
„Þetta var ljúf stund,“ segir Lilja Pálmadóttir hrossabóndi á Hofi á Höfðaströnd sem hefur lokið við að endurgera kirkjuna á staðnum þar sem faðir hennar, Pálmi í Hagkaup, fæddist og ólst upp. Þar var hátíð í bæ um helgina.

Í frétt frá vígslubiskupnum í Hóladómkirkju segir:
Hofskirkja á Höfðaströnd var bændakirkja til 1915. Hún er orðin það aftur og er eigandi hennar Lilja Sigurlína Pálmadóttir á Hofi. Hún er búin að endurbyggja hana á glæsilegan hátt og fyrir það ber að þakka. Fyrsta guðsþjónustan eftir endurbætur var sunnudagskvöldið 6. júlí og fjölmennti fólk til kirkju. Til hamingju Lilja og takk fyrir.




