Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

ELVIS FÆR PÓSTÞetta geta ekki allir.Sjá fleiri lög...HANNES ÁNÆGÐUR Í HÁSKÓLANUM

Núningur í samskiptum starfsmanna Háskóla Íslands hefur lengi komið almenningi spánskt fyrir sjónir líkt og mannleg samskipti á Alþingi en á báðum stöðum hefur þurft að kalla til sálfræðinga.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lengi komið við sögu í erjum í Háskólanum en þar er allt að lagast ef marka skal orð hans:Var í smáboði í deildinni hjá mér síðdegis. Spjallaði meðal annars við þessa Facebook-vini: Ástu Möller, Eirík Bergmann og Ólaf Þ. Harðarson, um heima og geima, þar á meðal um skýringar á hinu ótrúlega miklu fylgi Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistaflokksins miðað við Norðurlönd (og Bretland, Kanada og Bandaríkin). Óháð stjórnmálaskoðunum er það fróðlegt skýringarefni. Góður vinnustaður og gott andrúmsloft.Alþingisfólk ætti kannski að halda svona vinaleg síðdegisboð líka.


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. BRANDARI ÚR FJÁRMÁLAHEIMINUM:   Frá fréttaritara okkar í fjármálaheimi: --- Þegar fólk í íslenska fjármálabransanum hit...
  2. ÍSLENSKI FÁNINN Í ÞRÆLASTRÍÐINU: Íslenski fáninn, með nokkrum stjörnum í miðjunni, var notaður í bandarísku borgarastyrjöldinni á...
  3. HANNES ÁNÆGÐUR Í HÁSKÓLANUM: Núningur í samskiptum starfsmanna Háskóla Íslands hefur lengi komið almenningi spánskt fyrir sjó...
  4. ÚTVARPSSTJÓRAFRÚ TIL FRÆGRA: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. sem rekur nítjá...
  5. KLAUFABÍLSTJÓRI ÁRSINS: Bilstjórinn á rauða jeppanum hefði betur gáð hvað væri hinum megin við hæðina áður en hann keyrð...


MARSHALL DREGINN UPP ÚR SNJÓSKAFLI

Róbert Marshall alþingismaður var dreginn upp úr snjóskafli á jeppa sínum á fimmtudaginn á leið til Veiðivatna.

Gekk aðgerðin vel en Róbert er þekktur ferðagarpur og hefur sé það svartara eins og þekkt er úr fréttum þegar hann var hætt kominn á snjósleða – sjá hér.


Sjá nánar...
ÞÖGGUN Á AUSTURVELLI

Fjöldi fólk sem mætti á Austurvöll til að hlýða á ávarp Vigdísar Finnbogdóttur í tilefni dagsins heyrði ekki neitt af því sem hún sagði.

Hljóðneminn var ekki rétt stilltur og of fjarri forsetanum fyrrverandi eins og sést á myndum.

Skvaldur viðstaddra bættI ekki um betur né heldur köll og kæti barna á Austurvelli.

Svo ekki sé minnst á þegar þrju mótorhjól voru ræst samtímis fyrir framan Café Paris.

Þegar myndir eru skoðaðar sést að Vigdís stendur fjarri hljóðnemanum sem henni var ætlaður og óskiljanlegt að hljóðmeistari ríksins hafi ekki gripið inn í.

Ef um karlmanna hefði verið að ræða hefðu viðstaddir hrópað:

“Við heyrum ekki í þér!”

En Vigdís hélt áfram og naut kurteisi gesta á þessum merkisdegi sem heyrðu varla orð.


Sjá nánar...
KOSNINGARÉTTUR KVENNA KOM FRÁ DANMÖRKUÁsta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrum forseti Alþingis, var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram fyrir nokkrum árum um hvernig minnast mætti 100 ára kosningaréttar íslenskra kvenna.

Nú stýrir Ásta Ragnheiður hátíðahöldum vegna þessa á föstudaginn, en framkvæmdin öll hefur verið á hennar herðum eftir að hún hætti í stjórnmálum, og gefið hefur verið frí víða á vinnustöðum eftir hádegi svo fólk geti fagnað með.

En reyndar kom kosningaréttur íslenskra kvenna sjálfvirkt frá Danmörku fyrir 100 árum eins og hér segir:

—-

Danska kvenfélagið byrjaði að tala fyrir kosningarétti kvenna 1884 og krafðist þess opinberlega 1887 að konur fengju að kjósa í sveitastjórnarkosningum.

Sérstakt félag til að berjast fyrir kosningarétti kvenna var stofnað 1889 í þeim eina tilgangi að berjast fyrir þessum rétti, Kvindevalgretsforeningen og í slagtogi með fimm kvenverkalýðsfélögum hófst þessi baráttu fyrir alvöru með stofnun fleiri félagasamtaka.

