Tjöruhúsið á Ísafirði kynnir lestrar – og hreystiátak á næstu dögum. Sértiboð á mat: Hádgismatur 3.000 krónur. Kvöldverður 5.000 krónur.
„Það gengur þannig fyrir sig að þau sem framvísa bókasafnsskírteini frá bókasafni Ísfirðinga eða nærsveitunga (innan fjórðungsins) fá matinn á þessum kostakjörum. Þetta gildir einnig um þá sem framvísa sundkorti/líkamsræktarkorti frá sömu slóðum – Ísafjarðarbæ, Bolungarvík eða Súðavík,“ segja kokkarnir í eldhúsinu.
Gildir fimmtudaginn 30. október til og með laugardagsins 1. nóvember.






