Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

LIMBO ROKK TWISTÓmar Ragnarsson dansar og syngur á hafnarbakkanum þegara hann var yngri.

Sjá fleiri lög...SÁLARHÁSKI VIÐ SJÁLFSALA

 Sjálfsalar á bensínstöðvum eru stressandi vegna þess að þeir gefa viðskiptavinum aðeins tvær mínútur til þess að dæla eftir að krítarkortið skýst út.

Reyndur ökumaður gaf sér góðan tíma, eina mínútu eða svo, á meðan hann undirbjó dælingu, tók eitt símtal og sleit því fljótt vitandi um mínúturnar tvær. En þegar hann ætlaði að opna bensínlokið var það fast – og tíminn að renna út.

Og tíminn rann út.

Starfsmaður á plani kom þá og reyndi allt hvað hann gat til að opna bensínlokið en gekk ekki fyrr en sporjárni var beitt eftir að krítarkort hafði brotnað.

En hvað með peninginn sem rann út á tíma?

“Það færist ekkert á kortið ef ekki er dælt,” sagði starfsmaðurinn á meðan ökumaðurinn reyndi að laga skemmdirnar og smellti bensínlokinu aftur til reynslu – og aftur var allt fast.

Þá rétti starfmaðurinn ökumanninum sporjárnið og sagði:

“Gerðu þetta sjálfur.”


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. SEXTUGSAFMÆLI JÓNS Í HÖRPUNNI:   Harpan verður undirlögð 6. ágúst þegar athafnamaðurinn Jón Ólafsson heldur upp á sextugsafm...
  2. DÓSASALA BJARGAR DRYKKJUMANNI: Kópavogsbúsi sem verið hefur á atvinnuleysisbótum í  fjóra mánuði drýgir bæturnar með því að skila d...
  3. AFI ER AÐ KOMA: Hluti af snillingunum sem stóðu að íslensku stórmyndinni Vonarstræti frumsýna í september kvikmyndin...
  4. Vilhjálmur Egilsson bjargar mannslífum í Tyrklandi: Vilhjálmur Egilsson fyrrum alþingismaður og nú rektor á Bifröst vann þrekvirki þegar hann bjarga...
  5. SÁLARHÁSKI VIÐ SJÁLFSALA: Sjálfsalar á bensínstöðvum eru stressandi vegna þess að þeir gefa viðskiptavinum aðeins tvær mín...FALLEG Í PARÍSKvikmyndin Hross í oss var frumsýnd í París í síðustu viku og greint frá atburðinum á Facebooksíðu íslenska sendiráðsins í borginni með orðunum:

Hier soir avant-première du Film “Des Chevaux et des Hommes ” suivi d’un débat avec le réalisateur Benedikt Erlingsson et son épouse Charlotte Boving actrice principale du film . Sortie officielle du film le 23 juillet.

Svo fylgdi þessi fallega mynd með af hjónunum Benedikt Erlingssyni og Charlotte Boving – leikstjóranum og aðalleikonunni í myndinni.


Sjá nánar...
MAGNÚS SCHEVING Í HEITRI SVEIFLUÞað er sveifla í þessum dansi Magnúsar Scheving sem tekin var fyrir nokkrum árum óþekktum skemmtistað í Reykjavík.

Það sama má segja um þokkadísins í fangi hans – ekki er vitað hver hún er.

Þetta var á þeim tíma sem veldi Latabæjar var sem mest og Magnús hélt þar um alla þræði víða um heim.

Svo er ekki lengur og dansinn dunar öðruvísi en áður.


Sjá nánar...
FALLEGAR HEIMASÆTURÞær taka sig vel út á Landsmóti hestamanna á Hellu um síðustu helgi – konurnar í sveitinni.

Svona taka þær á móti gestum í rómantískum þjóðbúningum, í þremur útgáfum.

Svona klæða reykvískar konur sig ekki. Því miður.


Sjá nánar...
EKKI Á AF HOFSVALLAGÖTU AÐ GANGAMörgum Vesturbæingum brá í brún þegar stórt vinnutæki með viðfestri kló – lík þeirri sem þekkt er í vísindaskáldsögum – réðst að trjágróðri á túninu á bak við Vesturbæjarlaug og hreinlega reif gömul tré þar upp með rótum.

Girðing sem lengi hefur staðið þarna og afmarkað túnið hafði einnig verið rifin niður og átökin voru mikil á köflum þar sem tréin skutu rótum fyrir áratugum síðan.

Helst voru menn á því að nú værið byrjað að grafa fyrir nýrri sundlaug án þess að tilkynnt væri um, aðrir veðjuðu á nýtt hótel eða jafnvel skýjakljúf.

Eldri kona hafði hins vegar svarið á reiðum höndum enda búið við Hofsvallagötu lengur en tréin hafa staðið þar:

“Þau voru orðin ljót, lúsétin og eiginlega ónýt.”

Hvort girðingin verður sett upp aftur er ekki vitað en hún hefur hlíft Vesturbæjarlaug fyrir óboðnum.næturgestum frá stofnun.