Danskar konur fengu rétt til að kjósa í sveitastjórnarkosningum 1908 og 5. júní 1915 fengu þær rétt til að kjósa til þings og þá um leið Grænland, Færeyjar og Ísland.

Finnskar konur voru fyrstar til að fá kosningarétt og kjörgengi 1907 og norskar konur 1913.


Sjá nánar...
ANGIST Í EINBÝLISHÚSI

Fasteignarýnir rýnir í fasteignamarkaðinn:Nánast öll hús sem byggð hafa verið síðustu ár eru eins og stíla inn á sama kaupendahópinn: fjölbýlishús með þokkalega stórum íbúðum, lyftum og bílageymslum innanhúss, vel staðsett. Fermetraverðið er hátt og markhópur kaupenda er fólk sem komið er á fullorðinsár og vill minnka við sig og fara í þægilegt húsnæði þar sem ekki þarf að hugsa um viðhald eða garðavinnu.

En fyrir löngu er komin stífla í þessi plön. Eldri borgararnir kaupa ekki nýju íbúðirnar vegna þess að þeim gengur illa eða alls ekki að selja raðhúsin sín og einbýlishúsin. Ástæðan er einföld, það eru fáir nýir kaupendur á markaðnum sem ráða við að kaupa 60 til 100 milljón króna hús. Eigendur húsanna eru að sjálfsögðu tregir til að lækka verðið því annars þurfa þeir að fara að borga með sér í nýju dýru íbúðunum í fjölbýlishúsunum. Það var aldrei planið.

Framboðið af rað,- par- og einbýlishúsum hefur líklega aldrei verið meira. Á fasteignavef mbl.is eru þessa dagana 777 slík hús auglýst til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr var slegist um einbýlishús sem losnuðu í Garðabæ. Núna eru 85 slík þar til sölu. Og ekki eru öll þessi hús stöðugt auglýst til sölu, þannig að framboðið er í raun miklu meira, hugsanlega tvöfalt það sem auglýst er hverju sinni. Við götu eina í Reykjavík eru 14 einbýlishús og eru 5 þeirra til sölu. Aðeins eitt þeirra er samt auglýst til sölu þessa dagana.

Ekki eykur það áhuga fólks á að kaupa slík sérbýli hvað sveitarfélögin mergsjúga eigendur þeirra á grundvelli stærðar húsanna. Fasteignagjöld eru lögð á miðað við fasteignamat og ekki er óalgengt að raðhús og einbýlishús séu metin á tvöfalt hærra verði en stór íbúð í fjölbýli.

Fasteignagjöld í Reykjavík á sérbýli sem metið er á 75 milljónir króna eru 0,2%, eða 150 þúsund krónur. Vatnsgjald (kalda vatnið) er 24 kr. á hvern fermetra (innheimt 9 sinnum yfir árið) og ef húsið er t.d. 250 fermetrar, sem er algeng stærð á sérbýli, þá kostar kalda vatnið 54 þúsund krónur á ári. Fráveitugjaldið (skítaskatturinn) er 40 kr. á fermetra sem þýðir 90 þúsund krónur á ári. Eigandi sérbýlis getur því hæglega verið að borga 150 þúsund krónum meira á ári í þessi gjöld heldur en eigandi íbúðar í fjölbýli. Það munar um minna. Og svo kostar auðvitað meira að kynda stórt hús.

Eitthvað þarf undan að láta til að fasteignamarkaðurinn hreinlega stöðvist ekki. Enginn vorkennir samt verktökunum sem allir hafa verið að róa á sömu mið árum saman í nýbyggingum, í staðinn fyrir að bjóða fjölbreyttara úrval húsnæðis fjölbýli, ekki síst á verði sem nýir kaupendur ráða við.


Sjá nánar...
HJÓLHÝSI Í MÁLMEY

Lesa frétt ›TVÖ FORSETAAFMÆLI

Lesa frétt ›FRÆGIR Í FERSTIKLU

Lesa frétt ›FRÉTTASKÝRING ÁRSINS

Lesa frétt ›FALLEGRI FÁNI

Lesa frétt ›HVER ER HÖFUNDURINN?

Lesa frétt ›SKOTIÐ Í GEGNUM HÓTELGLUGGA Á HVERFISGÖTU

Lesa frétt ›KRÚTTLEGT Á KÓPASKERI

Lesa frétt ›Í SKJÓLI VIÐ BENZ Á TWITTER

Lesa frétt ›TAXI?

