Það var í mars 1967 sem Guðbjartur Walther H Ólafsson hitti Ragnar Bjarnason dægurlagasöngvara og leigubílstjóra við nýjan bíl hans – Rambler Classic.
„Ragnar sagði að sér fyndist Rambler Classic fallegur og sparneytinn á bensín. Innan fannst honum bíllinn vandaður og fallegur. Mælaborð og sætin, áklæði og honum fannst þetta vera alveg einstaklega skemmtilegur bíll. Nú hafa liðið heil 58 ár síðan hann stóð þarna hjá bílnum sínum.“






