Dýrasti braggi á Íslandi, þessi sem borgin gerði upp í Nauthólsvík fyrir ómælt fé með dönskum puntstráum og tilheyrandi, stendur nú einn og yfirgefinn á sínum stað.
Veitingasala í bragganum gekk ekki upp og enginn treystir sér il að reyna aftur. Borð og stólar á útistétt standa þó eftir engum til gagns og grotna niður. Reykjavíkurborg hlýtur að geta notað þetta einhvers staðar nema henni sé alveg sama.