Danska þjóðþingið verður sett í hádeginu í dag, 7. október. Hátíðlegt samkvæmt venju, guðsþjónusta í Slotskirken, kongungsfjölskyldan mætir, forsætisráðherrann heldur tölu og kosið verður í nefndir og ráð.
Þarna verða Friðrik konungur og Mary drottning. Margrét drottning og Benedikta systir hennar og prinsessa.
Við þingsetningu í fyrra var tekin upp sá siður að ljúka fundi með því að syngja danska þjóðsönginn,“ Det er et yndigt land“. Verður kór tónlistarskólans í Hvidovre þar fremstur og allir þingmenn syngja með – 179 talsins.






