Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

CAKE WALKÓskalag dagsins á stórleikarinn Stefán Karl og það er ekki af verri endanum:

"Held mikið upp á þetta lag, ekki síst vegna söguna á bakvið lagið sem fjallar im hinn sérstaka "cake walk" dans sem Wynton einmitt útskýrir í upphafi lagsins. Ég held mikið upp á Wynton Marsalis og hef lengi gert. Sem listamaður finnst mér endurnærandi að hlusta á hann tala ekkert síður en spila."

Sjá fleiri lög...LEIÐRÉTTING

Ekki er rétt að dægurstjarnan Ellý Ármanns hafi stóraukið sölu á legsteinum hjá Grantíhöllinni með ómþýðri rödd sinni í útvarpsauglýsingum fyrirtækisins.

“Eiríkur minn – hvað ertu að tala um hérna… granít auglýsingu? Ég kannast ekkert við það. Kveðju einlæga sendi ég þér vinur,” segir Ellý.

Heiðar Steinsson framkvæmdastjóri Grantíhallarinnar kemur líka af fjöllum:

“Hver er Ellý? Ég veit ekkert hver las inn á þessa auglýsingu. Þetta var gert fyrir mig hjá 365 miðlum.”

Leiðréttist þetta hér með eins langt og það nær.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. ÞAÐ SEM VANTAÐI Í KASTLJÓSIÐ: Það sem vantaði í Kastljós kvöldsins hjá Ríkissjónvarpinu þar sem fjallað var um játningar Sturl...
  2. LILJA PÁLMA KEYPTI HESTAMYND Á SJÖ MILLJÓNIR: Víðfræg hestamynd eftir Louise Matthíasdóttur var slegin athafnakonunni Lilju Pálmadóttur í kvöld á ...
  3. SÖGUR AF GEIRA Á GOLDFINGER: Börn Ásgeirs heitins Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var jafnan nefndur, hyggjast g...
  4. FLOKKUR FJÖLSKYLDUNNAR (FÓLKSINS): Inga Sæland hefur komið sem stormsveipur inn í kosningabaráttuna með Flokk fólksins sem virðist ek...
  5. BJARNA CAFÉ OPNAÐ Í VALHÖLL: Opnað hefur verið kaffihús í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut, undi...


HÖGNI SEMUR FYRIR JÓN ÁRSÆL

“Ég reyna að þegja og hlusta. Maðurinn er mesta undrið,” segir sjónvarpsstjarnan Jón Ársæll Þórðarson sem er að byrja með nýja þætti í Ríkissjónvarpinu eftir að hafa verið með Sjálfstætt fólk á Stöð 2 á annan áratug. Og hann sækir nafn á nýjum þáttum í smiðju Laxness líkt og áður; Paradísarheimt.

Hann hefur fengið Högna Egilsson, einn dáðasta og besta tónlistarmann landsins, til að semja fyrir þættina og gefa þeim tón: “Högni er nú staddur í Nepal eð aðallagið er All Out Of Luck”

“Þættirnir mínir eru enn bara í meðgöngu en komnir níu mánuði á leið. Ég er að tala við veikt fólk og fólk, sem er eða hefur verið veikt á geði og sumir náð bata, aðrir ekki eins og gengur. Þetta þekkjum við öll og sögurnar eru endalausar. Steini, minn góði samstarfsmaður til tæplega 30 ára, sér um myndasafnið. Fósturfaðir hans er Björn í Savannatríóinu og fyrsti maðurinn sem birtist í íslensku sjónvarpi þegar hann gekk óvart fram fyrir myndavélina sem verið var að prófa í myndveri RÚV á sínum tíma,” segir Jón Ársæll sem er að leið í frí til Englands ásamt eiginkonu sinni og á meðan kraumar í pottunum:

“Hugmyndin er að þættirnir haldi áfram undir sama nafni og ætlunin að taka næst fyrir fanga og hlýða á þeirra sögur.”


Sjá nánar...
MICHELLE OBAMA TÖFF Í VERSACEMichelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna er fyrirmynd margra; orðheppin, réttsýn og hispurslaus. Hún er ófeiminn við að koma fram eins og hún er klædd.Í veislu í Hvíta húsinu í gærkvöld sem forsetahjón Bandaríkjanna héldu til heiðurs forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi og eiginkonu hans, Agnesi Landini, skartaði Michelle sérhönnuðum kjól frá ítalska tískuhúsinu Versace.

Eftirtekt vekur íþróttamannslegt vaxtarlag hennar í samanburði við hina tággrönnu ítölsku Agnesi og sýnir Michelle þar með stæl að konur eiga ekki að vera sniðnar í sama smágerða formið.

Michelle er yfir 180 cm á hæð og nálægt því að vega 80 kíló.


Sjá nánar...
LÆKNIR KVEÐUR BUBBA Í KÚTINN“Það er greinilegt að Bubbi á ekki lengur samleið með ungu fólki og nýjum tímum,” segir Gísli Ingvarsson læknir um gagnrýni Bubba Morthens á rafrettur sem hann hefur flíkaðí fréttum. Bubbi segir rafrettur engu betri en sígarettur og tæli ungmenni til framhaldsfíknar í fang fjandans.

