
Stórleikarinn John Goodman hefur grennst um 100 kíló eftir að hann tók lífsstílinn í gegn fyrir tíu árum – það eru að meðaltali tíu kíló á ári.
Goodman vakti mikla athygli á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Smurfs, í bláum jakkafötum, brúnum skóm með svart bindi við hvíta skyrtu – 73 ára frá því í júní.
Í viðtali við tímaritið Rolling Stone segir leikarinn að helsta líkamsæfing hans hafi verið að fara út að ganga með hundinn og þá hafði hann gaman af að æfa box. Í covidinu kom svo bakslag – „…ég varð of latur til að standa í þessu.“
Aðdáendur á frumsýningunni ætluðu ekki að þekkja sinn mann og og einn orðaði það sem svo: „He will always be Walter for me from Big Lebowski“.






