Gleðikráin Kaldi á Klapparstíg fagnaði 10 ára afmæli í gær og sló upp veislu á barborðinu miðju. Var því vel tekið af fastakúnnum sem hlóðu í sig af hlaðborðinu aldrei þessu vant og höfðu á orði að þetta væri ekki bara Happy Hour heldur frekar Happy Day.