Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

PETER GUNNTónlistin úr sjónvarpþættinum um Peter Gunn - samin af Henry Mancini......og hér er titillagið sjálft - þrumufleygur beint í vitund hlustanda.

Sjá fleiri lög...JÓNAS FYLLIBYTTA?

Á degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, er við hæfi að endurflytja sjónvarpsviðtal við doktor Óttar Guðmundsson geðlækni þar sem spurningin var: Var Jónas Hallgrímsson örlagafyllibytta?

Smellið á myndband hér!


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. VEIKINDI BUBBA OG ÓMARS: Bubbi Morthens hefur verið að kljást við flensu og Ómar Ragnarsson hughreystir hann. Allt ger...
  2. KRAFTAVERK Á FORSÍÐU: Söngstjarnan Eyjólfur Kristjánsson er sem nýr maður eftir að hann fór í meðferð í sérstöku tæki ...
  3. SYSTKINI FÁ ÓLÍKA DÓMA: Hraðfréttir úr réttarsalnum: --- Erna Einarsdóttir, fyrrum starfsmannastjóri Landspítalans...
  4. NEYTENDASTOFA ZZZZZ: Fréttaskeyti úr opinbera geiranum: --- Neytandi hringdi í Neytendastofu í vikunni og lenti...
  5. MÁGKONA DAGS B. Á CNBC: Helima Croft, mágkona Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC...


FORSETINN KEMUR ÚR SJÓNVARPINUEf marka má reynsluna er meira en líklegt að næsti forseti Íslands verði sóttur í sjónvarpið eins og svo oft áður.

Séð og Heyrt greinir frá – smellið!


Sjá nánar...
VÍTASKOT ÁRSINS - MYNDBANDGarðar Benedikt Sigurjónsson, fyrirliði og vítaskytta meistaraflokks Fram í handknattleik, skoraði víti ársins á æfingu hjá félagi sínu í gær.

Fyrst blöffar hann og læðir boltanum síðan með snúningi í samskeytin.

Smellið á myndbandið.


Sjá nánar...
MEÐ LÓLÓ TIL TENERIFEViltu komast í föt sem eru númeri minni? Og fá þau jafnvel á helmingi lægra verði?

Farðu þáí dekuferð með einkaþjálfarnum Lóló til Tenerife í janúar.

Lóló verður þér innan handar allan tímann hvort sem er á sundlaugabakkanum á Hótel Troya eða á ströndinni þar rétt hjá með leiðbeiningar um mataræði, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.

Lóló veit hvað hún syngur þegar kemur að þessu – frábær ferð – sjá hér!


Sjá nánar...
TILLAGA UM NÝJAN FORSETABorist hefur póstur frá áhugahópi um nýjar áherslur í umræðunni um væntanlega forsetaframbjóðendur:Umræða um væntanlega frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa að mati áhugamanns um embættið verið nokkuð einsleitar og einskorðast við nöfn sem margoft áður hafa verið nefnd til sögunnar og kandídata sem mönnum finnst starfs þeirra vegna að þeir meiri heimtingu á embættinu en aðrir.

En, hvað með að hugsa út fyrir kassann og líta annað en til embættismanna og fyrrverandi stjórnmálamanna. Sú kynslóð sem hefur tekið við stjórninni í landinu er fædd á áttunda áratug aldarinnar og hví ætti ekki að leita þangað þegar horft er til forsetaembættisins.

Maður er nefndur Viðar Lúðvíksson, fæddur 15. desember 1972. Hann er kvæntur Borghildi Erlingsdóttur forstjóra Einkaleyfastofu.

Foreldrar hans er Lúðvík Ólafsson og Hildur Viðarsdóttir, bæði læknar.

Viðar er vel máli fari,er fylginn sér, söngelskur með eindæmum og sérstaklega lipur píanóleikari, vinamargur og er í góðra vina hópi allra manna skemmtilegastur. Ráðagóður og varfærin líkt og lögmanna er kostur. Vel lesin og ótengdur öllum flokkum og öðrum augljósum hagsmunaaðilum.

Viðar og eiginkona hans eiga samtals fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Fjölskyldan hefur gaman af því að ferðast hér og erlendis og eru þau iðin við ýmis konar útivist.

Viðar starfar sem lögmaður á Landslögum lögfræðistofu.

Meðfylgjandi er stutt yfirlit yfir menntun og helstu störf.

Menntun: Cand. jur. frá Háskóla Íslands 1997. Nám í vátryggingarétti og alþjóðlegum einkamálarétti við Háskólann í Árósum 1996. LL.M. frá Stanford Law School 2007 í Corporate Governance and Practice
Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1998 og fyrir Hæstarétti 2004.
Starfsreynsla:Lögmaður hjá Landslögum frá 1997.
Önnur störf: Í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International 2000-2004. Í laganefnd Lögmannafélags Íslands frá 2008. Settur nefndarmaður ad hoc 2011 í nefnd um dómarastörf samkvæmt lögum nr. 15/1998. Skipaður varaformaður úrskurðarnefndar raforkumála 2011.


