„Klukkan þrjú á laugardaginn kemur les ég ljóð og spjalla í Fljótshlíðinni þar sem sumarkvöldin eru fögur og Sámur var sárt leikinn. Þetta verður nú samt friðsamlegt en frammíköll verða leyfð,“ segir Eyþór Árnason fyrrum sviðsstjóri hjá Stöð 2 og Hörpu. Þetta fer fram í hlöðunni á Kvoslæk en þar sveitasetur Björn Bjarnasonar fyrrum ráðherra:
„Svo verður kaffi á eftir og ekki mun af veita. Ég ætla að lesa þetta:
–
Tölur og mengi
Segðu mér drauma þína
og þá færðu að heyra mína
Ef þeir skarast
er ráð að spenna beltin
og leggja af stað
út í óvissuna