Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / FramlögLAG DAGSINS

GOD ONLY KNOWSBreska sjónvarpið BBC og hljómsveit hóaði saman toppliði tónlistarinnar í heiminum og tók upp gamla Beach Boys-lagið God Only Knows. Eftir aðeins þrjár vikur á YouTube hafa næstum 10 milljónir hlustað og horft.

Sjá fleiri lög...ÁTTRÆÐUR TÍSKUKÓNGUR Á KÁRASTÍGÞetta er Colin Porter og myndin var tekin á Kárastíg þar sem hann er búsettur.

Colin Porter er breskur klæðskeri sem flutti hingað til lands sem ungur maður og skóp íslenslu unglingatískuna upp úr miðri síðustu öld sem setti allt á annan endann en með henni hóf nútíminn í raun innreið sína á Íslandi og ekkert var sem áður.

Í viðtali við Morgunblaðið fyrir sjö árum lítur Colin Porter um öxl en hann er nú áttræður, fæddur 1934:“Ég var sendur til Íslands árið 1956, þá 22 ára gamall, til að starfa sem klæðskeri á Keflavíkurflugvelli á vegum ensks stórfyrirtækis, sem rak verslanir út um allar jarðir,” segir Colin spurður um tildrög Íslandsfarar á sínum tíma. “Ég starfaði á vellinum í þrjú ár, hitti íslenska fallega konu og ílengdist á Íslandi. Mér finnst nú orðið Ísland vera mitt heimaland 

Eftir árin á Keflavíkurflugvelli hóf Colin störf hjá Kristjáni Friðrikssyni í Últímu við að hanna og sérsauma föt á karlmenn eftir máli og stofnaði síðan Saumastofu Karnabæjar með Guðlaugi heitnum Bergmann sem Colin segir að hafi verið mikið veldi á þeim árum. “Þetta voru gullaldarár í íslenskum fataiðnaði. Ég var með Gulla í 22 ár, byrjaði með tvær konur með mér á saumastofunni og endaði með fjörutíu konum árið 1990 þegar ég hætti eftir að halla tók undan innanlandsframleiðslunni. Þá flutti ég aftur til Leeds og var atvinnulaus í eymd og volæði í heil sjö ár. Það var svo dag einn árið 2001 að dóttir mín hringdi í mig frá Íslandi og sagðist hafa séð rétta starfið auglýst fyrir mig í Herralagernum. Ég þurfti lítið að hugsa mig um, sló einfaldlega til, fluttist á ný til Íslands og er alsæll með lífið hér.”

Colin býr nú einn í miðborg Reykjavíkur og ferðast með leigubíl í og úr vinnu. Hann var giftur barnsmóður sinni, Heklu Smith, í 22 ár og seinni eiginkonunni, Sigrúnu Láru Shanko, í tíu ár.

Colin segist alltaf hafa fremur litið á saumaskapinn sem áhugamál en vinnu. “Yngri menn og heilu hljómsveitirnar voru mínir bestu kúnnar. Ég tók mál og teiknaði upp skissur og var svona skraddari af guðs náð,” segir Colin um leið og hann opnar pappakassa með gulnuðum úrklippum, auglýsingum og eldgömlum mál- og sníðabókum. Ljóst er af svip Colins að margs er að minnast. “Hérna sérðu til dæmis Hauk heitinn Morthens í jakkafötum frá mér. Hann var fastur kúnni hjá mér,” segir Colin og réttir fram ljósmynd af söngvaranum glerfínum á góðri stundu.

Colin lagði saumavélina á hilluna árið 1990 og hefur varla snert hana síðan. “Ég hef hins vegar gert ýmislegt um dagana annað en að sauma og allt lýtur það að listagyðjunni því ég hef bæði sungið og málað. Innst inni er ég listamaður í mér. Þess vegna er ég fátækur,” segir Colin og kímir.

MYND / ZORRO


Sjá nánar...
Vinsælast

  1. HÉR BÝR GRÓÐADROTTNINGIN Í FJÁRMÁLAEFTIRLITINU: Þetta er Bauganes 10, heimili Höllu Sigrúnar Hjartardóttur stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins...
  2. HEITASTA HORNIÐ Í 101 SELT Á 600 MILLJÓNIR: Byggingarnar á horni Tryggvagötu og Norðurstígs við Reykjavikurhöfn og baklóðir sem teygja sig upp á...
  3. LJÚFA LÍF: Í hádeginu stendur Baltasar Kormákur og segir bíósögur á Gráa kettinum á Hverfisgötu á meðan afg...
  4. ÁTTRÆÐUR TÍSKUKÓNGUR Á KÁRASTÍG: Þetta er Colin Porter og myndin var tekin í gær á Kárastíg þar sem hann er búsettur. Colin Po...
  5. “NEGRAR” URÐU “INDÍÁNAR”: Bókin Tíu litlir negrastrákar er ekki í sömu metum hjá þjóðinni eins og þegar hún fyrst kom út á fyr...