Lesa frétt ›ÍSLENSKI FÁNINN Í ÞRÆLASTRÍÐINU

Lesa frétt ›
SAGT ER......að Morgunblaðið hafi átt forsíðufrétt helgarinnar um hjónin Júlíu Halldóru, sjúkraliða í Vogum, og Helga Guðmundsson trésmið sem ferðast um landið á gömulum Farmal Cub traktor, Helgi ekur og frúin situr á palli fyrir aftan hann sem einnig er svefnstaður þeirra. Þau fara hringvegin ekki hratt en sjá miklu meira en aðrir....að Ólafur Grímur Björnsson læknir, einn greindasti maður landsins, segi að eina framlag Íslendinga til súrrealisma, sem kenndur er við Salvador Dali, sé íslensk stafsetning - gjörsamlega óskiljanleg....að Valur Gunnarsson rithöfundur sé búinn að dvelja í tæpa viku í Bandaríkjunum með frábærum árangri eða eins og hann segir sjálfur: I've spent less than a week in the US and now they have gay rights and health care. Maybe I should come here more often.Meira...SAGT ER...

...að snarphali og slétthali séu þekktir fiskar hér við land. Slétthali er algengur á djúpslóð suðaustan- og suðvestanlands og snarphali er algengastur djúpt undan Vestfjörðum. Þeir hafa fram til þessa lítt verið nýttir en breyting er að verða á því vestanhafs og eru þeir töluvert veiddir, einkum út af ströndum Nýfundnalands og Labrador. Það hefur verið sagt um þá bræður, slétthala og snarphala, að þeir séu ljótir fiskar en þeir þykja ljúffengir og sjómenn í Kanada, sem eru þjakaðir af miklum þorskbresti, renna til þeirra hýru auga. Slétthali og snarphali eru skyldir hokinhala en eru heldur minni. Smágaddar eru á hreistrinu og á framanverður bak- og raufarugga er hreistur sem líkist tönnum. Fiskurinn þykir því erfiður í vinnslu vegna óvenjumikils styrkleika í hreistrinu sem dregur fljótt úr vinnslugetu allra venjulegra véla.

Smellið á myndband!...að þegar eiginkonur kaupa tannbursta í Bónus kaupi þær alltaf bláa fyrir eiginmanninn og bleika fyrir sig - sama hversu miklir fenínistar þeir eru. Setja þarf löggjöf um sama lit á öllum tannburstum....að Mummi í Götusmiðjunni svari fyrir sig á veraldarvefnum eftir umdeilt dómsmál um hnéskeljar og almenna framkomu í barnaverndinni í landinu: Meinyrðadómurinn (sem verður áfríað) er engin dómur yfir því að ég sé sekur heldur dómur um það að spilltur embættismaður getur gert og sagt það sem hann vill án þess að þurfa að taka ábyrgð á því. 
Blessaða hnéskeljamálið var dregið úr samhengi í stærri umræðu fyrir 5 árum og hvernig sem ég reyndi að fá lögreglurannsókn á því vildi engin kæra svo ég kærði mig bara sjálfur en lögreglan sá ekki ástæðu til að athafast því miður fyrir mig. Umræddur embættismaður ætti ekki að kasta grjóti í glerhúsi en hann lék rannsakanda, dómara og böðulinn í því máli sem hann stýrði með niðurskurð í huga. Engin í stjórnsýslunni sá eitthvað athugavert við það og pólitíkin hljóp bara í felur og studdi alla froðuna frá þessum manni sem er holdgerfingur gamla Íslands sem montaði sig ýtrekað á því vera vel tengdur Samfylkingunni sem þá var í stjórn. Götusmiðjan heldur áfram af því að þetta snýst um ungmennin okkar en ekki mig eða því síður um suma pappakassa í kerfinu....að byggingabólan sé komin á fullt eins og hér sést þar sem tveir risakranar eru reistir við hús á horni Barónsstígs og Grettisgötu sem brann fyrir nokkru - þarna starfa fjölmargir langt fram eftir....að Sigmar Vilhjálmsson í Hamborgarafabrikkunni hafi verið krúttlegt barn eins og sjá má í merkilegri myndaopnu í Séð og Heyrt - smellið.

...að við liggi að það sé hjónasvipur með þeim Eddu Björgvins og Tom Jones á þessari mynd sem tekin var í Reykjavík fyrir skemmstu....að þessi bjórdós hafi verið á floti í innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi og kallaðist einkennilega á við glauminn sem ríkti í Hörpunni á hinum kantinum. Hvaðan dósin kom er ekki vitað nema hvað að hún er dönsk....að samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum sé Björt framtíð að verða Björt fortíð.

...að eftir að Svavar Halldórsson, fyrrum fréttamaður, var ráðinn til Landssamtaka sauðfjárbænda hafi fjárdauði margfaldast í fréttum Ríkissjónvarpsins....að systkinin Eggert Þorleifsson og Þórhildur Þorleifsdóttir séu alltaf að líkjast meir og meir.Meira...