Björn Thorsteinsson veltir fyrir sér hvort verið geti að það sé heimabanki í himnaríki. Björn er elsta barnabarn Björns heitins Hallgrímssonar sem var ættfaðir HBen – veldisins sem lengi vel var ein eignamesta fjölskylda landsins. Björn Hallgrímsson lést 2005 og dánarbúi hans lokað 2006.
„Í ljós hefur komið að persónlegir bankareikningar hans voru hinsvegar í fullri notkun 2007-2010 með milljóna millifærslum,“ segir Björn Thorsteinsson sem ber nafn afa síns og spyr:
„Hver millifærði og hvernig?“
–