Helena Sivertsen opnar sýningu sína Húsin í Færeyjum laugardaginn 2. ágúst kl. 13:00–15:00 í Listhúsi Ófeigs. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin samanstendur af olíumálverkum þar sem Helena fangar stemninguna og minningarnar úr æsku sinni í Færeyjum. Hún er fædd árið 1970 og ólst upp í einu af þessum sérkennilegu og litríkum húsum, þar til hún var níu ára. Hún sótti þó reglulega heim til æskuslóða sinna alla tíð. Helena flutti til Íslands árið 1993 og hefur búið í Reykjavík síðan.
Helena hefur sótt fjölda listnámskeiða, bæði í Færeyjum og á Íslandi. Hún lauk tveggja ára námi við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2018 og hefur einnig stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs.