Sjá nánar...
TVÍFARI HILDAR LILLIENDAHL

Lesa frétt ›VEIÐIHÚS TARANTINOS

Lesa frétt ›ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR Í HAFNARFIRÐI

Lesa frétt ›Jón Karlsson selur burstabæi við Suðurlandsveg

Lesa frétt ›Vilhjálmur Egilsson bjargar mannslífum í Tyrklandi

Lesa frétt ›LÆKNIR EINS OG TÖFRAMAÐUR

Lesa frétt ›Nýtt torg í Vesturbænum kennt við Jón Gnarr

Lesa frétt ›DÓSASALA BJARGAR DRYKKJUMANNI

Lesa frétt ›AFI ER AÐ KOMA

Lesa frétt ›NORÐMENN STELA HARÐFISKNUM

Lesa frétt ›SEXTUGSAFMÆLI JÓNS Í HÖRPUNNI

Lesa frétt ›
SAGT ER......að fréttamaðurinn og Facebookstjarnan Þórarinn Þórarinsson hafi misst lén sitt badabing.is sem hann hefur haldið úti frá því að internetið kom til sögunnar en nú hefur verið opnuð ísbúð neðst á Laugavegi sem heitir Badabing og ísbúðin hirti nafnið. Annars er Badabing nafnið á strippklúbbnum sem Soprano sótti í heimabæ sínum á meðan hann var og hét....að borist hafi tikynning: Barnsmeðlagið í dag er kr. 26.081 á mánuði. Svo er líka hægt að fá herraklippingu við Laugaveginn fyrir 3.900 kr. (Nafn sendanda óþekkt)....að nýja sjónvarpsstöðin iSTV sé yngri útgáfan af ÍNN Ingva Hrafns. Ákveðinn hráleiki einkennir útsendingar, vantar glans í mynd og sjónvarpsfólkið óþjálfað. Fulli sjónvarpskokkurinn hjá iSTV var hins vegar fyndinn á köflum en svoleiðis húmor er bara einnota. Fulli kokkurinn þolir ekki tvo þætti - alla vega ekki áhorfendur.Meira...SAGT ER......að viðtal við Karl Garðarsson í DV sé eitt það besta sem birst hefur í prentmiðlum á þessu ári, ekki segulbandsviðtal eins og lesendum er yfirleitt boðið upp á - heldur saga um mann....að Jón Bjarnason, fyrrum landbúnaðarráðherra, hafi skoðað og smakkað úrval af innfluttum bláberjum og jarðarberjum í verslun Víðis í kvöld og var lengi að því þegar viðskiptavinir höðu gengið hringinn, keypt inn, borgað og voru á leið út aftur stóð Jón enn og gat ekki slitið sig frá innfluttu berjunum - en sem landbúnaðarráðherra var Jón Bjarnason öflugasti anstæðingur innflutnings á erlendri matvöru....að Eva Markúsdóttir (22) formaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu sé í skemmtilegu viðtali í Séð og Heyrt um líf læknanemana í þessu fallega landi og segir: Aldrei fundist ég meira lifandi.

...að þetta fari að verða gott með síbyljandi sjónvarpsauglýsingar Skálmaldar til styrktar góðgerðarmálum - eiginlega ekki í anda þungarokksins.

...að leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir, aka Silvía Nótt, og unnusti hennar, Jón Viðar Arnþórsson, formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis, hafi keypt sér hús í Hveragerði. Jón Viðar segir: Vorum bara aðeins að kaupa okkur eitt hús. 260 fm villu í náttúruvöggu Íslands, Hveragerði. Átta  herbergi, heitapottur, svalir út frá svefnherberginu, bílskúr og nuddbaðkar bara svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kostaði jafn mikið og tveggja herbergja rottuhola í Vesturbænum....að Anna Gréta Oddsdóttir, blaðamaður á Séð og Heyrt, sé ein sú efnilegasta í faginu - og með sömu hágreiðslu og Yulia Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraínu....að vegfaranda á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði hafi brugðið í brún klukkan 19:37 í gærkvöldi þegar stór, svartur forstjórajeppi tók fram úr honum og við stýrið sat Ólafur Ragnar Grímsson forseti og við hlið hans, frú Dorrit Moussaieff. Jeppinn var ekki mektur forsetaembættinu með skjaldarmerki heldur sýndist vegfarandanum númerið vera RS-529, en var ekki viss. Sjaldgæft er að sjá forsetahjónin í einkabíl í umferðinni....að Krummi Björgvins og Kiriyama Family ætli að koma fram á Dillon á Laugavegi laugardaginn 19. júlí og kynna þar efni af nýrri breiðskífu sem unnið hefur verið hörðum höndum að. Aðagangseyrir aðeins 500 krónur enda allt í boði Thule....að Finnur Reyr Stefánsson, annar þeirra sem leiðir " fjárfestahópinn" sem vill kaupa Straumburðarásbankann, sé tengdasonur Jóns Helga í Byko; seinni maður Steinunnar dóttur Jóns Helga en fyrri maður hennar var Hannes
Smárason. Hinn fjárfestirinn, sem er með Finni Rey í þessu, heitir Tómas Kristjánsson og hver skyldi vera tengdafaðir hans? Fjölskyldutengslin eru stundum einfaldari en bankatengslin....að reiðhjólaæði sé runnið á landsmenn og í dag var Gullhringurinn hjólaður um uppsveitir Árnessýslu með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra í miðjum hóp - og hún kláraði það - og 18. - 19. júlí stendur Hjólreiðafélag Akyreyrar fyrir enn stærri hjólaviðburði þegar hjólað verður í gegnum Héðinsfjarðargöngin frá Siglufirði og endað á Akureyri niður allar tröppurnar við Akureyrarkirkju en þær eru 140 talsins.Meira...