Og Gísli læknir bætir við:

“Það er augljóslega nikótín sem er verið að selja en ekki tóbak til brennslu og reykeitrunar. Nikótín án reyks er sennilega býsna hollt sé skammtastærðin rétt og neyslan í hófi. Allt er mögulega skaðlegt í óhófi. Ef einhver getur grætt á því að fá almenning til að hætta að reykja og gleypa gufu í staðinn er það hið besta mál um aldur og ævi,” segir Gísli Ingvarsson læknir.


Sjá nánar...
ANNA SPYR STÓRT

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri spyr stórrar spurningar en fær ekki svar:

“Það eru liðin rúmlega 46 ár síðan fyrsti maðurinn sté fæti sínum á tunglið. Það var stórt skref inn í framtíðina en svo stoppaði allt. Einungis tólf menn hafa stigið á tunglið, sá síðasti árið 1972. Síðan hefur ekkert gerst. Hvenær hefst framtíðin?”


Sjá nánar...
FLAUG Í GEGNUM SKOÐUN

Lesa frétt ›MILLIRÍKJASAMNINGUR UM SKÍÐI

Lesa frétt ›SVONA Á AÐ RAKA SIG

Lesa frétt ›RÓBERT Í GÍTARTÍMUM

Lesa frétt ›KOSNINGAFUNDUR Á KAFFIFÉLAGINU

Lesa frétt ›RAGGI FLOKKAFLAKKARI

Lesa frétt ›LILJA PÁLMA KEYPTI HESTAMYND Á SJÖ MILLJÓNIR Á UPPBOÐI

Lesa frétt ›FLOKKUR FJÖLSKYLDUNNAR (FÓLKSINS)

Lesa frétt ›BEST KLÆDD Í BARÁTTUNNI

Lesa frétt ›SJÁLFBÆRT OG SMART

Lesa frétt ›JAFNRÉTTIÐ

Lesa frétt ›
SAGT ER...

...að það styttist í jóladagatölin sem taka á sig ýmsar myndir í Danmörku....að Baldvin Jónsson, tengdfaðir Bjarna fjáramálaráðherra, sé ekki ánægður með að Dunkin' Donuts sé búið að opna í Leifsstöð: Æ hvað þetta er nöturlegt að þessi sykurbúlla sé hluti af andliti Íslands. Hvar er metnaðurinn fyrir íslenskum matvælum?...að Össur Skarphéðinsson hafi brugðið sér í klippingu og rakstur hjá Torfa á Hlemmi og þá var haft á orði: Ekki raka af honum allt fylgið.Meira...SAGT ER...

...að listakonan Sól, Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir, opni sýningu á verkum sínum í Gallery Orange í Ármúla 4-6 á fimmtudaginn 27. október klukkan 17. Sólveig byrjaði að mála fyrir um það bil sjö árum þegar hún flutti í stærra húsnæði og ákvað að skreyta veggina þar með eigin verkum. Síðan þá hefur heimili hennar verið hálfgert gallerí og hún hefur selt verk sín beint af veggjum heimilisins. Hún hefur meðal annars lært myndlist við Edinborgar háskóla og hefur haldið nokkrar sýningar, meðal annars í Edinborg....að Laxness hitti oftar en ekki naglann á höfuðið: Ef mann lángar til að drýgja glæpi þá á maður að gera það samkvæmt lögum, því allir höfuðglæpir eru lögum samkvæmir....að hjónin Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur hafi verið meðal fjölmargra gesta sem heimsóttu vinnustofur myndlistarmanna í gömlu höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Seljaveg um helgina þar sem haldið var upp á tíu ára afmæli starfseminnar....að starfsfólk Alþingis hafi kvatt Einar K. Guðfinnsson forseta þingsins á föstudaginn og þar hafi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis haldið svo hjartnæma ræðu að viðstaddir hafi komist við....að hvaða þjóð sem er væri fullsæmd af forsætisráðherra sem myndast svona vel í haustlitum Hara, ljósmyndara Fréttatímans....að greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins séu farnir að spyrja sig hvenær 50 ára afmælishátíð stofnunarinnar linni í stofum landsmanna. Myndin er af dagskrárstjóranum....að sofa yfir sig sé heilsubót....að nýju sængurverin með myndum eftir Hugleik Dagsson séu mjög skemmtileg og góð....að þetta hafi verið að gerast: Slovak govermental aircraft landing in Keflavik airport this evening with Mr. Peter Kazimír finance minister of Slovakia and delegation. He has meeting tomorrow with icelandic finance minister....að Agnes, dóttir Guðna Ágústssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins, hafi verið orðin þreytt á borðstofuborðinu sínu og bjargað því með heimsókn í Bauhaus: Mæli með filmum úr Bauhaus. Þoldi ekki orðið borðstofuborðið mitt en smellti filmu á það og bingó eins og nýtt - Kostnaður 1700 kr.Meira...