Jón Ólafsson vatnsbóndi í Ölfusi er á síðasta snúningi að fylgja lögum og reglum þegar kemur að Icelandic Glacial vatninu sem fyrirtæki hans framleiðir.
Flöskurnar undir vatnið eru ekki með áföstum tappa, ólíkt öllum öðrum.
Það er þó ekki lögbrot fyrr en eftir einn mánuð að hafa lausa plasttappa. Þann 3. júlí næstkomandi verður það skylda að hafa tappana áfasta ílátunum.