Sjá nánar...
FORSALA Á AIRWAVES 2016 HAFIN Í KAUPMANNAHÖFN

Lesa frétt ›SÁPUÓPERA Í ÞVOTTASTÖÐ

Lesa frétt ›DANÍEL & ÓLAFUR

Lesa frétt ›RÖK GEGN LÍKBRENNSLU

Lesa frétt ›AF LITLUM NEISTA…

Lesa frétt ›VEIKINDI BUBBA OG ÓMARS

Lesa frétt ›AFAR FRAMTÍÐARINNAR

Lesa frétt ›SAMGÖNGUVIRKI TROÐIÐ Í RUSLASTUNNU

Lesa frétt ›NEYTENDASTOFA ZZZZZ

Lesa frétt ›MÁGKONA DAGS B. Á CNBC

Lesa frétt ›BOND STÚLKA FÆR SÉR DRYKK Í HÖRPU

Lesa frétt ›
SAGT ER......að borist hafi póstur: Ég skoðaði tilbúna rétti frá Ali í búðarferð í gær. Athygli mína vakti réttur sem fyrirtækið kallar Gordon Bleu. Ef maður gúgglar má sjá að þessi réttur er/var líka til frá Holtakjúklingi og Kjarnafæði. Á minni eldhúsfrönsku heitir rétturinn cordon bleu. Spurningin er: Er hægt að treysta innihaldslýsingunni þegar þeir geta ekki haft nafnið rétt.
Jón

...að betra sé að brenna upp en fjara út....að nú sé Verslun Guðsteins á Laugavegi komin með þessar líka fínu Speedo sundskýlur á aðeins 3.900 krónur. Fallegir litir.Meira...SAGT ER...

...að eftir miklar vinsældir í Bretlandi komi hin stórskemmtilega sýning KATE til landsins. Leikhópurinn Lost Watch, sem hlotið hefur fjöldan allan af verðlaunum erlendis, kynnir KATE, fyndna og hjartnæma sýningu, í samstarfi við Miðnætti og Tjarnarbíó.

Þegar 25.000 breskir hermenn lenda í Reykjavík og hertaka landið, hafa íslensku konurnar eitthvað nýtt til að einbeita sér að. KATE fylgist með íslenskri fjölskyldu í seinni heimsstyrjöldinni, Selmu uppreisnargjarnri dóttur þeirra og Kötu indælli sveitastelpu í vist hjá þeim.

Það sem er áhugavert við þessa sýningu er að hún er flutt á ensku, en leikararnir blóta og syngja á íslensku. Ástandið svokallaða hefur einnig mikið verið í brennideplinum undanfarið, og þá einkum í tengslum við réttindi kvenna. Þess má þó geta að þó að KATE sé byggð á sögulegum atburðum er söguþráðurinn uppspuni.

Agnes Wild er ungur og upprennandi leikstjóri og rithöfundur. Núna í haust var hún aðstoðarleikstjóri leikverksins Í hjarta Hróa Hattar í Þjóðleikhúsinu og leikstýrði söngleiknum Ronju Ræningjadóttur í fyrra sem sýndur var í Bæjarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.

Sýnt í Tjarnarbíó 26. nóv. – 6. des. 2015...að ársfjórðungsritið Hrepparígur fjalli um mismunandi skattlagninu á smokkum og túrtöppum sem til umræðu hafa verið á Alþingi:

Mikið uppistand varð í Apóteki Dagfinns dýralæknis þegar Vernharður einkabílstjóri neitaði að borga nema 12,5% virðisaukaskatt af pungbindi sem hann hafði fest kaup á. Hélt hann því fram að hann væri bara með eitt eista og bæri því að fá helmings afslátt. Þetta gæti Isbjörg ritari staðfest - en hún skellti á þegar eftir var leitað. Málið leystist ekki fyrr en séra Sigvalda bar að. "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er," sagði klerkur. "Fjandinn hirði keisarann" öskraði Verhharður og æddi út á "óheftu" eistanu.

...að næsti forseti Íslands verði ekki í jakkafötum með bindi.

...að nýi diskurinn hans Geirs Ólafs sé falleg smíð.

...að Sigurður Hreiðar, gamall ritstjóri Vikunnar, hafi átt fáeinar bjórdollur í afhýsi síðan í sumar. Miðað við hitastig og veðurspá taldi hann réttast að ná í þær og láta þær í kæliskápinn til að hlýja þær aðeins....að uppi séu raddir um að breyta nafninu á gamla, góða Egils Appelsíninu í APP-elsín til að mæta nýjum hugsunarhætti á rafrænni öld....að Krakkafréttirnar í Ríkissjónvarpinu séu um margt betri en Fullorðinsfréttirnar. Í kvöld var þar talað við elsta núlifandi karlmann á Íslandi á Skype, lýðræðið skilgreint með myndum og glænýjar myndir sýndar frá New York þar sem verið var að setja upp stórt jólatré svo fátt eitt sé nefnt. Fullorðna fréttafólkið á RÚV gæti lært mikið krökkunum á sama stað....að Hugleikur Dagsson sé mættur með nýja brandarabók. Uppfull af andstyggilegu gríni um fóstureyðingar, trúarbrögð og hægðir. 40% samdi hann á árunum 2012-2014, 35% samdi hann á tveimur dögum fyrir Nova snappið og restina samdi hann í gær. Ekki fyrir lítil börn. Bara stór börn....að í dag sé mánudagurinn 16.11 og klukkan er 20:20....að Ingbjörg Hjartardóttir rithöfundur og eiginkona Ragnars Stefánssonar jarðskjálftaftafræðings sé móðir skopstjörnunnar Hugleiks Dagssonar en bæði eru þau að gefa út bækur fyrir jólin og verða með sameiginlega bókakynningu í Mál og menningu á Laugavegi á fimmtudaginn.Meira...