
Viðskiptavinur Póstsins kom akandi og ákafur að ná í pakka sem hann hafði pantað að utan. Reif hann upp á staðnum og stökk svo upp í bílinn en skildi umbúðirnar eftir á stéttinni.
Við athgun á umbúðunum kom í ljós að þetta voru sérhannaðir bónpúðar í ýmsum litum.
„Hann hugsar betur um bílinn en umhverfið,“ sagði kona sem varð vitni að atburðinum.