HAMFARIR Í HEITA POTTINUMStund sannleikans rann upp í heita pottinum í einni af sundlaugum höfuðborgarinnar þegar þögnin var rofin um yfirvofandi hamfarir á Suðurland ef og þegar byrjar að gjósa undir jökli í Bárðarbungu.

“Suðurlandið sópast bara á haf út og virkjanirnar með. Hér verður ekkert rafmagn,” sagði einn.

Annar tók undir, vissi jafn vel og sagði þetta best varðveitta leyndarmál yfirvalda í dag; allt byggt á þekkingu bestu jarðfræðinga sem mættu ekkert segja af ótta við almennan glundroða sem skapast gæti.

Skiljanlega.

Sögðu þeir vatnsmagnið svo mikið undir jöklinum að leitaði það upp yrði vatnsrennslið per sekúndu meira en allra stórfljóta heims samanlagt og voru Volga og Rín nefnd í þessu sambandi.

Huggun harmi gegn væri hins vegar sá möguleiki að vatnsmagnið í hugsanlegu eldgosi gæti leitað í norður og þá yfir Kelduhverfið og út í Skjálfanda með tilheyrandi eyðileggingu á leiðinni.

Yfirgáfu þá hlustendur heita pottinn en mennirnir tveir héldu áfram að segja frá.


Sjá nánar...
NÝJA MJÓLKIN RENNUR ÚT - EKKI MS

Fréttir af markaðsmálum Mjólkursamsölunnar hafa leitt til þess að neytendur eru spenntir fyrir nýjum mjólkurmerkjum en af þeim er ekki mikið úrval.Suma daga er þó til mjólk frá Neðra Hálsi í Kjós sem er í plastflöskum, dálítið bandarískt, og hún rennur út í hvert sinn sem hún sést (sjá mynd).

Sést hefur til Margrétar Marteinsdóttur, fyrrum fréttakonu, sem nú rekur Kaffihús Vesturbæjar en hún velur ekki annað en mjólkina úr Kjósinni til að nota í latte-kaffið sitt – þegar mjólkin er til. Og hún er ekki ein um það.

Á heimasíðu mjólkurframleiðandanna í Kjósinni segir:Að gefnu tilefni skal reynt að gera neytendum betur grein fyrir hvernig Biobú stendur að dreifingu á lífrænu mjólkinni svo auðveldara sé að nálgast mjólkina í þínu hverfi. Öðrum vörum Biobú er dreift um leið og mjólkinni, s.s. rjóma, jógúrt, skyri og skyrdrykkjum. Rétt er að benda á að um takmarkað magn er að ræða af mjólk í hverri búð en það fer eftir hve mikið er til af lífrænni mjólk hverju sinni.

Mjólk er pakkað tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, mjólkinni er síðan dreift í eftirtaldar verslanir:

Mánudag: Brauðhúsið

Þriðjudag: Frú Lauga, Melabúðin, Græni hlekkurinn, Víðir Skeifan, Víðir Vesturbær, Hagkaup Skeifan, Hagkaup Eiðistorg, Hagkaup Akureyri

Fimmtudag: Hagkaup Kringlan, Hagkaup Smáralind

Föstudag: Fjarðarkaup, Hagkaup Garðarbæ, Víðir Garðatorgi.

Nánar – smellið hér.


Sjá nánar...
FÓR Á GULLNA HLIÐIÐ OG HÉLT HANN VÆRI Í HELVÍTI

“Ég var hálf meðvitundarlaus þarna, löðrandi í svita í miðjum sal og gat mig ekki hrært,” segir Sigurður Bogi Sævarsson, rithöfundur og fréttamaður Moggans, en hann fór á sýningu á Gullna hliðinu í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið.

Eitthvað var að hitastillingu í salnum sem leiddi til ofsahita þannig að um tíma leist Sigurði Boga ekki á blikuna:

“Ég hélt um tíma að ég væri í Helvíti en ekki á Gullna hliðinu.”


Sjá nánar...
KONAN ÞVÆR LEIGUBÍLINNÞessi leigubílstjóri er vel kvæntur.

Konan þvær bílinn með klút á meðan hann situr undir stýri og les bók.

Ekki er vitað hvaða bók en hún hlýtur að vera spennandi.

Athugasemd: Þetta mun vera móðir leigubílstjórans, ekki eiginkona.


