - smellið....að Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, hafi farið á tónleika með Hjaltalín í Hörpunni ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Geirssyni, í gærkvöldi....að vert sé að minna á þessa auglýsingu því þarna eru þeir heiðraðir sem aldrei hafa orðið til vandræða, byrjuðu að flokka sorp á undan öðrum, borga reikningana sína á réttum tíma og gefa alltaf stefnuljós....að athafnaskáldið Gunnar Smári Egilsson, Alda Lóa eiginkona hans og Sóley dóttir þeirra séu lögst í hálfs árs ferðalag sem fylgjast má með á netinu frá degi til dags og Gunnar Smári segir: Við segjum þarna ferðasögu okkar um fornt áhrifasvæði vestnorrænna manna næstu sex mánuði. Á leiðinni ætlum við meðal annars að ná tökum á frásögum á netinu.

Ferðaplanið er þetta: Gautlönd í Svíþjóð, Noregur uppúr og niðrúr, Svalbarði, Hjaltland, Orkneyjar, Katnes og nyrsti oddi Skotlands, Suðureyjar, Mön, Írland, Færeyjar, vesturströnd Grænland, Baffinseyja, Labrador, Nýfundnaland, Nýja-Skotland og Ísland.

Sjá hér: forufolk.is - smellið....að stöðugur fréttaflutningur vefmiðla um framboðsmál framsóknarmanna í Reykjavík sé allur á villigötum....að The Grand Budapest Hotel sé besta myndin í bíó í dag - stórleikarar í öllum aukahlutverkum og ævintýrablær í hverjum ramma. Svona myndir eru yfirleitt ekki gerðar og þær verður að sjá í bíó....að stórstjarnan Björgvin Halldórsson eigi afmæli í dag og Svala dóttir hans sendir kveðju frá Ameríku: It´s my dads birthday today  he is 63 years old and is still inspiring to me and others and the most awesome dad in the world!!! Elska þig pabbi....að hundar séu orðnir jafn dýrir í innkaupum og góðir reiðhestar....að þetta sé snemmbúið páskafrí hjá hinu opinbera - Útlendingastofnun.Meira...