„Í dag eru þrjátíu ár frá snjóflóðinu mannskæða sem féll úr Skollahvilft yfir stóran hluta af byggðinni á Flateyri. Ég var þá starfandi í lögreglunni á Ísafirði og á vakt þessa nótt,“ segir Grímur Grímsson alþingismaður Viðreisnar og fyrrum yfirmaður í lögreglunni:
„Þessi alvarlegi atburður líður mér seint úr minni. Mikið reyndi á íbúa Flateyrar en utan að komandi aðstoð barst þeim ekki fyrr en um fimm klukkustundum eftir að flóðið féll. Hugur minn er hjá Flateyringum, einkum þeim sem misstu nákomna.“






