„Nú hef ég verið alla ævina eins langt og ég man, alæta á fréttir. Raunar skrifað skafla af þeim sjálfur,“segir Herbert Guðmundsson fyrrum ritstjóri, blaðamaður, framkvæmdastjóri og útgefandi – nú orðinn 84 ára og man tímana tvenna:
„Alltaf gluggað í Moggann. Þar hefur Davíð Oddsson verið aðalritstjóri bara heillengi, hann varð sjötugur í janúar 2018. Nú er örugglega 2025. Í hans ritstjóratíð trúi ég að Mogginn hafi gerst sérlegt slúðurblað undir titlunum Smartland og þar næst Samkvæmislífið. Merkileg örlög þessa stjórnmálaskörungs, sem byrjaði jú opinberlega sem trúður. Okkur almúganum er sagt að fyrir það að vera enn til og í rífandi stuði yfir beðmálum okkar, sé ritstjórinn að drukkna í tekjum og „lífeyri“.





