HomeGreinarSAGA AF KRISTJÁNI EIGINMANNI HÖLLU HRUNDAR

SAGA AF KRISTJÁNI EIGINMANNI HÖLLU HRUNDAR

Sverrir Þórisson.
Sverrir Þórisson.

Fyrir um tveimur áratugum keyptum við fjölskyldan fína íbúð í Skaftahlíð. Þar ætluðum við að setjast að helst fyrir lífstíð. Þess vegna var miklu til kostað, allt tekið í gegn og málað ásamt ýmsu öðru,“ segir Sverrir Þórisson kennari.

„Sonur minn var langt kominn með MH og eignaðist þar vini og kunningja, eins og gengur. Einn vina hans sem ég hafði þá hitt tvisvar eða þrisvar, rak inn nefið þegar ég stóð með málningargræjurnar tilbúnar.
Hann las í leikinn og bauð mér umsvifalaust aðstoð. Það er ekki að orðlengja það að hann reyndist betri en enginn. Áður kom hann og bar píanó upp þröngan stiga og var þrekvirki. Í stað þess að fara í bæinn, fá sér bjór og kíkja á stelpurnar, þá eyddi þessi geðþekki ungi maður laugardeginum í málningarvinnu með manni sem hann þekkti varla nokkurn skapaðan hlut, með bros á vör.
Leið unga mannsins lá síðan í stjórnmálafræði og út í lífið sjálft. Það fór nú svo að hann kíkti á stelpurnar eins og vera ber.
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir er í dag eiginkona þessa eðal manns. – Ég hef fulla trú á þeim báðum til allra góðra verka.“
TENGDAR FRÉTTIR

SVANHILDUR – 83 ÁRA ÞOKKADÍS

"Allt er vænt sem vel er grænt!" segir hin eina og sanna Svanhildur Jakobsdóttir og kallar myndina: "Los Angeles, september 2024." Svanhildur er 83...

BORGARSTJÓRI OPNAÐI LJÓÐRÆNAN RÓSAGARÐ

Freyjugarður, sem er við Freyjugötu 19, var opnaður formlega í gær en í garðinum er hægt að eiga hugljúfa náttúrustund með ljóðrænu ívafi. Einar Þorsteinsson...

ELLÝ Q4U Í ÆVINTÝRAFERÐ Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG

"Frá því ég man eftir mér hef ég notið þess að skapa og skiptir engu máli í hvaða formi það er," segir Ellý Q,...

EIN Á PALLI

Bjarkey Olsen matvælaráðherra var tekin á beinið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins vegna ívilnunar ríkisvaldsins til kaupfélags Skagfirðinga til að kaupa upp alla samkeppni á kjötmarkaði,...

SVIÐASMEKKUR CLAUDIU GLÓDÍSAR

"Hvað finnst ykkur besti hlutinn af sviðinu?" spyr dægurstjarnan Claudia Glódís Gunnarsdóttir og svarar fyrir sjálfa sig: "Ég verð að játa að fer beint í...

BÖRN HENGD UPP Í FARANGURSGEYMSLU Í FLUGFERÐUM

Svona var ferðast með börn í flugvélum á sjöunda áratugnum. Fest upp í sérhannaðri koju í farangursgeymslu yfir farþegum. Flugfreyja hugar að barni á...

PIPRAÐIR Í MYRKRI OG RIGNINGU

Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur er einn snjallasti hugsuðurinn á samfélagsmiðlum. Nú haustar og Jónatan rifjar upp haustið 1970 - fyrir 54 árum: - haustið 1970 var annað haustið...

FRIÐARSÚLAN FÍNPÚSSUÐ

Reykjavíkurborg tilkynnir: - Framkvæmdir við endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey eru hafnar. Þær ganga samkvæmt áætlun og á þeim að ljúka áður en súlan verður tendruð,...

ANDLITSLYFTING Á VESTURGÖTU – FRIÐUÐU HÚSI BREYTT Í 8 ÍBÚÐIR

Í nafni þéttingar byggðar eru framkvæmdir hafnar á Vesturgötu 30, á horni Ægisgötu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun stendur þetta til:: "Endurbætur á friðuðu húsi ásamt nýbyggingum á...

GOSMÓÐA YFIR HÖFUÐBORGINNI

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill vara við að gosmóða og gasmengun liggur nú yfir höfuðborginni en ríkjandi sunnanátt ber gosmengun til norðurs. Mun það ástand vara...

VEGIR LIGGJA EKKI ALLTAF TIL ALLRA ÁTTA

"Vegir liggja til allra átta, enginn ræður för," segir í texta Indriða G. Þorsteinssonar í tillagi kvikmyndarinnar 79 Af Stöðinni. En hér bregður öðruvisi...

RÓMANTÍK Á NESBALA

Kristín Gunnlaugsdóttir, landsfræg myndlistarkona á Seltjarnarnesi, var í kvödgöngu á Nesbalanum ásamt kærasta sínum, Hubert Sandhofer. Hubert er austurrískur vinræktarbóndi og vín hans renna...

Sagt er...

"Hnífsstunga á menningarnótt, ung stúlka deyr og þetta er hræðilegt eins og mest má vera," segir Sigurður Bogi blaðamaður og hugleiðir áfram: "Útkoman eru viðbrögð...

Lag dagsins

Goðsögnin Freddy Mercury í Queen (1946-1991) hefði orðið 78 ára í dag. Hann skildi eftir sig slóð fallegra verka sem eru án hliðstæðu í...