„Á þessum fallega degi var stór stund að samþykkja leiðréttingu veiðigjalda – á lokadegi vorþingsins. Og hvað er meira við hæfi en að smella í sjálfu með sjálfri Hönnu Katrínu atvinnuvegaráðherra?“ spyr Dagur borgarastjóri – nú Dagur alþingismaður og heldur áfram:
„Hún hefur staðið fremst meðal jafningja í samhentum stjórnarmeirihluta í þessu risastóra og mikilvæga máli. Stórsjóir hafa gengið yfir en ekkert hefur haggað þessum nagla. Ef myndin prentast vel má svo sjá vökult auga Miðflokksins sem er nú loksins kjaftstopp.“





