
Sýning á verkum Páls Sólnes í Smíðahúsinu á Hólmavík verður opnuð laugardaginn 5. júlí og stendur fram til 27. júlí. Sýningin verður opin miðvikudag til sunnudags frá kl. 12-16. Velkomin á opnun þann 5. júlí kl.12-16 í Smíðahúsinu gallerí, Norðurfjöru 3b á Hólmavík, þar sem listamaðurinn verður til staðar og léttar veitingar.
Þetta er fyrsta sýningin í nýju sýningarrými, Smíðahúsinu, sem er lítið hús í fjöruborðinu á norðanverðum tanganum á Hólmavík.
Páll Sólnes býr og starfar í Malmö í Svíþjóð.
Sýningin er styrkt af Sænsk-islenska samstarfssjóðnum.