Trabant eigendur í hópakstri fyrir löngu. Eigendur Trabant bíla höfðu með sér félag sem nefndist Skynsemin ræður og voru það orð að sönnu.
Þarna er bílalestin á leið niður af Sogavegi þar sem Trabant umboði Ingvars Helgasonar var einmitt í brekkunni rétt fyrir ofan.
Trabant bílarnir voru austur þýskir fólksbílar sagðir gerðir úr plasti með tvo bensíntanka, annar til vara þegar hinn tæmdist.