Sjá nánar...
LEYNIFÉLAG STOFNAÐ GEGN KERFINU

Lesa frétt ›LANGAFABÖRN FORSETANS STUÐALesa frétt ›GUÐMUNDUR FRANKLÍN KÆRIR GEIR JÓN FYIR PERSÓNUNJÓSNIR 

Lesa frétt ›ANDREA SYNGUR FYRIR FRAMSÓKNARMANN

Lesa frétt ›FASTEIGNAFRÉTTIR FYRIR FÓLK

Lesa frétt ›GEORG TEKUR Á MÓTI BYSSUNUM

Lesa frétt ›GUFFI TEKUR GAMLA BÍÓ Í NEFIÐ

 

Lesa frétt ›SVÍNASTEIK EKKI LENGUR ÞJÓÐARÉTTUR DANALesa frétt ›HÉR BÝR GRÓÐADROTTNINGIN Í FJÁRMÁLAEFTIRLITINU

Lesa frétt ›JÓN Í VÖFFLUKAFFI HJÁ FRAMSÓKN

Lesa frétt ›BURT REYNOLDS MEÐ BYSSU EINS OG GÆSLAN

Lesa frétt ›
SAGT ER......að Þorvaldur Karl Helgason, fyrrum biskupsritari, hafi verið settur sóknarprestur á Selfossi tímabundið og vonast er til að honum takist að lægja öldur vandræða sem þar hafa verið meðal presta og landsathygli vakið. Þorvaldur Karl verður á Selfossi fram á næsta haust en þá verður auglýst eftir tveimur nýjum prestum - og vonandi á þeim eftir að koma vel saman....að framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leiti nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11-17 ára og stelpur á aldrinum 12-17 eru hvött til að sækja um en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember. Áhugasömum er bent á að sækja um með því að senda 1-3 nýlegar ljósmyndir og eftirfarandi upplýsingar: fullt nafn, aldur og hæð, að auki símanúmer og nafn forráðamanns á netfangið casting@joinmotionpictures.com fyrir 15. nóvember....að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafi afturkallað leyfi fyrir Flóamarkaðnum á Eiðistorgi sem verið hefur þar í mörg ár og sett skemmtilegan svip á bæjarbraginn á laugardögum. Uppgefin ástæða: Það vantar umsjónarmann á svæðið.Meira...SAGT ER......að frábærir sjónvarpsþættir Egils Helgasonar um Vesturíslendinga öðlist framhaldslíf í ferðum á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn með Egil sjálfan sem fararstjóra.

...að listmálarinn Daði Guðbjörnsson hafi aðeins einu sinni horft á knattspyrnuleik á krá en það var í París 1998 þegar Frakkar urðu heimsmeistarar. Eftir leikinn tepptist Daði í miðborg Parísar vegna fagnaðarláta og komst fyrst heim á hótel við illan leik eftir þrjá daga. Síðan hefur hann ekki treyst sér að horfa á knattspyrnuleik á krá.

...að Bláa lónið auglýsi eftir starfskröftum á nýstárlegan hátt - sjá mynd.

...að "Þetta vilja börnin sjá" sé sýning sem opnuð hefur verið á Amtsbókasafninu á Akureyri -  myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Verðlaununum er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Á  Amtsbókasafninu verður sýningin opin á afgreiðslutíma safnsins, 25. október - 22. nóvember 2014

...að tilnefna ætti manninn sem samdi kynningarstefið fyrir Landann í Ríkissjónvarpinu til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs - hann nær alveg sunnudagsblúsnum á landsbyggðinni.

...að einkaritarar séu deyjandi stétt en einkaritarar voru hægri hönd forstjóra, alltaf konur, og réðu því sem þær vildu. Um tíma var meira að segja starfandi Félag einkaritara á Íslandi....að ársfjórðungsritið Hrepparígur fjalli um stóra hríðskotabyssumálið með sínum hætti: Kalman oddviti neitar að tjá sig um hvort einkabílstjóri hans, Vermóður á Endajaxli, aki um með vopn í Willanum. Ísbjörg ritari skaut því að blaðasnápum að kindabyssa væri um borð, enda hafi verið talað við oddvitann með tveimur hrútshornum í réttunum í haust. Byssan fékkst gefins úr gamla sláturhúsinu, gegn ríflegu framlagi úr sveitarsjóði....að Maídís sé óvenjulegt og fallegt kvenmannsnafn - þýðir líklega Vorgyðja....að Þorsteinn Helgason opni einkasýningu á nýjum málverkum í Gallerí Fold laugardaginn 25. október kl. 15. Þorsteinn hefur síðustu tvo áratugi unnið með abstrakt form, undir áhrifum af franska skólanum sem kom fram í París upp úr miðri síðustu öld. Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu, með ágengum litasamsetningum og allt að þvi geómetrískum formum. Þorsteinn Helgason (1958) nam arkitektúr í Kaupmannahöfn og myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Reykjavík 1998 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt en þetta er sjöunda einkasýning hans í Gallerí Fold þar sem hann sýndi fyrst árið 2000. Auk sýninga hér heima hafa verk hans verið sýnd í Lundúnum, Stokkhólmi og í New York. Þosteinn er meðeigandi að arkitektastofunni Ask arkitektar.

...að uppselt hafi orðið á Jólagesti Björgvins á 5 mínútum og því aukatónleikum bætt við hið snarasta ð kl.16 sama dag, laugardaginn 13. desember - sala hafin. Jólagestir Björgvins hafa verið einir vinsælustu jólatónleikar þjóðarinnar í átta ár - en að þessu sinni hafa öll met verið slegin. Eitt stykki Laugardalshöll uppseld nokkrum mínútum. Miðarnir renna út hraðar en heitar jólasmákökur.Meira...