Friðrika G. Geirsdóttir, sem lék Sólrúnu í Síðasta bænum í dalnum, er níræð í dag. Má telja hana fyrstu barnastjörnuna í íslenskum kvikmyndum.

Siðasti bærinn í dalnum var gerð af Óskari Gíslasyni og er fyrsta leikna kvikmyndin sem gerð var hér á landi. Tekin upp á Tannastöðum í Ölfusi, í Kersholti og í Kjósinni og frumsýnd 1950.
Jórunn Viðar samdi tónlistina við myndina og var það fyrsta kvikmyndatónlistin sem samin var á Íslandi við mynd í fullri lengd.






